Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 6
.6 - DAGUR -2, september 1987 W* ULPUR SÍMI (96)21400 Vorum að taka upp stóra sendingu af úlpum og jökkum á börn og unglinga. Ódýrar og fallegar. Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta: Hlöðver Þ. Hlöðversson. alþingismanna, og þau bentu á að fleira þyrfti að jafna en atkvæðis- rétt. Stofnfundur Samtaka um jafn- rétti milli landshluta var haldinn á Akureyri 13. febrúar 1983 að frumkvæði Péturs Valdimarsson- ar á Akureyri, Guðrúnar Ben- ediktsdóttur Hvammstanga o.fl. Upp úr þessu hófst mikil funda- herferð víða um land til að kynna samtökin og stofna félagsdeildir. Ekki er unnt í einni blaðagrein að telja upp nöfn þeirra mörgu sem þarna tóku þátt og lögðu ýmsir fram mikla vinnu og fjár- muni. Til að bæta þar úr er bent á tímarit samtakanna. Út hafa komið 4 hefti. Hið fyrsta hét Samtökin en hin 3 Útvörður. Þetta er hið merkasta rit. Þar hafa birst margar ágætar greinar eftir ýmsa höfunda, auk annarra frásagna um starf samtakanna og stefnumið. Tímaritið er til sölu á vægu verði á sýningunni, meðan upplag endist. Mörg dreifibréf hafa komið út, til að flytja fréttir af starfi samtakanna og fyrirætl- unum. Hið síðasta verður í sýn- ingarbásnum lianda þeim er vilja. Þar verður sagt frá síðasta lands- fundi samtakanna, núverandi stjórn, o.fl. Nefnd á vegum samtakanna hefir unnið mikið starf við gerð frumvarps að stjórnarskrá í þeim anda er samtakafólk vill sjá í framtíð. Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður tók að sér að flytja það á alþingi, en þar hefir það lítið hreyfst. Fyrsti landsfundur samtakanna var haldinn á Skútustöðum í Mývatnssveit 8.-9. júní 1985, ágætur fundur og allfjölmennur miðað við aðstæður. Annar landsfundur var að Laugarvatni 21.-22. júní 1986. Þar var fjallað nánar um ýmis skipulagsmál samtakanna. Þjóðarflokksdeilur Þriðji landsfundurinn var haldinn í Reykholti í Borgarfirði 20.-21. júní 1987. Hann var haldinn í nokkurri óvissu þess, að mestur grjótpáll í stofnun og starfi sam- takanna, Pétur Valdimarsson og nokkrir félagar, efndu til sér- framboðs til alþingis, Þjóðar- flokksins. Þó að Pétur, sem verið hafði formaður frá stofnun sam- takanna, segði formennskunni af sér og lýsti framboðið óháð, tengdu margir samtökin og fram- boðið saman og álitu að fram- boðið hefði gengið af samtökun- um dauðum. „Framboðsmenn" töldu hins vegar, að hin mikla Facit frá kr. 6.350. Andstæðingar ranglætis... Orsökin til stofnunar samtak- anna var, að fjöldi lands- byggðarfólks fann til þess í vax- andi mæli, að byggðarlög þess fóru halloka gagnvart höfuð- borgarsvæðinu á flesta grein, og aukið miðstjórnarvald - Reykjavíkurvald - dró úr áhrifum þess á eigin mál. Á fimmta áratug aldarinnar varð mikil umræða um aukið lands- hlutavald - landshlutasamtök með sjálfstæða tekjustofna og fjárveitingarvald í allmiklum mæli. Til þessarar umræðu má nefna Jónas Guðmundsson, þá formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hjálmar Vil- hjálmsson sýslumann á Seyðis- firði, seinna ráðuneytisstjóra, þingmennina Karl Kristjánsson og Gísla Guðmundsson og Jó- hann Skaptason sýslumann í Þingeyjarsýslum. Upp úr þessu þróuðust núverandi samtök, merk í umræðu og ályktunum, en án fjárveitingavalds sem nokkuð vegur. Útvörður og Samtökin Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, hefir um langt