Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 21. september 1987 Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Skálaborg, vörugeymsla, Akureyri, talinn eigandi Aðalgeir og Viðar h.f., fer fram í dóm- sal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Pétur Guðmundarson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Glerárgata 34, 1. hæð, Akureyri, þingl. eigandi Haraldur S. Gunnarsson, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Brunabótafélag Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hrísalundur 8g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Harðarson o.fl., ferð fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Björn Jósef Arnviðarson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Norðurgata 17a, efri hæð, Akureyri, þingl. eig- andi Þuríður Hauksdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 14.50. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Ásmundur Jóhannsson hdl., Ólafur B. Árnason hdl., Róbert Árni Hreið- arsson, hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 37, kjallari Akureyri, þingl. eigandi Borghildur S. Ólafsdóttir, fer fram I dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 15.40. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Lækjargata 3, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Ragnheiður Pálsdóttir, fer fram í dómsal emb- ættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð. Akureyri, föstud. 25. sept- ember '87 kl. 16.10. Uppboðsbeiðendur eru: Róbert Árni Hreiðarsson hdl., Veð- deild Landsbanka íslands og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Skarðshlíð 30d, Akureyri, tal- inn eigandi Ari Fossdal, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 25. september '87 kl. 14.20. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Lands- banki Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Afsöl og sölutilkynningar Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviöskípta a atgreiðslu Dags. /UujfvLst’ittíiu taíiið cftir! AugCýsingar þiufa að berast augíýsingaddíd jyrir kL 12 áagumfyrir útgctfudag. í máruidagsbCað jýrir fd. 12 föstudaga. AugLýsingadeiCd. Strandgötu 31ý Akureyri sími 96-24222. Jón Hanncsson skólameistari. Framhaldsskólinn á Húsavík settur - Skólasetningarræða Jóns Hannessonar skólastjóra Ágætu nemendur, kennarar - góðir gestir. Mér er það sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin til fyrstu setning- ar Framhaldsskólans á Húsavík. Það er skammt stórra högga á milli í skólamálum hér á Norður- landi eystra. Ekki var fyrr búið að dæla olíu á úfnar öldur fræðslustjóraembættisins en háskólamenntun var hleypt af stokkunum á Akureyri. 10 dög- um síðar setjum við svo nýstofn- aðan framhaldsskóla á Húsavík. Ekki er svo að verið sé að hleypa úr vör framhaldsmenntun því að allt frá því að Benedikt Björnsson stofnaði hér unglinga- skóla árið 1906 - sem síðar varð gagnfræðaskólinn - hafa Húsvík- ingar leitast við að bjóða fólki svipaða möguleika til náms og gáfust í sambærilegum byggðum. Þegar stúdentspróf leysti gagn- fræðapróf af hólmi sem lykill að sérhæfðu námi var stofnuð fram- haldsdeild við gagnfræðaskólann með sérstakri heimild mennta- málaráðuneytisins. Þar gafst nemendum kostur á að taka 1-2 vetur af framhaldsskólanámi sínu eða að ljúka bóklegu iðnnámi við skólann sem axlað hafði hlutverk Iðnskólans á Húsavík. í aprílmánuði sl. var svo undir- ritaður samningur milli Húsavík- urbæjar og ríkisins um 4 vetra framhaldsskóla, sem skyldi fá til afnota húsnæði gagnfræðaskól- ans en jafnframt annast þá kennslu grunnskólans sem þar hafði verið til húsa. Ég er þess vegna ekki viss um að þegar frá- farandi skólastjóri Sigurjón Jóhannsson sleit skólanum í vor hafi fólk almennt gert sér grein fyrir því að það var ekki bara hann sem var að kveðja heldur var skólinn líka að kveðja. Það fór örugglega vel á því að þeir skyldu kveðja saman því Sigur- jón hefur um áraraðir helgað skólanum alla krafta sína og ver- ið andlit skólans jafnt inn á við sem út á við. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Sigurjóni veitta aðstoð og viðtöku um leið og ég færi honum þakkir þess dugmikla starfsliðs sem hann hef- ur eftirlátið mér og nýjum skóla. Auk Sigurjóns hurfu að vísu 2 af fastakennurum skólans, þeir Magnús Guðnason, sem fer að Heiðaskóla í Leirársveit, og Þröstur Eysteinsson, sem fer til framhaldsnáms í líffræði við háskóla í Bandaríkjunum. í stað þeirra koma auk mín Björgvin Leifsson, sem mun kenna líf- fræði, stærðfræði og tölvufræði, og Ásta K. Ólafsdóttir sem mun annast dönskukennslu og vera nemendum innan handar við fé- lagsstörf. í haust hefja nám við skólann rétt um 150 nemendur í 7.-9. bekk. í framhaldsnám eru skráð- ir 25 nemendur á fyrsta ári og um 10 iðnnemar eru við nám á öðru ári auk þess sem 7 nemendur verða í fornámi á haustönn. Þessu til viðbótar býður skólinn upp á námskeið og áfanganám fyrir fullorðna. Töluverð aðsókn er í þetta nám en við ætlum að framlengja umsóknarfrest um nokkra daga til að gefa þeim tækifæri að vera með sem eru enn á báðum áttum. Við uppbyggingu nýs skóla ber margs að gæta. Fyrirsjáanlega mun barnaskólinn þegar fram líða stundir taka við kennslu 7., 8. og jafnvel 9. bekkjar. Hér þarf að gæta þess að draumur eins verði ekki martröð annars eins og gerðist á Akranesi þegar fjöl- brautaskólinn þar varð að úthýsa grunnskólanemum áður en húsa- kynni réðu grunnskólans með nokkru móti við þá aukningu. Því verða byggingarframkvæmdir að haldast í hendur við þróun skólanna og samvinna þeirra að vera náin. Skóli í tiltölulega fámennu byggðarlagi getur ekki keppt við þéttbýlisskólana um fjölbreyti- leika í námsframboði. í þeim efn- um verður að sníða honum stakk eftir vexti, þó svo naumt megi ei skera að hann vaxi ekki úr brók. Einhverjir nemendur munu því alltaf þurfa eða kjósa að hleypa heimdraganum og leita annað. í því sambandi þyrfti að endur- skoða ákvæði um dreifbýlisstyrk sem virðist í dag helst þjóna þeim tilgangi að hneppa átthagafjötra. Því verður að vísu ekki á móti mælt að tilgangur með stofnun skóla vítt og breitt um landið er að tengja ungiinga traustari böndum við heimaslóðir en það verður að gerast með þeim hætti að viðkomandi skólar bjóði þeim upp á nám við hæfi og þrói jafn- vel með sér einhverja þá sérstöðu er laði að nemendur úr þéttbýli til að auka hagkvæmni í rekstri. Því þarf að vera fyrir hendi góð heimavistaraðstaða og takast þarf að fá að skólanum sem hæf- ast starfslið. Þótt það takist verð- ur skólinn samt alltaf háður vel- vilja fyrirtækja og stofnana í bænum því sumt nám er svo sér- hæft að fastakennarar skólans ráða ekki við þá kennslu. Nú allt kostar þetta peninga. Hollt er að minnast orða Einars Benedikts- sonar er hann kveður um síðustu aldamót: En sýnirei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarfþessi strjálbyggði geimur, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei minna. Síðar í sama kvæði segir Einar: - Pví veldur vor fátækt, oss vantar að sjá, hvað vísindi ynnu hér, þjóðleg og há, sjá náttúru landsins vors náminu háða, sjá not þeirra menntar, sem oss væri hent. Öllum má ljóst vera hvílík bylting hefur orðið í skólamálum hér á landi á þessari öld og ólfk- legt að nokkurt af skáldum okkar í dag muni finna hjá sér hvöt slíkrar áeggjunar við næstu alda- mót. En þótt skólar séu reistir og búnir dýrum tækjum segir það ekki allt um starfsemi þeirra. Mikils er um vert að starfað sé markvisst og kennarar og nem- endur uni sér vel í starfi og leik. Okkur er sjálfsagt hollt að minn- ast orða nóbelsskáldsins okkar sem hann lætur falla um skóla árið 1929: „Skólar eru ónógar og ófullkonmar stofnanir, auk þess sem þeir styðjast við úreltar og rángar uppeldishug- myndir horfinnar höfðíngjastéttar. Almennir barnaskólar og alþýðu eru reyndar spor í rétta átt. En þar sem þeir eru aðeins einnar kynslóðar gaml- ir væri ósanngjarnt að heimta þegar í stað að þeir næðu tilgángi sínum. Aðalmein alþýðlegra skóla fram að þessu er að þeir skuli stefna fremur að því að vera akademíur en heimili. ítroðsla fræðigreina er gerð höfuðatr- iði. Það er yfirleitt kostað kapps um að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.