Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. september 1987 Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. dcild ensku knattspyrnunnar á laug- ardag urðu þessi: 1. dcild: Arsenal-Wimbledon 3:0 Charlton-Luton 1:0 Chelsea-Norwich 1:0 Coventry-Nottingham For. 0:3 Derby-ShefTield Wed. 2:2 Everton-Manchester Utd. 2:1 Newcastle-Liverpool 1:4 Oxford-Q.P.R. 2:0 Watford-Portsmouth 0:0 West Ham.-Tottenham 0:1 2. deild: Birmingham-Shrewsbury 0:0 Bradford-Blackburn 2:1 Huddersficld-Aston Villa 0:1 Hull City-Oldham 1:0 Ipswich-Swindon 3:2 Leicester-Plymouth 4:0 Manchester City-Stoke City 3:0 Middlesbrough-Leeds Utd. 2:0 Reading-Crystal Palace 2:3 Sheffield Utd.-Millwall 1:2 W.B.A.-Bournemouth 3:0 Staðan 1. i leild Q.P.R. 8 6-1-1 12: 4 19 Tottenhuni 8 5-2-1 12: 5 17 Liverpool 6 5-1-0 16: 5 16 Chelscu 8 5-0-3 15:11 15 Nottm.Forest 8 4-2-2 13: 9 14 Man.United 8 3-4-1 13: 7 13 Everton 8 3-3-2 9: 5 12 Wimbledon 8 3-3-2 10: 9 12 Arsenal 7 3-2-2 11: 5 11 Coventry 7 3-1-3 8:11 10 Derby 6 2-3-1 6: 5 9 I.uton 8 2-2-410:12 8 Oxford 7 2-2-3 10:14 8 Watford 7 2-2-3 5: 7 8 Southampton 7 1-4-210:11 7 Norwich 7 2-1-4 6: 8 7 Portsmouth 81-4-3 7:17 7 West Ham 71-3-3 7:10 6 Newcastle 7 1-2-4 6:13 5 Charlton 71-1-5 7:14 4 Sheff.Wed. 8 0-3-5 7:17 3 Staðan 2. t leild C.Palace 9 5-3-1 24:12 18 Hull 9 4-5-0 13:8 17 Bradford 7 5-1-1 11:5 16 Barnsley 8 4-2-3 9:8 14 Birmingham 8 4-2-2 9:10 14 Millwall 7 4-1-2 12:9 13 Middlesbrough 8 4-1-3 11:8 13 Swindon 8 4-1-3 10:10 13 Ipswich 8 3-3-2 9:6 12 Plymouth 8 3-2-3 13:12 11 Blackburn 9 3-2-4 11:13 11 Bornemouth 8 3-1-4 9:11 10 Leeds 9 2-4-3 3:6 10 Man.City 6 2-3-1 8:5 9 Aston Villa 8 2-3-3 6:7 9 W.B.A 8 2-2-4 11:14 8 Oldliam 8 2-2-4 7:12 8 Stoke 8 2-2-4 5:12 8 Shrewsbury 8 1-5-2 3:4 8 Reading 6 2-1-3 5:7 7 Leicester 7 2-0-5 7:8 6 ShelT.United 8 1-2-5 6:10 5 Huddersfield 7 0-4-3 7:14 4 ______________íþróttic__________________________ Enska knattspyrnan: Risaslagur á Goodison Park - QPR tapaði sínum fyrsta leik Þaö var sannkallaður risaslagur sem fram fór á rennblautum velli Everton. Goodison Park á laugardag þar sem mættust Englandsmeistarar Everton og hið stjörnum prýdda lið Manchest- er Utd. Gífurleg barátta var í leiknum sem var vel leikinn af báðum iiðum og dómarinn hafði í nógu að snúast, bók- aði sjö leikmenn. Heimaliðið hafði undirtökin í fyrri hálfleik og náði þá forystu með marki Wayne Clarke á 36. mín. Trevor Stev- en átti þá fyrirgjöf fyrir mark Utd.. hinn 19 ára garnli markvörður Man- chesterliðsins sló boltann frá, en Clarke náði að skalla knöttinn til baka, í stöng og inn. Gary Walsh var heldur óöruggur í marki Utd. í leikn- um og liðið er nú á höttunum eftir öðr- um markverði. Rétt fyrir leikhlé var Brian McClair nærri því að jafna, en mistókst í góðu færi. Wayne Clarke afgreiddi Man. Utd. Snemma í síðari hálfleik bætti Wayne Clarke við öðru marki fyrir Everton. Hann sýndi þá mikið harð- fylgi, umkringdur varnarmönnum Utd. tókst honum að krafla sig í gegn og skora. Varla höfðu heintamenn hætt að fagna markinu þegar