Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 11
21. september 1987 - DAGUR - 11 forvitnileg fræði.___ Fiskar óttast öngulinn Sportveiðimenn fá stundum vonda samvisku og vilja þá kannski hugsa sér að fiskar finni ek-ki til, eða hræðist dauðann. Eitt sinn á líffræðinámskeiði fyrir kennara, svaraði Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur þessari hugmynd þannig, að ef til væri lífverutegund, sem ekki ótt- aðist dauðann, þá væri hún ekki til. (Náðir þú þessum?) Fræðingar frá Utrecht í Hol- landi tóku sig til og rannsökuðu ótta og sársauka fiska á öngli. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að fiskarnir yrðu hræddir, þegar þeir fyndu að þeir væru fastir á önglinum. Peir álíta óttann meiri en sársaukann, vegna mismun- andi viðbragða við því að hafa línuna slaka eða strekkta. Þegar línan strekktist fóru fiskarnir að gefa loft úr sundmaganum. Hins vegar tókst rannsóknarmönnum að framkalla sömu viðbrögð og við slakri línu, með því að bæta vissum fiskahormónum í vatnið. Niðurstaða tilraunarinnar var sú, að fiskarnir sýndu óttamerki og óttinn væri meiri en sársaukinn. Fiskar, sem höfðu slaka línu, fóru fljótlega að éta eftir að þeir voru látnir lausir, en hinir sem höfðu strekkta línu misstu matar- lystina í langan tíma. Þessi stað- reynd styður niðurstöðurnar. Hollenskur sportveiðiklúbbur heldur því fram, að lítið sé á skýrslunni að græða og ætlar nú að sanna að fiskar finni hvorki ótta né sársauka. Blaðamaður bætir við að eng- inn virðist hafa áhyggjur af orm- inum á önglinum. Þýft. MH Hollendingar deila um það hvort fiskar flnni til. Flestum börnum fínnst gaman að teikna. Fái þau laun fyrir, dregur fljótt úr áhuganum. Plast- raflilöður Japönskum efnafræðingum hefur tekist að hanna rafhlöður, sem eingöngu eru gerðar úr plasti. Jafnvel rafskautin eru gerð úr ódýru léttu plasti í stað hins þunga og dýra málms, sem hing- að til hefur verið notaður. Hægt er að endurhlaða þessa rafhlöðu, sem kemur frá hópi manna úr háskólanum í Kyoto. Þessi nýja rafhlaða getur fram- leitt 1,4 milliampera straum og 1,3 volta spennu, gegn um við- nám sem er 1000 ohm. Eftir 80 mínútna notkun, hefur straumur- inn minnkað í 0,3 milliamper og spennan fallið í 0,3 volt. i>vö. MH Að umbuna fyrir unnið verk eykur ekkí alltaf áhugann Allir vita hversu mikilvægt það er að fá umbun, laun eða hrós, í námi og starfi, til að viðhalda áhuga og dugnaði. Pað er almennt álitið, að ef maður umbunar einhverjum fyrir að gera eitthvað, þá muni sá hinn sami hafa áhuga á að endurtaka verknaðinn. Þessi megin regla er oft höfð að leiðarljósi í uppeldi og kennslu, en einnig almennt í samskiptum manna. Hinn frægi (líka hér á landi) atferlissinni og sálfræðingur B.F. Skinner hefur t.d. gert regluna um umbun og refsingu að hornsteini kenninga sinna. J*að er aftur á móti minna þekkt að umbunin getur verkað öfugt. í stað þess að auka áhug- ann, getur hún dregið úr honum. í tilvikinu sem hér verður lýst, komu menn auga á þetta. Könn- un á börnum gekk út á það, að komast eftir því hvað myndi gerast, ef börnunum yrði hrósað fyrir að gera eitthvað, sem þeim þótti skemmtilegt. Flestum börnum þykir gaman að teikna. í tilrauninni fékk því hópur barna aðgang að litum og pappír. Ef þau léku sér að hlutunum fengu þau stjörnur og hrós. Annar hópur fékk ekkert hrós og engar stjörnur fyrir að gera það sama. í næsta skipti sýndi það sig að börnin, sem umbunina hlutu, léku sér áber- andi minna að litum og pappír, en hin börnin. Umbunin hafði sem sagt verkað öfugt við það, sem til var ætlast. Þessi uppgötvun leiddi til umfangsmikilla rannsókna á því, hvers vegna umbun getur dregið úr áhuga við vissar aðstæður. Helstu niðurstöður voru þær, að framkvæmi maður eitthvað sem er áhugavert í