Dagur - 08.10.1987, Síða 2

Dagur - 08.10.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 8. október 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SL-mótið: „Höfum sýnt að knattspyma hefur mikið auglýsingagildi" - segir Helgi Jóhannsson forstjóri SL „Okkur fínnst þetta hafa borið árangur, og sést hann fyrst og fremst á aukinni aðsókn og áhuga á knattspyrnuleikjum, en það er tölulega sannað að aðsóknin jókst í sumar,“ sagði Helgi Jóhannsson forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar þegar hann var spurður um árangur þeirrar nýjungar að auglýsa í heild íslandsmótið í knatt- spyrnu. „Ég held að þeir hjá KSÍ hafi ver- ið ánægðir líka. Þetta var tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður og ég tel að hún hafi heppnast vel. Við vorum brautryðjendur og höfum sýnt það að knattspyrnan hefur mikið auglýsingagildi. Félögin eiga ekki að þurfa að betla, því þau eru að láta í hlut nokkuð sem hefur gildi. Fyrir- tæki ættu glöð að borga fyrir það. Það er ljóst, að nú eiga fyrirtæki eftir að sækjast eftir því að fá að vera svipaðir stuðningsaðilar og við. Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er sú, að á síðasta ári gekk vel hjá Samvinnuferðum- Landsýn og ákváðum við að veita fé í einhverja ákveðna grein. Við höfum hingað til verið að styrkja hina og þessa óskipulega, en nú tókum við okkur til og styrktum íþróttahreyfinguna myndarlega. Við gerðum þetta skipulega og markvisst og eydd- um um 20% af heildarkostnaði við auglýsingar hjá okkar fyrir- tæki í þetta sem er geysilega mik- ið á einn stað. Það var sömuleiðis mun meira en við ætluðum í upp- hafi en þar sem árangurinn er mjög viðunandi, erum við ánægðir. Ég er sannfærður um að eftir nokkur ár verður orðið svo eftir- sótt að auglýsa þetta mót, að við munum ekki hafa efni á að gera það lengur,“ sagði Helgi að lokum. VG leiðari.____________________________ Þörf tillaga Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Akureyrar, Sigurður Jóhannesson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, hafa flutt til- lögu þess efnis í bæjarstjórn að gerðar verði ráðstafanir til að þétta byggð í Síðu- hverfi. Nú er málum þannig háttað að eftir er að byggja allnokkur hús í hverfinu en djúpt er niður á fastan jarðveg og grunnar því dýrir. Af þeirri ástæðu hafa bæjarbúar ekki haft fyrir því að sækja um lóðir sem eru afar dýrar í vinnslu. í frétt sem Dagur flutti af málinu kemur fram að fordæmi fyrir því að Akureyrarbær liðki fyrir væntanlegum lóðareigendum - með því að gera lóðirnir byggilegri — eru mjög fá. Og Sigurður Jóhannesson segir að ekki sé til nein almenn regla fyrir því hvernig bæjarfélagið geti komið til móts við þá sem vilja byggja. Á fundi í bæjarstjórn Akureyrar sam- þykktu bæjarstjórnarfulltrúar að vísa til-. lögu Sigurðar Jóhannessonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Það er hagur bæjarfélagsins að búa þannig um hnúta að þessar lóðir verði byggðar sem allra fyrst. Ekki er langt þar til fólk vill fara að byggja í nýju hverfi sem nefnt hefur verið Giljahverfi, en skipu- lagning þess er nokkuð á veg komin hjá skipulags st j ór a. í samtali við Dag sagði Sigurður: „Ég geri mér grein fyrir að kostnaður við þetta er talsverður en hagurinn af þéttingu byggðarinnar er þó meiri. Frá mínu sjónar- miði er útilokað að hefja framkvæmdir við Giljahverfi án þess að ganga fyrst frá þess- um málum....Bærinn hefur lagt í mikinn kostnað og segja má að fjármunir séu hér grafnir í jörðu því uppbygging gatna og lagna nýtist aðeins að litlu leyti.