Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 15
7. september 1987 - DAGUR - 15 Ski pulagsnefnd fundar með íbúum í Sunnuhlíð Sl. fimmtudagskvöld stóð skipulagsnefnd Akureyrar fyr- ir fundi með íbúum við Sunnu- hlíð í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð. Tilgangur fundar- ins var að heyra sjónarmið íbúanna vegna dagvistar sem fyrirhugað er að opna í göt- unni, en þessa dagana er verið að athuga með kaup á einbýlis- húsi í götunni þar sem dagvist- in myndi verða ef af yrði. Fundinn sátu einnig Jón Björnsson, félagsmálastjóri, Finnur Birgisson, skipulags- stjóri, Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, og fulltrúar frá félags- málaráði. Jón Björnsson sagði að að í umsókn félagsmálaráðs um dag- vist í Sunnuhlíð hefði tvennt ver- ið lagt til. í fyrsta lagi hefði verið lagt til að innkeyrsla að húsinu yrði frá Hlíðarbraut. Pað hefði gert það að verkum að umferð að dagvistinni hefði ekki þurft að fara í gegnum Sunnuhlíð. Þetta hefði verið aðaltillagan en til vara hefðu þeir lagt fram aðra sem var á þá leið að umferð yrði um Sunnuhlíð og eftir fyrstu umfjöll- un skipulagsnefndar væri ljóst að nú væri verið að ræða um þann möguleika. Stefnan að hafa færanlegar dagvistir Jón vék síðan að dagvistinni sjálfri. Hann sagði það vera stefnu félagsmálaráðs að hafa færanlegar dagvistir þar sem al- gengt væri að í hverfum í upp- byggingu væri mikið af börnum. Síðar, þegar þessi börn stálpuð- ust, minnkaði þörf hverfísins fyr- ir dagvist og því væri hentugt að geta fært dagvistina þangað sem þörfin væri meiri. Hugmyndin væri því að kaupa hús, breyta því eins lítið og kostur væri og selja síðan aftur sem íbúðarhús þegar þörfin væri orðin meiri annars staðar. Reiknað væri með að þarna yrði pláss fyrir 23 börn, hugsanlega í 5-10 ár og þarna yrði um að ræða dagheimili fyrir börn úr næsta nágrenni. Jón sagðist telja að íbúar við Sunnuhlíð hefðu ástæðu til að hafa áhyggjur af þrennu. í fyrsta lagi yrði fólk að vinna í húsinu og íbúar hefðu hugsanlega áhyggjur af að mikið yrði af bílum í kring- um húsið. Þetta ætti hins vegar að vera ástæðulaus ótti því uppi væru áform um að gera bílastæði yfir þvera austanverða lóðina og þannig fengjust stæði fyrir 8-10 bíla. í öðru lagi hefði fólk jafnvel áhyggur af að íbúar næstu húsa yrðu fyrir ónæði, þá fyrst og fremst íbúar í húsi númer 13 og íbúar Viðarholts. í þriðja lagi væri svo aukin umferð sem fylgdi dagvistinni. Jón lagði síðan fram útreikninga sem hann hafði gert og taldi hugsanlega sýna hve umferðin myndi aukast með tilkomu dag- vistarinnar. Útreikningar þessir verða ekki raktir hér en til að gera langa sögu stutta fékk Jón út að umferðin myndi aukast sem samsvaraði 3,5 húsum til viðbót- ar í götuna. Meirihlutinn á móti... Eftir nokkrar umræður kom ber- lega í ljós að meirihluti íbúanna á fundinum var andvígur hug- myndinni, fyrst og fremst vegna ótta við aukna umferð. Lýstu þeir áhyggjum sínum vegna þessa og bentu m.a. á að umferð í þess- ari götu hefði áður verið til umræðu. Sögðu þeir hana vera of mikla fyrir og því vafasamt að ætla að auka enn frekar á hana. Pá komu fram efasemdir um að bílastæðin yrðu notuð og fleira var tínt til sem talið var gera þessa daevist óæskilega. Ekki virtust þeir setja dagvistina fyrir sig að öðru leyti en vegna umferðarinnar, þó heyrðust raddir um að möguleikar á endursölu húsa í götunni myndu versna. ...en ekki þó allir Ekki voru þó allir andvígir hug- myndinni. Ein kona lýsti því yfir að ef dagvistin kæmi í Sunnuhlíð- ina væru íbúar þar búnir að leggja sitt af mörkum til að leysa dagvistunarvandann á Akureyri og það væri skemmtileg tilhugs- un. Fleiri kosti sá hún við þetta, stutt yrði að fara með börnin í dagvist, börn, sem annars myndu leika sér á götunni, gætu hugsan- lega fengið að notfæra sér