Dagur - 07.09.1987, Page 9
8 - DAGUR - 7. september 1987
7. september 1987 - DAGUR - 9
Halldór Áskelsson sendir knöttinn í mark KA á laugardaginn. Það dugði ekki til því Bjarni Jónsson jafnaði fyrir KA skömmu fyrir leiks
lok. Mynd: EHB
SL mótið 1. deild í knattspyrnu:
Óheppnir Þórsarar
- misstu tvö dýrmæt stig á lokamínútunum
Hjá KA var Erlingur góður að
vanda, sennilega langmikilvægasti*
leikmaður liðsins. Halldór Halldórs-
son átti líka góðan dag í vörninni,
svo og Arnar Bjarnason. Sóknar-
mennirnir voru frekar slakir. Jón
Sveinsson og Sigurður Harðarson
náðu sér ekki á strik og var skipt út
af. Árni Freysteinsson og Árni
Hermannsson komu í stað þeirra en
voru ekki mikið sprækari. Júlíus
Tryggvason, Árni Stefánsson og
Halldór Áskelsson voru einna bestir
hjá Þór, aðrir misjafnlega brokk-
gengir. Guðmundur Valur og Sigur-
björn Viðarsson fengu gult spjald hjá
Sveini Sveinssyni dómara. SS
SL mótið 1. deild í knattspyrnu:
Valsmenn ís-
landsmeistarar
- Hafa þegar tryggt sér titiiinn
þegar einni umferð er ólokið í mótinu
- Gífurieg barátta þriggja liða á botninum
Þórsarar gætu átt eftir að bölva
jöfnunarmarki KA-manna lengi
því stigin tvö sem þeir misstu geta
haft afgerandi áhrif í baráttunni
um Evrópusætið. IA og KR töp-
uðu að vísu sínum leikjum þannig
að slagurinn stendur nú á milli
Þórsara og Skagamanna. En lítum
þá á leik Þórs og KA í SL-mótinu
sem fór fram á laugardag.
Bæði liðin spiluðu býsna vel í fyrri
hálfleik. Guðmundur Valur átti skot
að marki KA á 4. mín. en beint á
Ólaf Gottskálksson. Á 20. mín fengu
Þórsarar aukaspyrnu nokkuð fyrir
utan vítateig KÁ. Jónas Róbertsson
vippaði boltanum inn í teig þar sem
Halldór Áskelsson tók hann á lofti
og afgreiddi snyrtilega í netið
framhjá Ólafi sem kom engum vörn-
um við. Fallegt mark og staðan 1:0
fyrir Þór.
Þórsarar drógu sig dálítið aftur eft-
ir markið og KA menn fengu tvö góð
færi. Fyrst Sigurður Harðarson eftir
skemmtilegt háloftaspil Gauta og
Tryggva en skot Sigurðar sigldi
framhjá Þórsmarkinu. Þetta var á 30.
mínútu og tveimur mínútum síðar
komst Tryggvi Gunnarsson í gegn en
Baldvin bjargaði vel með úthlaupi.
Þórsarar fóru nú að gera sér grein
fyrir því að sókn er besta vörnin og
var oft gaman að sjá til þeirra á vell-
inum. Varnarmenn KA sáu hins veg-
ar um að hleypa þeim ekki of nálægt
markinu. Á 44. mín. ná Þórsarar
góðri sókn sem endaði á Jónasi
Róbertssyni en skot hans mistókst
með öllu. Staðan í hálfleik 1:0.
Þórsarar voru mun betri í upphafi
síðari hálfleiks. Á 50. mín. spiluðu
þeir laglega fyrir framan KA vörnina
og Jónas skaut lymskulega að marki
KA, boltinn stefndi neðst í bláhornið
en Ólafur var snöggur niður og góm-
aði boltann. Á 56. mín. átti Guð-
mundur Valur skot framhjá KA
markinu eftir þrælgott spil Þórsara.
Skemmst er frá því að segja að
leikurinn var leiðinlegur næstu 25
mínúturnar. Kraftinn vantaði í bæði
liðin, Þórsarar biðu eftir því að
leikurinn yrði flautaður af og KA-
menn virtust ekkert áfjáðir í að jafna
metin. Furðuleg knattspyrna á tíma-
bili.
