Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 21. september 1987 178. tölublað I AUt fyrir I F ft HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SlMI 96-26708 . BOX 397 Bæjarráð vill byggja hús fyrir aldraða við Víðilund: Ánægður að það er komin hreyfing á málið - segir Sigurður Jóhannesson Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að leggja til við bæjarstjórn, sem kemur saman til fundar á mórgun, að fela framkvæmdanefnd íbúðabygg- inga fyrir aldraða að hefja sem fyrst framkvæmdir við grunn húss við Víðilund og Ijúka við gerð plötu. Hér er um að ræða fjölbýlishús með 30 íbúðum. íbúðirnir verða flestar í einka- eign, en Akureyrarbær mun byggja og reka þjónustumið- stöð fyrir íbúana auk þess sem bærinn getur keypt a.m.k. 10% íbúðanna. Framkvæmdanefndinni var jafn- framt falið að kynna öldruðum Akureyringum væntanlegt hús og að þeim gæfist kostur á að kaupa Kartöflurækt: Geymslupláss bænda á þrotum Nú stefnir í að kartöfluupp- skera verði meiri en nokkru sinni áður. Kartöflubændur á Eyjafjarðarsvæðinu Ijúka senn upptöku en tíðarfarið síðustu daga hefur sett nokkurt strik í reikninginn. Garðar eru orðn- ir nokkuð blautir en með batnandi veðri ætti að takast að Ijúka upptöku. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar sagði í samtali við blaðið að árið 1984 hefði uppskera hjá ey- firskum kartöflubændum náð hámarki en þá komu um 6000 tonn upp úr görðunum. „Mér finnst ekki ótrúlegt að uppskeran nú í ár verði 7-8000 tonn sem er mesta uppskera sem um getur hér á Eyjafjarðarsvæð- inu. Það mun hafa verið sett nið- ur í minna flatarmál hér á svæð- inu í ár en ég held að fullyrða megi að uppskeran verði mun meiri þrátt fyrir það,“ sagði Ólaf- ur. Dæmi eru til að uppskera sé tuttuguföld miðað við það sem sett er niður og verður það að teljast nánast einsdæmi því í meðalári er talið að uppskera sé tólfföld. Heildarmagn af kartöfl- um verður því mikið og sagði Ólafur að margir bændur væru í vandræðum með geymslupláss og ljóst væri að hjá sumum þeirra væri ekki til geymslupláss nema til skamms tíma. Útlit er fyrir að reynt verði að selja kartöflur úr landi í haust þ.e. umframframleiðsluna en ekki er ljóst hve hátt verð fæst fyrir kartöflurnar né heldur hvort hægt verður að stöðva innflutn- ing á kartöflum eins og kartöflu- bændur hafa óskað eftir. JÓH sér íbúð í því. Sömuleiðis á nefndin að vinna að stofnun félags þeirra sem ákveða að kaupa íbúðir í húsinu. Félags- skapur íbúðaeigenda mun annast framkvæmdir við gerð hússins frá grunnplötu. Búist er við að sú kvöð hvíli á íbúðunum að íbúar þeirra verði komnir á sjötugs- aldur. Samkvæmt heimildum Dags hefur bæjarráð tekið sér nokkuð lengri tíma til að afgreiða þetta mál en eðlilegt getur talist. Ráðið hefur t.d. frestað afgreiðslu á fundargerðum framkvæmda- nefndar þar til nú að fulltrúar bæjarráðs tóku af skarið og afgreiddu málið til bæjarstjórnar. „Ég er afar ánægður með að það skuli vera komin hreyfing á málið. Eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt bókun bæjarráðs sé ég ekki neitt sem getur komið í veg fyrir að byggingaframkvæmdir hefjist innan tíðar,“ sagði Sigurð- ur Jóhannesson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í bæjarráði í samtali við Dag. A laugardaginn var haldin uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Leifturs í Olafsflrði. Þar var kjörinn besti leikmaður liðsins á nýliðnu keppnistímabili og hlaut Þorvaldur Jónsson þann titil í ár. Hann hampar hér verðlaunum sín- um en við hlið hans stendur Hafsteinn Jakobsson sem kom næst Þorvaldi að Stigum. Mynd: JÓH Vatnsbólið við Raufarhöfn: Hreppurinn sniðgengur til- mæli heilbrigðisfulltrúa Raufarhafnarhreppur hefur ekki oröið við tilmælum heil- brigöisfulltrúa á Húsavík um að gengið verði frá