útivist- araðstöðu þarna seinnipartinn og um helgar, auk þess sem snjó- mokstur hefði verið vandamál hingað til í götunni og nú myndi hugsanlega verða bætt úr því. Var ekki annað að sjá en hún væri fylgjandi hugmyndinni. í sama streng tók kona við sama borð. Bætti hún við að hún óttað- ist ekki ónæði barnanna vegna, sagðist viss um að það yrði bara notalegt að heyra í þeim. Þannig gengu umræðurnar fram og til baka en ljóst var að meirihlutinn var á móti. Fundin- um lauk með því að Tómas Ingi Olrich stóð upp og þakkaði gest- um fyrir komuna, en hann hafði tekið við fundarstjórn þegar Freyr Ófeigsson, formaður skipulagsnefndar, neyddist til að yfirgefa staðinn. Og nú er bara að bíða og sjá hvaða afstöðu nefndin tekur. Hún er nú einhvers vísari um afstöðu íbúanna eftir þennan fund sem að mörgu leyti er mjög merkilegur. Það er full ástæða til að fagna því þegar ráðamenn leita eftir áliti þegnanna, sérstak- lega þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta þá á jafn áþreifanleg- an hátt. Vonandi er þetta það sem koma skal. JHB Bjöm Sigurdsson, Baldursbrckku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfísferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Haustáætlun frá 6. sept. ’87 S ____M Þ M F F L Frá Húsavík kl.: 19 8 8 8 Frá Akureyri kl.: 21 16 16 16 ATH. Morgunferðir frá Húsavík tengjast Norðurleið til Reykjavíkur. Ferðist ódýrt - Ferðist með sérleyfisbílum. Fargjald Húsavík-Akureyri kr. 450.- Fargjald með Norðurleið Akureyri-Reykjavík kr. 1.650.- Afgreiðsla hjá eftirtöldum aðilum: Húsavík: Á. G. Guðmundsson, Stóragarði 7, sími 41580. Akureyri: Farþegaafgreiðsla, öndvegi hf., sími 24442. Akureyri: Vöruafgreiðsla, Ríkisskip v/Sjávargötu, sími 23936. Sérleyfishafi. Sérverslun í Miðbænum Við leitum að liprum starfsmanni (konu) til starfa við afgreiðslu og smáviðgerðir hjá rót- gróinni verslun í Miðbænum. ★ Góð laun ★ Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. FELL hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri • simi 25455 Stýrimann og vélstjóra vantar strax á 80 tonna rækjubát frá Ólafsfirði. 450 ha. aðalvél. Uppl. í síma 96-62256, 96-62484 eða um borð í bátnum í síma 985-20426. Óska eftir að ráða karlmann á aldrinum 20-28 ára til afgreiðslu- starfa í verslun. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Uppl. í versluninni Tipp Topp, Ráðhústorgi 9 milli kl. 18 og 19. ÍSTESS H.F. óskar að ráða tvo Vélgæslumenn Um er að ræða vaktavinnu a.m.k. hluta ársins. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferð véla og tölvubúnaðar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir skulu sendar til ístess h.f., Glerárgötu 30, 600 Akureyri, fyrir 15. september n.k. Glerárgata30 600Akureyri Island * (9)6-26255 Blaðamaður á Blönduósi Dagur óskar eftir að ráða blaðamann með aðsetri á Blönduósi. Gert er ráð fyrir að blaðamaðurinn annist einnig dreifingu blaðsins á Blönduósi. Nánari upplýsingar gefur Áskell Þórisson í síma 24222. Sæpíast hf. óskar að ráða mann til skrifstofustarfa [ starfinu felst bókhaldsvinna, umsjón meö fjárreiðum fyrir- tækisins, innheimtum, launum, inn- og útflutningi. Um er að ræða umfangsmikið ábyrgðarstarf þar sem gerð- ar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð, samstarfsvilja og ósérhlífni. Ekki eru gerðar kröfur um ákveðna menntun en hún skemmir ekki fyrir. Reynsla af hliðstæðum störfum er nauðsynleg. Sæplast hf. framleiðir plastvörur fyrir útgerð og fiskvinnslu og hefur verið í örum vexti. Hjá fyrirtækinu starfa nú 23 menn. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. september ásamt upplýsingum um fyrri störf, menntun og hugmyndum um laun. Gunnarsbraut 12 • Pósthólf 50 ■ 620 DaJvlk • Slmi 96-61670 Slys gera ekki boð á undan sér! OKUM EN8 OO MCNNI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.