Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 03.11.1987, Blaðsíða 12
wmm Akureyri, þriðjudagur 3. nóvember 1987 ■gS's - •/' > tMONROEf höggdeyfar í flesta bíla þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Akureyri: Norðurland vestra: Bylting í dagvistun - Tiiraunaverkefninu í Síðuhverfi hieypt af stokkunum Dagvistun á Akureyri stendur nú á vissuin tímamótum. Verið er að hleypa af stokkunum til- raunaverkcfni í Síðuhverfi sem getur, ef það gengur upp, haft stefnumótandi áhrif á dagvist- un í bænum og jafnvel víðar. Þótt Síðuhverfi sé tiltekið í essu verkefni mun starfsemin ná yfir allt Glerárhverfi. Hulda Harðardóttir fóstra hefur verið ráðin til starfa við verkefnið. Aukagreiðslur í Lottó 5/32: Ekki viður- kenning á bótaskyldu Eins og alþjóð veit þá varð uppi fótur og fit í sjónvarpssal á laugardagskvöldið þegar í Ijós kom að mistök höfðu orðið við útdrátt í Lottó 5/32. Aðeins þriðjungur hinna númeruðu kúlna fór niður í tromluna sem skilar kúlunum niður í stútana sem birtast spenntum sjón- varpsáhorfendum. Aftur var dregið og þá fengu sjö ein- staklingar fimm rétta en hvað átti að gera við þá þrjá sem voru með fimm rétta í fyrra skiptið? A aukafundi íslenskrar getspár sem haldinn var á sunnudaginn var gerð samþykkt sem send hef- ur verið fjölmiðlum. Þar segir m.a að stjórn íslenskrar getspár telji ekki ósanngjarnt miðað við aðstæður að þeir aðilar sem voru með réttar tölur við fyrri útdátt- inn hljóti sömu fjárupphæð og þeir sem voru með réttar tölur við síðari útdráttinn og samþykki að greiða þeim samkvæmt því. Síðan segir: „Stjórn Islenskrar getspár áréttar að greiðslur þess- ar eru án nokkurrar viðurkenn- ingar á bótaskyldu.“ Þeir 10 aðilar sem voru með fimm rétta í útdráttunum tveimur fá hver um sig tæpar 980 þúsund krónur í sinn hlut. Spurningunni um það hvað hefði verið gert ef aðeins einn hefði verið með fimin rétta í síðara skiptið sagðist Vil- hjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár ekki getað svarað og vonandi þyrfti hann aldrei að ráða fram úr slíkum vanda aftur. Þess má að lokum geta að á laugardagskvöldið kom í fyrsta skipti fram seðill með fimm rétta hjá útibúi getspár í Grímsey, en þar er að finna nyrsta Lottókassa heims. ET Aðstaða fyrir starfsmanninn verður í kjallara Síðusels, en fyrsta verkefnið er einmitt að Ijúka við að innrétta hann. Að sögn Jóns Björnssonar, félags- málastjóra, verður þar einnig aðstaða fyrir dagmæður í hverf- inu. Þær geta komið þangað og haft samveru með börnunum og einnig er meiningin að þar verði afleysing fyrir dagmæður í veik- indaforföllum. „I framtíðinni er þá meiningin að dagmæður hafi þarna eins konar félagsheimili og venji börnin á að koma á þennan stað. Þegar þær verða forfallaðar geta þær sent foreldrana með börnin þangað þar sem þau fá pössun þann daginn. Þannig er hægt að afstýra miklum vandræðum sem hafa hrjáð dagmæður, en þær hafa hreinlega ekki mátt vera veikar,“ sagði Jón. Starfsmaður verkefnisins er milliliður milli forstöðumanna í hverfinu og dagvistardeildar. Hann sér um innritun og hefur umsjón með öllum dagvistar- formunum, þ.e. dagvistum, gæsluvöllum, dagmæðrum og skólagæslu, í Glerárhverfi. Að sögn Jóns er með þessu verið að meðhöndla Glerárhverfi sem einingu og samræma dagvist- arformin þar. Starfsmaður verk- efnisins mun sjá um innritun barna og velja dagvistarform eftir þörfum foreldra, öfugt við það sem nú er, en foreldrar hafa þurft að hlaupa á milli dagmæðra, dag- heimila o.fl. eftir því hvernig vinnutíma þeirra er háttað. „Með þessu