Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 16
Þingeyjarsýslur: Góður árangur í landgræðslu melfræi safnað í friðuðum girðingum til sáningar næsta ár Þóroddur Skúlason, mel- skurðarmaður, hefur undan- farnar tvær vikur verið við melskurð í Þingeyjarsýslum. Sérstök vél burstar stöngla melgrassins og tekur aðeins þroskað fræ. Melgresi hefur ekki verið skorið í sýslunni frá árinu 1984 en árið í ár virðist mjög gott með tilliti til fræ- öflunar og þroska fræjanna. Að sögn Sveins Þórarinssonar, landgræðsluvarðar í Krossdal, þýðir ekki að reyna melskurð eða fræsöfnun nema fræið sé vel Línubeitingavél: Töf á fram- leiðslu I vor var stofnað á Húsavík hlutafélagið Easyfisk hf. til framleiðslu á línubeitingavél í samvinnu við norska aðila. Eitthvað mun dragast að fram- leiðsla vélarinnar geti hafist þar sem fjármagn vantar til að Íjúka þróunarvinnu við hana. Aðalhluthafar í Easyfisk eru bræðurnir Pálmi og Auðunn Þor- steinssynir. Pálmi sagði í viðtali við Dag að lítið væri að frétta af málinu á þessu stigi þar sem mikil þróunarvinna væri eftir við vélina og um 6 milljónir króna vantaði til að ljúka þeirri vinnu. „Pað er ekki búið að afskrifa þetta en spurningin er hvort og hvernig við getum útvegað þessa peninga,“ sagði Pálmi. Sótt var um lán til sjóðs sem lánar til verkefna sem unnin eru í samstarfi milli Norðurlandaþjóða en þetta lán fékkst ekki og þá fór málið í biðstöðu. IM þroskað. Vandamálið er einmitt að melfræ þroskast mjög misjafn- lega eftir árum. Alltaf þroskast einhver hluti fræsins en í sumum árum ekki nægilega mikið til að borgi sig að safna því. Veður hefur verið kuldalegt undanfarið og útlit er fyrir að ekki náist að safna meira fræi í haust ef svo heldur áfram. Snjór og krap gerir það að verkum að verkið verður illframkvæman- legt. Melgresið er fyrst og fremst í friðuðum landgræðslugirðing- um og þar er fræinu safnað en það síðan flutt suður í Gunnars- holt. í fyrra var sáð 7 til 8 tonnum af melfræi í friðaða reiti í Ping- eyjarsýslum. „Ég reikna með að uppskeran verði mjög góð í ár ef litið er til landsins í heild. Á því svæði sem ég sé um eru 30 landgræðslugirð- ingar og í vor var sáð í Hrauna- girðingu, Vatnsbæjargirðingu og Grímsstaðagirðingu en aðalsán- ingin var í Krákárbotnum. Petta hefur skilað ótrúlega góðum árangri á stuttum tíma því víða eru sáningarnar 2 kílómetrar að lengd og 100 metrar á breidd. Þarna er allt þakið af melgresi sem ekki sást þar áður,“ sagði Sveinn Þórarinsson. EHB Færeysku skipin koma til Siglufjarðar. Mynd: TLV Loðna á Siglufirði: Bannað að landa Loðnuveiðar íslendinga eru ekki hafnar enn. Aðra sögu er hins vegar að segja af Fær- eyingum, þeir stunda af kappi loðnuveiðar við Grænlands- strendur í nafni Grænlend- inga. A föstudaginn voru þrjú færeysk loðnuskip stödd á Siglufirði samtals með um 3000 tonn af loðnu. Aðfaranótt föstudagsins kom Havlot til hafnar á Siglufirði þar sem nætur höfðu rifnað. Havlot er eitt af smærri loðnuskipum Færeyinga, aðeins um 1200 rúmlestir, en síðdegis á föstu- daginn komu svo tvö af stærri gerðinni, eitthvað á þriðja þús- und rúmlestir. Annað þeirra, Haborg, var með nót í skrúfu og var því dregið af hinu, Kungsborg. „Það er agalegt að vita af allri þessari loðnu hérna og mega ekki sncrta hana,“ sagði Þórður Jónasson rekstrarstjóri Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði í samtali við Dag, en vegna laga um rétt til fiskveiða í landhelgi íslands frá árinu 1922, eru allar landanir erlendra fiskiskipa óheimilar nema að fengnu sér- stöku leyfi. Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Dag að undanþága frá þessu hefði ekki verið veitt fram til þessa og slíkt yrði ekki gert núna. Ástæðan er meðal annars sú að íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar eiga enn í deilum, einmitt út af nýtingu á loðnustofninum. ET Ófullnægjandi eldvarna- kerfi í heimavist MA Mjólkurfræðingar: Samið um starfsaldurs- hækkanir Samningar í deilu mjólkur- fræðinga og viðseinjenda þeirra tókust á föstudagsmorg- uninn eftir að samningafundur hafði staðið látlaust í 42 klukku- stundir. Deilan stóð eingöngu um starfsaldurshækkanir en frá þeim var ekki gengið í síðustu samn- ingum. Að sögn Hjartar Eiríkssonar framkvæmdastjóra Vinnumála- sambands samvinnufélaganna var samið um starfsaldurshækkanir eftir 1, 3, 5 og 7 ára starf samtals um 10% hækkun. Samningur þessi gildir frá 1. september til áramóta þegar samningar mjólkurfræðinga eru lausir eins og samningar flestra annarra hópa. ET Nýlokið er uppsetningu full- komins reykskynjarakerfis í Menntaskólann á Akureyri. Hins vegar er aðeins ófullkom- ið eldvarnakerfi í heimavist skólans. Staða eldvarnamála í skólastofnunum bæjarins er óviðunandi að sögn Víkings Björnssonar, eldvarnaeftir- litsmanns. Aðeins einn af grunnskólum bæjarins, Síðu- skóli, er tengdur slökkvistöð- inni og í þeim skóla er vatnsúð- unarkerfí en reykskynjarakerfí er talið mun heppilegra. í nýbyggingu Verkmenntaskól- ans á Eyrarlandsholti er full- komið reykskynjarakerfí. Nú eru 36 fyrirtæki og stofnanir tengd beint við slökkvistöðina á Akureyri og sjálfvirk aðvör- unarkerfí Iáti vita ef eldur kviknar. Tvö hótel, Hótel KEA og Hótel Stefanía, eru í þessum hópi. Víkingur sagði að í fyrravetur hefðu venjulegir heimilisskynjar- ar verið settir í ganga heimavistar M.A. Á hverju ári væri þessfarið Eldvarnakerfi vantar í flesta grunnskóla bæjarins sem búa í húsnæði án viðunandi eldvarnakerfis. Slík kerfi eru t.d. í Hótel KEA og Hótel Stefaníu og því skyldi svona kerfi ekki vera í heimavistinni sem þjónar svipuðu hlutverki og hótelin. Heimilisskynjararnir fara af stað þegar reykur hefur borist úr her- bergi og fram á gang. Spurningin sem situr eftir er sú hvað hefur gerst fram að þeim tíma.“ Það kom fram í samtali Dags við Víking að hiklaust ætti að tengja allar skólastofnanir bæjar- ins við slökkvistöðina og setja í þær fullkomin reykskynjarakerfi. „Svona aðvörunarkerfi kosta ekki háar fjárhæðir," sagði Vík- ingur. „Gera má ráð fyrir að gott kerfi fyrir heimavistina kosti und- ir hálfri milljón sem er ekki há fjárhæð ef kerfið getur bjargað mannslífi." Hvað varðar skóla- byggingar á Akureyri þá er þess að geta að þær voru flestar byggðar áður en ný reglugerð um eldvarnir tók gildi. Ef skólum er breytt verulega fylgir gott aðvörunarkerfi í kjölfarið. Heimavist M.A. á leit við skólayfirvöld að þau hlutuðust til um að gott reyk- skynjarakerfi væri sett í heima- vistina. Að sjálfsögðu leituðu forráðamenn M.A. eftir fjár- magnj til framkvæmda en hefðu Myntl: RÞB fram til þessa fengið neitun á þeirri forsendu að það væri ekki til! „Það er ekki hægt að segja að heimavistin sé brunagildra en hitt er svo aftur annað mál að það er illt að vita af tugum nemenda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.