Dagur - 07.09.1987, Side 10
10
-■ ÍÍU0AG
- DAGUR
VSGí' s&’dmoíqaa .\*
7. september 1987
Enska knattspyrnan:
Clemence hetja Tottenham
- Q.P.R. með 4ra stiga forystu - Markaveisla á Brúnni
Það gekk mikið á í leikjum
helgarinnar á Englandi.
Q.P.R. gefur ekkert eftir í
toppbaráttunni og hefur nú
örugga forystu í 1. deild. Tveir
sjö marka leikir í 1. deild, og
nú hafa öll liðin tapað stigum,
en staða Liverpool er sterk,
hefur ekki tapað leik og aðeins
leikið á útivelli, þrem heima-
leikjum liðsins hefur verið
frestað. En lið Charlton situr
nú eitt á botni 1. deildar og
hefur ekki hlotið stig til þessa.
Stefnir í hörkubaráttu bæði í 1.
og 2. deild í vetur.
Efsta lið 1. deildar, Q.P.R. lék
á útivelli gegn Charlton og náði
að knýja fram sigur með eina
marki leiksins. Dean Coney sem
keyptur var frá Fulham fyrir
£200.000 í sumar skoraði á 37.
mín. eftir sendingu frá Gary
Bannister. Sigur liðsins var
öruggur og hefur gengi liðsins til
þessa komið mjög á óvart, en fyrr
í vikunni sigraði liðið meistara
Everton á heimavelli sínum með
sömu markatölu.
Ray Clemence var hetja Tottenham
gegn Everton og varði m.a. víta-
spyrnu.
Englandsmeistarar Everton
léku á heimavelli gegn Totten-
ham og var það hörkuleikur eins
og búist var við. Everton sem nú
er að endurheimta flesta af sínum
bestu leikmönnum eftir meiðsli
var sterkari aðilinn í leiknum og
gerði oft harða hríð að marki
Tottenham. Þrem mínútum fyrir
lok fyrri hálfleiks fékk liðið gullið
tækifæri til að ná forystunni,
þegar dæmd var vítaspyrna á
Richard Gough fyrir að fella
Wayne Clarke innan vítateigs,
en hinn 39 ára gamli markvörður
Tottenham Ray Clemence sem
lengi lék í markinu hjá Liverpool
gerði sér lítið fyrir og varði frem-
ur lausa spyrnu enska landsliðs-
mannsins Trevor Steven við lít-
inn fögnuð heimamanna.
Leikmenn Everton sóttu mjög
í síðari hálfleik, en vörn Totten-
ham var sterk með Clemence
sem besta mann og varðist öllum
sóknarlotum heimamanna. Und-
ir lok leiksins skoraði Nico
Claesen mark fyrir Tottenham en
það var dæmt af vegna rang-
stöðu.
Á Stamford Bridge léku Chelsea
og Nottingham For. frábæran
leik þar sem skoruð voru sjö
mörk. Hið unga lið Forest hóf
leikinn af miklum krafti og yfir-
spilaði heimamenn algerlega í
fyrri hálfleiknum.
Colin Foster náði fljótlega for-
ystunni fyrir Nottingham með
skallamarki og á 20. mín. bætti
Nigel Clough við öðru marki, en
Gordon Durie lagaði stöðuna
fyrir Chelsea 2:1. Leikmenn
Forest voru hins vegar óstöðv-
andi og Paul Wilkinson kom lið-
inu í 3:1 forystu fyrir leikhlé.
í síðari hálfleiknum tók heima-
liðið loksins við sér og besti mað-
ur vallarins Mike Hazard lagði
undir sig miðjuna, þaðan sem
hann mataði framherja sína á
snilldarsendingum. Á 10 mín.
kafla í síðari hálfleik skoraði
Chelsea 3 mörk og gerði þar með
út um leikinn, fyrst Gordon
Durie sitt annað mark, Clive Wil-
son jafnaði 3:3 og Steve Clarke
gerði síðan fjórða mark Chelsea
og sigurmark leiksins.
Hætt er við því að Brian
Clough framkvæmdastjóri Forest
hafi látið sína menn fá það
óþvegið eftir leikinn því fyrr í
vikunni tapaði liðið niður3:l for-
skoti heima gegn Southampton,
en ef til vill getur hann sjálfum
sér um kennt, að hafa látið eldri
og reyndari leikmenn liðsins fara
í sumar.
