Dagur - 03.11.1987, Side 9

Dagur - 03.11.1987, Side 9
3. nóvember 1987 - DAGUR - 9 íþróttir Körfubolti 4. flokkur: USAH sigraöi í öllum sínum leikjum - og færðist úr C-riðli upp í B-riðil USAH sigraði í öllum sínum leikjum í fjölliöamóti 4. flokks á Islandsmótinu í körfubolta um helgina. Leikirnir í c-riðli fóru fram á Akureyri en auk USAH kepptu Þór, ÍR b og UMFL en lið Skallagríms í Borgarnesi mætti ekki til leiks. USAH og Laugdælir mættust í fyrsta leik og er óhætt að segja að það hafi verið leikur kattarins að músinni. Húnvetningar sigruðu 78:19 eftir að hafa leitt 37:7 í hálfleik. Næst léku Þór og b lið ÍR. Þórsarar voru seinir í gang og voru undir í hálfleik 17:21. I síð- ari hálfleik settu þeir hins á fulla ferð og þegar flautað var til leiks- loka höfðu þeir snúið leiknum sér í hag og skorað 52 stig á móti 27 stigum ÍR-inga. Þriðji leikurinn var viðureign USAH og ÍR b. Enn voru það Húnvetningarnir sem sigruðu, að þessu sinni 64:48 eftir að hafa leitt 30:19 í hálfleik. Þá var komið að viðureign ÍR b og Laugdæla. ÍR-ingar voru sterkari í annars jöfnum leik og sigruðu 63:56, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 27:26. Þá var komið að leik USAH og Þórs og er óhætt að tala um að það hafi verið úrslitaleikur riðils- ins. Þórsarar komust þó lítt áleið- is í leiknum gegn sterku liði USAH. Húnvetningar sigruðu mjög örugglega 68:32 eftir að hafa haft yfir 32:14 £ hálfleik. Með sigrinum tryggði USAH sér sigur í riðlinum og leikur því í b- riðli í næsta fjölliðamóti sem Blak: Staðan 1. deild karla Úrslit leikja í 1. deild karla blaki um helgina urðu þessi: Fram-Þróttur N 3:1 Víkingur-Þróttur R 1:3 KA-ÍS 0:3 HK-Þróttur N 3:0 Staðan í deildinni er þessi: IS 3 3-0 9:1 6 Þróttur R 2 2-0 6:1 4 HK 3 2-1 6:3 4 Víkingur 2 1-1 4:4 2 KA 2 1-1 3:3 2 Fram 3 1-2 5:7 2 HSK 1 0-1 0:3 0 Þróttur N 3 0-3 1:9 0 1. deild kvenna Úrslit leikja í 1. deild kvenna í blaki um helgina urðu þessi: KA-ÍS 0:3 HK-Þróttur R 0:3 UBK-Þróttur N 3:0 Staðan í deildinni er þessi: UBK 3 3-0 9:1 6 ÍS 2 2-0 6:0 4 Víkingur 11-0 3:1 2 Þróttur R 3 1-2 5:6 2 Þróttur N 2 1-1 3:5 2 KA 2 0-2 2:6 0 HK 3 0-3 0:9 0 fram fer í Reykjavík í lok mán- aðarins. Síðasti leikurinn í riðlinum var viðureign Þórs og Laugdæla. Eins og í leiknum gegn ÍR voru Þórsarar nokkuð seinir í gang. Þeir höfðu þó yfir í hálfleik 27:22 en í síðari hálfleik tóku þeir öll völd og sigruðu örugglega 66:36. Húnvetningar hafa á að skipa mjög öflugu liði í 4. flokki og eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í vetur. Bergþór Öttósson var langatkvæðamestur í liðinu en hann skoraði 95 af þeim 210 stigum sem liðið skor- aði í leikjunum þremur. Hjörtur Eiríksson skoraði 44 stig og Ómar Baldursson 30. Þórsarar urðu að gera sér ann- að sætið að góðu. Helgi Jóhannes- son var besti leikmaður liðsins og skoraði alls 75 stig í mótinu. Jón Torfi Halldórsson skoraði 22 stig og Högni Friðriksson 16. Lokastaðan varð þessi: USAH 3 3-0 210: 99 6 Þór 2 2-1 150:121 4 ÍR 3 1-2 138:172 2 UMFL 3 0-3 101:217 0 Bergþór Ottósson sýndi snilldar- takta með USAH um helgina og skoraöi 95 af 210 stigum liðsins. Mynd: Rt>B Handbolti: Landsleikir á Akur- eyri og Húsavík - Það verður nóg að gera hjá íslenska landsliðinu fram að áramótum Um miðjan nóvember verður gert hlé á keppni í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik en þá verður mótið hálfnað. Er það gert vegna æfinga og leikja íslenska landsliðsins sem undirbýr sig af krafti fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Liðið kemur saman um miðjan mánuðinn og þann 19. nóvem- ber leika ísland og Pólland landsleik í LaugardalshöII. Daginn eftir hefst síðan fjög- urra liða mót landsliða íslands, Póllands, ísrael og Portúgal og fer það fram á Akureyri og Húsa- vík. Mótið hefst föstudaginn 20. nóvember en þá fara fram tveir leikir í Höllinni á Akureyri. Dag- inn eftir halda öll liðin yfir til Húsavíkur þar sem önnur umferð mótsins fer fram í íþróttahöllinni á staðnum. Á sunnudaginn lýkur mótinu síðan með tveimur leikj- um í Höllinni á Akureyri. Þarna gefst norðlenskum handknatt- leiksáhugamönnum gullið tæki- færi á því að fylgjast með leikjum íslenska landsliðsins. Polar Cup í Noregi I desember verður liðið síðan á faraldsfæti og leikur auk þess leiki hér á íslandi. 