Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 2. september 1987 _Frá Fjórðungsþingi Norðlendinga_________ Lýsir ánægju með störf RUVAK - segir m.a. í menningarmálaályktun þingsins JþróttiL Vinningshafar á Svalamótinu í golfi. Mynd: KK Svalamótið í golfi: Þórleifur og Eggert sigruðu í tillögu stjórnar fjóröungs- sambandsins um menningar- mál sem fyrir þinginu iá kom m.a. fram hörö gagnrýni á forráðamenn Ríkisútvarpsins fyrir að hafa ekki komið á útsendingum til alls Norður- lands frá Ríkisútvarpinu á Akureyri auk þess sem sagt var að dagskrárgerð og fréttaöflun svæðisútvarpsins sé einhliða fjarstýrt frá Ríkisútvarpinu í Reykjavík. Sigríður Stefáns- dóttir, þingfulltrúi frá Akur- eyri, gagnrýndi stjórn sam- bandsins harðlega fyrir að hafa slík orð um svæðisútvarpið og taldi hún að allir gætu verið sammála um að þar væri dæmi um starfsemi sem hefði verið flutt út á Iand frá Reykjavík. Á fund menningarmálanefndar mættu fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri, Menningarsamtök- um Norðurlands (MENOR) og einnig útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson. Málin voru rædd og endursamin tillaga að ályktun þingsins um menningarmál. Til- laga sú er menningamálanefnd lagði fyrir þingið og var sam- hljóða samþykkt var svohljóð- andi: Um háskólakennslu Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 fagnar þeim áfanga í menntamálum landsbyggðarinn- ar, að hafin verður á þessu ári regluleg háskólakennsla á Akur- eyri. Þingið lýsir ánægju sinni með að skólinn verði sjálfstæð stofnun. Þingið skorar á Alþingi að leggja metnað í uppbyggingu hans og tryggja fjárveitingar, svo hann þróist eðlilega og fjöl- breytni í námi aukist. Þá ber brýna nauðsyn til þess að koma upp íbúðarhúsnæði fyrir stúd- enta. Um fjölmiðlun Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 lýsir fyrir ánægju sinni með störf deildar Ríkisútvarpsins á Akureyri og bendir á hana sem gott dæmi um að hægt er að flytja störf út um land sem áður var sinnt í Reykjavík. Þessa starfsemi þarf enn að auka m.a. með meiri fréttaöflun á landsbyggðinni og betra dreifi- kerfi. Fjórðungsþingið leggur áherslu á að lögþoðnir tekjustofnar útvarpsins til uppbyggingar dreifi- kerfis verði ekki skertir af alþingi. Þingið bendir á að með til- komu „ljósleiðara“ gjörbreytast öll skilyrði til sendingar sjón- varps og hljóðvarps. Þingið skor- ar á yfirstjórn Ríkisútvarpsins að koma sem allrar fyrst á útsend- ingu til alls Norðurlands frá Svæðisútvarpinu á Akureyri. Einnig bendir þingið á þá möguleika sem ný tækni í fjöl- miðlun gefur til fjarkennslu. Fjórðungsþingið bendir á að hafin er samkeppni um efnisval og hylli notenda og hvetur sveit- arfélög og aðra aðila á Norður- landi til að halda vöku sinni varð- andi uppbyggingu hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva á Norðurlandi. Um Menningarsamtök Norðlendinga MENOR Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 telur að samtök eins og Menningarsamtök Norðlendinga hafi vaxandi hlutverki að gegna. Þingið skorar á sveitarfélög á Norðurlandi, menntamálaráðu- neytið og fjárveitingavald að styrkja Menningarsamtök Norð- lendinga með framlögum til að koma á reglulegum menningar- hátíðum á Norðurlandi og stuðla að áframhaldandi rekstri samtak- anna. Um skólamál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 lýsir stuðningi við þá skóla- stefnu sem fylgt hefur verið á Norðurlandi og miðast við að framfylgja gildandi grunnskóla- lögum. Þingið leggur ríka áherslu á að þegar verði fullnægt þörf fyrir stuðnings- og sérkennslu eins og lög gera ráð fyrir. Einnig bendir þingið á nauðsyn þess að ríkisvaldið standi við