Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 11
3. nóvember 1987 - DAGUR - 11 Minning: Harpa M. Bjömsdóttir Fædd 29. nóv. 1922 - Dáin 21. okt. 1987 Pótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þó ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. I.Kor.13. Rétt fyrir árstíðaskiptin í síðustu viku kom veturinn yfir Landa- kotstúnið með köldum rigningar- hraglanda og myrkrið skall á. Norður við Eyjafjörð kvaddi sumarið með sterkum laufvind- um, veturinn gekk í garð við hinn milda fjörð eftir mörg norðan- veður og kalsasamt haust - en friður færðist yfir. Eins og árstíðirnar, kuldi eða hlýja, er lífsganga okkar mann- fólksins margvísleg og ekki ætíð eins og ráð var fyrir gert. Kynni okkar af samferðafólkinu eru jafn breytileg og á stundum er eins og nokkur örlög ráði. Tengsl og vinátta bindast og breytast - ýmis kynni hverfa sem sjónhend- ing en önnur meitlast inn í lífið og skína sem perlur. Vinátta skapast og þegar óvæntum örlög- um er mætt verður slík vinátta sem bjarg, sem ekkert fær hagg- að - eins og stjarna sem skín - einnig í hinu dimma myrkri. Þannig mun geymast minning- in um Hörpu Björnsdóttur, sem í dag er kvödd af vinum og sam- ferðafólki og sárt er saknað. Lífi hennar lauk eftir þrautamikla baráttu skömmu fyrir vetrarkom- una, þegar hver dagur verður öðrum styttri hér á norðurslóðum og myrkur og kuldi sækja á. Til kynna var stofnað á síðari hluta hinnar sameiginlegu lífs- göngu, þó að átthagarnir hafi verið þeir sömu norður á Akur- eyri. Og það var ef til vill frum- rótin líkt og Ibsen segir í þýðingu séra Matthíasar um átthagana: „En ættbyggð manns ætla að sé hans eðlisstöð sem rótin tré. “ Nokkrar eyfirskar liljur vallar- ins mynduðu fljótt kjarnann í virku átthagafélagi. Rótin var virðing og rækt við átthaga þeirra í ' og uppruna, hið sameiginlega bernskuumhverfi og ekki síst tjáning á vináttu og virðingu gagnvart öllu því fólki í bænum við fjörðinn og eyfirskum dölum. Það var þegar orðinn hluti af þeim sjálfum, einn ríkasti þáttur í hugum þeirra ásamt mökum og fjölskyldum, sem öðluðust þá gæfu að eiga hlutdeild í þessu starfi. Þessi æskuvinátta og átthaga- tengsl snerust fljótt í gagnkvæma vináttu, sem geislaði í þessum glaða hópi, þar sem horft var björtum augum til framtíðarinn- ar í starfi og leik. Markmiðið var að láta eitthvað gott af sér leiða, létta undir með öðrum og njóta um leið félags- skapar með vinum með sameigin- lega arfleifð. Mörg var stundin eftirminnileg og kær. Þá var stofnað til þess vinfengis og tryggðar sem aldrei rofnaði og á engan skal hallað þegar mælt er, að á þessu lífshlaupi ævinnar, þegar gleðin ríkti og birtan lýsti, voru þessi hlýju hjón, Harpa og Ásbjörn, sjálfkjörin til forystu og þau hrifu aðra með sér. En fram- tíðin var jafn óræð og áður og lífsgangan var bæði blíð og stríð - hjá okkur öllum. Þessar glöðu stundir hverfa aldrei úr minni og seint verður fullþökkuð sú tryggð og bjargfasta vinátta og umhyggja, sem geislaði frá Hörpu á hinum stríðu stundum. Þessi skaphöfn var aðalsmerki hennar. Harpa ræddi ekki kærleika - hún lét hann í té af þeirri auð- mýkt og djúpa innileik, sem hún bjó yfir í ríkum mæli. Hún ræddi ekki fórnfýsi eða samhjálp - hún sýndi það í verki, að ógleyman- legt er. Hún kunni þá list aö sameina vel gleði og alvöru og hreif aðra með sér. Þannig var hún samferðamönnunum - það þekkjum við vel - og þannig hef- ur hún verið sínum nánustu. Það hefur verið mikil gæfa að eignast