Dagur - 08.10.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 8. október 1987
„Sé ekki að menn eigi
annarra kosta völ en að
komast að samkomulagi((
Um næstu áramót fellur úr gOdi reglugerð sjávar-
útvegsráðherra um stjórn botnfiskveiða fyrir árið
1987. Þessar vikurnar vinnur nefnd um það bU 30
manna að því að móta fiskveiðastefnu fyrir næstu ár
og líklegt má telja að sú stefna sem nú fær náð fyrir
augum hagsmunaaðila í sjávarútvegi og síðan stjórn-
málamanna verði sú sem framtíð íslensks sjávar-
útvegs mun grundvallast á. Þetta er mat Halidórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra en hann situr
hér fyrir svörum um sínar hugmyndir um þær breyt-
ingar sem gera eigi á stjórnun fiskveiða.
„Menn hafa verið að reyna að leggja mat á árangur
þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið, kosti hennar og
galla. Helstu niðurstöðurnar eru þær að við höfum haft
verulegan hag af því að reka fiskveiðastjórnunina með
þeim hætti sem við höfum gert á undanförnum árum, en
hins vegar er ljóst að við hefðum ef til vill getað haft enn
meiri hag af. Kostnaður við veiðar hefur vissulega lækk-
að en hann hefði getað verið minni og það er ljóst að við
höfum verið í margvíslegum málamiðlunum á undan-
förnum árum.“
Aflamarkið gert að fýsilegri kostí
„Menn eiga sumir hverjir erfitt með að sætta sig við það
að geta ekki bætt hlut sinn og haft ótakmarkaðan aðgang
að auðlindinni. Þessir aðilar gætu, ef frelsið væri alls ráð-
andi, hugsanlega bætt sinn hlut fyrst í stað en smátt og
smátt er hætt við því að það yrði algjört hrun og þá stæði
þjóðfélagið og viðkomandi aðilar uppi með ósköpin.
í þeirri umræðu sem verið hefur um kvótakerfið ann-
ars vegar og skrapdagakerfið hins vegar hefur verið fall-
ist á þá málamiðlun að menn ættu val á tiltölulega rúmu
sóknarmarki, sem hefur leitt til þess að afli hefur aukist
meira en að var stefnt og hefur líka leitt til væntinga hjá
mönnum sem hafa að mínu mati leitt til meiri fjárfestinga
en góðu hófi gegnir. Það liggur fyrir núna að við verðum
að snúa við. Við verðum að takmarka sóknarmarkið
verulega þannig að menn sjái sér meiri hag í því að velja
aflamarkið því að í því tel ég að séu meiri möguleikar til
hagræðingar, skipulagningar og sparnaðar. Menn geta þá
valið meira hvenær fiskurinn er sóttur og hvernig að því
er staðið.“
Réttur tími fyrir samdrátt
- Þegar þú talar um að draga úr vægi sóknarmarksins,
áttu þá við að minnka möguleika manna á að bæta afla
sinn á milli ára.
„Já ég á við það að draga verulega úr þeirri reglu sem
gerir sóknarmarksskipum kleift að bæta afla sinn um allt
að 20% milli ára.
í rauninni getur ekkert annað gerst miðað við það að
aflahorfur séu sæmilega góðar. Við eigum nú fyrst og
fremst í uppvexti árganga frá 1983 og 1984 í þorski og
það er ekkert vit í því að hafa mikla samkeppni um þá
árganga. Þorskafli hefur farið smám saman vaxandi á
þessum „kvótaárum" og stefnir í að verða um 380 þús-
und lestir á þessu ári og nú verður ekki lengra gengið.
Það verður farið í „bakkgír".
Ég býst við því að þessi breyting leiði til þess að kostn-
aðurinn við að ná í aflann muni minnka en hins vegar er
hætt við að þeir aðilar sem fjárfest hafa mest að undan-
förnu verði fyrir miklum vonbrigðum og þeir muni ekki
fá þessa fjárfestingu endurgreidda með þeim hætti sem
þeir höfðu vonast til.
Ég tel að nú sé rétti tíminn til að draga saman seglin.
