Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 11
2. september 1987 - DAGUR - 11 „Næg verkefni framundan - segir formaður fjórðungssambandsins Valtýr Sigurbjarnarson Eftir að Yaltýr Sigurbjarnar- son, formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga hafði slitið þinginu á fimmtudaginn náðum við tali af honum. Nokkuð mörg mál komu upp í umræðunni á þinginu, sum hver breyttust nokkuð í umfjöllun nefnda og í almennri umræðu en önnur voru afgreidd nánast aðfinnslulaust frá nefndum. En hvernig finnst formanni fjórðungssambands- ins þingið hafa verið? „Eins og ég sagði í mínum lokaorðum á þinginu, þá finnst mér gott að hér skuli hafa farið fram umræður um starfsemi fjórðungssambandsins og menn skyldu tala tæpitungulaust. Hins vegar finnst mér ekki hafa verið gerðar ályktanir hér sem rista mjög djúpt og ég hef ekki trú á að þessa þings verði minnst fyrir tímamarkandi ákvarðanir.“ - Áttirðu von á átakameira þingi? „Nei það held ég ekki. Þetta þing var svipað því sem maður bjóst við. Hér fór fram almenn umræða um ýmis þjóðfélagsmál og það er af hinu góða að sveit- arstjórnarmenn hittist og beri saman bækur sínar, sýni sig og sjái aðra.“ - Hvernig finnst þér árangur af starfi sambandsins hafa verið á síðustu árum? Er hann í sam- ræmi við vonir? „Þetta er alltaf erfitt að meta en það er ljóst að árangurinn er töluverður. Ég held að enginn efist um að eitthvert gagn er af sambandinu en menn velta þvi mjög eðlilega fyrir sér hverju verði þetta er keypt.“ - Áttu von á að starfsemi sam- bandsins verði á svipuðum nótum á næstu árum? „Já, svona samstarf breytist alltaf og eins og öll félög hlýtur ist svæðisbundið samstarf sveitar- félaga um tiltekin verkefni og myndi þannig stærri einingar. Fjórðungsþingið telur álitsgerð stjórnskipaðra nefnda um breytt verkefna- og fjármálaskil á milli ríkis og sveitarfélaga vera grund- völl til umræðu um næstu sporin í tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga. Hins vegar leggur fjórðungsþingið áherslu á að áður en ákvörðun verður tekin um breytt verkefna- og fjár- málaskil þurfi að liggja fyrir tölur um áhrifin á stöðu einstakra sveitarfélaga. Rétt þykir að benda á að sú leið er ófær að skerða tekjur sveitarfélaga úr jöfnunarsjóði þeirra vegna útgjalda ríkissjóðs. Fjórðungs- þingið telur að sveitarfélögin eigi að taka við auknum verkefnum og því sé aðkallandi að á næst- unni verði stigin spor í þá átt að færa þau til þeirra, ásamt tilsvar- andi tekjum. Fjórðungsþingið telur að sam- fara tilflutningi á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga þurfi að skoða nánar ýmsar hugmyndir um þriðja stjórnsýslustigið til að leiða í ljós hvort að hugsanleg til- koma þess sé sú leið sem best er til að færa aukið vald og þjónustu út um landið.“ Við þessa tillögu nefndarinnar barst ein viðaukatillaga sem einnig sambandið að taka breytingum. Tíðarandinn breytist, það koma nýir menn og nýir siðir og það þjóðfélag sem við lifum í í dag er ekki sama þjóðfélagið og það þjóðfélag sem við lifðum í fyrir tíu árum. Því hlýtur og verður sambandið að breytast í takt við tíðarandann ef það á að eiga sér lífsvon. Ég hef ákveðnar hug- myndir um breytingar sem ég mun leggja fyrir fjórðungsstjórn að gerðar verði fyrir næsta fjórð- ungsþing. Þessar breytingar varða m.a. þingsköp og miða að því að mál geti gengið með greið- ari hætti í gegnum þingið og afgreiðsla þeirra verði auðveld- ari, ennfremur sem að breytingar miða að því að nefndirnar nýtist betur, ef möguleiki er á því.“ - Hvcr telur þú vera brýnustu verkefni framundan? „Verkefnin eru næg framund- Sigurgeir Sigurðsson flytur fram- söguerindi sitt um breytt verkefna- og fjárhagsskil ríkis og sveitarfé- laga. var samþykkt. Hún er svohljóð- andi: „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 beinir því til fjórðungs- stjórnar að hún hafi forgöngu um að gerð verði úttekt á áhrifum til- lagna um breytta verkaskiptingu fyrir sveitarfélög á Norðurlandi g að þeirri úttekt verði hraðað svo sem kostur er.