Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),. ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þjóðarsátt í deiglunni Það sem helst einkenndi Landsþing Verka- mannasambands íslands, sem haldið var á Akureyri um helgina, var mikil eining og samstaða um flest þau mál sem þar voru til umfjöllunar. Áður en þingið hófst hafði því verið spáð að sundrung og illdeilur innan VMSÍ gætu leitt til þess að sambandið klofn- aði. Ástæða er til að fagna því hversu skynsamlega þingfulltrúar brugðust við þess- um hrakspám. Enginn ágreiningur varð um kjaramálaályktun þingsins né heldur er for- ysta VMSÍ var kosin. Ýmsar breytingar á innra skipulagi VMSÍ voru einnig samþykktar ágreiningslaust. Þetta sýnir best hversu staðráðnir þingfulltrúar voru í að slá skjald- borg um Verkamannasambandið til að verja það áföllum. Kj aramálaályktun Verkamannas ambands - þingsins er allrar athygli verð. Þar eru hvorki nefndar tölur um lágmarkslaun né heldur eru tímamörk samninga sett. Þvert á móti er aðal- áherslan lögð á óviðunandi kjör fiskvinnslu- fólks og annarra láglaunahópa svo og óþol- andi misgengi launa í þjóðfélaginu. Þing Verkamannasambands íslands telur að meg- inmarkmiðið í næstu samningum verði að leiðrétta þennan ójöfnuð og hækka laun áðurnefndra hópa fyrst og fremst. Þingið ger- ir þá kröfu til vinnuveitenda að þeir setjist nú þegar að samningaborðinu og hefji viðræður í fullri alvöru með þau markmið að leiðarljósi. Það virðist því ljóst að forystumenn VMSÍ eru tilbúnir til að reyna að ná eins konar þjóð- arsátt í komandi kjarasamningum, eða sams konar kjarasamningum og gerðir voru í des- ember 1986. Það liggur einnig fyrir að ríkis- stjórnin er tilbúin til viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna um slíka þjóðarsátt. Nú þegar hefur ríkisstjórnin sýnt vilja sinn í verki með því að fresta gildistöku svonefnds matar- skatts til áramóta. Vinnuveitendasambandið hlýtur einnig að vera fylgjandi því að reyna þessa leið. Skynsamlegar samþykktir 13. þings Verka- mannasambands íslands gera það að verkum að þjóðarsátt í komandi kjarasamningum er hugsanleg. Hins vegar er naumur tími til stefnu og hlutaðeigandi aðilar verða að hefj- ast handa þegar í stað ef árangur á að nást. Til mikils er að vinna, því væntanlega mun koma til allsherjarátaka á vinnumarkaði ef viðræður um þjóðarsátt fara út um þúfur. BB. Akureyri: Loks hillir undir sambýli fyrir geðsjúka Varla er hægt að neita mönn um um vinnu þótt þeir hafí leg- ið hryggbrotnir á sjúkrahúsi. Þeir hafa ekkert til saka unnið. En hafa þeir eitthvað til saka unnið sem hafa dvalist á sjúkrahúsi vegna geðrænna vandamála? Vitanlega ekki. Þetta eru fordómar sem þarf að eyða og það er illt til þess að hugsa ef fólki er neitað um atvinnu á þessum eftirspurnar- tímum vegna þess að það er „stimplað“ geðveikt. Veikt fólk þarfnast oft endur- hæfingar áður en það getur farið út í atvinnulífið á nýjan leik. Gildir þá einu hvort veikindin eru líkamleg eða andleg. Á Akureyri fá fatlaðir endurhæf- ingu á Bjargi og þroskaheftir fá starfsþjálfun á Iðjulundi. Að sögn Brynjólfs Ingvarsson- ar geðlæknis vantar endurhæf- ingu fyrir geðsjúklinga. Á bráða- ■ geðdeild Fjórðungssjúkrahúss- ins eru aðeins 10 pláss og sjúkl- ingarnir „rúlla“ oft í gegn án þess að fá alla þá meðferð sem æski- legust væri. Brynjólfur sagði að draumur hans og annarra væri að koma á endurhæfingardeild fyrir geðsjúka innan spítalans. „Eg hef líka barist fyrir því, allt frá árinu 1973, að komið verði á fót sambýli fyrir geðsjúka til að þjálfa þá í því að standa á eigin fótum. Sá draumur er loks- ins í sjónmáli núna því heilbrigð- isráðuneytið hefur úthlutað Geð- verndarfélagi Akureyrar einni og hálfri milljón króna i gegnum framkvæmdasjóð fatlaðra til að fjárfesta í húsnæði fyrir sambýli,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að búið væri að sækja um tvær stöður við sambýl- ið en á þessari stundu vissi enginn hvort það kæmist í gegnum fjármálaráðuneytið á síðustu sparnaðartímum. „En þótt málið komist ekki í gegn í einni lotu þá verður bara haldið áfram á næsta ári. Þetta er stórmál og margir munu varpa öndinni léttar þegar sambýlið kemst í gagnið, jafnvel þó að það verði kannski ekki nema fyrir 4-6 einstaklinga,“ sagði Brynjólfur að lokum. SS Óveðrið 8.-10. október: Úrbætur á Norðurlandi eystra kosta 19 milljónir - sótt um 18,8 milljóna aukafjárveitingu fyrir hafnasjóð sem er tómur Hafnamálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um tjón sem varð á Norðurlandi eystra af völdum óveðurs sem geisaði dagana 8.