Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 3
21. september 1987— DAGUR - 3 Þessir sjómenn þurfa víst ekki að hafa áhyggjur af úthafsöldum því þeir voru að veiðum á Pollinum þegar myndin var tekin. „Ég var beðinn um að fara hingað. Sú stefna hefur verið tek- in upp að færa starfsfólk til í störfum milli deilda og staða heima og erlendis, m.a. til að styrkja fyrirtækið með því að efla þekkingu starfsmannanna á mis- munandi þáttum rekstrarins. Ég réði mig hingað í 18-36 mánuði.“ - Það hefur lagst vel í þig að fara hingað norður? „Já, ég get ekki sagt annað en þetta eru þó ákveðin viðbrigði fyrir fjölskylduna, krakkarnir skipta um skóla o.s.frv. Ég er ekki ókunnugur bænum því ég hef oft farið hérna í gegn og á fullt af skyldfólki hér. Akureyri er fallegur bær, það hefur mér alltaf fundist.“ - Eru einhverjar breytingar væntanlegar við afgreiðsluna hérna? „Já, markmiðið með því að senda mig hingað var að styrkja innviði afgreiðslunnar með þeirri þekkingu sem ég hef á flutninga- málum. Hér er ýmislegt sem ég hefi hugsað mér að breyta og eitt af því er að hilluvæða vöruskemm- una. Þá ætlum við að láta byggja frystigámavöll við skemmuna með tilheyrandi útbúnaði til að geta boðið upp á betri þjónustu varðandi frystivöruna hér á staðnum. Pá er verið að tölvu- væða skrifstofuna enn frekar og við verðum með beinlínusam- band við Eimskip í Reykjavík þannig að viðskiptavinirnir eiga ekki að þurfa að leita suður. Þetta einfaldar mjög allt af- greiðslukerfið hjá okkur." - Eimskipafélagið mismunar viðskiptavinunum ekki eftir bú- setu? „Nei, alls ekki, því sú vara sem kemur beint frá útlöndum er flutt á sama flutningsgjaldi til Akur- eyrar og er á vörunni til Reykja- víkur. Þetta er hluti af aðalhafna- kerfinu, en það byggist á því að ekki ér lagt aukagjald á vöru- flutninga frá Reykjavík til stærstu hafna landsins.“ - Er mikil samkeppni við önn- ur skipafélög? „Já, auðvitað er mikil sam- keppni í flutningunum því allir vilja hafa sitt til að lifa af. Þessi samkeppni er þó eingöngu í góðu eins og sagt er.“ - Hefur þú einhver sérstök áhugamál? „Eg hef oft verið spurður þess- arar spurningar og svarað því til að vinnan hjá Eimskip væri mitt áhugamál. Hitt er svo annað mál að ég hef áhuga fyrir hesta- mennsku og kom með hestana mína með mér norður.“ EHB Sólborg: Þrjú tilboð bárust í eld- varnarkerfið Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í reykskynjarakerfi fyrir Sólborg. Að sögn Kristjáns Magnússonar forstöðumanns, bárust þrjú tilboð sem voru á bilinu frá 350 þúsundum og að tæpri 1 milljón. Þessi tilboð hljóða eingöngu upp á kerfið sjálft, en síðan bæt- ist við kostnaður við uppsetn- ingu. Fengist hefur fjárveiting frá ríkinu að upphæð um 1 milljón. Kristján sagði ástæðuna fyrir þessum mikla mun á tilboðunum liggja í miklum tæknimun, en að nú væri verið að meta hann nánar og stæðu yfir viðræður við fram- leiðendur. Einnig þarf samþykki hönnuða kerfisins við því tilboði sem tekið verður. VG Tilkynningaskyldan: Aukin sókn smábáta áhyggjuefni - veðurskeyti vantar „Áhyggjur okkar stafa bæði af mikilli fjölgun smábáta og mikilli sókn þeirra. Bátarnir sækja lengra og lengur en ver- ið hefur undanfarin ár,“ sagði Hálfdán Henrýsson yfirmaður Tilkynningaskyldu íslenskra fiskiskipa í samtali við Dag. Haraldur sagði að á síðastliðn- um vetri hefði það í fyrsta sinn gerst að á sumum svæðum voru bátarnir að allan veturinn og þetta væri nokkurt áhyggjuefni. Smábátar eru eins og önnur fiskiskip bundnir tilkynninga- skyldu. Hálfdán sagði að í næsta mánuði væri ætlunin að byrja á að tölvukeyra tilkynningaskyld- una. Þannig væru tilkynningar frá strandstöðvunum slegnar beint inn í ^ölvu. Kosti þess sagði hann myndu verða þá að þá gæfist