skuldbindingar sínar varðandi uppbyggingu skólahúsnæðis og að eðlileg uppbygging skóla eigi sér stað á Norðurlandi. Þingið telur að frumvarp til grunnskólalaga sem liggur fyrir alþingi leiði ekki til úrbóta í skólamáluin. Þingið vísar til umsagna fræðsluráða hér á Norðurlandi um efnisleg atriði málsins, og leggur því til að frum- varpið verði dregið til baka. Fjórðungsþingið bendir á þá staðreynd að færri hefja fram- haldsnám úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu eða ann- ars staðar þar sem framhalds- menntun er nálæg. Með skírskot- un til þessa leggur þingið ríka áherslu á sérstakar aðgerðir tij,að jafna aðstöðu íbúa landsbyggðarr innnar til að sækja framhalds- nám. Með tilliti til þessa er skorað á menntamálaráðherra að svo- nefndir dreifbýlisstyrkir verði miðaðir við að gera öllum nemendur fært að sækja fram- haldsnám í önnur byggðarlög. Fjórðungsþingið bendir á nauðsyn þess að efla námsfram- boð á framhaldsskólastigi sem tekur mið af þörfum frumat- vinnugreina landsbyggðarinnar. Svalamótið, opið unglingamót í golfi fór fram að Jaðri um helgina. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Keppend- ur sem voru 16 ára og yngri voru alls 26 talsins. Eggert Eggertsson GA nýkrýndur Norðurlandsmeistari, sigraði mjög örugglega í keppni án forgjafar en Þórleifur Karlsson GA í keppni með forgjöf. Öldungamót UNÞ í frjálsum íþróttum var haldið í Lundi, samfara héráðsmótinu fyrr í sumar. Keppt var í karla- og kvennaflokki og var keppt í fjórum greinum í hvorum flokki. UMF. Öxfírðinga varð stigahæst félaga en stigahæst einstaklinga urðu þau Erla Óskarsdóttir og Páll Þormar. Úrslit í mótinu urðu þessi: Karlar 100 m hlaup: sek. 1. Páll Þormar, Au. 14,2 2. Haraldur Jónsson, Au. 14,7 Langstökk: metrar 1. Ólafur Helgason, Au. 4,86 2. Páll Þormar, Au. 4,81 3. Halldór Gunnarsson, Öx. 4,68 Kúluvarp: nictrar 1. Karl S. Björnsson, Öx. 9,96 2. Páll Þormar, Au. 8,26 3. Haraldur Jónsson, Au. 7,77 Kringlukast: metrar 1. Karl S. Björnsson, Öx. 29,95 2. Páll Þormar, Au. 25,49 3. Brynjar Halldórsson, Öx. 22,44 Það var fyrirtækið Sól hf. sem gaf verðlaunin í mótið. Þrír efstu menn í keppni með og án forgjaf- ar urðu þessir: Án forgjafar: 1. Eggert Eggertsson GA 152 2. Þórleifur Karlsson GA 162 3. Haukur Óskarsson GA 165 Með forgjöf: 1. Þórleifur Karlsson GA 128 2. Eggert Eggertsson GA 132 3. Ingvar Þór Ólafsson GR 137 100 m lilaup: sek. 1. Sigríöur R. Guðmundsdóttir, Sn. 16,4 2. Erla Óskarsdóttir, Öx. 17,0 3. Hólmfríður Halldórsdóttir, Sn. 17,5 Langstökk: metrar 1. Sigríður R. Guðmundsdóttir, Sn. 3,70 2. Hólmfríður Halldórsdóttir, Sn. 3,18 3. Erla Óskarsdóttir, Öx. 2,92 Kúluvarp: metrar 1. Erla Óskarsdóttir, Öx. 8,80 2. Una Elíasdóttir, Au. 6,84 3. Hólmfríður Halldórsdóttir, Sn. 6.48 Kringlukast: metrar 1. Erla Óskarsdóttir, Öx. 19,33 2. Björg Dagbjartsdóttir, Öx. 16,31 3. Hólmfríður Halldórsdóttir, Sn. 14,90 Stigahæstu konur: stig 1. Erla Óskarsdóttir, Öx. 15 2. Sigríður R. Guðmundsdóttir, Sn. 10 3. Hólmfrlður Halldórsdóttir, Sn. 9 Stigahæstu karlar: stig 1. Páll Þormar, Au. 14 2. Karl S. Björnsson, Öx. 10 3. Haraldur Jónsson, Au. 7 Stig félaga: stig 1. Umf. Öxfirðinga 32 2. Umf. Austri, Raufarhöfn 29 3. Umf. Snörtur, Presthólahreppi 20 Púlvika!! 5 daga púlvika hefst 7. sept.-ll. sept. í jazzleikfinii og Aerobic. 5 daga púl!! pú!!! púl!! Kennarar: Alice Jóhanns. og Ásta Sigurðard. Innritun frá kl. 17-19 í síma 24979. Vetrarnámskeið hefjast 21. sept. Innritun er hafin í alla flokka. J * Ppmsstumoí Tryggvabraut 22 Akureyri Walkc Sími 24979 Öldungamót UNÞ í frjálsum íþróttum: Erla og Páll stigahæst Konur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.