Liverpool náði forystu gegn
West Ham sex mín. eftir að síðari
hálfleikur hófst, John Aldridge
skoraði úr vítaspyrnu eftir að
brotið hafði verið á Steve
McMahon og það virtist ætla að
duga til sigurs, en leikmenn West
Ham gáfust ekki upp og náðu að
jafna 14 mín. fyrir leikslok. Alan
Hansen átti þá misheppnaða
sendingu til markvarðar og hinn
eldsnöggi Tony Cottee komst í
milli og jafnaði. Liverpool átti þó
mun meira í leiknum og Aldridge
og McMahon áttu báðir skot í
markstangir West Ham sem
mátti þakka fyrir jafnteflið.
Áhorfendur létu sig ekki vanta
á heimavöll Newcastle á laugar-
dag þar sem Brasilíumaðurinn
Mirandinha lék í fyrsta sinn á
heimavelli, en leikmenn Wimble-
don voru fljótir að þagga niður í
heimamönnum og strax eftir 10
mín. ieik var hátíðin á enda,
staðan orðin 2:0 fyrir Wimble-
don. John Fashanu skoraði fyrst
og strax á næstu mínútu bætti
Alan Cork öðru marki við með
glæsilegu skoti. Leikmenn
Wimbledon lögðust í vörn eftir
þetta og börðust með kjafti og
klóm.
í síðari hálfleiknum tókst
Newcastle að laga stöðuna með
marki Neil McDonald úr víta-
spyrnu og við það sat.
Luton vann sinn fyrsta sigur á
laugardag og hafði hann glæsileg-
an, á útivelli gegn Oxford. Brian
Stein náði forystu fyrir Luton, en
bakvörðurinn Neil Slatter jafnaði
fyrir Oxford. Tim Breacker
tryggði Luton síðan forystu fyrir
leikhlé. í síðari hálfleik tóku leik-
menn Luton öll völd í sínar hend-
ur og þeir Emeka Nwajiobi tvö
og Mick Harford náðu 5:1 for-
ystu fyrir lið sitt áður en Oxford
náði að skora í lokin.
Lee Chapman náði forustu
fyrir Sheffield Wed. snemma í
leiknum gegn Southampton, en
heimaliðið náði að jafna leikinn
rétt áður en blásið var til leiks-
loka og Sheffield Wed. hefur enn
ekki sigrað í deildinni, er næst
neðst með aðeins tvö stig.
Steve Bruce tryggði Norwich
sigur á útivelli gegn Watford með
marki í síðari hálfleik.
Reynir frá Árskógsströnd sigr-
aði HSÞ-b á laugardag í síðasta
leik liðanna í B-riðli á íslands-
mótinu í knattspyrnu. Leikur-
inn fór fram á Árskógsstrandar-
velli og skoruðu heimamenn
þrjú mörk á móti einu marki
John Aldridge skoraði jöfnunar-
mark Liverpool gegn West Ham.
Derby og Portsmouth liðin
sem komu upp úr 2. deild í vor
tókst ekki að koma boltanum í
netið í leik sínum í Derby, og
sömu sögu var að segja að leik
Coventry og Manchester Utd.
sem einnig skildu jöfn í Coventry
'0:0, en Manchester er í öðru sæti
í 1. deild ásamt Chelsea með 12
stig.
I 2. deild stjórnaði Ron Atkin-
son liði W.B.A. til sigurs gegn
Shrewsbury, en hann tók við lið-
inu í síðustu viku eftir að Ron
Saunders var rekinn. Það kostaði
þó félagið £ 80.000 að losna við
Saunders þannig að hann ætti
ekki að þurfa að fara í strætið.
Það verður fróðlegt að sjá
hvort Atkinson tekst að blása lífi
í félagið á nýjan leik.
Ipswich sigraði Leeds Utd.
með einu marki gegn engu í hníf-
jöfnum hörkuleik og greinilegt
að Billy Bremner verður að fara
að líta í kringum sig eftir sóknar-
leikmanni sem getur skorað
mörk ef hann ætlar að koma
Leeds Utd. upp í 1. deild í vetur.
Þ.L.A.
gestanna. Örn Arnarson skor-
aöi öll mörk Reynis í leiknum.
Leikurinn var nokkuð þóf-
kenndur en þó fengu bæði lið
ágæt marktækifæri. Reynismenn
áttu m.a. tvö stangarskot í fyrri
hálfleik en hvorugu liðinu tókst
að skora í hálfleiknum.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
skoraði Örn Arnarson tvö mörk
fyrir Reyni með stuttu millibili.