meiri tími til að grennslast fyrir um þá báta sem ekki hefðu til- kynnt sig. Þegar mest er á vetrum sagði Hálfdán að fjöldi „meld- Á dögunum var stödd á Akur- eyri þýsk kona, Andrea Dress- ely að nafni, en hún hafði þá nýlokið tíu daga ferð á hesti ein síns liðs. Við gripum hana glóðvolga þegar hún hafði nýlokið við að láta þreytuna líða úr sér í Sundlaug Ákureyr- ar. Andrea var hress og ánægð með ferðina, en það verður að teljast sérstakt að hún hefur aldrei áður til íslands komið, en treystir sér þó í ferðalag sem þetta. Hún kom til íslands laug- ardaginn 5. september og hélt sem leið lá á puttanum austur í Biskupstungur. Þar leigði hún sér einn hest og hélt af stað. Andrea reið frá Geysi í Hauka- inga“ færi upp í 1800 á dag. Hálfdán sagði að þeim færi fækkandi sem gleymdu að til- kynna en sumir létu sér þó illa segjast. Þegar misbrestur er á að menn sinni skyldunni dregur það úr öryggi hinna þar sem dýrmæt- ur tími fer alltaf í að athuga hvort um er að ræða trassaskap eða hvort hætta er á ferðum. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sagði í samtali við Dag að minni ;dal um Biskupstungur, Laugardal að Þingvöllum, Tröllaháls og um Kaldadal að Húsafelli. Þaðan til baka um Kaldadal, norðan Skjaldbreiðar og Hlöðufells í Haukadal. Þessi ævintýrakona lét vel af ferðinni og sagði að einu sinni hafi hún orðið örlítið hrædd, en því það hefði verið miklu bakaleiðinni. Á leiðinni mætti hún ekki einum manni og snjóaði í troðninginn. En hún hélt ró sinni, fór áfram með gát og rataði rétta leið. Aðspurð hvort ekki hefði verið betra að vera með tvo hesta svo hægt væri að hvfla, sagði hún að vissulega hefði það verið betra því það hefði vérið miklu skemmtilegra fyrir hestinn! VG fiskgengd á grunnslóð ylli því að menn sæktu lengra. Eina ráðið væri að gæta fyllsta öryggis og fylgjast vel með veðurspám. Örn vildi gjarnan að það kæmi fram að í veðurfréttum klukkan 6.45 á morgnana vantaði sárlega veður klukkan 6.00 frá Siglunesi og Grímsey því fréttir frá Hrauni, Akureyri og Mánárbakka segðu alls ekki alla söguna. ET UA: Þriðjungur eftir af kvóta - ekkert verið keypt enn Þeir fjórir togarar Útgeröarfé- lags Akureyringa hf. sem gerð- ir eru út á aflamark eiga nú eftir um 3900 tonn af þorsk- ígildum eða rétt tæpan þriðj- ung þess kvóta sem þeim var úthlutað. Togararnir Kaldbakur, Sval- bakur og Harðbakur auk Slétt- baks sem nú er í slipp eru gerðir út á aflamark en Hrímbakur er gerður út á sóknarmark. Hrím- bakur á eftir um 400 tonn af þorskaflahámarki sínu en það var 1700 tonn á þessu ári. Enginn kvóti hefur enn verið keyptur til ÚA og er ekki ljóst hvort þess gerist þörf. Samkvæmt heimildum blaðsins mun vera erf- itt að fá kvóta keyptan núna. Einar Óskarsson hjá Útgerðar- félaginu sagði í samtali við Dag að Iíklega yrði því aflamarki sem eftir væri hjá togurunum fjórum skipt á milli þeirra eftir því sem hentaði þó að engar slíkar til- færslur hefðu enn farið fram. ET Andrca Dressely á Akureyri. Mynd: tlv. EUMENIA Alvöru þvottavél í takt við tímann. Vilt þú bætast í stóran hóp ánægðra þvottavélaeigenda? Veldu þá eina af hinum frábæru EUMENIA þvottavélum, þær koma þér þægilega á óvart. Nokkur atriði sem við bendum á: 1. Þvo mjög vel. 2. Þvottatími aðeins 65 min. 3. Orkunotkun aðeins 1/3 miðað við eldri gerðir véla. 4. Tekur mjög lítið pláss, og er létt og meðfærileg. 5. Góð þjónusta. Verð frá kr. 26.600,- Ingvi R. Jóhannsson Brekkugötu 7 - sími 26383 Kr þetta eitthvað fyir þig? Ný peysa frá MICHA. I vinnuna, í veisluna, á fundinn. Greiðslukort Visa Eurocard ~fi$luwi5hin ^telnunnat. -Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214-*— Þýsk ævintýrakona á reið um landið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.