Á 84. mín. jöfnuðu KA-menn hins
vegar óvænt og var það sannkallað
heppnismark. Bjarni Jónsson skaut
þá þokkalegu skoti af um 22ja metra
færi, boltinn fór í varnarmann Þórs
og breytti um stefnu og þaut rétt
framhjá Baldvini sem var frosinn á
línunni og í markið. Baldvin var
kominn úr jafnvægi því ekki átti
hann von á knettinum hægra megin
við sig. 1:1.
Spenna hljóp í leikinn síðustu
mínúturnar og á 86. mín. fékk Árni
Stefánsson boltann inni í vítateig
KA, sneri sér við en skaut beint í
fangið á Ólafi. Úrslitin 1:1 og verða
þau að teljast nokkuð sanngjörn
miðað við gang leiksins en vissulega
var jöfnunarmark KA óvænt.
Valsmenn tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í knattspyrnu á
ný, eftir að Framarar höfðu geymt
hann síðasta ár, er þeir sigruðu
KR-inga með tveimur mörkum
gegn engu á KR-velli á laugardag.
Hilmar Sighvatsson og Sigurjón
Kristjánsson skoruðu mörkin fyrir
Val með stuttu millibili, skömmu
fyrir leikhlé.
Þetta var jafnframt fjórði tapleik-
ur KR-inga í röð og hefur liðið alger-
lega brugðist þeim vonum sem til
þess voru gerðar m.a. með tilkomu
nýrra leikmanna í upphafi keppnis-
tímabilsins.
Framarar komust í annað sætið
með sigri á Völsungi á sama tíma og
Skagamenn lágu heima 3:4 fyrir
baráttuglöðum Víðismönnum sem
enn eiga von um það að halda sæti
sínu í deildinni. Skagamenn og Þórs-
arar berjast um Evrópusætið sem í
boði er en Þórsarar misstu dýrmæt
stig í jafnteflinu við KA á laugardag.
Skagamenn mæta KA á Akureyri f
síðustu umferð og Þórsarar mæta
FH-ingum í Hafnarfirði.
Keflvíkingar björguðu sér frá falli
með því að sigra FH-inga í Keflavík
á laugardag 1:0 og skoraði Bretinn
Peter Farrell þetta mikilvæga mark
beint úr aukaspyrnu. ÍBK mætir
Fram í Reykjavík í síðustu umferð.
Þrjú lið berjast við falldrauginn og
tvö þeirra verða að bíta í það súra
epli að falla í 2. deild. FH er í neðsta
sæti með 13 stig, Víðir hefur 14 og
Völsungur 16. Það mun því ríkja
mikil spenna á laugardag en þá fer
fram 18. og síðasta umferð SL móts-
ins að þessu sinni.
Þá mæta Völsungar Valsmönnum
á Hlíðarenda, Víðir fær KR í heim-
sókn og FH-ingar Þórsara.
..V-.'ÓVö
IþróttÍL
Umsjón: Kristján Kristjánsson
SL mótið 1. deild í knattspyrnu:
Völsungar enn í
bullandi fallhættu
Fram sigraöi Völsung með
tveimur mörkum gegn einu á
Húsavík á laugardag, er liöin
áttust við í SL mótinu 1. deild í
knattspyrnu. Og verða Völs-
ungar nú helst að ná jafntefli
við Val í síðustu umferðinni, til
þess að sleppa við fall í 2.
deild. Það fer þó allt eftir því
hvernig Víðismönnum gengur
á móti KR-ingum og FH-ing-
um á móti Þórsurum.
Völsungar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og strax á 7. mín.
fengu þeir vítaspyrnu, eftir að
Ormarr Örlygsson hafði hand-
leikið knöttinn í vítateignum.
