Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 13
gera skólanemendur að fíflum með ófrjórri kunnáttu á ýmsum nöfnum, númerum og löghelguðum yfirborðs- orðtækjum, tóm alfræðiþekkíng sem leitast er við að tilreiða svo að hún geti á eingan hugsanlegan hátt knúið fram áhuga nemendanna fyrir bættum kjör- um alþýðu né vakið hjá þeim ást til fullkomins lífs. Sambandið sem skóli skapar milli nemenda og kennara er hið sama og þjóðfélagið skapar milli undirokaðrar stéttar og kúgarans. Hver skólastofa er smækkuð mynd af hinu borgaralega þjóðfélagi, þar sem einn kurfur situr í forsæti og gerir kröfu til fullra umráða yfir hugsunum og tilfinníngum lýðsins, rexar og regerar yfir hreyfíngum manna og augnaráði. Hvenær sem eitthvað bregður út af eru sakamál hafin, dóm- ar dæmdir og hegníngum framfylgt. l’etta fyrirkomulag helst upp í gegnum miðskólana, allar götur uppí háskól- ana. Einræðisform borgaralegra skóla er því skaðvænlegra og andstyggijegra sem „harðstjórarnir" eru mestmegnis sefjasjúkar piparkellíngar, hálf- mentaðir grúskarar eða sérviskupúk- ar. Hjá skólakennurum eða prófessor- um hættir öllum þeim tegundum rolu- háttar sem fjarlægastar eru lífinu til að sameinast: fjarhygli, þurdrumbshætti, rembíngi, naglaskap. Svo vandlega er þýlyndið ræktað í skólanemandanum að það stjórnar honum ekki einúngis í skólastofunni og á „skólans lóð“, í augsýn kennara og skólastjóra, heldur setur það einnig mark sitt á hann útí- frá, og einatt er áratuga frjálsræði ónógt til að uppræta þessa geðbilun og fá manninn til að gánga beinan, hreyfa sig þvíngunarlaust, hugsa hleypidóma- laust, tala einsog honum býr í brjósti, finna til og starfa einsog hann væri þáttur í lífsheild. Veikgeðja fólk sem leingi stundar skólanám verður að ístöðulitlum aumíngjum ævilángt; fjöldi fer með sig á drykkjuslarki, en slík athvörf eru öfugsnúnar uppreistar- tilraunir þrælsnáttúrunnar, sem reynir að njóta þess lífsfagnaðar í tilbúinni brjálsemi sem hana skortir dug og dirfð til að skapa sér í raun. Aftur á móti er heilbrigður æðasláttur nemendalífs ýmist hróp eða andvörp eftir frelsi, - hatur, háð og fyrirlitníng gagnvart fulltrúa kúgunarvaldsins í bekknum, kryddað með uppþotum og agabrotum annað veifið. Skólapróf eru einskonar rannsóknarréttur, þar sem menn eru skyldir að játa þekkíngu sína á fyrirskipuðum setníngum, nöfn- um og númerum, eða að öðrum kosti settir út af sakramentunum í þekkíng- arleitinni." Því þótti mér hæfa að vitna í Laxness að hann var ekki bara að gagnrýna. í beinu framhaldi af þessari ádrepu sem ég las gefur hann uppskrift af því að hverju skólar skuli keppa. Þótt hann styðjist þar við lýsingu á fræðslu- starfsemi í Sovétrússlandi er engu líkara en textahöfundar grunnskólalaganna hafi leitað fanga hjá Laxness. Hlustið á eftirfarandi: „í fyrsta lagi ber nauðsyn til að vakinn sé áhugi nemandi manna fyrir sjálf- stæðum rannsóknum og kostað kapps um að kenna hverjum manni að not- færa sér heimildir með vísindalegri nákvæmni og alvöru og leysa það verk- efni. Á þessum tímum fullkominna alfræðibóka ætti það að vera kappsmál hverjum uppeldisfrömuði að forða skjólstæðingum sínum frá því að verða ófullkomnar alfræðibækur í mannsmynd, en skólaítroðslan hefur fram til þessa einkum miðað að því að gera lifandi manneskjur að þess háttar fyrirbrigðum. Hitt á að vera mæli- kvarði á skólun manns, hve vel sé ræktað skilningarvit hans til að gera upp á milli verðmæta og óbrigðul rat- vísi hans á fullkomnustu heimildir hverrar greinar... En list leiðbeinandans er einkum falin í því að kunna að laga verkefnið eftir hæfileikum hvers einstaklings. Svo fremi leiðbeinandinn kunni list sína er það á valdi hans að gera hverjum manni hverja tegund náms að hug- þekkum leik.“ Halldór víkur að mörgu öðru þarflegu í grein sinni eins mennt- unargildi tónlistar og því að umfram allt beri að kenna vinnu- brögð hugar og handar án kyn- greiningar eða eins og hann segir: „Allur verkaskiftingarmunur sem mið- ar að því að gera konuna að fægðum og fávísum kynferðisþræli einsog tíðk- ast með betri borgurum, eða subbuleg- um soðbúrsfanti eins og siður er hjá verkastéttinni, er villimennska." Væntanlega eru flestir á einu máli um það að okkur hafi eitt- hvað miðað í þá átt sem nóbels- skáldið vildi beina okkur. Takist skólanum að bjóða upp á nám „sem oss væri hent“ svo ég minni aftur á orð Einars og jafnframt að gera það að „hugþekkum leik“ getum við horft djörf fram á við. Um leið og ég lýsi skólann sett- an vil ég minnast orða Jóns Helgasonar og vona að skólinn geti tileinkað sér