Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 3. nóvember 1987 3. nóvember 1987 - DAGUR - 7 um ber fyrir augu spaugilegar athugasemdir og umsagnir frá löngu gengnum kynslóðum." Fjörlegur upplestur Pað er ekki borið í bakkafullan lækinn að halda því fram að þessi afmælishátíð muni lengi lifa í hugum viðstaddra. Þeim Sigur- jóni og Hjalta fórust mjög vel orð og hinn landsfrægi hagyrðingur Andrés Valberg fór á kostum í ljóðmælum sínum. Þá var ljóða- lestur Friðriks Margeirssonar með ágætum. Mörgum hefur þó trúlega fundist ljóðaflutningurinn draga dagskrána um of á langinn, þar sem hátíðin stóð í fjóra og hálfan tíma. Séra Hjálmar Jónsson sá um veislustjórn og kynningar á dag- skrárliðum og fórst það vel úr hendi eins og hans er von og vísa. Kryddaði hann kynningar sínar með skemmtisögum og vísum, og las upp fjöldann allan af ham- ingjuóskum sem félaginu barst á þessum tímamótum. Félagar í Leikfélagi Sauðárkróks lesa upp úr verkum sem Sögufélagið hefur gefíð út. Þarna eru þeir Kristján Skarp- héðinsson, Hilmir Jóhannesson og Erling Örn Pétursson að lesa upp úr Djúpdælasögu eftir Stefán heitinn frá Höskuldsstöðum, söguna af Jóni Dauðablóð. Hulda Jónsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Helga Hannesdóttir fyrir aftan þá. Kristján og Erling lásu bræðurna í Djúpadal Eirík og Rafn og Hilmir var Jón. Hval hafði átt að reka á Skagan- um. E: Hann er svo stór að þú getur aldrei giskað á það, þótt þú sért glöggur. J: Hann gæti verið svona 150 álnir. E: Það eru þá stórar álnir, því hausinn er út hjá Skaga og sporðurinn nær alla leið inn í Sævarlandsvík (ha,ha,ha). J: Nú lýgurðu Eiríkur minn! R: Það er nú auðvelt að sýna þér það því sporðurinn kemur upp fyrir Tindastólinn. J: Ekki get ég séð það! R: Nei ekki núna því það er fjara, en bíddu við á flóðinu í kvöld. E: En það er annað og meira því hann er með tvö horn og annað er eins hátt og Glóðarfeykir. J: Nei, nú lýgurðu Eiríkur minn! R: Það er þó minna hornið því hitt er eins hátt og Mælifellshnjúkur. J: Hvaða, hvaða, þetta er meirí skepnan! E: Já. Bóndinn á Hrauni fór út á hvalinn á skaflajárnuðum eldishesti og reið út að Hrauni á klukkutíma. En svo villtist hann á heim- leiðinni og féll 60 álnir niður án þess að meiða sig. J: Hann hefur verið fullur bölvaður! R: Nei, ég skal segja þér hvernig það var. J: Nei, nú lýgurðu Rafn minn! Á gömlum merg Þeir Hjalti og Sigurjón viku báðir í máli sínu að undirrótinni og til- drögum þess að Skagfirðingar stofnuðu á sínum tíma félag til varðveislu sinnar sögu. Hjalti segir fræðaiðkun hér í Skagafirði standa á gömlum merg, sem rekja megi allt aftur á 17. og 18. öld. Þá hafi í héraðinu verið gróskumikil annálaritun og beri verk Björns Jónssonar lögréttu- manns á Skarðsá, sem uppi var á árunum 1574 til 1655, þar hæst. Sé Skarðsárannáll höfuðsmíði í sinni röð og ómetandi heimild um samtíð höfundar. Margir fleiri annálar voru eftir það ritað- ir í Skagafirði eða af Skagfirðing- um og á nítjándu öldinni var hér í héraði fjöldi merkra fræðimanna og ber þar hæst Jón Espólín sýslumann og Gísla Konráðsson sagnaritara, sem báðir voru einhverjir afkasta- mestu rithöfundar og sagnaritar- ar á íslandi fyrr og síðar. „Þegar dregur nær aldamótum virðist fræðahneigð dofna nokk- uð og annálaritun leggst af en upp úr 1930 fer áhugi að glæðast á ný fyrir þjóðlegri menningar- arfleifð enda miklir breytinga- tímar í samfélaginu. Skagfirskir fræðimenn höfðu jafnan baukað hver í sínu horni á öllum tímum en smátt og smátt varð ýmsum ljós nauðsyn þess að skipuleggja betur fræðastörf í héraði og safna til skagfirskrar sögu,“ sagði Hjalti Pálsson ennfremur. Aö láta ekki baslið smækka sig Sigurjón sagðist undrast það, þegar hann liti hálfa öld aftur í Þórdís Magnúsdóttir afhendir