Norman Whiteside hafði lagað stöðuna fyrir Man. Utd. eftir hornspyrnu Gordons Strachan. Mikil spenna það sem eftir var leiksins, en leikmönnum Everton tókst að halda fengnum hlut, þrátt fyr- ir að Alex Ferguson skipti báðum varamönnum sínum, þeim Peter Davenport og Bill Garton inn á um miðjan síðari hálfleik í stað Strachan og Greame Hogg. Miðvallarleikmenn Everton höfðu undirtökin á miðjunni og sigur liðsins sanngjarn, örugglega mikill léttir fyrir framkvæmdastjórann Colin Harvey eftir fremur slaka byrjun liðsins í haust. Oxford snaraði út £ 500.000 í vik- unni þegar liðið keypti þá Richard Hill og David Bardsley frá Watford og árangurinn lét ekjfi á sér standa. Peir léku báðir stórt hlutverk í sigri Oxford gegn efsta liðí 1. deildar Q.P.R. sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu 2:0. Það var Hill sem skoraði strax á 15. mín. fyrir Oxford eftir sendingu frá Bardsley, skallaði inn sitt fyrsta mark fyrir liðið. Hann var nærri því að bæta við öðru skallamarki stuttu síðar, en lagði síðan upp síðara mark Oxford rétt fyrir leikhlé sem Ray Houghton skoraði með góðu skoti. Það er þó ekki víst að Houghton, besti leikmað- ur Oxford verði lengi í þeim herbúð- um því talið er að félagið muni fjár- magna kaupin á Hill og Bardsley með því að selja hann. Leikmenn Q-P.R. höfðu undirtökin í síðari hálfleiknum, en tókst ekki að skora, voru þó óheppnir þegar Dean Coney átti skot í stöng. Tottenham sigraði West Ham á Upton Park í fyrsta sinn á 14 árum í hörkuleik þar sem 5 leikmenn voru bókaðir. Eina mark leiksins kom 6 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks. Eftir hornspyrnu barst boltinn út í teiginn þar sem mið- vörðurinn Chris Fairclough tók við honum og sendi hann í netið hjá West Ham með þvílíku þrumuskoti að markvörðurinn sá hann ekki fyrr en mark var staðreynd. Ardiles átti enn einn stórleikinn fyrir Tottenham og ungur nýliði. Paul Moran sem lék í stað Chris Waddle sem var meiddur lék einnig mjög vel. West Ham sótti nokkuð í síðari hálfleik og þeir Tony Cottee og Frank McAvennie voru hættulegir, en vörn Tottenham varðist af hörku og tókst að halda út.. Don Howe og Bobby Gould sem nú eru við stjórnvölinn hjá Wimbledon komu með lið sitt í heimsókn til Arsenal þar sem þeir voru báðir í vinnu áður. Howe sem framkvæmda- stjóri og Gould sem leikmaður. Eftir aðeins 2 mín. hafði Arsenal tekiö for- ystu, brotið var á Perry Groves og Mike Thomas skoraði úr vítinu. Á 20. mín. bætti Alan Smith við öðru marki Arsenal með skalla eftir undirbúning Kenny Sansom og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Andy Thorn sjálfs- mark þegar hann blandaði sér í meinlaust skot David Rocastle. Arsenal hafði mikla yfirburði í leikn- um án þess að bæta við mörkum, en varnarmönnum liðsins hefði ekki veitt af radar til að fylgjast með hinum löngu og háu spörkum sem Wimble- don er frægt fyrir, því lágskýjað var þegar leikurinn fór fram. Þeir Howe og Gould sem brosmildir höfðu komið um aðaldyrnar á Highbury laumuðust hljóðlega út bakdyramegin í leikslok. Derby