-10. október síðast- liðinn. Matsmenn stofnunar- innar hafa metið skemmdir þær sem urðu á fjórum stöðum á Norðausturlandi og er talið að kostnaður við úrbætur og betrumbætur sé rúmlega 19 milljónir króna, þar af 16 millj- ónir við aðkallandi úrbætur. í skýrslunni er veðrinu lýst þannig að dagana 8. og 9. októ- ber hafi veðurhæðin mælst allt að 9 vindstig, mikil kvika og þungur sjór hafi verið í djúpi og foráttu- Námskeið í loðdýrarækt Dagana 6.-9. nóvember verður haldið eins dags námskeið í mati á pelsgæðum minka. Þann 6. nóvember verður - í samvinnu við Búnaðarfélag íslands - námskeið fyrir ráðu- nauta og aðra sem starfa við flokkun á mink og dagana 7.-9. gefst síðan starfandi bændum kostur á slíku námskeiði ásamt nemendum og þeim starfs- mönnum skólans er sinna loð- dýrarækt. Leiðbeinendur verða tveir vanir danskir flokk- unarmenn. Þar sem pels minka er aimennt ekki orðinn fullþroskaður á þess- um tíma, voru hátt á annað hundrað minkar af skólabúinu settir í myrkvun til að flýta fyrir pelsmyndun þeirra. Gefst þátt- takendum því kostur á að hand- leika dýr með fullþroskaðan pels. Einnig verður boðið upp á námskeið í förgun og fláningu á mink og verkun minka- og refa- skinna. í fréttatilkynningu frá Bændaskólanum á Hólum segir að ekki þurfi að orðlengja mikil- vægi þess að bændur læri strax í upphafi rétt vinnubrögð við þessi störf. brim á annesjum vestur frá Horni að Langanesi. Skemmdir urðu mestar mið- svæðis á Norðurlandi, á Ólafs- firði, Hauganesi, Dalvík og Siglu- firði en einnig í Bolungarvík. Mest varð tjónið á Ólafsfirði. Norðurgarðurinn er aðalbrim- brjótur hafnarinnar og riðlaðist kápa hans á 70 metra kafla. í skýrslunni segir að ef annað álíka áhlaup verði þá sé mikil hætta á stórtjóni. í vesturgarðinn eru komin tvö 25 metra löng skörð og eitt 50 metra langt og er útskolun úr garðinum veruleg segir í skýrslunni. Aðkallandi úrbætur á görðun- um kosta 9,8 milljónir en einnig er viðgerð á svokallaðri staura- kistu nauðsynleg og kostar hún 3,1 milljón. Á Siglufirði kostar viðgerð á tengigarði 1,1 milljón, viðgerð á grjótvöm Dalvíkurhafnar kostar 800 þúsund og á Hauganesi kost- ar aðkallandi viðgerð á grjótgarði og þekju um 2 milljónir en einnig er talið nauðsynlegt að verja athafnasvæði með grjótgarði og bygging hans kosti um 2,4 millj- ónir. Hafnasjóður sem hefur meðal annars það hlutverk að bæta tjón af þessu tagi er tómur. Samgöngu- ráðuneytið hefur sótt um 18,8 milljóna aukafjárveitingu til að kosta úrbætur á Norðurlandi og í Bolungarvík. ET • Hugmynda- banki Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri er eitt af bestu ef ekki bara besta mötuneyti landsins enda ræður þar ríkj- um Sigmundur nokkur Ein- arsson matreiðslusnillíngur og spekúlant. En lengi getur gott bestnað eins og maður- inn sagði og til þess að bæta þjónustu mötuneytisins enn, lét Sigmundur fyrir nokkru setja upp kassa í borðsal mötuneytis, ekki ósvipaðan póstkössum. Á kassanum stendur „Póstur til bryta, hugmyndabanki“ og í hann geta gestir mötuneytisins komið skilaboðum sem reynt er að koma til móts við. # Póstur tiL. í sumar var eins og undanfar- in sumur rekið Eddu-hótel í heimavist Menntaskólans og þá voru eldhúsið og borðsal- urinn vitaskuld notuð fyrir gesti hóteisins sem margir hverjir voru erlendir. Eitthvað virðast þessir gestir hafa misskilið áletrun kassans því þegar Sigmundur opnaði kasann fyrir nokkrum vikum til að sjá hvað nemendur vildu að betur færi í rekstrin- um var í kassanum mikill bunki af póstkortum til Jesp- er Karlesen í Odense, Sing Ling Ming í Peking og fleiri góðra manna sem sennilega eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir fréttum af vinum og vandamönnum á ferðalagi um ísland í sumar. Kortunum var snarlega komið í þartil- gerða póstkassa á vegum Pósts og síma. # Hvað á koppurinn að heita Talsverðar vangaveltur hafa verið uppi um það hvað hinn „nýi“ togari Utgerðarfélags Akureyringa, Dagstjarnan verður látinn heita þann tíma sem hann þjónar félaginu. Flestir hallast að því að skip- inu verði fengið nafnið Sól- bakur en hjá starfsfólki ÚA mun skipið ganga undir nafn- inu Silfurbakur. Af hverju? Jú eins og komið hefur fram í fréttum telja Suðurnesja- menn að með kaupunum hafi Akureyringar fengið 600 tonna þorskkvóta á silfurfati. Aðrir vilja vísa til lélegs ásig- komulags skipsins og þess hvernig það er í laginu og kalla það Kroppinbak.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.