Jónas Hallgrímsson skoraði af
öryggi úr spyrnunni og var þetta
30. vítið í röð sem Jónas skorar
úr fyrir Völsung og geri aðrir
betur. Eftir markið dró heldur af
Völsungum, Framarar fóru í
gang og spiluðu oft mjög
skemmtilega. Á 17. mín. jafna
þeir 1:1. Há sending kom fyrir
markið, á fjærstöngina og þar
stóð Kristján Jónsson einn og
óvaldaður og skallaði í markið.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks,
sóttu Framarar en án þess að
Aðalsteinn
meiddur
Aðalsteinn Aðalsteinsson
leikur ekki með liði Völsungs I
síðasta leiknum í 1. deildinni í
knattspyrnu. Hann meiddist
illa í leiknum gegn Fram, lenti
í sainstuöi við Framara og við
það slitnuðu liðbönd í hné
Aðalsteins.
Hann var fluttur suður þar
sem gerð var á honum aðgerð.
í hans stað á laugardag kom
Svavar Geirfinnsson. Svavar
var ekki búinn að vera inná í
nema 2 mín., er hann lenti
einnig í samstuöi og hálfrotað-
ist. Varð því einnig að bera
hann af veíli.
Úrslitaleikur 4. deildar:
Hvöt meistari
- sigraði Gróttu 2:1 í gær
skora. Besta færið átti Guð-
mundur Steinsson er hann skaut í
stöng tveimur mín. fyrir hlé.
í síðari hálfleik réðu Framarar
ferðinni og voru oftast með
knöttinn, án þess þó að skapa
verulega hættu. Sigurmarkið
skoraði Ragnar Margeirsson úr
þvögu eftir eina af mörgum horn-
spyrnum Framara. Þegar líða tók
á hálfleikinn færðist mjög mikil
harka í leikinn og mátti Guð-
mundur Haraldsson hafa sig allan
við að hemja menn.
Framliðið sýndi það í þessum
leik að það er engin tilviljun að
þeir eru bikarmeistararar. Þeir
eiga sennilega eitt besta liðið í
deildinni í dag en slakur kafli í
byrjun mótsins kostaði liðið titil-
inn. Bestir í leiknum voru þeir
Pétur Ormslev, Kristján Jónsson
og Viðar Þorkelsson.
Völsungar léku ágætlega fyrstu
mínúturnar í leiknum en síðan
datt botninn úr leik liðsins. Bestir
í þessum leik voru þeir Jónas
Hallgrímsson, Sveinn Freysson,
Kristján Olgeirsson og Helgi
Helgason.
Dómari var Guðntundur
Haraldsson og dæmdi hann vel
að vanda. ASG
Hafþór Kolbeinsson fremst á myndinni, fagnar marki sínu gegn UBK á laugardag ásamt félögum sínum.
Mynd: Pétur
Knattspyrna 2. deild:
KS-ingar björguðu
sér frá falli
Siglfirðingar sóttu sér dýrmætt
stig í fallbaráttuna suður yfir
heiðar á laugardag, er þeir
gerðu jafntefli 1:1 við Breiða-
blik í Kópavogi. Hið fengna
stig gerir það að verkum að lið-
ið ieikur varla í 3. deild að ári,
nema stórslys komi til í síðustu
umferðinni. Má segja að KS-
ingar hafi heldur en ekki sýnt
vígtennurnar upp á síðkastið,
eftir mikinn öldudal.
Knattspyrna 2. deildar:
Hvöt frá Blönduósi innsiglaði
góðan árangur sinn í 4. deild-
inni í sumar með sigri í úrslita-
leiknum gegn Gróttu á Sauðár-
króki í gær. Blöndósingar
státa því af meisturum deildar-
innar og ekki er ótrúlegt að lið
þeirra eigi eftir að gera góða
hluti í 3. deildinni að ári.
í upphafi leiksins virkaði lið
Gróttu sigurstranglegt með nett
og lipurt spil, en Hvatarmenn
virtust stressaðir. Leikur Hvatar
reyndist þó árangursríkari þegar
líða tók á hálfleikinn, en þá skor-
uðu þeir 2 mörk með stuttu milli-
bili á 26. og 29. mín. Fyrst þrum-
aði Axel Rúnar Guðmundsson
boltanum í markið með viðstöðu-
lausu skoti af stuttu færi og síðan
lék Hermann Arason svipaðan
leik er hann fékk stungu inn fyrir
frá Páli Leó. Staðan var 2:0 í
hálfleik og eftir seinni hálfleikn-
um að dæma virtust Hvatarmenn
halda að þessi tvö mörk dygðu.