hafði algera yfirburði yfir Sheff. Wed. í fyrri hálfleik og tveggja marka forystu. Skallamörk frá John Gregory og bakverðinum Michael Forsyth. Það virtist aðeins formsatriði hjá þeim að Ijúka leiknum. En Sheffield sneri við blaðinu í síð- ari hálfleik, Gary Megson skallaði í mark eftir aðeins 4 mín. og þegar Mel Sterland jafnaði úr víti sem hann fisk- aði sjálfur hafði liðið öll völd á vel'in- um og aðeins stórleikur miðvarðarins Mark Wright sem nýlega var keyptur frá Southampton fyrir £ 700.000 kom í veg fyrir sigur Sheffield sem nú er í neðsta sæti 1. deildar. Kerry Dixon skoraði sigurmark Chelsea eftir aðeins 4 mín. í heimaleik liðsins gegn Norwich, en hann kom nú Newcastle 1 Newcastle og Liverpool léku sinn leik á sunnudag þar sem honum var sjón- varpað beint á Englandi. Og Liverpool lék við hvern sinn fingur í leiknum og sigraði örugglega með fjórum mörkum gegn einu. John Barnes átti frábæran leik í liði Liverpool þótt honum tækist ekki að skora og það var eftir sendingu frá honum sem Steve Nicol skoraði fyrsta markið snemma í leiknum. John Ald- ridge bætti við öðru rnarki fyrir leikhlé, en þetta var áttundi leikurinn sem hann byrjar inn á hjá liðinu og í þeim öllum hefur hann skorað mark. Síðari hálfleikurinn var nýhafinn þeg- ar Nicol skoraði sit annað mark, eftir sendingu frá Peter Beardsley, dýrasta leikmanni á Englandi, en hann var einmitt keyptur frá Newcastle í sumar fyrir £ 1,9 milljónir. Neil McDonald minnkaði muninn með marki úr víta- spyrnu eftir að brotið var á besta manni Newcastle, Brasilíumanninum Mirandinha, sen er langt á undan sam- herjum sínum í hugsun og getu, en fær ekki þær sendingar sem hann þarf. Liverpool slakaði ekkert á tökum sínum á leiknum og fyrir leikslok bætti Nicol við fjórða marki liðs síns og sínu þriðja í leiknum. Með þessum sigri er Liverpool kom- ið í þriðja sæti deildarinnar með 16 aftur inn í liðið eftir lélegt gengi hans í fyrstu leikjunum. Bikarmeistarar Coventry fengu skell á heimavelli gegn Nottingham i For. Terry Wilson lék sinn fyrsta leik i fyrir Forest og náði forystu fyrir lið sitt í fyrri hálfleik. í þeim síðari bættu Franz Carr og Stuart Pearce (víti) við | mörkum fyrir Nottingham liðið. Charlton vann sinn fyrsta sigur !■ deildinni með marki Garth Crooks 5 , mín. fyrir leikhlé, og það dugði gegn Luton. Charlton sem í vikunni keypti landsliðsmiðherja Wales, Andy Jones frá Port Vale lyfti sér þar með af botni 1. deildar. Garth Crooks tryggði Charlton sinn fyrsta sigur í 1. deild. Watford og Portsmouth skildu jöfn án þess að skora í daufum og tilþrifa- litlum leik í Watford. í 2. deild hefur Bradford tekið for- ystu, en Crystal Palace fylgir fast á eftir, bæði liðin sigruðu á laugardag. Hull City hefur ekki tapað leik, en stóru liðin í deildinni virðast vera að ná fótfestu. Imre Varadi skoraði öll þrjú mörk Man. City gegn Stoke og Steve Hunt skoraði sigurmark Aston Villa gegn Huddersfield, en Middlesborough eyðilagði daginn fyrir markverði Leeds Utd,. Mervyn Day sem lék sinn 500. deildarleik með því