“ JÓH Valtýr Sigurbjarnarson, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga. an og það má nefna eitt dæmi sem er verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Þetta þing er búið að fela fjórðungsstjórn að láta vinna upp tilteknar upplýsingar fyrir sveitarfélögin til þess að þau átti sig á staðreyndum og geti gert sér grein fyrir hvað þessar tillögur þýða. Sérstaklega á þetta við um minni sveitarfélögin sem ekki hafa bolmagn til að láta gera mikla könnun á því hvað þessar tillögur raunverulega þýða í krónum talið. Þetta er mikið verkefni og mjög þýðingarmikið." - Er staða minni sveitarfélag- anna slæm? „Já, að sumu leyti. Þó held ég að sambandið sé þeim hvað mikilvægast. Það er áreiðanlega að ýmsu leyti meira virði fyrir minni sveitarfélögin að hafa sam- bandið til samstarfs, skrafs og ráðagerða en fyrir stóru sveitar- félögin sem geta verið meira sjálfstæð og sjálfbjarga um alla hluti.“ - Þær raddir heyrast að færa eigi meirihluta reksturs skólanna út á herðar sveitarfélaganna. Geta litlu sveitarfélögin bætt meira á sínar herðar eða leiðir þetta til þess að sveitarfélög fara að sameinast í stærri einingar? „Um þetta eru náttúrlega skiptar skoðanir. Ég held að þetta reynist mörgum sveitar- félögum mjög þungur baggi þeg- ar í dag, hvað þá ef þau eiga að taka meira á sig. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að í hendur haldist verkefni og tekjur. Hitt er ég alveg sannfærð- ur um að til að hægt sé fyrir sveit- arfélögin að sinna vel vissum málaflokkurn þá þurfa mörg sveitarfélög að sameinast og stækka. Mér finnst bráðnauðsyn- legt, eins og þetta þing sam- þykkti, að hugmyndir um þriðja stjórnsýslustigið séu skoðaðar nánar og athugað hvað við erum að tala um með þessu stjórnsýslu- stigi. Hvaða verkefni eigum við að fela þessu stjórnsýslustigi og hvort þessum verkefnum er best borgið með stofnun þessa stjórn- sýslustigs. Ég held að það sé orðið mjög aðkallandi að menn reyni að fá gleggri mynd af því um hvað er verið að tala með þessu þriðja stjórnsýslustigi. Sveitarstjórnar- menn hafa skiptar skoðanir á því hvað felst í þessu. Erum við að tala um að endurreisa norður- amtið sem slíkt og það hafi ákveðið vald yfir vissum mála- flokkum og til þess sé kosið rétt eins og til alþingis? Hvað þýða nýju sveitarstjórnarlögin er varða byggðasamlög, héraðsncfndir, landshlutasamtökin og yfir höfuð um samstarf sveitarfélaga? Þarna eru viðamiklar spurningar varð- andi samstarf um viss verkefni sem mér finnst að þurfi að ná fót- festu á.“ - Staðgreiðslukerfi skatta kemur til framkvæmda um næstu áramót. Eru sveitarfélögin tilbú- in að taka upp þetta kerfi? „Þarna hefði undirbúningur þurft að vera lengra á veg kominn. Það má alls ekki dragast að sveitarfélögum sé kynnt þetta og að menn komi sér niður á það hvernig samstarf ríkis og sveitar- félaga á að verða og einnig hvernig gjaldheimturnar eiga að vera. Um þetta þarf að fara að taka ákvarðanir því að tíminn er naumur sem til stefnu er.“ - Sveitarfélögin hafa orðið fyrir nokkurri tekjuskerðingu þar sem að framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa verið skorin niður. Eiga sveitarstjórnarmenn von á enn meiri skerðingu eða koma nýir tekjustofnar inn í myndina? „Það veit maður aldrei. Mér finnst skerðing á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga forkastanleg og harma það mjög að þetta skyldi hafa verið gert. Hins vegar vonar maður að það bregði alls ekki til hins verra, vonandi verulega til hins betra á ný. Auðvitað á ekki að vera að skerða Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er alls ekki hollt fyrir samstarf ríkis og sveit- arfélaga þegar slíkt er gert. Með þessu skapast sundrung og tor- tryggni milli þessara aðila,“ sagði Valtýr. JOH Frá þingi Qórðungssambandsins á Dalvík. Fundarmenn hlýða á framsöguerindi Sigurðar Helgasonar um þriðja stjórnsýslustigið. Vörukynningar Mjolkursamlags KEA á iðn- sýningu á Akureyri 28. ágúst-6. sept. 1987 Ostakarlinn - besti vinur bamanna kemur á Iðnsýningu Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 2. september 3. september 4. september 5. september 6. september kl. 17.00-19.00 kl. 17.00-19.00 kl. 17.00-19.00 kl. 16.00-18.00 kl. 16.00-18.00 Mjólkursamlag KEA j Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.