sjálfu sér - maður gerir eitthvað af því að maður hefur gaman af því - þá verður verkið minna spennandi, ef mað- ur er verðlaunaður fyrir það. Ef einhver hefur það sem tóm- stundagaman að vinna með tölvu, eru miklar líkur á að áhug- inn minnki, ef sá hinn sami fær borgað fyrir það. Til að skýra þetta fyrirbæri er gerður greinarmunur á áhuga, sem byggist á utanaðkomandi launum eða umbun (maður vinn- ur til að fá peninga) og þeim áhuga sem er óháður slíku. Rannsóknir sýndu að áhugi getur minnkað, séu menn verð- launaðir fyrir að gera eitthvað það, sem þeir hefðu gert hvort sem var, af því að þeim þótti það gaman. Þessi regla gildir sér. í lagi, ef umbunin er gerð á áber- andi hátt, (mundu að þú færð þrjú hundruð kall á tímann fyrir að gera þetta!) eða ef umbunin er ekki gefin fyrir góða frammi- stöðu, heldur til að tryggja að verkið verði framkvæmt (þú færð þrjú hundruð kall á tímann, ef þú). Það liggur sem sagt ljóst fyrir, að það að verðlauna verk, sem hefði verið unnið hvort sem var, getur verkað letjandi en ekki hvetjandi. En hvers vegna? Ameríski félagssálfræðingur- inn Daryl Bem, skýrir þetta þannig að við flokkum eigin athafnir hins daglega lífs í stórum dráttum út frá ástæðum þeirra. Ef við gerum eitthvað af fúsum og frjálsunt vilja, og höfum engar ytri ástæður, sem geta skýrt hvers vegna, þá hugsum við sem svo: „Þetta geri ég, af því mér finnst það gaman.“ Ef við aftur á móti gerum eitthvað fyrir peninga, eða erum þvinguð til þess, þá höfum við þessar ytri ástæður til skýring- ar. Þannig getur ánægja breyst í erfiði, er athöfnin færist milli flokka í hugum okkar, við það að við förum að fá laun fyrir. Það hefur líka þýðingu hversu mikil laun við fáum. í einni könnuninni, fékk fólk ýmist lítið eða mikið borgað fyrir mjög leiðinlegt og einhæft starf. Þeim fannst starfið leiðinlegra, sem fengu mikið. Skýringar Daryl Bems má nota hér: „Þar sem ég geri þetta þó ég fái svona lítið borgað fyrir það, þá getur starfið ekkert verið óskaplega leiðin- legt.“ í þessari stöðu hugsum við þá um okkur sjálf, eins og við mundum hugsa um einhvern annan, sem við fylgdumst með. Ef við fylgjumst með einhverjum gera eitthvað af fúsum og frjáls- um vilja, en höldum að það sé leiðinlegt, þá hugsum við sem svo að honum finnist það ekki. Þýð. MH Oruggari flutningabílar ísraelski uppfinningamaðurinn Dov Matos, hefur fundið upp tæki til að setja í flutningabíla og á það að koma í veg fyrir að bílarnir geti oltið í beygjum. Tækinu er komið fyrir nálægt þyngdarpunkti bílsins. Ef bíllinn fer of hratt í beygju, þannig að hætta er á að hann velti, fer tækið í gang og dælir lofti eða vökva í tjakka við fjaðrabúnaðinn þannig að bíllinn réttist við. Þýð. mh Bætt vinnuskilyrði geta aukið firamleiðni Það er bæði skynsamlegt og hag- kvæmt að fjárfesta í bættum aðbúnaði á vinnustað. Þetta sýnir könnun frá sænskum vinnuveit- endum. Dæmi um þetta frá 33 fyrirtækjum sýndi að fjárfesting í t.d. betri verkfærum og loftræst- ingu, leiddi til færri veikindadaga og aukinnar framleiðni. Könnunin var gerð í mismun- andi fyrirtækjum, svo sem í timb- ur- og verkfæraiðnaði, prent- smiðjum, hreingerningafyrir- tækjum og skritstofum. Víðast hvar hafa fjárfestingarnar borgað sig peningalega. Könnunin lagði aðeins mat á beinan peningaleg- an hagnað fyrirtækjanna sjálfra af fjárfestingunum. - Blaðið „Ingeniören" sem birti fréttina í upphafi, bendir síðan á peninga- legan hagnað samfélagsins af færri vinnuslysum, veikindadög- um o.s.frv., en enginn treystir sér Fjárfesting í betri loftræstingum og öðrum aðbúnaði á vinnustöðum borgar sig sem aukin framleiðni. til að meta hvers virði góð heilsa er fyrir heill og hamingju ein- staklinganna. Þýð. MH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.