Útgerðin stendur nokkuð vel, flotinn er almennt í góðu
ástandi og þeir sem hafa haldið skynsamlega á hlutunum
hafa getað greitt stóran hluta sinna skulda. Ef menn hafa
ekki þroska til þess að takast á við þessar breytingar
núna þá erum við illa stödd. Ef við ætlum að byggja hér
upp aukna velmegun með því að stunda rányrkju á fiski-
miðunum þá eru það óskynsamleg veisluhöld sem við
ættum að reyna að komast hjá.“
Þorskaflinn um 340 þúsund lestir á næsta ári
- Verður þorskaflinn á næsta ári takmarkaður við 300
þúsund lestir eins og Hafrannsóknastofnun leggur til?
„Nei ég á nú ekki von á því að það takist. Það myndi
hafa svo víðtæk áhrif að ég býst ekki við að það sé hægt
að gera það í einu vetfangi. Ég er þeirrar skoðunar að
það eigi að miða þorskaflann við einhverja tölu þarna
mitt á milli 300 og 380 þúsund tonna.
Það er út af fyrir sig engin stórhætta á ferðinni. Ef við
hins vegar drögum ekki úr aflanum og ég tala nú ekki um
ef við höldum áfram að auka hann, þá erum við að taka
allt of mikla áhættu.“
Meiri sérhæfíng flotans
- Rækjuveiðar hafá mjög verið til umræðu að undan-
förnu og þörfin á að taka stjórnun þeirra einhverjum
tökum. Hvaða breytingar vilt þú að þar verði gerðar?
„Eitt mesta vandamálið er það hvernig skipulag rækju-
veiðanna verður tengt botnfiskveiðunum. Við höfum
viljað stefna að meiri sérhæfingu flotans og það er eðli-
legt núna eftir að við höfum fengið svona mikla reynslu
í rækjuveiðum að þar verði stefnt að meiri sérhæfingu en
verið hefur. Við höfum lítið getað gert í skipulagningu
rækjuveiðanna fyrr en núna að við erum orðnir nokkuð
fullvissir um að sóknin hafi náð hámarki og verði ekki
lengur aukin.
Það eru nokkuð mörg skip sem eru sérhæfð í rækju-
veiðum og stunda þær fyrst og fremst og ég tel það af
hinu góða að það sé ekki alltaf verið að skipta um. Þessi
skip sem hafa stundað rækjuveiðarnar hafa gert það með
ágætum og það þarf að reyna að tryggja þeirra hagsmuni.
Það er ekki eðlilegt að þeir sem eru í öðrum veiðum og
gera þar góða hluti hafi algjört frelsi í því að koma inn í
rækjuveiðarnar.“
Sambærilegar reglur fyrir rækjuveiðarnar
- Kemur til greina að aðskilja rækjuveiðar alveg frá
botnfiskveiðum, hafa sérstakan „rækjuveiöiflota"?
„Ekki aðskilja þetta alveg nema að því er varðar
stærstu skipin þannig að þau þurfi að velja á milli þessara
veiða. Að því er varðar smærri báta þá er það til að
mynda hefðbundin útgerð að stunda rækjuveiðar á sumr-
in og þorskveiðar á vetrum. í þessu sambandi gildir ekki
það sama um stóru skipin og þau minni.
Hitt er svo annað mál að inn í þetta spila mörg önnur
sjónarmið. Það er víða búið að fjárfesta í tækjum og vél-
um og byggja upp starfsemi með tilliti til fjölbreyttra
veiða. Það verður ekki hægt að gera öllum til geðs og því
hljóta heildarhagsmunir að ráða ferðinni.“
- Myndu þá þessar rækjuveiðar lúta sömu reglum og
aðrar veiðar, með aflamark og sóknarmark?
„Það er að mínum dómi æskilegt að um sambærilegar
reglur verði að ræða. Við stöndum hins vegar frammi fyr-
ir því með rækjuna að þar er meiri hætta á náttúrulegum
sveiflum en annars staðar. Þó að allar veiðar séu áhættu-
samar þá segir reynsla okkar og annarra þjóða okkur að