Þeim hefndist fyrir það undir lok
leiksins þegar Sverrir Herberts-
son náði að minnka muninn og
iokamínúturnar voru æsispenn-
andi þar sem Gróttumenn fengu
færi á að jafna, þegar Gísli Felix
Bjarnason stóð fyrir opnu marki,
en húnvetnskur fótur komst fyrir
skot hans. Alveg í lokin fékk svo
Páll Leó færi á að gulltryggja sig-
ur Hvatar. En úrslitin urðu 2:1
fyrir Hvöt, fyllilega sanngjörn.
-þá
Leiftur í annað sætið
eftir sigur á Einherja
- Leiftur á góða möguleika á sæti í 1. deild -
Einherji nánast fallinn í 2. deild
Hermann Arason skoraði annað
mark Hvatar í gær.
Leiftur sigraði Einherja frá
Vopnafirði með þremur mörk-
um gegn einu í 2. deild Islands-
mótsins í knattspyrnu á laug-
ardag. Með sigrinum komst
Leiftur í annað sæti deildarinn-
ar og hefur nú alla möguleika á
því að vinna sér sæti í 1. deild
að ári þegar aðeins einni
umferð er ólokið. Liðið mætir
Þrótti í Reykjavík í síðustu
umferð og með sigri í þeim leik
tryggir liðið sér að öllum lík-
indum sæti í 1. deild. Einherji
er aftur á móti svo gott sem
fallinn í 3. deild.
Það var greinilegt á leik lið-
anna á laugardag hversu mikið
var í húfi. Leiftursmenn í topp-
baráttu en Einherjamenn að
berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Leikmenn voru nokkuð tauga-
veiklaðir og kom það nokkuð
niður á leiknum sjálfum. Strax í
upphafi leiksins átti Gústaf
Tindastóll í 2. deild
- Liðið sigraði Magna 1:0 á Króknum á laugardag
Það var glatt á Króknum á
laugardaginn eftir að heimalið-
ið Tindastóll hafði lagt Magna
frá Grenivík að velli og þannig
tryggt sér sigur í b-riðli 3ju
deildar og með því sæti í 2.
deild að ári.
Fyrir leikinn áttu bæði lið
möguleika á sigri í riðlinum og
var því mikið í húfi. Enda var
leikurinn dæmigerður stressleik-
ur og knattspyrnan sem liðin
sýndu ekki upp á marga fiska.
Magnamenn komu mjög frískir
til leiks og voru öllu skarpUri í
þófkenndum fyrri háifleik.
Tindastólsmenn virkuðu mjög
þungir, en fengu samt heldur
hættulegri sóknir og voru
óheppnir að skora ekki snemma í
leiknum þegar Hólmar Ástvalds-
son átti skalla í þverslána og nið-
ur eftir hornspyrnu.
Gestirnir byrjuðu einnig seinni
hálfleikinn af krafti, en fljótlega
náðu Stólarnir frumkvæðinu og
byggðu upp sóknarleik sem bar
skjótt árangur. Á 10. mínútu
fengu þeir dæmda vítaspyrnu
sem Sverrir Sverrisson tók, en
ísak markvörður Magna varði
laust skot hans. En 2 mínútum
síðar skoraði Tindastóll svo mark
sem reyndist úrslitamark leiksins.
Þá skallaði Stefán Pétursson bolt-
ann í markið af stuttu færir eftir
að Eyjólfur hafði unnið boltann í
loftinu í baráttu við markmann-
inn. Það sem eftir lifði leiksins
var nokkurt jafnræði með Iiðun-
um, en heimamenn þó heldur
meira í sókn. Magnamenn náðu
þó að ógna í nokkur skipti með
góðum skotum á markið, en þar
var fyrir Gísli markvörður
Sigurðsson sem varði af snilld í
nokkur skipti og var hann óum-
deiianlega langbesti rnaður liðs
síns í leiknum. Leikurinn var
nokkuð harður á köflum og rak
dómarinn Sigurður Víglundsson
2 leikmenn af velli fyrir gróf brot,
einn úr hvoru liði.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Tinda-
stóis leiddi liö sitt til sigurs í B-riðli
3. deildar.