að sigra með tveim mörkum gegn engu. - Liverpool 4 Steve Nicol með þrennu fyrir Liverpool í gær. stig, en í síðustu viku vann liöiö Charl- ton 3:2 í einum þriggja heimaleikja liðsins sem frestað var í upphafi leik- tímabilsins og nú er Livcrpool eina taplausa liðið í 1. deild. Þrátt fyrir að enn sé of snemmt að spá liðinu Englandsmeistaratitli, cr þegar ljóst að erfitt verður að stöðva liðið ef það heldur áfram að leika eins vel og undanfarið. ÞLA Sunnudagur: 21. september 1987 - DAGUR - 9 I Ur lcik KA og KR í æfíngamótinu. KA-maðurinn Friðjón Jónsson er hér á leið í gegnum vörn KR-inga og svipur hans gefur til kynna að hann sé ekki ánægður með viðtökur þeirra. Mynti: ri>b KA-menn taplausir - í æfingamóti í handknattleik sem haldið var á Akureyri um helgina Um helgina fór fram æfinga- mót í handknattleik á Akur- eyri. Til stóð að fjögur lið tækju þátt í mótinu þ.e. Þór, KA, KR og HK en þegar til kom mættu HK-menh ékki til Ieiks og því kepptu aðeins þrjú lið. Mótið hófst því ekki á föstudagskvöld eins gert hafði verið ráð fyrir en í stað þess spiluðu KR og Þór einn leik utan móts á föstudagskvöld og lauk þeim leik með sigri KR, sextán mörkum gegn fjórtán. KA-Þór Akureyrarliðin KA og Þór hófu leikinn á laugardaginn. KA- menn náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en Þórsarar frískuðust nokkuð undir lok hálfleiksins og skoruðu tvö seinustu mörkin og bættu stöðuna þannig að í hálf- leik var staðan 11:8 fyrir KA. Þórsarar bættu einu marki við strax í upphafi seinni hálfleiks en eftir það kom góður kafli hjá KA-mönnum og staðan var að stuttum tíma liðnum orðin 19:9. Þórsarar tóku sig þá saman í and- litinu og löguðu stöðuna aðeins, komust í 20:14 en þá slökuðu þeir aftur á og KA nýtti sér þetta og lokastaðan varð 26:16 fyrir KA. Markahæstu menn hjá KA voru Jakob Jónsson sem skoraði 8 mörk og Pétur Bjarnason sem skoraði 7 mörk. Markahæsti maður Þórs var Sigurpáll Árni Aðalsteinsson sem skoraði 7 mörk. KA-KR Strax að loknum leik Þórs og KA léku KR og KA. KA-menn virt- ust vera orðnir þreyttir eftir fyrri leikinn og KR-ingar tóku strax fjögurra marka forskot. Að 11 •mínútum liðnum var staðan orð- in 2:5 fyrir KR og KA minnkaði enn forskotið. KR-ingar bættu síðan stöðu sína um miöjan hálf- leikinn og komust í 4:9 en sein- ustu 4 mörk hálfleiksins voru KA-manna og staðan var því 8:9 í hálfleik. Síðari hálfleikur var í anda þess fyrri, KR-ingar höfðu yfir- höndina en KA-menn sóttu í sig veðrið og leiknum lauk með jafn- tefli 20 mörkum gegn 20. Markahæsti maður KR var Konráð Ólafsson sem skoraði 6 mörk. Markahæsti maður KA var Friðjón Jónsson sem skoraði 8 mörk. Þór-KR Síðasti leikur í fyrri umferð móts- ins var leikur Þórs og KR. Þórs- arar voru nú frískari aðilinn framan og náðu forskoti á þreytulega KR-inga. Staðan var í hálfleik 16 mörk gegn 12 fyrir KR. KR-ingar ætluðu ekki að gefa sinn hlut í síðari hálfleiknum og bættu-stöðu sína með þá Stefán Kristjánsson og Konráð Jónsson fremsta í flokki. Þeir félagar léku vörn Þórs og markvörð oft grátt og