Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 2. september 1987 RAFGEYMAR VIÐHALDSFRÍIR í BÍLINN, BAíINN, VINNUVÉLINA þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverplun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Það er líf og fjör í eyfirskum hrossum - ekki síður en í eigendum þeirra. Mynd: KK Kartöfluverðstríðið jj er heimskulegt" - og bein afleiðing af því að heildsöluverð fæst ekki skráð segir Sveinberg Laxdal „Það er óþarflega mikill tauga- titringur í mönnum sem standa í kartöflurækt um þessar mundir, þeir ættu að reyna að halda ró sinni og athuga í ró- legheitunum hvað hægt er að gera I málunum. Þetta kart- öflustríð sem nú geisar er mjög heimskulegt en það er afleiðing af því að heildsölu- verð á kartöflum fæst ekki skráð,“ sagði Sveinberg Laxdal, bóndi á Túnsbergi á Svalbarðsströnd. Sveinberg sagði að fimm- mannanefndin hefði ekki fallist á að skrá heildsöluverð á kartöfl- um haustið 1985 og síðan hefðu hagsmunamál kartöflubænda far- ið niður á við. „Frjálsa sam- keppnin hefur leitt af sér að heildsalarnir hugsa ekki um hag- kvæmni í rekstri eða mismunandi álagningu heldur er gengið beint á hagsmuni bóndans. Nú er útlit fyrir mikla uppskeru og ef áfram- haldandi verðfall verður á kart- öflum þá leysir slíkt engan vanda. Éf einn aðili lækkar verð þá lækka allir hinir og þannig gengur þetta koll af kolli þangað til menn fara að nálgast núllið og varla fara menn að borga með uppskerunni. Við getum reiknað með að neyslan í landinu sé u.þ.b. 17-18 þúsund tonn af ferskum kartöfl- um á ári. Við verðum að fá innanlandsmarkaðinn í frönskum kartöflum yfir til íslenskra fram- leiðenda því árlega eru fluttar inn franskar kartöflur sem samsvara 6 þúsund tonnum af ferskum kartöflum. Norðmenn fluttu inn mörg þús- und tonn síðasta vetur og tíðarfar til ræktunar í Skandinavíu og V.- Evrópu hefur ekki verið gott í sumar. Við leggjum í útflutnings- bótasjóð og þetta fé eigum við að fá ef til útflutnings kemur og mér finnst hlálegt að horfa upp á það að eftir því sem meira sprettur þeim mun lakara verður ástandið á innanlandsmarkaðinum og jafn- framt vex uppskeran sem verð- mætaútreikningurinn tekur mið af vegna uppbóta til kjöt- og mjólkurframleiðenda.“ Þeir einir mega flytja út kart- öflur sem hafa leyfi ráðuneytis til að selja útsæði og yfir landið séð þá búa um 90% slíkra bænda á Eyjafjarðarsvæðinu. Það yrði því fyrst og fremst lyftistöng fyrir eyfirska ræktendur að geta hafið kartöfluútflutning. EHB Eyfirsku hestamannafélögin: Úrsögn úr LH á næsta leiti Ljóst er að klofningur er kom- inn upp innan Landssambands íslenskra hestamannafélaga. Á fundi sem eyfirskir hestamenn héldu á Hótel KEA á mánu- dagskvöld var samþykkt aö hin þrjú félög hestamanna við Eyjafjörð leggðu fram úrsögn úr LH á næsta aðalfundi. Tilefni fundarins á mánudags- kvöld var sú ákvörðun stjórnar landssambandsins að næsta landsmót hestamanna skyldi haldið á Vmdheimamelum en ekki á Melgerðismelum, en fyrir liggur samþykkt frá árinu 1980 að landsmótið 1990 skuli haldið á Melgerðismelum. Húnvetningar og Skagfirðingar í stjórn LH studdu þá tillögu að næsta lands- mót skyldi haldið á Vindheima- melum. Eyfirsku hestamannafélögin hafa nú þingað um málið og að sögn Jóns Ólafs Sigfússonar, for- manns Léttis, stefnir nú allt í það að eyfirsku félögin þrjú, Þráinn, Léttir og Þytur, segi sig úr LH