1.-8. desember fer Polar Cup keppnin fram í Noregi og auk íslands taka landslið Júgóslavíu, Sviss og Hol- lands ásamt heimamönnum þátt í því móti. Heimsmeistarar Júgóslava munu síðan koma til fslands frá Noregi og leika landsleiki hér á landi 9.-11. desember. 15.-23. desember koma S.-Kóreumenn í heimsókn og mæta íslenska landsliðinu. Á milli jóla og nýárs, Kristján Arason hefur leikið mjög vel í haust og það verður gaman að fylgj- ast með honum með landsliðinu innan skamms. tekur íslenska liðið síðan þátt í æfingamóti í Danmörku ásamt liðum Dana, Svisslendinga og Spánverja. Það verður því nóg að gera hjá íslensku landsliðsstrák- unum þessar síðustu vikur ársins og þær fyrstu á nýju ári. Keppni í 1. deild hefst síðan að nýju 20. janúar. Útvalsdeild: UMFNá toppnum UMFN og ÍBK hafa unnið báða leiki sína í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Það hafa KR-ingar einnig gert en þessi þrjú lið ásamt Val og UMFG hafa öll hlotið fjögur stig. UMFN, ÍBK og KR eftir tvo leiki en Valur og UMFG að loknum þremur leikjum. Flestir spá því að það verði Suðurnesjaliðin UMFN og ÍBK sem komi til með að berj- ast um íslandsmeistaratitilinn og er óhætt að taka undir það. Urn næstu helgi koma Njarð- víkingar í heimsókn til Akur- eyrar og mæta Þórsurum í Höllinni. Ketlvíkingar mæta Grindvíkingum í næstu umferð en í þar næstu umferð mætast einmitt UMFN og ÍBK í Njarövíkum. Þar veröur örugglega hart barist eins og jafnan þegar þessir erkifjend- ur mætast. Þriðju umferð úrvalsdeildar lauk á sunnudagskvöld og úr- slit leikjanna urðu þessi: UMFN-UBK UMFG-Þór ÍR-KR Valur-ÍBK 120: 87: 70: 59: Staðan í deildinni er þessi: UMFN Valur ÍBK KR UMFG Haukar ÍR Þór UBK 2 2-0 213:123 4 3 2-1 253:199 4 2 2-0 148:124 4 2 2-0 153:140 4 3 2-1 214:203 4 2 1-1 151:135 2 2 0-2 135:169 0 3 0-3 216:279 0 3 0-3 154:265 0 Væringar hjá Völsungum: Ómar í uppskurð - Úvíst hvort Birgir Skúlason og Helgi Helgason leika með liðinu næsta sumar Óvíst er hvort Ómar Rafnsson leikmaður Völsungs í knatt- spyrnu geti leikið með liði sínu næsta keppnistímabil. Ómar er með sködduð krossbönd í hné og bíður þess aðeins að komast undir skurðarhníflnn til við- gerðar. Ómar sagði í samtali við blaðamann um helgina að það gæti tekið allt að eitt ár að ná sér fyllilega eftir þá aðgerð og því frekar litlar líkur á því að hann verði í slagnum með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Það gæti farið svo að Völsung- ar lékju án fleiri snjallra leik- manna næsta keppnistímabil. Eins og kom fram í Degi í gær ætlar Hörður Benónýsson að leika með Leiftri og þá er alls óvíst hvort Helgi Helgason leik- maðurinn snjalli spilar með liðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Helgi hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár og skarð hans yrði vandfyllt. Birgir Skúlason varnarmaður- inn sterki hélt suður til Reykja- víkur að loknu keppnistímabilinu í haust og hefur æft með KR undanfarnar vikur. Á þessari stundu er alls óvíst hvort Birgir heldur norður á ný með vorinu og leikur með Völsungi næsta sumar. Það yrði mikil blóðtaka fyrir liðið ákveði hann að leika með öðru félagi, hvort sem það yrði KR eða eitthvert annað félag. Ómar Rafnsson fer í uppskurð á næstunni og óvíst er hvort hann verður orðinn leikhæfur í sumar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.