Dagur - 07.09.1987, Page 11
7. september 1987 - DAGUR - 11
Y8Sr.V - *Kt')hO - {nv
I skólanum...
Þá eru skólarnir byrjaðir eitt haustið enn. Rúmlega þrjú þúsund nemendur
stunda nám í sex grunnskólum á Akureyri. Flestir krakkar hlakka til að byrja
í skólanum, „Það verður að minnsta kosti skemmtilegt fyrsta daginn,“ eins og
einn viðmælandi orðaði það. Við fórum á stúfana og brugðum okkur í Miðbæ-
inn þar sem við hittum nokkra krakka að máli.
„Fyrsti
dagurinn
er skemmti-
legastur“
- segja þær Katrí
og Katrín
Katrí Gísladóttir og Katrín
Hauksdóttir voru að skoða skóla-
dót ýmiss konar í bókabúðinni
Eddu. Þær eru báðar í fimmta
bekk í Oddeyrarskólanum.
„Kennararnir okkar heita Mar-
grét og Hólmfríður og þær eru
Við erum ekkert að kaupa- bara skoða, segja vinkonurnar Katrí og Katrín.
Myndir: mþþ
um að þau hlakkaði til að byrja í
skólanum. „Að minnsta kosti
pínulítið svona fyrst,“ sagði
Magnús.
- Hvað finnst ykkur skemmti-
legast í skólanum?
„Mér finnst skemmtilegast í
leikfimi og sundi og það er líka
dálítið skemmtilegt í reikningi,“
sagði Albert og Magnús sam-
sinnti því. Lára var farin að
skoða pennaveski, en hún sagðist
vera búin að kaupa allt skóladót-
ið sem hún þyrfti fyrir veturinn.
Erum að skoða
- spjallað við
Áslaugu og Hörpu
sem voru að líta á úlpur
Þau hlakkaði til að byrja í skólanum, frá vinstri er Lára, Magnús og
Albert, sem er að velja sér skólatösku.
bara alveg ágætar,“ sögðu þær
stöllur. „Við erum ekkert að
kaupa - bara skoða. Það er ekki
enn búið að segja okkur hvað við
eigum að kaupa, en við vitum
auðvitað að við þurfum að kaupa
stílabækur, reikningsbækur og
svoleiðis."
- Hvað er skemmtilegast í
skólanum?
Ekki stóð á svarinu. „í
fslensku,“ sögðu þær báðar sam-
stundis.
- Hvað er svona skemmtilegt
við íslenskuna?
„Magga kennir okkur. Hún er
svo skemmtileg."
Katrí sagðist eiga ágæta
skólatösku frá því í fyrra, en
Katrín keypti sér skólatösku á
Spáni í sumar. Báðar sögðust þær
hlakka til að byrja í skólanum.
„En fyrsti dagurinn er alltaf
skemmtilegastur. Já, og líka sá
síðasti.“ mþþ
Albert, Magnús
og Lára:
A5 kaupa
skólatösku
„Við vitum ekki enn hvað
kennarinn okkar heitir,“ sögðu
þeir Albert og Magnús sem við
hittum í Bókabúð Jónasar.
Kennarinn sem kenndi þeim síð-
asta vetur heitir Þórarinn, en þeir
vissu ekki hvort hann myndi
halda áfram að kenna þeim eða
hvort þeir fengju nýjan kennara.
Þeir er báðir 10 ára og eru í
Barnaskóla Akureyrar. Albert
var að velja sér skólatösku fyrir
veturinn.
„Ég er að spá í þessa,“ sagði
hann og sýndi blaðamanni fína
bláa tösku. „Mig langar eiginlega
mest í hana, en hún er dálítið
dýr,“ bætti hann við, en taskan
kostaði 2250 krónur.
Með þeim félögum Albert og
Magnúsi var Lára, en hún er frá
Seyðisfirði og er þar í skóla.
Krakkarnir voru allir sammála
En krakkarnir kaupa ekki bara
skóladót fyrir veturinn. Margir
kaupa sér líka úlpur og við hitt-
um einmitt þær Hörpu og
Áslaugu í Vöruhúsi KEA þar
sem þær voru ásamt mæðrum sín-
um að skoða vetrarúlpur.
Harpa er að byrja í skólanum,
en Áslaug fer í annan bekk. Báð-
ar eru í Síðuskóla. Að sjálfsögðu
hlakka þær til að byrja og
skemmtilegast er að lesa og
skrifa, að því er Áslaug sagði.
Feimin Harpa sagði fátt, enda
rétt að byrja í skólanum.
„Við erum að skoða hvað er til
og hvað hentar best,“ sögðu
mæður stúlknanna. Úlpurnar
kostuðu tæpar 2000 krónur og
sögðu þær verðið í lægri kantin-
um. „Ég vildi alveg eiga svona
úlpu í vetur,“ sagði Aslaug.
„Okkur líst bara vel á þessar úlpur," segja þær Harpa og Áslaug.
Sumarhús - íbúðarhús
Höfum til sýnis stórt og rúmgott sumarhús.
Húsiö má einnig nota sem íbúöarhús.
Sjáum um flutning sé þess óskaö.
.TRESMIÐJAN VVV
MOGILSF.Cm
SVALBARDSSTRÖND 601 AKUREYRI S 96-21570 SV
Viðskiptavinir
athugið!
Verkstæði okkar að Hvannavöllum 14b
verður lokað vikuna 7.-11. september.
Opnum aftur mánudaginn 14. september.
Hjólbarðaþjónustan
Hvannavöllum 14b, sími 22840.
Hjúkrunar-
fræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustööina
í Ólafsvík.
2. Staða hjúkrunarforstjóra og staöa hjúkrunarfræð-
ings við Heilsugæslustööina í Fossvogi, Reykja-
vík.
3. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustööina
á Þingeyri.
4. Staöa hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustöðina
á Selfossi.
5. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustööina
í Reykjahlíö, Mývatnssveit.
6. Hálf staöa hjúkrunarfræöings við Heilsugæslu-
stööina á ísafiröi.
7. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugaéslustlöö
Suðurnesja í Keflavík.
8. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöö
Hlíöasvæðis í Reykjavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
viö hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
1. september 1987.
ATVINNA
Sklnnaidnaður
Okkur vantar nú þegar
hresst og duglegt starfsfólk
á dagvakt og kvöldvakt við
ýmiss störf í Skinnaiðnaði.
Einnig getum við bætt
við fólki á næturvakt
frá kl. 1.35-7.00.
Vi vaktir koma til greina.
Unnið er eftir bónuskerfi.
Mötuneyti er á staönum.
Lítið inn og kannið
tekjumöguleika.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900