Það fyrra með föstu skoti af víta-
punkti en það seinna með því að
kasta sér fram og skalla boltann í
netið og var það sérlega fallegt
mark. Skömmu síðar minnkaði
Ari Hallgrímsson muninn fyrir
HSÞ-b, er hann komst inn fyrir
vörn Reynis, eftir að rangstöðu-
gildra þeirra hafði brugðist og
skoraði af öryggi. Mývetningar
gerðu síðan harða hríð að marki
Reynis eftir markið en Eiríkur
markvörður varði tvívegis mjög
vel og einu sinni bjargaði varnar-
maður á marklínu. Undir lok
leiksins náðu Reynismenn
skyndisókn og Örn bætti við sínu
þriðja marki, eftir misskilning í
vörn HSÞ-b. Skömmu áður hafði
hann átt ágætt skot í stöngina.
Eftir markið voru Reynismenn
nær því að bæta við marki heldur
en að Mývetningar næðu að
minnka muninn en fleiri urðu
mörkin ekki og úrslitin 3:1.
.. Knattspyma 3. deild:
0m með þrennu er
Reynir vann HSÞ-b
Knatt-
spyrnu-
úrslit
Úrslit leikja i' 1. og 2. deild
ensku knattspyrnunnar á
laugardag uröu þessi:
1. deild:
Charlton-Q.P.R. 0:1
Chelsea-Nottm.Forest 4:3
Coventry-Man. United 0:0 x
Derby-Portsmouth 0:0
Everton-Tottenham 0:0 x
Newcastle-Wimbledon 1:2 2
Oxford-Luton 2:5 2
Southampt.-Sheff.Wed 1:1 x
Watford-Norwich 0:1 2
West Ham-Liverpool 1:1 x
2. deild:
Barnslcy-Plymouth 2:1
Birmingham-C.Palace 0:6
Bradford-Millwall 3:1
Hull-Bournemouth 2:1
Ipswich-Leeds 1:0
Leicester-Áston Villa 0:2
Man.City-Blackburn 1:2
Middlesbro-Swindon 2:3
Reading-Oldham 3:0
Sheff.Utd.-Stoke 0:0
W.B.A.-Shrewsbury 2:1
Staðan
1. deild
Q.P.R. 6 5-1-0 9:1 16
Man.United 6 3-3-0 10:4 12
Chelsea 6 4-0-2 13:8 12
Tottenham 6 3-2-1 9:4 11
Wimbledon 6 3-2-1 9:5 11
Nottm.Forest 6 3-2-110:8 11
Coventry 6 3-1-2 8 :8 10
Everton 6 2-3-1 6:2 9
Liverpool 3 2-1-0 7:3 7
Southampton 6 1-4-1 9:9 7
Norwich 6 2-1-3 5:6 7
Arsenal 5 1-2-2 8:5 5
Derby 4 1-2-1 2:2 5
Luton 6 1-2-3 8:10 5
West Ham 5 1-2-2 6:8 5
Oxford 5 1-2-2 8:12 5
Portsmouth 6 1-2-3 6:16 5
Newcastle 5 1-1-3 4:7 4
Watford 5 1-1-3 2:5 4
Sheff.Wed. 6 0-2-4 3:12 2
Charlton 4 0-0-4 3:10 0
Staðan
2. deild
Barnsley 6 4-1-1 9:7 13
Plymouth 6 3-1-2 11:6 10
Bradford 5 3-1-1 7:3 10
Hull 6 2-4-0 9:7 10
Swindon 5 3-1-1 7:5 10
Blackburn 6 3-1-2 9:8 10
Ipswich 6 2-3-1 5:3 9
Leeds 6 2-3-1 3:2 9
C.Palace 5 2-2-1 14:7 8
Stoke 6 2-2-2 4:8 8
Reading 4 2-1-1 4:1 7
Bornemouth 5 2-1-2 6:5 7
Millwall 5 2-1-2 7:7 7
Birmingham 5 2-1-2 6:10 7
Man.City 4 1-2-1 5:5 5
Aston Villa 5 1-2-2 5:6 5
Shrewsbury 5 1-2-2 2:3 5
Oldham 6 1-2-3 4:9 5
Sheff.United 5 1-1-3 3:5 4
Middlesbrough 5 1-1-3 5:8 4
W.B.A 5 1-1-3 4:7 4
Leicestcr 5 1-0-4 2:6 3
Huddersfield 4 0-2-2 5:11 2