Ómarsson þrumuskot í vinkilinn
á marki Einherja. Leiftursmenn
áttu hættulegri sóknir og náðu
forystunni eftir um 20 mín. leik.
Steinar gaf fyrir, Halldór flikkaði
boltann áfram fyrir markið á
Óskar sem skallaði hann af
öryggi í netið. Á 35. mín. jafnaði
Árni Ólason metin fyrir Einherja
með glæsilegu marki beint úr
aukaspyrnu utan við vítateig og
þannig var staðan í leikhléi.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
komst Óskar inn í sendingu frá
varnarmanni Einherja og skoraði
laglegt mark, sem var síðan dæmt
af þar sem Óskar var talinn rang-
stæður, sem hann var ekki, þar
sem sendingin kom frá Einherja-
manni. Skömmu síðar átti Óskar
skot í þverslá Einherjamarksins.
Á 60. mín. náðu Leiftursmenn
forystunni á ný með marki Haf-
steins Jakobssonar. Leifturs-
menn léku laglega upp völlinn,
Hafsteinn komst síðan inn úr og
vippaði yfir markvörð Einheria
og í markið. Eftir markið dofnaði
heldur yfir leiknum. Síðustu 10
mín. leiksins sóttu þó Einherja-
menn stíft en það var svo gegn
gangi leiksins að Steinar
Ingimundarson innsiglaði sigur
heimamanna er hann skaut
hörkuskoti í varnarmann og inn.
Róbert Gunnarsson, Gústaf
Ómarsson og Þorvaldur Jónsson
markvörður voru bestu menn
Leifturs en ekki er hægt að tína
einn sérstakan úr jöfnu liði Ein-
herja.
Það voru ekki liðnar fullar tvær
mínútur af leiknum á laugardag
er knötturinn lá í marki Blik-
anna. Varnarmaður þeirra hugð-
ist hreinsa frá markteig, sveiflaði
fæti tignarlega og spyrnti en án
þess að snerta knöttinn sem rúll-
aði í makindum til Hafþórs
Kolbeinssonar sem stóð nærri í
dauðafæri. Hafþór gerði engin
mistök og áhorfendur varla sestir
þegar staðan var orðin 1:0 fyrir
KS. Heimamönnum hljóp kapp í
kinn og þeir freistuðu þess mjög
ákaft að jafna og áttu þrjú færi til
þess strax næsta korterið. Á 18.
mín. voru þeir síðan í þungri
sókn og eftir barning í vítateig
KS, tók Magnús Magnússon bolt-
ann niður og þrumaði í markið,
1:1. Það sem eftir lifði fjörugs og
allskemmtilegs fyrri hálfleiks
voru Blikarnir meira með bolt-
ann og voru oft skeinuhættir en
aftasta vörn KS með Mark
Duffield í banastuði og Axel
Comes í ágætu formi í markinu,
varðist vel. KS-ingar áttu svo
sjálfir nokkrar vel útfærðar
sóknir, enda Hafþór og Jónas
Björnsson sprækir frammi.
Annað var uppi á teningnum í
seinni hálfleik, sem var vægast
sagt hrútleiðinlegur, þar sem
miðjuþóf var einkennandi. Það
var helst á síðustu 20 mínútunum
sem að leikmenn tóku við sér. Á
73. mín. áttu Blikar þrumuskot í
hliðarnet KS-marksins og litlu
munaði að KS stæli öllum stigun-
um er Jónas tók aukaspyrnu á 88.
mín. Aukaspyrnan var varin,
boltinn hrökk til Óla Agnarsson-
ar sem þá var nýkominn inná en
hann skaut naumlega framhjá af
stuttu færi. Leiktíminn rann út og
leikmenn KS fögnuðu mjög,
enda ástæða til. Að vísu voru
þeir nokkuð heppnir að vera ekki
einu til tveimur mörkum undir í
hléi en síðari hálfleikur var jafnt
eign þeirra og gestgjafanna.