vatnsbóli staðarins sem er í Presthóla- hreppi en heilbrigðisfulltrúi fór fram á það í bréfi í nóvember á sl. ári. Vatnsbólið er opið og skepnum fært að því þar sem engin girðing er í kring. Ekkert hefur verið gert í þessum mál- um í sumar og hefur heilbrigð- isfulltrúi nú ítrekað tilmæli sín. í bréfi heilbrigðisfulltrúa sem dagsett er 10.09. sl. segir m.a. um ástandið við vatnsbólið: „Bakkar vatnsbólsins eru mengaðir kinda- saur og rannsóknir hafa sýnt saurmengun í vatninu. Slíkt get- Siglufjörður: Siglunesvegurinn inn á skipulag bæjaríns Á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar í síðustu viku var sam- þykkt að færa fyrirhugaða vegagerð Stefáns Einarssonar bónda á Siglunesi inn á skipu- lag bæjarins. Atkvæði féllu 5 á móti 4. Allir 3 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt öðr- um alþýðubandalagsmannin- um og framsóknarmanninum greiddu atkvæði með en krat- arnir 3 og hinn allaballinn voru á móti. Þessi samþykkt þýðir útvíkkun aðalskipulags Siglufjarðarbæjar frá því sem nú er og mun það eft- ir breytinguna ná austur t'yrir fjörðinn og alla leið út á Siglunes. Búist er við að það taki málið nokkra mánuði að fara eftir lög- skipuðum farvegi. „Þetta er áfangasigur í málinu fyrir mig, þó að búast megi við að málið eigi eftir að tefjast eitthvað enn. Ég held að það sé borin von að eitthvað verði hægt að vinna að vegagerðinni í haust eða vetur, eins og ég hafði gert mér ,vonir um, en þetta verður að vera orðið klárt fyrir næsta vor. Það er ekki hægt að búast við að menn geti látið dýr tæki standa verk- efnalaus endalaust," sagði Stefán bóndi og vitavörður á Siglunesi. En Stefán festi fyrir nokkrum mánuðum kaup á 45 tonna jarð- ýtu sem hann hyggst nota við vegagerðinna. -þá ur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu neytenda og til vatns sem er notað í matvælaiðnaði eru gerðar sömu kröfur og til neyslu- vatns.“ Þess er farið á leit við hreppinn að vatnsbólinu verði lokað svo yfirborðsvatn geti ekki komist í neysluvatnið svo og að girt verði í kringum vatnsbólið skv. þar að lútandi reglugerðunt. Auk Raufarhafnarhrepps hafa þrjú býli í Presthólahreppi afnot af vatninu. „Okkur er auðvitað ekki sama um þetta. Hér er alvarlegt mál á ferðinni og það alvarlegasta er að hreppurinn skuli ekki enn hafa farið að til- mælum heilbrigðiseftirlits og bjóði þannig hættunni heim,“ sagði einn landeigenda í samtali við Dag. „Mengun hefur mælst í vatns- bólinu þó ekki hafi síðustu mæl- ingar sýnt slíkt. Þarna er kinda- saur í kring sem á greiða leið í vatnsbólið nteð yfirborðsvatni auk þess sem fuglar geta sest á vatnsbólið og dritað í vatnið og það sjá allir að slíkt er alvarlegt mál. Það er rétt að ég sendi bréf til Raufarhafnarhrepps í fyrra varðandi þetta mál en ég hef lítil viðbrögð fengið við því og þess vegna verður að ítreka kröfu um . að gengið verði frá vatnsbólinu fyrir veturinn," sagði Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi á Húsavík. Tekið skal fram að ekki náðist í sveitarstjóra á Raufarhöfn vegna þessa. JÓH Siglufjörður: Tvö embætti lögð niður Bæjarstjórn Siglufjarðar sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku ákveðnar skipulagsbreyt- ingar á bæjarskrifstofunni sem munu koma til framkvæmda um næstu áramót. Við þessar breytingar verða störf aðalbókara og íþróttafull- trúa lögð niður. Verkefni sem aðalbókari hafði með höndum munu skiptast á milli bæjarritara og annarra starfsmanna bæjar- skrifstofunnar og þá munu verk- efni sem bæjarritari hafði áður færast yfir á bæjarstjóra. Stöðu íþróttafulltrúa mun verða breytt í félagsmálastjóra sem áformað er að hafi með höndum íþrótta- og æskulýðsmál, öldrunarmál og önnur mál sem tengjast félags- málum á vegum bæjarins. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.