Páli Sigurðssyni frá Hofí heiðursskjal, en hann hefur verið gerður að heiðursfélaga í Sögufélaginu. Hilmir Jóhannesson hafði ver- ið fenginn til að velja og undir- búa til flutnings efni úr bókum sem Sögufélagið hefur gefið út. Fór flutningur þessa efnis fram inn á milli annarra dagskrárliða og sá Hilmir, kona hans Hulda Jónsdóttir og 5 félagar úr Leik- félagi Sauðárkróks um upplestur- inn. Fyrst var fluttur þáttur úr Skagfirðingabók af landabruggi Tryggva Guðlaugssonar fyrrum bónda í Lónkoti í Sléttuhlíð á bannárunum eftir Hjalta Pálsson. Var söguhetjan sjálf viðstödd og hlustaði af mikilli athygli á fremsta bekk. Hafi einhver hald- ið að skagfirsk fræði séu sneydd húmor, þá hefur sá hinn sami komist á aðra skoðun við að hlýða á upplesturinn þetta kvöld. Má þar nefna þætti úr Djúpdæla- sögu eftir Stefán heitinn Jónsson fræðimann frá Höskuldsstöðum og þætti úr endurminningum Ólínu skáldkonu Jónasdóttur af séra Steingrími á Siifrastöðum. „Höfðingjar héraðsins skeiða utan og sunnan úr Krók og stefna upp Templarasundið. Það er þykk for á götunni, slæmar holur, svo að menn verða að stikla varlega til að óhreinka ekki blankskóna sína eða fá slettur á sparifötin, og svörtu og gráu barðastóru hatt- arnir eru á lofti hvenær sem við á. Og í salnum í Templó hefur verið stillt upp borðum með fírkant handa sýslunefnd- armönnunum. Þar er Sigurður sýslumaður auðvitað í forsæti, borðalagður, fyrirferðarmikill og valdsmannslegur. En víst grunnt á húmornum eins og ég frétti reyndar eftir að ég varð fullorðinn. Við hlið hans situr skrifarinn ágæti Stefán Vagnsson. Alltaf til- búinn að grípa hvert spaugsefni sem gefst og helst að binda það í stuðla og skrá í sérstaka bók ásamt öðrum stuðluðum uppá- komum, sem þó nokkuð var af á þessum fundum. Út frá þeim tveimur situr svo hin fríða fylking sýslunefndarmanna, sem ég þori nú ekki að nafngreina af ótta við að fara vitlaust með. Raunar finnst mér að sömu menn hafi gegnt þessum embættum í að minnsta kosti mannsaldur. Með fram veggjunum eru svo baklausir trébekkir í röð fyrir áhorfendur og hlustendur og í norðurhorninu gríðarstór kolaofn við hliðina á æðstatempl- arspúltinu, sem þið munið vel eftir, er það ekki? Og það þurfti að kynda ansi vel oft á tíðum, á fundum sem þessum. Og nú finnst mér eins og ég 11 ára strákurinn sitji þarna út við suðurvegginn ásamt ýmsum öðrum. Kannski Hilmari Björns, Kidda Mikka, Fía Eðvald, Nonna Jóns kennara og Gilla. Guðmundi gamla Sigvaldasyni, Jóni í Ketu, Fúsa Björns, Lárusi Runólfssyni og fleiri fróðleiks- þyrstum Króksurum á ýmsum aldri.“ Fjölmennur afmælisfagnaður Þessari mynd af mannfagnaði í Góðtemplarahúsinu í Sýslufund- arviku brá prófessor Sigurjón Björnsson sálfræðingur upp þeg- ar hann ávarpaði gesti á afmælis- fagnaði Sögufélags Skagfirðinga, sem haldinn var fyrsta vetrardag. En fyrir 50 árum var Sögufélag Skagfirðinga einmitt stofnað í Góðtemplarahúsinu. Safnahúsið á Sauðárkróki, þar sem 50 ára afmælisins var minnst, var þétt- setið 200 gestum þetta kvöld, og sumir komnir langt að. Samkoman hófst með ávarpi Hjalta Pálssonar, bókavarðar, formanns félagsins. Bauð hann gesti velkomna og rakti sögu Sögufélagsins í stuttu máli. í lok máls síns sagði Hjalti: „Menn eins og ég sem hafa gaman af að grúska og grufla í gömlu drasli og heimildum fyllast stundum efasemdum um tilgang- inn. Til hvers er maður að þessu? Ekki gefur það yfirleitt svo mikið í aðra hönd. Væri ekki nær að dansa meira í kringum gullkálf- inn á meðan þetta stutta mannslíf varir? Ég veit það ekki. En ein- hvern veginn finnst mér það vöntun að vera ekki í tengslum við fortíðina. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja, kvað skáldið Einar Benedikts- son. Og ég er ekki frá því að þjóðin okkar yrði ánægðari í sín- um allsnægtum, ef hún kynni að líta svo sem hundrað ár, jafnvel ekki nema 50, aftur í tímann og reyna að gera sér í hugarlund þau kjör og aðstæður sem feður okk- ar og mæður og afar og ömmur áttu við að búa. En nú er ég eig- inlega farinn að prédika og það var ekki ætlunin. En frómt frá sagt er stundum hundleiðinlegt að hanga yfir þessum gömlu skræðum. Samt er eitthvað sem togar í mann og stundum brýst fram ofurlítil sjálfsánægja, sér- staklega ef maður telur sig hafa uppgötvað eitthvað sem aðrir hafa ekki vitað áður. Og stund- tímann, að sögufélagið hafi verið stofnað á þessum tíma. Fyrir stríð, þegar fátækt var mikil og almennt atvinnuleysi, kyrrstaða í flestu og raunar óttaleg eymd yfir öllu veraldlegu mannlífi. „Skagfirðingar flestir bjuggu ennþá í torfkofunum sínum eða þá gisnum illa upphituðum timb- urhjöllum. Ræktun var skammt á veg komin. Sjómennskan bundin við smátrillur og sótt lítið út fyrir fjörð. Og yfirleitt voru Skagfirð- ingar eftirbátar nágranna sinna á báðar hliðar í veraldlegum efnum. En þeir höfðu þeim mun meiri áhuga á ýmsu sem ekki var talið horfa til nauðsynja. Þeir létu sig t.d. ekki muna um að þeytast um fjörðinn þveran og endilangan til að syngja í kórnum, hvernig sem viðraði bæði vetur og sumar. Og þessir auralitlu selskaps- menn, sem alltaf voru yrkjandi alls konar kveðskap, stóðu líka í margvíslegu sagna- og fræða- grúski hingað og þangað í sveit- unum og þorpunum. Getum við ekki sagt að þetta sé að láta ekki baslið smækka sig eins og einn af okkar merkustu sveitungum orð- aði það. Og einhvern veginn finnst mér að þessir lágreistu og hlýlegu torfbæir hafi kannski hlúð betur að fræðum og skáldskap, heldur en saggafullir steinkumbaldar og jafnvel park- etlögð glerhús nútímans. Sjálfum þykir mér líka eðlilegt að roskni bóndinn sem ég var hjá í 2 sumur á þessum árum, sem malaði sauða- taðið í handsnúinni taðkvörn og jós úr trogi á uppáhaldsblettina í túninu sínu, hafi einmitt verið sá sem kenndi mér flestar og bestar vísur,“ sagði prófessor Sigurjón Björnsson. í upphafi máls síns sagðist hann engar áhyggjur hafa af því þótt hann yrði svolítið leið- inlegur smástund. Það varð nú eitthvað annað. Gróskufull útgáfustarfsemi Sögufélag Skagfirðinga er eftir því sem næst verður komist, elsta héraðssögufélagið sem starfað hefur óslitið. Utgáfa þess er líka orðin meiri en nokkurs annars sambærilegs félags. Á hálfrar ald- ar tímabili, allt frá því 43 áhuga- menn um sögu Skagfirðinga stofnuðu Sögufélagið í Templó, Hjalti Pálsson formaður Sögufélagsins. hafa komið út á þess vegum 40 bækur sem allar fjalla á einhvern hátt um Skagafjörð og Skagfirð- inga fyrr og síðar. Höfuðrit félagsins eru jarða- og búendatal- ið, Skagfirskar æviskrár, en af þeim eru komin út 8 bindi og árs- ritið Skagfirðingabók, sem orðin er 16 hefti. í tilefni af 50 ára afmælinu gefur stjórn félagsins félagsmönnum sínum kost á að eignast allar bækur sem félagið hefur gefið út fram að 1986 og enn eru fáanlegar, á 50% af- slætti. Jón Sigurðsson fyrrum alþing- ismaður á Reynistað var einn af stofnendum félagsins. Tók hann við formennsku þegar félagið var 10 ára af Sigurði Sigurðssyni sýslumanni fyrsta formanni félagsins og gegndi Jón for- mennskunni í 30 ár. Var Jón lengi driffjöður félagsins, mótaði starf þess og stefnu og er af mörg- um talinn sá sem hefur unnið félaginu mest og best. Á næsta ári verða liðin 100 ár frá fæðingu Jóns á Reynistað og það þykir því vel við hæfi að þá mun Sögu- félagið gefa út bók eftir Jón. Þar Séra Hjálmar Jónsson veislustjóri og Signý kona hans næst vinstra megin. Fyrir enda borðsins hægra megin má sjá Andrés Valberg, Pál Sigurðsson, Arna Jónsson frá Skriðu og konu hans Sigríði Ögmundsdóttur. í forgrunni er Guðrún