leiknum lauk með jafntefli 24 mörk gegn 24. Óheppnir þar, Þórsarar. Markahæstu menn Þórsara voru Ólafur Hilmarsson og Jó- hann Samúelsson, skoruðu 5 mörk hvor. Markahæstur KR- inga var Stefán Kristjánsson sem skoraði 7 mörk. Þór-KA í gær var leikin síðari umferð mótsins og enn hófu Akureyrar- liðin leik. KA-menn höfðu yfir- höndina strax í fyrri hálfleik og höfðu yfir 9 mörk gegn 6 í hálf- leik. Þegar staðan var 9:13 snemma í seinni hálfleik varð vendipunktur í leiknum og KA bætti við hverju markinu af öðru. Þannig var staðan orðin 19:10 að stuttum tíma liðnum. Þórsarar gátu haldið þessum mun til leiks- loka og lokastaðan var 24:14 fyrir KA. Markahæsti maður hjá Þór var Baldvin Heiðarsson sem skoraði 4 mörk en þeir Eggert Tryggva- son og Friðjón Jónsson skoruðu mest KA-manna, 5 mörk. KR-Þór Þórsarar léku síðasta leik sinn gegn KR-ingum. KR-ingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og í hálfleik var staðan 12 mörk gegn 7, KR í hag. Síðari hálfleik- ur var í þessum anda, KR-ingar bættu heldur í og lokastaðan varð 29:13. Markahæsti maður Þórs var Gunnar Gunnarsson sem skoraði 4 mörk en Konráð Ólafsson var örugglega markahæstur KR-inga, skoraði hvorki fleiri né færri en 10 mörk. KR-KA í síðasta leiknum áttust síðan við KA og KR. KA menn náðu for- ystunni strax í upphafi og héldu henni til hálfleiks, leiddu þá með 10 mörkum gegn 8. Þeir mættu síðan ákveðnir til síðari hálfleiks og juku forskot sitt. Lokatölurn- ar urðu 23:14, KA í hag og liðið stóð þar með uppi taplaust eftir mótið. Markahæstir leikmanna KA voru Pétur Bjarnason og Guð- mundur Guðmundsson, skoruðu 4 mörk hvor. Til gamans má geta þess að Brynjar Kvaran skoraði einn mark úr víti en þá höfðu leikmenn KA hver á fætur öðrum misnotað vítaköst. Mönnum bar santan um að þetta hefði ekki verið rismikið mót. Fasta leikmenn vantaði í öll liðin og auk þess spara þau hugs- anlega sín bestu kerfi til seinni tíma. Leikmenn ættu þó að njóta góðs af móti sem þessu, stutt var á milli leikja og mótið keyrt á nokkrum hraða. KA-menn komu taplausir út úr þessu móti en fyrirfram voru þeir taldir sterkir. KR hefur einnig þokkalegt lið, léttleikandi en engar framúrskar- andi skyttur. Markvörð hafa þeir hins vegar ágætan þar sem er Gísli Felix Bjarnason og eiga vafalaust eftir að njóta þess. Þórsliðið var ekki nógu sannfær- andi í mótinu. Markvörslu er ábótavant og liðið í heild vantar meiri skólun. Þess ber þó að gæta að þeir léku nú án fastamanns í liðinu, Sigurðar Pálssonar. JÓH Umsjón: Kristján Kristjánsson Pro/am mót að Jaðri: Gísli og Guðbjöm sigmðu Sigurvegarar í pro/am niótinu í golfi þeir Gísli Jónsson og Guðbjörn Garö- arsson. Mynd: RÞB Um helgina fóru fram tvö golf- mót a«T Jaðri á vegum Golf- klúbbs Akureyrar. Á laugar- daginn fór fram svokallaður fjórleikur þar sem leika tveir og tveir saman. Leiknar voru 18 holur. Leikið var með fullri forgjöf og voru keppendur alls 26. Urslitin urðu sem hér segir: 1. Rósa Pálsdóttir og Bjarni Jón- asson, 62 högg. 2. Björn Axelsson og Guðmund- ur Lárusson, 66 