“ Gera má ráð fyrir að bæjarkerfið þurfi nokkurn tíma til að afgreiða tillögu Sigurð- ar Jóhannessonar og Úlfhildar Rögnvalds- dóttur. En Dagur hvetur stjórnendur bæjarins til að hraða afgreiðslunni því umræddar lóðir eru ágætar og án efa vilja margir byggja á þeim - ef bæjaryfirvöld koma til móts við væntanlega umsækjend- ur. Þrátt fyrir að ekki séu mörg fordæmi fyr- ir því að Akureyrarbær liðki fyrir fólki á þann hátt sem flutningsmenn tillögunnar leggja til á það ekki að verða til að seinka af- greiðslu hennar. ÁÞ Erlent vinnuafl í Grímsey Útgerðarfélagið: Hrímbakur kallaður inn - til að forðast stopp í frystihúsi Mönnum hefur oröið tíðrætt um það undanfarin misseri að nú geti erlent vinnuafl farið að streyma inn í landið hömlu- laust. Þetta hefur gengið eftir þótt ekki hafí stórir hópar útlendinga komið til landsins. Síðasti hópurinn af slíkum far- andverkamönnum, sem af fréttist, kom til Grímseyjar á dögunum. Þetta eru 5 Bretar, tveir karl- menn og þrjár konur og starfa þau öll í fiskverkun KEA í eynni. Að sögn Þorláks Sigurðssonar, oddvita í Grímsey hefur það komið fyrir áður að útlendingar komi til fiskvinnu í Grímsey yfir vetrartímann þótt ekki 'væri það algengt. Þorlákur sagði að svo margir útlendingar hefðu ekki verið við vinnu á sama tíma í eynni. Þorlákur sagði að fólk vantaði til fiskvinnu í eynni um þessar mundir. Fiskverkendum hefur fjölgað í Grímsey auk þess sem að skólafólk sem vinnur í fisk- vinnsluhúsunum yfir sumarið hverfur til skólastarfa á haustin og því þarf oft að manna húsin með aðkomandi vinnuafli yfir vetrartímann. JOH Tveir togarar Útgerðarfélags Akureyringa lönduðu í síðustu viku og einn er kominn með afla í þessari viku. Veiði hefur verið heldur treg og nú er bræla á miðunum. Kaldbakur landaði 29.9. 84 tonnum og var uppistaðan í aflanum þorskur. Á fimmtudag- inn var svo Hrímbakur kallaður inn með aðeins 70 tonn sem að mestu leyti voru karfi. Þetta var gert til að ekki þyrfti að stöðva alla vinnslu í frystihúsi Útgerðar- félagsins eins og gerðist fyrr í vik- unni, en ekki var fisk að fá ann- ars staðar frá. í fyrradag landaði svo Svalbakur og var þar um að ræða 97 tonn, þar af var um helmingurinn þorskur. ET # Aðstingaaf frá árekstri Dagur greindi frá því í gær að um helgina hefðu ökumenn þriggja bifreiða ekið á jafn marga kyrrstæða bíla og skemmt þá nokkuð. Söku- dólgarnir forðuðu sér allir - tilkynntu ekki brot sitt. Tjón þessi eru oftast lítil, segir í Degi, og mjög bagalegt að verða fyrir þeim. Umsjónar- maður þessa þáttar hefur orðið fyrir því að bifreið hans var skemmd á bílastæði. Ekki tókst að ná í sökudólginn og þvi varð umsjónarmaðurinn að greiða háan reikning. Án efa hefur sá sem varð valdur að því tjóni - og eflaust þeir þrír sem skemmdu bílana um helgina - verið að hugsa um bónusinn. Eitt Iftið tjón getur nefnilega orðið til þess að ökumaðurinn missi bónus fái þar með hærra iðgjald næst þegar reikningur berst frá viðkomandi tryggingafélagi. # Sérkenni- legur hugs- unarháttur Sem betur fer eru flestir öku- menn þannig þenkjandi að þeim dytti ekki í hug eitt andartak að flýja ef þeir hafna óvart á bíl. Umsjónarmaður S & S á erfitt með að ímynda sér virðulegan fjölskylduföð- ur koma heim að kvöldi dags, setjast niður með börnunum, sussa á Nonna litia og vagga henni Gunnu - rétt nýbúinn að eyðileggja hurð á bíl - og hafa flúið af vettvangi af því að næsta ár var einmitt „tjónlaust ár“. En svona herramenn eru til. Sam- kvæmt frétt Dags sem áður var vitnað til var ekið á bíl hjá Glerárkirkju. Atburðurinn mun hafa átt sér stað á bilinu kl. 15.00 til 16:30 á sunnudag- inn. Ef að Kkum lætur var þarna kirkjugestur á ferð. Heldur þykir umsjónarmanni að guðhræðslan hafi viðrast af þeim trúrækna. Hann hefur varla verið kominn út þegar sunnanáttin blés samvisk- unni norður undir Kaldbak. # Nýjum bílum fjölgar Ekkert lát er á innflutningi bíla. Á fyrstu níu mánuðum árins hefur Bifreiðaeftirlitið skráð 17.742 nýja bíla og stór bifhjól. Allt árið 1986 skráði eftirlitið 15.895 nýja bíla og stór bifhjól. Var einhver að taia um peningaleysi?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.