Dagur - 02.09.1987, Side 3

Dagur - 02.09.1987, Side 3
2. september 1987 - DÁGUR - 3 Verða færri símaskrár gefnar út á næsta ári? Reglur hafa verið hundsaðar - Ef við missum augiýsendur úr skránni verða símnotendur að borga með henni, segir Ársæil Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri Margir Akureyringar eiga á símaborði sínu þetta þrjár til fjórar símaskrár. Mikil gróska var í útgáfu þessara skráa nú á vordögum. Póstur og sími hefur einkaleyfi á útgáfu símaskrár, en sam- kvæmt reglugerð frá ráðuneyti er þeim sem gefa út svæðis- bundnar símaskrár gert að Ijósrita síður upp úr henni og birta óbreyttar. Þrjár síma- skrár komu út á Akureyri auk hefðbundinnar skrár Pósts og síma, en skyldi verða einhver breyting þar á? Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri Pósts og síma á Akureyri sagði að í a.m.k. tveimur tilfell- um hefðu reglur varðandi útgáfu símaskrár verið hundsaðar, þeg- ar auglýsingar sem eru í skrá Pósts og síma voru felldar út og aðrar settar í staðinn. Ársæll sagðist hafa tilkynnt um þetta til ráðuneytis, en ekki hefur verið rætt til hvaða aðgerða verð- ur gripið. „Ég hef ekki trú á að leyfi til útgáfu verði gefið áfram, þó að um það verði sótt,“ sagði Ársæll. „Ástæðan fyrir því að þessar reglur voru settar eru þær að Póstur og sími vill halda auglýs- ingum í símaskránni. Ef við miss- um auglýsingar úr skránni þýðir það að símnotendur verða að borga með henni. Við erum fyrst og fremst að gæta hagsmuna símnotenda, en hingað til hefur símaskráin nokkurn veginn stað- ið undir sér,“ sagði Ársæll, en í reglugerðinni er kveðið á um að þeir auglýsendur sem auglýsa í símaskránni skuli ekki bera kostnað af auglýsingum sem birt- ast í sérskrám. Ái„æll sagði að mikil vinna lægi að baki áður en símaskráin væri gefin út og væri kappkostað að hafa hana eins vandaða og. rétta og kostur væri. Á fyrstu dög- um sérútgáfunnar voru skrárnar ekki ljósritaðar úr símaskrá held- ur settar upp á nýtt. „Þetta hafði í för með sér mikil óþægindi fyrir marga símnotendur því það kom fyrir að númer víxluðust,“ sagði Ársæll. Fyrir nokkrum árum lá við málaferlum vegna þessa, er vaktavinnumaður nokkur fékk inn á sig skólasíma og var iðulega hringt til hans snemma á morgn- ana til að tilynna veikindi barna. mþþ Hátíðarhöldin: „Garðurínn litur vel út“ - segir Árni Steinar Jóhannsson „Jú, við sem höfðum veg og vanda af þessu erum mjög ánægðir með hvernig til tókst. Við erum ákaflega þakklátir öllum sem hafa lagt hönd á plóginn. Dagskráin stóðst til- tölulega vel, bæði hvað varðar tíma og atriði,“ sagði Her- mann Sigtryggsson um afmæl- ishátíðina sl. laugardag. Árni Steinar Jóhannsson tók undir þessi orð og sagði að umgengnin í Lystigarðinum hefði verið mjög góð þrátt fyrir hinn gríðarlega fólksfjölda, en giskað er á að um 5000 manns hafi lagt leið sína í garðinn þetta kvöld. „Garðurinn lítur ágætlega út. Þegar búið var að taka til kom í ljós að engar teljandi skemmdir höfðu orðið. Pað er helst grasið og einstaka beð sem fékk að kenna á mannfjöldanum en blómin eru náttúrlega búin að blómstra og farin að búa sig un'dir veturinn þannig að þetta var á mjög góðum tíma fyrir þau,“ sagði Arni Steinar. „Að vísu má segja að þetta hafi farið örlítið úr böndunum út af mannfjöldanum, en kannski er það gott líka. Við áttum alls ekki von á svona mörgu fólki," sagði Árni Steinar að lokum. SS Samvinnuferðir/Landsýn: Kvennaferðir í okt. Samvinnuferöir/Landsýn skipu- lagði „kvennaferð“ til Glas- gow síðastliðinn vetur. Ferðin tókst afburða vel og komust færri með en vildu. Nú hefur SL skipulagt „kvennaferð“ til Amsterdam og verður þetta ferðalag með svipuðu sniði og í fyrra. Ásdís Árnadóttir, deildarstjóri SL á Akureyri, sagði í samtali við Dag að þetta yrði sex daga ferð og haldið af stað þann 5. októ- ber. „Fargjaldið er einstaklega hagstætt þegar við höfum í huga hvað er innifalið. Hver og ein þarf að greiða 22.700 krónur, en innifalið er - auk flugfars Akur- eyri Amsterdam - gisting á 4rá stjörnu hóteli í hjarta borgarinn- ar, öll gjöld svo sem flugvallar- skattar, akstur til og frá flugvelli og gisting og morgunverður á Hótel Loftleiðum nóttina áður en lagt er af stað. Konurnar verða ekki skildar eftir bjargarlausar því SL leggur að sjálfsögðu til fararstjóra,“ sagði Ásdís. „En ef konur jafnt sem karlar vilja fara t.d. til Glasgow þá er rétt að það komi fram að SL býður nú upp á sérstaklega ódýrar ferðir til Glasgow." Hann Anton Finnsson hefur um árabil starfað hjá Slippstöðinni, en þar var þessi mynd tekin. Mynd: tlv Afmælishaldíð: Bærinn fékk góðar gjafir Akureyrarbæ bárust margar góðar gjafir á 125 ára afmælinu og verða þær til sýnis á Amts- bókasafninu næstu daga. Auk gjafa fékk bærinn heillaóska- skeyti og blómakörfur víðs vegar að. Meðal gjafa má nefna að Útvegsbankinn hf. gaf 100 þús- und kr. til félagsstarfs aldraðra á Akureyri, Starfsmannafélag Akureyrarbæjar gaf blómakörfu og gróðursetningu á 1.000 trjá- plöntum í Nausta- og Hamra- borgum og Dalvíkurbær gaf Sögu Dalvíkur í fjórurn bindum. Þá færði Ólafsfjarðarbær Akureyringum myndverk í tré er nefnist Afmælisbarn, hreppsfé- Iögin við Eyjafjörð gáfu rósa- kvartsstein úr Dyrfjöllum, bæjar- stjórn Húsavíkur gaf málverk eft- ir Sigurð Hallmarsson og borgar- stjórn Reykjavíkur gaf bænum málverk. SS ÍQNSYNING1987 í 'mómmuimik akuwri 28. ÁGÚST - 6.SEPTEM8ER MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 18.00 HEIMSÓKN f SLIPPSTÖÐINA HF 20.00 STÓRSVEIT SÝNINGARINNAR LEIKUR FYRIR GESTI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.