Dagur - 07.09.1987, Síða 6

Dagur - 07.09.1987, Síða 6
 „Vantar fólk með menntun í loðdýraræktina“ - segir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri Einn af fjöldamörgum gestum sem sat aöalfund Stéttarsam- bands bænda var Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Dagur leitaði álits hans á þessu þingi. „Þetta eru ætíð hin merkustu þing. Hér koma fulltrúar bænda úr ölium landsfjórðungum og ræða þau mál sem hæst bera hverju sinni. Nú eru það einkum tvö mál sem brenna á mönnum, í fyrsta lagi takmörkun framleiðsl- unnar og í öðru lagi uppbygging nýrra búgreina. Þótt vandræði steðji að íslenskum landbúnaði þá eru nýjar framleiðslugreinar eins og t.d. loðdýraræktin farin að skila umtalsverðum tekjum til bænda. Það hafa líka komið upp vandamál í sambandi við þessa búgrein en það tekur tíma fyrir bændur að ná tökum á nýrri tækni og vinnutilhögun samfara nýjum búgreinum." „Yantar ekki vilja heldur peninga“ - Nú hefur komið fram sú gagn- rýni að leiðbeiningu og fræðslu hafi vantað fyrir þá sem vilja fara út í loðdýrarækt? „Við hjá búnaðarsambandinu getum tekið undir þessa gagn- rýni. Málið er hreinlega það að við eigum ekki nógu mikið af menntuðu fólki á þessu sviði til að veita fræðslu. Það vantar fjár- magn til að mennta mannskap á þessum sviðum. Eitt af hlutverk- um búnaðarsambandsins er ein- mitt að veita fræðslu og það vant- ar ekki vilja hjá okkur heldur peninga. Fyrst við erum að minnast á fræðslustörf þá fer mikið af þeim fjármunum, sem hægt væri að nota í fræðslu og uppbyggingar, í að draga úr verstu áhrifum sam- dráttarins í landbúnaði. Mikið af peningum t.d. framleiönisjóðs fer í að kaupa burtu hluta af umframframleiðslunni. Sam- kvæmt búvörulögunum er það lagt á hendur framleiðnisjóðs að kaupa 3 milljónir lítra af mjólk og 800 tonn af kindakjöti.“ Erfiðar breytingar fyrir marga bændur - Nú hefur heyrst í gegnum árin að landbúnaðurinn sé í úlfa- kreppu. Er kreppan alvarlegri núna en hún var t.d. fyrir 10 árum? „Já, kreppan er verri núna. Bændur sjá fram á mikla breyt- ingu á sínum högum og það eru margir sem ekki vilja breyta eða geta ekki tekið tekið upp nýjar búgreinar. Þótt loðdýrarækt, fiskirækt og ferðaþjónusta lofi góðu þá er ekki víst að neitt af þessu henti öllum. Eldri bændur eiga t.d. oft erfiðara að söðla um og demba sér í uppbyggingu á nýrri grein. Eg er hins vegar ekki svartsýnn á framtíðina og er þess fullviss að bændur ná að aðlaga sig nýjum aðstæðum þótt það verði dálítið erfitt svona þessi umbrotaár. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á öxlum þeirra manna sem sjá um menntunarmál í íslenskum land- búnaði. Við megum ekki gleyma því að þótt það sé mikilvægt að veita fræðslu og þjónustu í nýjum búgreinum þá er ekki síður mikil- vægt að vera með öfluga fræðslu og upplýsingastarfsemi í hinum hefðbundnu búgreinum. Nú þeg- ar verið er að draga saman þar þá er mikilvægt að arðsemin af hverjum dilkaskrokki eða mjólk- urlítra verði meiri. Nú verður að leggja áherslu á gæði en ekki magn. Það er mikil kúnst að fá meira út úr minna en með vinnu- hagræðingu og nýtni á það að vera hægt." Jón M. Guðmundsson bóndi á Reykjum í Mosfellssveit. „Þurfum að læra að lifa með salmon- ellunni eins og aðrar þjóðir“ - segir Jón M. Guðmundsson á Reykjum Jón M. Guðmundsson bóndi á Reykjum er einn af þeim sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs til stjórnar Stéttarsambands bænda. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann var hver staða fuglabænda væri í dag. „Hún er hreint út sagt, slæm. Þetta er hins vegar ekkert eins- dæmi hér á landi. Um allan hinn iðnvædda heim er offramleiðsla. Það sem blasir við okkur er að sníða okkur stakk eftir vexti og reyna að aðlaga okkur að breytt- um neysluvenjum almennings." „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ - Nú hefur salmonella verið mik- ið í fréttum eftir Búðardalsslysið, hvað hyggjast fuglabændur gera til að koma í veg fyrir útbreiðslu salmonellunnar? „Salmonella hefur verið land- lægur sjúkdómur í mörgum Evr- ópulöndum og heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa lengi vitað að þetta var ekki spurning um hvort salmonellan kæmist hingað til lands, heldur hvenær. Viðbrögð almennings hafa verið mjög skiljanleg því þetta er mjög óþægilegur sjúkdómur. Það má hins vegar ekki gleyma því að þetta eru algjör undantekningar- tilfelli að sjúkdómurinn komist á svo slæmt stig eins og gerðist í Búðardal. Ef við horfum á nágrannalönd- in eins og t.d. Danmörku, Þýska- land og England þá lifir fólk með þessum sjúkdómi. Matreiðslu- menn og húsmæður kunna að verka kjötið þannig að sýkillinn verður óvirkur og það vantar meiri fræðslu hér á landi hvernig á að matreiða kjöt, þannig að salmonellan nái ekki að þrífast í því. Mjög strangar kröfur eru gerðar í öllum fuglabúum en því miður hefur orðið brotalöm á framkvæmd þessara laga í örfá- um undantekningartilfellum." Sterkari stofn með útungunareggjum - Nú hefur þú verið að vinna að sérverkefni á vegum félagsins. Gætir þú upplýst lesendur öriítið um þetta verkefni? „Eg hóf minn búskap 1947 með 60 fjár og 14 kýr en fljótlega bættust 300 hænsni í hópinn. Þar kom að ég ákvað að einbeita mér að hænunum þar sem ég hafði dvalið erlendis og sérhæft mig í hænsnarækt. Sonur minn hefur nú að mestu tekið við rekstri búsins, en ég kom mér upp einangrunarstöð fyrir útungunaregg. Við flytjum þar inn egg frá Noregi og ungum þeim út hér á landi. Eftir að ungarnir eru búnir að dvelja til- skilinn tíma í sóttkví þá seijum við þá til útungunarstöðva sem aftur dreifa þeim til eggja- og kjötframleiðenda. Þetta hefur gefið góða raun þau þrjú ár sem við höfum flutt inn egg. Það er greinilega kominn upp betri stofn af varpfuglum, jafnvel þótt við höfum ekki getað komið í veg fyrir að fuglarnir hafi tekið land- læga væga sjúkdóma hér á landi.“ „Fólkið á landsbyggðinni ætlar ekki að gefast upp“ - Nú ætlar þú ekki að gefa kost á þér í stjórn aftur. Hverrtig líst þér á framtíðina í íslenskum land- búnaði? „Já, það er rétt að ég tilkynnti Búnaðarsambandi Kjalarness í febrúar að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér áfram í stjórn. Ég tel að það sé kominn tími fyrir yngri menn að taka við. Þrátt fyrir alla erfiðleikana þá er ég bjartsýnn á framtíðina. Fólkið á landsbyggð- inni ætlar ekki að gefast upp því hvað væri íslenskt þjóðfélag án íslensks landbúnaðar. Nú er komin nokkur reynsla á búvöru- lögin frá 1985 og bændur sannað það að þeir geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Nýjar greinar eins og loðdýra- rækt og fiskirækt lofa góðu þann- ig að ég er þess fullviss að íslenskur landbúnaður getur rifið sig upp úr þeim öldudal sem hann er í núna.“ „Fæðingarorlof er hagsmunamál bæði bænda og bændakvenna“ - segir Guðrún Aradóttir Guðrún Aradóttir frá Skíðbakka í Rangárvallarsýslu hélt skelegga ræðu á fyrsta degi þingsins og minntist á það misrétti sem gildir gagnvart bændakonum varðandi fæðingarorlof og mat á vinnutíma þeirra. Við spurðum Guðrúnu hvernig hægt væri að leiðrétta þetta misrétti. “Það er nú fyrst og fremst að konur Iáti til sín taka á samkom- um sem þessari. Með þeim hætti getum við náð eyrum stjórnvalda og fengið þessu breytt.“ Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. „Lít á mig sem fulltrúa bænda - bæði karla og kvenna“ - Þegar þú kemur á stéttarsam- bandsfund, lítur þú á þig sem fulltrúa bænda eða bænda- kvenna? „Ég lít á mig sem fulltrúa allra bænda - bæði karta og kvenna. Við berjumst fyrir sömu málum þannig að það á ekki að skipta miklu máli hvort þingfulltrúar eru karlar eða konur. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að ég er kona þannig að þau mál sem ég legg áherslu á eru oft þau sem snúa að bændakonum." Því fleiri, því auðveldara að koma hagsmunamálunum í gegn - Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma að hér í lokin? „Já, það er að hvetja fleiri kon- ur til að ganga í búnaðarfélögin. Jafnvel þótt ég hafi í ræðu minni lagt áherslu á rétt kvenna til fæðingarorlofs þá er þetta ekki síður hagsmunamál fyrir bændur. Fólk í sveitum verður að standa saman að þessu máli einhuga þannig að þetta fáist leiðrétt.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.