Rafnsdóttir kona Hjalta Pálssonar formanns Sögufélagsins sem tók myndirnar. Prófessor Sigurjón Bjömsson og bræðurnir Hróðmar Margeirsson frá Ögmundarstöðum og Fríðrik Margeirsson fyrram skólastjóri á Sauðárkróki í forgrunni áheyrenda. verð einkum söguþættir af for- feðrum hans og ættmennum. Heiðursfélagarnir orðnir 7 Heiðursfélagar í Sögufélagi Skagfirðinga eru orðnir 7 og var kjöri þess sjöunda lýst á afmælis- hátíðinni. Er það Páll Sigurðsson frá Hofi sem unnið hefur mikið starf fyrir félagið við ritstörf og söfnun heimilda til æviskrárritun- ar félagsins. Auk Páls er af heið- ursfélögunum Björn Egilsson frá Sveinsstöðum enn á lífi. Að síðustu má geta höfðing- legrar gjafar sem Sögufélaginu barst þetta kvöld og prófessor Sigurjón afhenti. Það var Jóhannes Geir listmálari sem gaf félaginu útgáfurétt tveggja olíumálverka sem bæði sýna at- riði úr Örlygstaðabardaga. Einn- ig gaf Jóhannes Geir félaginu eftirprentanir 10 svarthvítra myndverka sem sýna einnig atvik úr þessari sömu orrustu, Örlygsstaðabardaga. Þessar myndir skreyta nú veggi í Safna- húsinu. -þá Nýútkomin bók: Niðjar Kristjáns Sigurðssonar á Grímsstöðum á Fjöllum og Páls Jóhannessonar á Austaralandi í Öxarfirði Höfundur er Baldur Ingólfsson frá Víðirhóli á Fjöllum, mennta- skólakennari. Bókin er 52 síður + 21 myndasíða, nafnaskrá og heimildaskrá. f henni er gerð grein fyrir 540 persónum af fimm kynslóðum á tímabilinu 1852 til 1987. Bókin er gefin út á kostnað höfundar og fæst hjá honum. Hún er í stærðinni DIN A4, fjöl- rituð hjá Offsetfjölritun hf., Reykjavík. Verð: Kr. 800,00 ein- takið. Tvær bækur um Paddington - frá Erni og Örlygi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út tvær bækur fyrir börn um Perúbjörninn Padding- ton eftir Michael og Karen Bond í þýðingu Stefáns Jökulssonar. Önnur bókin heitir Paddington á flugvellinum og er harðspjalda- bók ætluð yngstu lesendunum. Paddington er á leið í sumarfrí til Frakklands með töskuna sína. Flugvöllurinn og flugvallarstarf- semin kemur honum undarlega fyrir sjónir og fyrr en varir er hann lentur í hinum ótrúlegustu ævintýrum þegar hann eltir töskuna sína eftir færiböndunum, en hún fylgir laus með bókinni. Hin bókin nefnist Paddington og klukkan hans og er ætlað það hlutverk að kenna börnum á klukkuna. Á hverri blaðsíðu er klukka með færanlegum vísum sem börnin eiga að færa eftir því sem sagan segir til um. Filmusetning og umbrot fór fram í Prentstofu G. Benedikts- sonar en prentun á Englandi. Ný skáldsaga eftir Svövu Jakobsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Svövu Jakobsdóttur sem nefnist Gunn- laöar saga. Þetta er önnur skáld- saga Svövu en „Leigjandinn" kom út árið 1969 og auk þess hafa á liðnum árum komið frá hennar hendi smásagnasöfn og leikrit. Um efni Gunnlaðar sögu segir m.a. á kápubaki: „Ung íslensk stúlka er tekin höndum í Þjóð- minjasafni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýningar- glugga með forsögulegt gullker í höndum - þjóðardýrgrip sem á engan sinn líka í veröldinni. Móðir stúlkunnar fer til Kaup- mannahafnar. Skýringar dóttur- innar á verknaðinum hrinda af stað óvæntri atburðarás svo að dvöl móðurinnar verður önnur en hún hugði. Ekki einasta kynn- ist hún óvenjulegu fólki og fram- andi unthverfi heldur verður ferð hennar jafnframt leiðangur í for- sögulegan tíma þar sem hún er leidd inn í goðsöguna um Gunn- löðu sem gætti skáldskaparmjað- arins... Þetta er í senn saga um ást, svik, trúnað, sekt og sakleysi - saga um mátt skáldskaparins til að snúa heimi af helbraut og hefja nýjan óð til lífsins...“ Gunnlaöar saga er 196 bls. unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. AUK hf./Ragnheiður Kristjáns- dóttir hannaði kápu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.