Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR'- 3. nóvember 1987 hér & þor i Hamingjan erhverjul Eitt allsherjar vesen alls staðar. Vesen milli Eltons John og Renate, vesen með röddina í söngvaranum, vesen. Ástandið fer þó skánandi hjá listamannin- um og fótboltafríkinni Elton John. Elton og Renata eru farin að brosa hvort við öðru, allt að því blíðlega og haga sér næstum því eins og hamingjusömum hjónum sæmir. Og eftir flóknar og óskemmtilegar aðgerðir tókst að lappa upp á rödd Eltons þann- ig að hann getur gólaö og hrinið sem aldregi fyrr. Ósköp er gaman þegar sættir takast með stríðandi hjónum, allt vesen fyrir bí. Talandi um Elton þá var hann í sjónvarpsviðtali á - dögunum. Kannski engin nýlunda, en sú sem tók viðtalið var kona annarrar poppstjörnu, eða eigum við að segja fyrrver- andi kona poppstjörnu. Petta er engin önnur en hún Paula Yates, kona Bobs Geldofs. Áreiðanlegar slúðursögur herma að norðanvindur nísti um hjónaband þeirra. Pað glamrar í tönnum, grýlukerti hanga niður af höfðinu, augun er ísi lögð, munnurinn sem ginnungagap, Kalli og Díana í tilhugalífinu 1981. Kalli og Dí í dag, ýlfrandi af ást. Norðangarri næðir um hjónaband Bobs Geldof og Paulu. krókloppnir útlimir, helköld sálin og ástin frosin. Par af leiðandi eru Paula og Bob að skilja, enda slíkur kuldi varla þolandi til lengdar. „Þett’er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi, nei, þett’er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi, nei, þett’er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi, nei!“ Við látum hjónabandserfiðleika poppstjarna og annarra gleiðgosa lönd og leið og snúum okkur að fyrirmyndarhjónabandinu. Þar sem gagnkvæmt traust, virðing, ástúð, umhyggja og aðrir góðir kostir leika lausum hala og hlúa að viðkvæmri glóð hjónabands- ins. Kalli prins og kella hans Díana hafa nú hangið saman, nei þetta var illa orðað, best að reyna aftur. Karl prins og ástrík kona hans hún Díana héldu upp á 6 ára brúðkaupsafmæli sitt í sumar, nánar tiltekið 29. júlí. Á þessum sex, löngu árum, hafa skötuhjúin dundað sér við að koma upp tveimur börnum, Vilhjálmi og Harry. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur ástarbríminn ekk- ert dofnað á þessum sex árum. Hugsið ykkur bara. Glóðin er jafnvel heitari eftir árin öll heldur en í tilhugalífinu. Þetta hlýtur að vera einsdæmi, en gaman væri ef fólk vildi tjá sig um málið, ef það þekkti einhver fordæmi. Hamingjan er farin að brosa við þeim Elton John og Renate á nýjan leik. dagskrá fjölmiðlo Hunter og Dee Dee komast í hann krappan í kvöld. SJONVARPIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Villi spæta og vinir hans. 18.25 Súrt og sætt. (Sweet and Sour). 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Við feðginin. (Me and My Girl.) 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Landnám i geimnum. (The Great Space Race.) Þriðji þáttur. 21.40 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Guðni Braga- son. 22.15 Arfur Guldenbergs. (Das Erbe der guldenbergs.) Annar þáttur. Þýskur myndaflokkur i fjórtán þáttum. Gufdenberg-fjölskyldan á sér ættaróðal sunnarlega í Slésvík- Holtsetalandi. Þar skiptast á skin og skúrir og sannast á þeirri ætt að sjaldan fylgir auðna auði. 23.45 Útvarpsfréttir i dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 16.30 Frœgð og frami. (Rich and Famous.) Mynd um tvo rithöfunda, vin- áttu þeirra, sorgir og gleði. 18.15 A la Carte. Listakokkurinn Skúli Hansen matbýr ljúffenga rétti í eldhúsi Stöðvar 2. 18.50 Fimmtán ára. (Fifteen.) 19.19 19:19 20.30 Miklabraut. (Highway To Heaven) 21.20 Létt spaug. (Just for Laughs.) 21.45 Hunter. 22.35 íþróttir á þriðjudegi. 23.35 Náttfari. (Midnight Man.) Öryggisvörður við háskóla grennslast fyrir um dularfullan dauðdaga eins nemandans. 01.30 Dagskrárlok. © RÁS 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: 9.30 Dagmál. 10.00 Fréttir • Tiikynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhijómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist ■ Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Til- kynningar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Alzheimer sjúkdómurinn. 13.35 Miðdegissagan: „Sóleyjar- saga" eftir Eltas Mar. 14.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. Tilkynningar. 15.00 Fróttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Suðurlandi. 15.43 Þingfréttir. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Tilkynningar. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Franz Schubert. Tilkynningar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Byggða- og sveit- arstjórnarmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Glugginn - Leikhús. 20.00 Kirkjutónlist. 20.40 Málefni fatlaðra. 21.10 Norræn dægurlög. 21.30 Útvarpssagan: „Sigling" eftir Steinar á Sandi. Knútur R. Magnússon byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Erfingjar í vanda" eftir Kurt Goetz. (Áður flutt 1962 og 1965). 22.55 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30, fréttum kl. 8.00 og veðurfregnum kl. 8.15. Tilkynningar lesnar kl. 7.27, 7.57, 8.27 og 8.57. Fregnir af veðri, umferð og færð og litið í blöðin. Viðtöl og pistlar utan af landi og frá útlöndum og morg- untónlist við flestra hæfi. 10.05 Miðmorgunssyrpa. M.a. verða leikin þrjú uppá- haldslög eins eða fleiri hlust- enda sem sent hafa Miðmorg- unssyrpu póstkort með nöfnum laganna. 12.00 A hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð í eyra". Simi hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Snorri Már Skúlason. 16.05 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Stæður. Rósa Guðný Þórsdóttir staldrar við í Hveragerði, segir frá sögu staðarins, talar við heimafólk og leikur óskalög bæjarbúa. Frá kl. 21.00 leikur hún sveita- tónlist. 22.07 Listapopp. Umsjón: Valtýr Bjöm Valtýsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fréttir em sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RlKISUIVARPIÐl AAKUREVRle Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 8.07-8.30 og 18.03-19.00. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 08-12 Morgunþáttur. Olga Björg kemur Norðlending- um á fætur með tónlist og spjalli um daginn og veginn. Upplýs- ingar um veður og færð. 12-13 Ókynnt tónlist. 13-17 Pálmi Guðmundsson á léttu nótunum með hlustend- um. GuUaldartónlistin ræður ríkjum að venju. Síminn hjá Pálma er 27711. 17-19 í sigtinu. Viðtöl við fólk í fréttum. Tími tækifæranna klukkan hálf sex. Þarftu að selja eitthvað eða kaupa, við gerum allt fyrir ekkert, síminn er 27711. 19- 20 Tónlist leikin ókynnt. 20- 24 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson fer á kost- um að venju og kemur hlustend- um þægilega á óvart. Fréttir sagðar kl. 10.00, 15.00 og 18.00. 989 BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og Morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og lítur yfir blöðin. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brá- vallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vin- sældalistapopp í réttum hlutföll- um. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-24.00 Þorsteinn Ásgeirs- son. Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.