Mark Duffield var maðurinn
sem braut flestar sóknarlotur
Blika á bak aftur og átti stórleik.
Axel var líka góður í markinu og
Björn Ingimarsson duglegri en
oft áður. Gústaf þjálfari var
einnig nokkuð drjúgur og liðið
lék allt ágætlega og sem ein heild.
Tómas Kárason og Björn Sveins-
son fengu báðir að líta gula
spjaldið.
Bestir Blikanna voru Ingvaldur
Gústafsson og Jón Þórir Jónsson
Leiftursbani. GÞE
Staðan
SL-mótið 1. deild
Úrslit leikja í 17. og næst síð-
ustu umferö SL-mótsins í
knattspyrnu á laugardag urðu
þessi:
KR-Valur 0:2
ÍA-Víðir 3:4
Þór-KA 1:1
ÍBK-FH 1:0
Völsungur-Fram 1:2
Staöan í deildinni er nú þessi:
Valur 17 10-6-1 30:10 36
Fram 17 9-4-4 33:21 31
ÍA 17 9-2-6 36:30 29
Þór 17 9-2-6 32:29 29
KR 17 7-4-6 28:20 25
KA 17 5-5-7 18:17 20
ÍBK 17 5-5-7 22:30 20
Völsungur 17 4-4-9 20:32 16
Víðir 17 2-8-7 18:33 14
FH 17 3-4-10 18:33 13
Markahæstir:
Pétur Ormslev Fram 12
Halldór Áskelsson Þór 9
Pétur Pétursson KR 8
Jónas Hallgrímss. Völs. 8
Björn Rafnsson KR 7
Kristján Kristjánss. Þór 7
Óli Þór Magnússon ÍBK 7
Sigurjón Kristjánsson Val 7
Sveinbjörn Hákonars. ÍA 7
Valgeir Barðason ÍA 7
Staðan
2. deild
Úrslit leikja í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu um
helgina urðu þessi:
IR-IBI 4:3
UBK-KS 1:1
Leiftur-Einherji 3:1
Selfoss-Þróttur 3:1
ÍBV-Víkingur 2:3
Staðan í deildinni þegar ein
umferð er eftir er þessi:
Víkingur 17 10-2-5 32:24 32
Leiftur 17 8-5-4 30:21 29
Selfoss 17 8-5-4 33:25 29
Þróttur 17 9-1-7 34:29 28
UBK 17 8-2-7 29:21 26
ÍR 17 7-4-6 30:28 25
ÍBV 17 6-5-6 30:28 23
KS 17 6-4-7 27:29 22
Einherji 17 5-4-8 18:30 19
ÍBÍ 17 2-0-15 20:49 6
Markahæstir:
Heimir Karlsson ÍR 13
Trausti Ómarsson Víkingi 13
Jón Þórir Jónsson UBK 11
Jón Gunnar Bergs Selfossi 10
Sigurður Hallvarðss. Þrótti 9
Hafþór Kolbeinsson KS 9
Bragi Björnsson ÍR 8
Tómas I. Tómasson, ÍBV 8
Óskar Ingimundars. Leiftri 7
Staðan
3. deild B:
Úrslit leikja í lokaumferðinni í
B-riðli 3. deildar á íslandsmót-
inu í knattspyrnu um helgina
urðu þessi:
Sindri-Þróttur N 4:1
Tindastóll-Magni 1:0
Reynir Á-HSÞ-b 3:1
Lokastaðan í riðlinum varð
þessi:
Tindastóll 12 9-2-1 45:12 29
Magni 12 7-4-1 22:10 25
Þróttur N 12 6-2-4 26:17 20
Sindri 12 6-1-5 19:17 19
Revnir Á 12 4-2-6 17:25 14
HSÞ-b 12 3-0-9 11:34 9
Austri E 12 1-1-10 11:36 4
Eyjólfur Sverrisson leikmaður
Tindastóls, var langntarka-
hæstur í riðlinum, skoraði 21
niark.