högg. 3. Þórhallur Pálsson og Einar Guðnason, 67 högg. í gær fór síðan fram svokallað pro/am mót sem á ylhýra málinu útleggst sem vanur/óvanur mót. Fyrirkomulagið cr þannig að van- ur kylfingur og óvanur leika sam- an meö einn bolta. í þessu móti voru leiknar 18 holur og hófst mótið kl. 9 í gærmorgun. Úrslitin urðu þessi: 1. Gísli Jónsson og Guðbjörn Garðarsson, 61 högg. 2. Friðjón Bjarnason og Auður Aðalsteinsdóttir, 68 högg. 3. Pétur Hr. Sigurðsson og Ólaf- ur Stefánsson, 69 högg. Einnig var leikið í þessari keppni með fullri forgjöf og voru keppendur 44 talsins. Veður til golfiðkunar var nokkuð gott um helgina þrátt fyrir éljaganginn fyrir helgi. JÓH Þorvaldur Jónsson tekur við bikarnum úr hendi Kristjáns Davíðssonar. Mynd: JÓH Leiftur burstaöi Þórsara - í minningarleik um Óskar Gunnarsson Á laugardaginn fór fram á mal- arvelli Þórs minningarleikur um Óskar Gunnarsson, fyrrum félaga í Þór. Þessi leikur er árlegur og velur Þór sér and- stæðinga. Að þessu sinni var njliðunum í 1. deild, Leiftri frá Olafsfirði boðið til leiks. Bæði lið léku án nokkurra fastamanna og notuðu varamenn sína. Flestir fastamanna í Leift- ursliðinu léku þó með en greini- legt var að liðin léku þennan leik meira af ánægjunni en kappinu. Þórsarar virkuðu frekar óöruggir á mölinni enda lítið spilað við þessar aðstæður í sumar. Leiftursmenn, sennilega enn í skýjunum yfir árangri sumarsins, höfðu greinilega áhuga á að sanna sig í þessum leik og það var í fyrri hálfleik sem þeir skoruðu fyrsta markið. Steinar Ingimund- arson var þá á hægri kanti til Óskar þjálfar áfram Stjórn knattspyrnudeildar Leifturs í Ólafsfirði hefur ákveðið að endurráða Óskar Ingimundarson þjálfara 1. deildar knattspyrnuliðs Leift- urs fyrir næsta keppnistímabil. Óskar hefur þjálfað liðið í tvö sumur, tók við liðinu er það var í þriðju deild og hefur á ótrúlega stuttum tíma tekist að koma liðinu upp í 1. deild. Ekki er að efa að Leiftursmönnum verður áfram styrkur að Óskari, hann hefur sýnt hæfileika sína sem þjálfari auk þess að vera drjúgur markaskorari fyrir liðið en hann var einmitt markahæstur leik- manna á nýliðnu keppnistíma- bili, skoraði 14 mörk. JÓH móts við markteig og gaf fyrir en einhverra hluta vegna slapp bolt- inn framhjá markverði Þórs og í markið. Annað mark Leifturs kom síð- an stuttu seinna og enn var Stein- ar á ferðinni. Boltinn barst fyrir Þórsmarkið og hvorki hausum Leiftursmanna né höndum mark- varöar Þórs tókts að koma við boltann og boltinn fór því fyrir fætur Steinars sem afgreiddi hann í opið markið. Síðari hálfleikur var heldur tíðindalítill og eins og einhver áhorfandinn sagði, gott dæmi um malarknattspyrnu. Engu að síður létu Leiftursmenn ekki staðar numið og bættu við þriðja mark- inu. Friðgeir Sigurðsson fékk boltann á markteig hægra megin og afgreiddi hann í hornið fjær. Þar með lauk þessum leik og minningarbikarinn verður geymdur í Ólafsfirði næsta árið. Leiftur setti þar með punktinn yfir i-ið á glæsilegu keppnistíma- bili. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.