þau: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins guilna rönd; sú gjöfmér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Þakka ykkur fyrir. I ra skulasctningunni í Húsavikurkirkju. Hörður Torfason með nýja plötu Hörður Torfason er frumkvöð- ull á sviði trúbadúrsöngs á Is- landi. Þegar platan „Hörður Torfason syngur eigin Iög“ kom út árið 1971 lagði hann grunninn að íslenskri vísna- sönghefð og hafa fjölmargir vísnasöngvarar fylgt í kjölfarið og haldið áfram að þróa þenn- an einfalda, en krefjandi tón- listarstíl. Að vísu höfðu þjóðlagasveitir á borð við Savanna tríó og Ríó tríó verið starfandi um nokkurt skeið þegar Hörður kvað sér hljóðs, en hann fetaði nokkuð aðra slóð en þessi ágætu tríó gerðu. Lög Harðar við ljóð á borð við „Ég leitaði blárra blóma“ eftir Tómas Guðmundss'on, „Þú ert sjálfur Guðjón“ eftir Þórarin Éldjárn og „Kveðið eftir vin minn“ eftir Halldór Laxness hafa fyrir löngu skapað sér fastan sess meðal þjóðarinnar. Tveimur árum eftir að Hörður sendi fyrstu plötuna frá sér kom út önnur í sama dúr sem kallaðist „Án þín“ og sú þriðja kom út árið 1976 og nefnist „Dægra- dvöl“. Eftir það kom langt hlé enda hefur Hörður aðallega feng- ist við leiklist, leikstjórn og skyld störf frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970. Á undanförnum árum hefur hann verið búsettur í Kaupmannahöfn en ætíð komið heim með reglulegu millibili til að setja upp leikrit. Hörður hefur leikstýrt fjölmörgum sviðsetning- um fyrir áhugamannaleikfélög víðs vegar á landinu síðan 1972, leikið í útvarpsleikritum, sjón- varpsleikritum auk ýmiss konar annarra starfa við leikhús og kvikmyndir á íslandi og í Dan- mörku. Árið 1983 hljóðritaði Hörður 10 lög við eigin texta sem komu síðan út á plötunni „Tabu“ árið ’84. Þessi tónlist varð til í tengsl- um við stuttan söngleik sem Hörður samdi og setti upp fyrir íslendinga í Danmörku og voru það meðlimir hljómsveitarinnar Kamarorghestar sem önnuðust undirleikinn á plötunni. Fyrir tveimur árum kom Hörður Torfa hingað til lands til að halda upp á fertugsafmælið sitt með eftir- minnilegum tónleikum í Austur- bæjarbíói. Meðal þeirra sem heiðruðu Hörð með tónlistarlegu innleggi sínu voru Bubbi Morth- ens og Megas. Nú er Hörður Torfa aftur kom- inn til landsins með nýja vandaða plötu í pússi sínu og mun kynna efni hennar með tónleikahaldi víðs vegar um landið. Hefst þetta hljómleikahald með tónleikum í Norræna húsinu 4. september. Nýja platan ber heitið „Hug- flæði“ og kom út þann 15. sept- ember. Þar syngur Hörður 12 ljóð við eigin lög og nýtur aðstoð- ar færustu manna. Upptökustjóri plötunnar P.H. Juul er kunnur í heimalandi sínu Danmörku fyrir störf sín við gerð klassískra hljómplatna. Hljóðfæraleikar- arnir eru allir í fremstu röð danskra tónlistarmanna og er vel til allra hluta vandað. Um leið og nýja platan kemur út fær fólk tækifæri á að eignast hina rómuðu fyrstu plötu Harðar Torfasonar sem hefur verið ófáanleg um margra ára skeið, en Hörður hefur nýverið eignast útgáfurétt plötunnar og endurút- gefið hana á eigin kostnað. 21. september 1987 -DAGUR - 13 Laus staða Staöa safnvarðar í Listasafni íslands er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi í lista- sögu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu skulu hafa borist Menntamálaráöuneytinu fyrir 15. október næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 17. september 1987. Auglýsing til sveitarstjórna og forsvarsmanna félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 29. sept. til 2. okt. nk. á eftirtöldum stöðum: Raufarhöfn á Hótel Norðurljósi, þriðjud. 29. sept. Húsavík á Hótel Húsavík, miðvikud. 30. sept. Akureyri á Hótel KEA, fimmtud. 1. okt. og föstud. 2. okt. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Raufarhafn- arhrepps og bæjarskrifstofunum á Húsavík og Akureyri sem einnig skrá niður viðtalsbeiðnir. Alþingismenn Noröurlandskjördæmis eystra. Illl FRAMSÓKNARMENN l|g| l||| akureyr. |||f Baejarmálafundur verður mánudaginn 21. september kl. 20.30 að Hafnarstræti 90. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnar nk. briðjudag. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Á AKUREYRI Námskeið Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 5. október til 21. janúar. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-8 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 11-12 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Myndlistadeild. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar i viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.