á næstu aðalfundum sínum og yrði það vissulega mikið áfall og álits- hnekkir fyrir stjórn landssam- bandsins. Ekki varð það til að milda Ey- firðinga að enginn úr stjórn LH lét sjá sig á fundinum, hvorki formaðurinn Leifur Jóhannesson eða aðrir, og höfðu stjórnarmenn þó verið boðaðir á fundinn. Jón Ólafur Sigfússon sagði að ályktun varðandi þetta atriði hefði verið samþykkt á fundinum. „Við samþykktum tillögu um að öll félögin leggðu fram á næsta aðalfundi félaganna úrsögn úr LH ef ekkert nýtt kæmi fram í málinu. Boltinn er því hjá stjórn LH og landssamtökunum í heild,“ sagði Jón Ólafur að lokum. EHB Gæsaveið- ar ganga treglega Gæsaveiðar hafa gengið heldur treglega þessa fyrstu daga veiðitímabilsins. Veið- ar hófust 20. ágúst og við höfum fregnað að menn hafi veitt þokkalega strax fyrstu dagana en síðan hefur geng- ið verr síðustu daga. Einar Long í versluninni Eyfjörð sagði í samtali við blaðið að menn hefðu litlar veiðisögur í pokahorninu eftir síðustu helgi. Einn hafði ekið um 300 km leið um helgina og á allri leiðinni sá hann 4 gæsir. Það sem kannski helst veldur þessari tregðu í gæsinni er að mikið er af berjum á þessu hausti og auk þess hefur veður undanfarið verið gott og fugl- inn því lítið verið á ferðinni. Vonandi er þó að úr rætist og allir þeir sem halda þeim sið að borða þennan mat um jól fái sinn fugl áður en langt um líður. JÓH Samningar við starfsfólk sláturhúsa: „Vona að málið skýrist í dag“ - segir Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri vinnumálasambandsins „Ég vona að málin skýrist í dag,“ sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnumála- sambands samvinnufélaganna um samninga við starfsfólk sláturhúsa, en enn hefur ekki verið samið um laun þeirra. í dag verður haldinn fundur þar um og sagði Hjörtur að lítið væri hægt að segja um málið fyrr en að honum loknum. Mjög mikið ber á milli samn- ingsaðila. Erfitt hefur reynst að manna sláturhúsin, m.a. vegna þess að kauptölur liggja ekki fyrir. Slát- urtíð er um það bil að hefjast, en vika er þar til hefja á slátrun á Akureyri. „Það er alls staðar erf- itt að fá fólk til starfa, erfiðara en mörg undanfarin ár. Það er svo mikil spenna á vinnumarkaðin- um. Oft hefur verið erfitt að manna sláturhúsin og það er skiljanlegt því um tímabundið starf er að ræða.“ Erfitt hefur rcynst að fá fólk til starfa á sláturhúsunum, enda enn ekki búið að semja um kaup og kjör. Kannski málið skýrist í dag? Björn Snæbjörnsson hjá Ein- ingu sagði í viðtali við Dag í gær að borga þyrfti starfsfólki slátur- húsa vel ef takast ætti að manna þau. Við bárum þetta undir Hjört. „Við stöndum frammi fyr- ir alveg gífurlegri hættu ef allir hugsa svona. Ef launin fara langt umfram getu fyrirtækjanna þá erum við komin í eina hringavit- leysu.“ Verkalýðsfélög á Norður-, Vestur- og Austurlandi fóru fram á að semja sameiginlega, að sögn Hjartar, en það hefur ekki verið gert áður. En er það betra? „Sannleikurinn er sá að ekki er beinlínis einfalt að semja fyrir öll húsin í einu vegna þess að aðstæður eru mismunandi í hverju liúsi. Það má segja að hægt sé að semja sameiginlega fyrir stóru húsin og ganga síðan frá útreikningum fyrir önnur hús í samræmi við þá samninga sem gerðir eru við stóru húsin. Þetta á vel að vera hægt ef menn eru samhentir í því,“ sagði Hjörtur. inþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.