þær minningar. Þær varðveitast þrátt fyrir hverfulleika lífsins. Harpa var ekki til að sýnast. Hún var ætíð hún sjálf. ískaldir vetrarstormar lífsins högguðu henni ekki. Oft blésu þeir lengi og án afláts - en hún var söm og jöfn. Jafnvel þegar svo var komið, að sjúkdómurinn hafði miskunnarlaust náð yfirtökum, gaf hún sér góðan tíma til að fylgjast með líðan annarra. Ég hef engri ótengdri manneskju kynnst, sem hefur átt þessa eigin- leika í jafn ríkum mæli. Fyrir allt þetta er þakkað og verður þessi reynsla fögur og hlý í minning- unni. í mynd Hörpu varðveitist fög- ur lífssaga. Hún er mótuð af tryggð við uppruna sinn og átt- haga og alla þá, sem voru svo lánsamir að eignast hlutdeild í þeirri sögu. Þannig munum við geyma minningu þessarar góðu konu, en sú vissa er huggun harmi gegn, að þeim, sem hafa átt þá dýrmætu skaphöfn að varð- veita kærleiksperluna í brothættu lífi hér á jörðu, hlýtur að vera veitt enn æðra hlutskipti í hinum óræða heimi handan lífs og dauða. í öllum þeim raunum, sorg og myrkri, sem á aðstand- endur er lagt, hlýtur það að lýsa í myrkrinu, að handan hinnar miklu þrautar bfður líknin og handan líknar frá þraut eru þær æðri brautir, sem þeim hlotnast sem eiga vammlaust líf, þar sem menn án kærleika væru sem „hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla“. Á þeim brautum ríkir birta á ný og það vor, sem þeim hlýtur að hlotnast sem bera það ætíð í brjósti sér. Megi minningin um fagurt líf hinnar látnu milda þá sorg, sem hvílir yfir fjölskyldu hennar, eiginmanni hennar, Ásbirni, börnum þeirra og öllum vinum þeirra. Sólin og birtan mun skína yfir liljur vallarins og það bjarmar á ný yfir byggðum Eyjafjarðar. Heimir Hannesson. Tryggingastofnun ríkisins Reykjavik - Laugavegi 114 Auglýsing Styrkir til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Tryggingastofnun ríkisins og hjá umboðsmönnum hennar um allt land. Afgreiðslunefnd Frá menntamálaráðuneytinu: Laus staða Staða sérkennslufulltrúa í menntamálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 25. nóv. n.k. Menntamálaráöuneytið. Iþróttahöllin Nokkrir tímar lausir á sunnudagskvöld- um í stóra salnum auk þess lítill leik- fimisalur til leigu. Umsóknum sé skilaö í íþróttahöllina fyrir 6. nóvem- ber. íþróttaráð. Vinningstölur 31. október 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 11.072.236.- 1. vinningur kr. 6.854.204.- Skiptist á milli 7 vinningshafa kr. 979.172,- á mann. 2. vinningur kr. 1.270.472.- Skiptist á milli 686 vinningshafa kr. 1.852,- á mann. 3. vinningur kr. 2.947.560.- Skiptist á milli 17.864 vinningshafa sern fá kr. 165.- hver. Auk þess komu eftirfarandi tölur upp í fyrri útdrætti sem reyndist ógildur: Þeir sem voru með 3,4 og 5 réttar tölur í þessum útdrætti eru beðnir að snúa sér til skrifstofu íslenskrar getspár, en þar verða þeim greiddar samsvarandi fjárhæðir og vinningshafar fá. Ath. Nánari upplýsingar hjá umbodsmönnum. Upplýsingasími 91-685111. Spennandi starf! Leitum að hressu og duglegu fólki á nýjan veitingastað, aðstoðarkokkum og fólki í þjónustustörf. Vaktavinna. Þeir sem áhuga hafa komi á staðinn eftir hádegi í dag þriðjudag. Café Torg Kranavinna Óskum eftir vönum manni til starfa á 30 tonna vökvakrana. Gott kaup hjá traustu fyrirtæki. ★ Framtíðarvinna ★ Upplýsingar í sfma 21255. MOL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Munið áskrifendagetraun Dags — Verió með frá upphafi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.