Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -21. september 1Í987 Eignatjón af völdum bruna: Nálægt 200 milljónum króna á ári Steinull er brunatæknilega best Eignatjon hérlendis af völdum bruna nemur nálægt 200 milljón- um króna á ári og að meðaltali farast árlega tveir til þrír íbúar af völdum eldsvoða. íslendingar skera sig úr meðal Norðurlandabúa hvað varðar notkun brennanlegrar einangrunar í húsbyggingum. A hinum Norðurlöndunum er einungis notuð brennanleg einangrun í 5% tilfella, en hérlendis er hlutfallið milli 25 og 30 %. Stein- ullarverksmiðjan hf. á Sauðárkróki hefur nú gefið út leiðbeining- arbækling í samstarfi við Brunabótafélag íslands og Brunamála- stofnun ríkisins, sem heitir Brunavörn - einangrun og hönnun bygginga. Markmiðið með útgáfu bækl- ingsins er þríþætt: 1. Að gefa öllum þeim, sem standa að hönnun húsa og taka þurfa tillit til brunavarna, innsýn í brunahönnun með því að draga fram öll mikilvægustu atriði reglugerðar um brunavarnir (nr. 269/1978). 2. Að kynna hinum almenna húsbyggjanda á einfaldan hátt helstu atriði brunahönnunar og mikilvægi brunavarna í heima- húsum. 3. Að kynna einstæða eigin- leika steinullar sem brunaein- angrunar, en fullyrða má að eng- in önnur einangrun hafi jafn mikla yfirburði sem óbrennanlegt efni. íslensk steinull þolir yfir 1000 gráðu hita á celsíus í 120 mínút- ur, meðan glerull þolir 600 gráðu hita í 6 mínútur en frauðplast bráðnar á innan við þremur mínútum við minna en 200 gráður. Steinull getur því gegnt afgerandi hlutverki sem bruna- vörn, dregið úr eignatjóni og bjargað mannslífum. Auk þess er steinull kjörið efni til hita- og hljóðeinangrunar. stjóri ríkisins, m.a.: „Vafalaust er steinullin brunatæknilega besta og árangursríkasta ein- angrunarefnið sem býðst, og gild- ir það jafnt um notkun steinullar til hitaeinangrunar og hljóðein- angrunar og þar sem hún er not- uð til eldvarna eingöngu." Og einnig: „Nýleg dæmi um elds- voða hér á landi sýna, að þar sem steinull var notuð til hitaeinangr- unar við endurbyggingu gamalla timburhúsa varð hún til þess að þessi hús urðu síður eldinum að bráð." Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags íslands, segir í inngangi m.a.: „Ég vil óska Steinullarverksmiðjunni til ham- ingju með framleiðslu sína. Hún fullnægir ströngustu kröfum laga og reglugerða okkar um bruna- varnir. Hún er þjóðhagslega hagkvæm, hún er sparnaður fyrir húsbyggjendur og hún minnkar tjón, ef eldsvoði verður." Alvarlegar brunagildrur víða Eins og fyrr segir skera íslending- ar sig úr hvað varðar notkun í formála bæklingsins segir Berg- Oft myndast lífshættulegar eiturgufur í brennandi húsum. steinn Gizurarson, brunamála- Þessi mynd var tekin þegar Skipasmíðastöðin Vör brann fyrir nokkrum árum. brennanlegrar einangrunar, og er ástæðunnar helst að leita, annars vegar í háum flutningskostnaði á einangrunarefnum til landsins, og hins vegar í íslenskum bygg- ingarhefðum. Þar hefur t.d. pússn- ing á einangrunarplast lengi þótt eiga best við í nýbyggingum. Þó notkun brennanlegra efna í einangrun sé undir vissum kring- umstæðum leyfileg eru afleiðing- ar eldsvoða í slíkum tilfellum ætíð þær, að einangrunin hverfur gjörsamlega, auk þess sem lífs- hættulegar eiturgufur myndast. Tilkoma steinullarverksmiðju í nálægð við íslenska markaðinn skapar möguleika á notkun hágæðaeinangrunar á sambæri- legu verði og gerist á hinum Norðurlöndunum. Ljóst er að alvarlegar bruna- gildrur er víða að finna í eldra húsnæði. Til dæmis myndu marg- ar byggingar, byggðar fyrir 1978, fá athugasemdir vegna einangr- unar frá Brunamálastofnun, ef gerð væri úttekt á þeim nú. Þá eru mörg hús, sem byggð voru fyrir 1960, annað hvort mjög illa einangruð eða eingöngu með eld- fimum einangrunarefnum. Þá er ljóst, að í iðnaðar- og verk- smiðjuhúnæði af ýmsu tagi hefur verið að finna dæmi þess, að brennanleg einangrun svo sem frauðplast, standi með öllu óvar- in. Bæklingunum víða dreift Þessum bæklingi Steinullarverk- smiðjunnar hf., sem Brunamála- stofnun ríkisins og Brunabótafé- lag íslands hafa stutt útgáfu á, verður dreift til allra hönnuða húsnæðis, s.s. arkitekta, verk- fræðinga og tæknifræðinga, enn- fremur til sveitarfélaga, slökkvi-, liða landsins og sjávarútvegs- og iðnfyrirtækja. Bæklingurinn verður sendur byggingavöru- verslunum og mun liggja frammi hjá viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum, sem gefa hann út. Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis - rætt við sr. Sigurð Guðmundsson, settan Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis var haldinn í Glerárkirkju á Akureyri 16. september. Sr. Sigurður Guðmundsson, settur biskup, sagði að á aðalfundinum hefði verið fjallað um starfshætti félagsins, sálmabókarmál og afmæli félagsins, en Prestafé- lag hins forna Hólastiftis verð- ur 90 ára á næsta ári og er elsta prestafélag landsins. Blaðamaður lagði nokkrar spurningar fyrir sr. Sigurð Guðmundsson um málefni aðal- fundarins og kirkjunnar almennt. - Sálmabókarmál eru eitt af umræðuefnum ykkar. Eru ein- hverjar breytingar fyrirhugaðar á sálmabókinni? „Nefnd var sett á fót til að gera tillögur um breytingar á sálma- bókinni og tveir nefndarmanna fara með framsöguerindi um stöðu þeirra mála. Bæði er talað um að taka aftur inn gamla sálma sem felldir voru úr síðustu bók, en nokkur óánægja hefur verið biskup meðal sumra sem sakna sálm- anna. Þá er rætt um að taka upp nýja sálma og jafnvel sálma- flokka. Ljóst er að efni sálma- bókarinnar verður endurskipu- lagt, þetta verður fyrst og fremst tilraunaútgáfa en á þessari stundu er ekki ljóst hvenær af henni verður. Sálmabókin verður gefin út á vegum biskupsemb- ættisins og kirkjuráðs og vegna þess að tveir nefndarmanna eru staddir hér á fundinum - því þetta er þeirra félag - þótti mér sjálfsagt að biðja þá um að gera okkur grein fyrir vinnu nefndar- innar og að hverju stefndi í sálmabókarmálinu." - Viltu segja eitthvað um málefni kirkjunnar í umdæmi hins forna Hólastiftis? „Það er gleðilegt að nýjar kirkjur skuli rísa eins og þetta stóra og fallega hús sem við erum í núna. Þetta lýsir áhuga fólksins á málefnum kirkjunnar og er vissulega gleðiefni. Víða eru ung- ir og áhugasamir prestar en ann- ars staðar vantar presta. Ég hef Prestafélag hins forna Hólastiftis nær til alls Norðurlands. Hér sjást prestarnir samankomnir í Glerárkirkju á Akur- eyri. oft bent á að aðstæður prestanna eru mjög misjafnar og það á sinn þátt í að erfitt er að manna sum brauðin." - Hver er helsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að hægt sé að fá presta til starfa í fámennustu prestaköllin? „Ætli mönnum finnist staðirnir ekki einfaldlega of fámennir. Þá eru sumir staðir afskekktir og tekjumöguleikar litlir. Þá er að nefna eitt atriði enn sem kemur til sögunnar en það er að prest- makarnir eru oft með háskóla- próf eða aðra æðri menntun og fá ekki atvinnu við sitt hæfi í fámennum byggðarlögum." - Ert þú bjartsýnn á að málefni kirkjunnar falli í farsælan farveg á næstu árum? „Já, ég hef enga ástæðu til ann- ars en að vera það. Ýmsar hrær- ingar hafa komið fram innan kirkjunnar og slíkt er í sjálfu sér gott en kirkjan er í eðli sínu íhaldssöm og vill ekki örar breytingar en það er mikið líf innan kirkjunnar. Kirkjan aðlag- ar sig breyttum þjóðfélagsað- stæðum og það hefur hún gert á öllum tímum en þessar breyting- ar eru hægfara svo ekki er um neinar stökkbreytingar eða bylt- ingar að ræða. Éyrst ég er farinn að tala um breytingar þá vil ég koma því á framfæri að ýmislegt af því sem við erum að ræða hér á fundinum er einmitt tengt því hvernig kirkjan á að bregðast við breyttum þjóðfélagsaðstæðum" EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.