árabil barist af eldlegum áhuga fyrir auknu landshlutavaldi með áherslu á sveitarfélögin, er skipi sér stjórnarskrárbundið í fylki eða þing, og inntakið sé: Mann- gildi ofar auðgildi. Um miðjan síðasta áratug voru þau hjón, Aðalbjörn Benedikts- son og Guðrún Benediktsdóttir, frumkvöðlar umræðu og mót- mæla gegn straumi fjármagns og valds frá landsbyggð til höfuð- borgarsvæðis og gegn fjölgun umræða, sem færi gafst á í kosn- ingabaráttunni, hefði orðið málstað samtakanna mjög til framdráttar. Hér fara á eftir þær ályktanir Reykholtsfundarins, er á þessu taka, og benda þangað, sem helst er til stefnt hjá sam- tökunum nú: „Landsfundur S.J.L. haldinn í Reykholti 20.-21. júní 1987 telur að stefna samtakanna að jafna og treysta búsetu og lífskjör í land- inu, hafi aldrei verið þýðingar- meiri en nú og þörf fyrir eflingu þeirra aldrei brýnni. Fundurinn ályktar, að stefna samtakanna hljóti að höfða til manna hvar í flokki sem þeir standa, enda styðji þau engan stjórnmálaflokk sérstaklega og telji félaga sína og stuðningsfólk frjálst að skipa sér hvar í flokk sem það kýs. Landsfundurinn leggur á það þunga áherslu, áð alþingi sam- þykki að láta kjósa stjórnlaga- þing, er setji lýðveldinu íslandi verðuga stjórnarskrá og bendir á störf á vegum samtakanna sem mikilsvert framlag þar til. Landsfundurinn telur, að sem allra fyrst verði að vinna því form og fylgi að landshlutasamtök sveitarfélaga fái aukið vald yfir sínum sérmálum og tilsvarandi hlutdeild í samfélagstekjum hvers svæðis. Mætti hugsa sér sem byrjunaráfanga, að innan tveggja ára hafi um helmingur samfélagsumsvifanna komist „heim“. Fundurinn skorar sér- staklega á þingmenn í öllum stjórnmálaflokkum, sem lýst hafa fylgi við aukið landshlutavald, að standa við stóru orðin og styðja þessar tillögur.“ Ekki á móti Reykjavík Að lokum þetta: í Rómverjasögu er sagt frá keppinautum þeirra, Púnverjum og höfuðborginni Kartagó. í letur er fært að Róm- verjinn, Cató gamli, lauk jafnan ræðum sínum, sem voru margar, þannig: „Að síðustu legg ég til að Kartagó verði lögð í eyði.“ Sumir bera sér í munn að samtökin um jafnrétti milli landshluta séu á móti Reykjavík og vilji gengi hennar sem minnst. Þetta er hin mesta fjarstæða. Við erum aðeins andstæðingar ranglætis. Flestir - landsbyggðarmenn og Reykvík- ingar - gera sér þess grein, að hvorugur getur án hins verið, ef vel er, og margir Reykvíkingar eru áhugasamir félagar samtak- anna. Sjálfsagt gæri borgin um stundarsakir staðist án bakhjarls í byggð. - Um stundarsakir - en hversu lengi eftir að hafa glatað gimsteinum þeirra sérkenna, sem gera fólk að þjóð. Það er spurn. Sambúð okkar við landið „al!t“ mold þess og mið, harðbýli þess og blíðu, fegurð þess - hrikalega eða smágerða - er sá aflvaki og brýning, sem gerir okkur að merkum félaga í fjölskyldu þjóð- anna. Ef ég héldi margar ræður og endaði þær með áþekku stefi - gæti stefið verið: Erfiðleikainir, sem mæta þér er ekki aðalatriði heldur hvernig þú snýst við þeim -. Mætum þeim með bjartsýni og kjarki og leitum í félagi þeirra leiða, sem öllum koma til nokk- urs þroska. Hlöðver Þ. Hlöðversson. - formaður S.J.L. Björgum, S-Þing. Dúndurgóð útsala hefst fímmtudaginn 3. september. ★ JVHkili afslattur. ★ tJtsalan verður í Strandgötu 19 (áður Vídeó A.kureyri). jÁ SKÚTlSKAN ■ Bókabúðin EddaB ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.