Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 1
Skyrtur - Buxur HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Akureyri: 77 ökuníðingar „Á tímabilinu 1. september til 27. október voru 77 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri en 52 á sama tíma í fyrra. Aukningin er 25 ökumenn sem er umtals- vert,“ sagði Árni Magnússon, lögregluvarðstjóri á Akureyri. „Það er erfitt að átta sig á því hverju er um að kenna,“ sagði Árni. „Umferð bifreiða hefur auðvitað aukist með stærri bíla- flota og að einhverju leyti má rekja þetta til þeirrar ástæðu. t>á hlýtur þessi munur á milli ára einnig að liggja í auknu eftirliti lögreglunnar og hraðamælingum. Þá kemur veðrið og færðin inn í myndina því í þessum mánuði voru ekki teknir fleiri en í októ- ber í fyrra. Menn aka auðvitað varla yfir hámarkshraða innan- bæjar í fljúgandi hálku.“ Áð sögn Árna kemur það fyrir að lögreglan sviptir bílstjóra öku-; skírteininu á staðnum til bráða- birgða, yfirleitt er fulltrúi bæjar- fógeta kvaddur til. Mesti öku- hraði sem mælst hefur innanbæj- ar í þessum mánuði er 111 km/ klst. Sá ökumaður var sviptur ökuréttindum í 2 mánuði. Hæsti mældur ökuhraði utanbæjar var 125 km/klst. á Hörgárbraut. EHB 4. áfangi VMA: Þolinmæði skóla- nefndar þratin - vegna seinagangs verktaka Á fundi skólanefndar Yerk- menntaskólans á Akureyri 26. október skýrði Magnús Garð- arsson fulltrúi nefndarinnar frá því að ýmsum verkþáttum við 4. áfanga skólans væri enn ólokið þrátt fyrir að verktak- inn, Aðalgeir Finnsson hf., hafi átt að skila verkinu full- kláruðu 1. júlí. í byrjun ágúst fór fram forút- tekt á verkinu og var verktaka sendur listi um þau verk sem þá Verkmenntaskólinn á Akureyri. var ólokið. Verktaka var á ný sendur listi í september um ólokna verkþætti og í október- byrjun var ítrekað að hann lyki verkinu fyrir 19. október. En allt kom fyrir ekki og enn er ekki hægt að tala um að verkinu hafi verið skilað. „betta eru ýmis smávægileg verk hér og þar og það er kannski einmitt það sem menn eru að verða þreyttir á, því í heild er verkið vel unnið,“ sagði Magnús í samtali við Dag en á fundinum átaldi nefndin seinaganginn og fól Magnúsi að leita samninga við aðra aðila um að ljúka verkinu. Magnús sagðist reikna með að leita samninga við annan aðila á næstunni. Reikningur frá þeim aðila verður dreginn frá svoköll- uðu geymslugjaldi en það er 5% af hverjum reikningi sem verk- taki leggur fram, og hugsað til að mæta svona tilfellum. „Það kem- ur að því að maður fær sig full- saddan,“ sagði Magnús að lok- um. ET Eitt af fjorum samliggjandi fiskvcrkunarhúsum KEA í Grímscy brann til kaldra kola í fyrrinótt. meira en mörg orð um hamfarir eldsins. Þessi mynd segir Mynd: Ál» Grímsey: Fiskverkunarhús brann til kaldra kola - eldsupptökin talin vera í rafmagnstöflu Um klukkan átta á sunnudags- kvöldið varð bruna vart í einu af fjórum samliggjandi flsk- verkunarhúsum KEA í Gríms- ey. Húsið er steinsteypt með timburlofti alls 160-200 fer- metrar. Tækjakostur til slökkvistarfa er af skornum skammti í Grímsey enda brann húsið til kaldra kola en hins vegar tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í önnur hús. Tjón af völdum brunans er tal- ið nema allt að 10 milljónum KEA og samstarfsfyrirtæki: Stofna dreifingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu - framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn og húsnæði er í sigtinu Fyrirtæki í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og samstaifsfyrir- tækja þess, vinna nú að því að koma á fót fyrirtæki sem sjá mun um dreifingu á fram- Ieiðsluvörum þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Vals Arnþórssonar kaupfélags- stjóra hafa þessir aðilar fest augastað á um það bil 800 fer- metra húsnæði sem fyrst um sinn mun verða leigt fyrir starfsemina. Fyrirtækin sem um ræðir eru meðal annars Kjötiðnaðarstöð KEA, Mjólkursamlag KEA, Kaffibrennsla Akureyrar, Efna- gerðin Flóra, Smjörlíkisgerð KEA og Kjörland hf. Hið nýja fyrirtæki mun dreifa öllum þeim vörum sem fyrirtæki þessi selja á höfuðborgarsvæðinu, nema þeim sem þegar hafa verið gerðir samningar um en það á til dæmis við um hluta af vörum Mjólkur- samlagsins sem Osta og smjörsal- an dreifir. Fram til þessa hefur dreifing á vörum fyrirtækjanna verið með ýmsum hætti. Stór hluti hennar hefur farið fram í gegnum svo kallaðan Sjafnarlager í Garðabæ sem Sjöfn mun reka eftir sem áður. Annar hluti hefur farið í gegnum heildsala á svæðinu og loks hafa vörur verið fluttur beint í verslanir, af fyrirtækjunum sjálfum. Valur sagði að með þessu væri ætlunin að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni dreifingarinnar og sagðist vonast til að hið nýja fyrirtæki gæti tekið til starfa á þessu ári. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig rekstrarfyrirkomulag hins nýja fyrirtækis verður, hvort um verður að ræða hlutafélag eða sameignarfélag. Framkvæmda- stjóri þess hefur verið ráðinn Stefán Ómar Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri á Selfossi. ET króna og eyðilagðist allt sem inni var. Brunans varð fyrst vart í risi hússins um klukkan átta. Aðeins fáum mínútum áður höfðu menn verið við vinnu í húsinu en urðu ekki varir við neitt. Sjó var dælt á eldinn en lítið réðist við hann. Til að verja þau hús sem vindur stóð á var brugðið á það ráð að rjúfa hluta af þaki hússins með vél- skóflu og brjóta niður vegg og tókst þannig að forða frekara tjóni. Talsvert var af vélum í húsinu þar á meðal ísframleiðsluvél frystihússins og ný tölvuvog af vandaðri gerð. Auk vélanna eyðilögðust í brunanum um 10 tonn af saltfiski sem nýlega hafði verið metinn. Um var að ræða allan þorsk sem verkaður hafði verið í salt. Þá skemmdist tals- vert niagn af umbúðum, net og búnaður hjálparsveitarinnar á staðnum. Rannsókn á upptökum brun- ans hófst um hádegið í gær og stóð mestan hluta dagsins. Að sögn Hannesar Guðmundssonar verk- stjóra hallast menn helst að því að kviknað hafi í út frá rafmagns- töflu. „Það verður erfitt að vinna í vetur ef mikið berst á land því þó að húsið hafi ekki verið merkilegt þá var það gott til síns brúks," sagði Hannes. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.