getum við fengið betri nýtingu út úr kerfinu og öruggari þjónustu fyrir börnin og um leið tekið þetta ómak af for- eldrunum. En það á eflaust mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en þetta verður allt komið í gagnið, en þetta eru markmiðin með tilrauninni,“ sagði Jón að lokum. Gríðarleg skómergð er gjarnan í anddyri íþróttahallarinnar. Oftar en ekki eiga börnin í hinum mestu vandræðum með að finna eigin skófatnað. Mynd: TLV Aukin þjónusta Arnarflugs Arnarflug hf. hefur aukið mjög þjónustu sína við Blönduós og Siglufjörð. Ein ferð bættist við í viku til Blönduóss og tvær til Siglu- fjarðar samkvæmt vetraráætl- un félagsins. Að sögn Árna Ingvarssonar, framkvæmdastjóra innanlands- flugs félagsins, er flogið til Siglu- fjarðar alla sjö daga vikunnar, einu sinni á dag. Þetta er 40 prós- ent aukning frá því sem var síð- asta vetur en þá var flogið fimm sinnum í viku til Siglufjarðar. Lagt er af stað frá Reykjavík kl. 10 árdegis og kl. 11.30 frá Siglu- firði. Til Blönduóss er flogið alla daga nema laugardaga og mánu- daga og er lagt af stað frá Reykjavík kl. 18.00. Notaðareru flugvélar af gerðunum Twin-Ott- er og Cessna Business Liner. EHB KSÞ Svalbarðseyri: Stjórnaimenn leystir undan ábyrgðum? „Nei, það hefur bankinn ekki gert, en hann hefur lýst því yfir að hann muni leita leiða til að svo megi verða,“ sagði Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, þegar hann var spurður að því hvort rétt væri að fyrrum stjórnarmenn í Kaupfélagi Svaibarðseyrar hefðu verið leystir undan 16-17 milljóna króna ábyrgðum gagnvart bankanum. Að sögn Geirs Magnússonar er ennþá of snemmt að segja til um hvaða leiðir verða farnar til að losa stjórnarmenn undan ábyrgð- um eða innheimta það fé sem um er að ræða. Þó hafi bankamenn ákveðnar vonir um að úr þessum málum rætist. Þegar Geir var spurður að því hvort Samvinnubankinn hefði leitað eftir kaupendum að eign- um sfnum á Svalbarðseyri sagði hann: „Við höfum rætt við nokkra mögulega kaupendur að eignunum sem okkur voru slegn- ar á uppboðunum í haust og ég tel líkur á að saman muni ganga, a.m.k. með nokkrar eignir. Hvað lóðirnar varðar þá höf- um við notað tímann til að gera skipulagsuppdrátt af Svalbarðs- eyri þar sem hverri fasteign er ætluð ákveðin Ióð miðað við þær þarfir sem leiða af notkun þeirra í framtíðinni. En ætlunin er að selja hreppnum landið að öðru leyti þar sem hann hefur lýst áhuga sínum á því.“ Það er því ekki rétt sem kom fram í DV sl. laugardag að Sam- vinnubankinn hefði þegar leyst fyrrverandi stjórnarmenn undan ábyrgðum þótt það mál sé vissu- lega í athugun. Iðnaðarbanki íslands hf. á um 5 milljóna króna kröfur á hendur þessum sömu mönnum og er ekki annað vitað en lögtökum á fasteignum þeirra verði fylgt eftir með uppboðum nema kröfurnar verði áður greiddar. EHB Björgunarsveitin í Grímsey: Missti nær allar eigur í brunanum Björgunarsveitin í Grímsey tapaði nær öllum sínum tækja- búnaði þegar geymsluhús Fisk- verkunar KEA í Grímsey brann í fyrrakvöld. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér var búnaðurinn ekki vátryggður. Tjón sveitar- innar er því tilfinnanlegt. Hafliði Guðmundsson, for- maður sveitarinnar, sagði í við- tali við blaðið að björgunarsveit- in hefði misst sex flotgalla með vestum og tvö fluglínutæki ásamt öllum búnaði. „Við misstum nán- ast allt nema slöngubátinn sem Hafliði Guðmundsson. Mynd: ÁP var geymdur annars staðar. En því má bæta við að bátinn geymdum við líka í húsinu þar til í vor að við fluttum hann um set. Þetta var tilfinnanlegt tjón. Sveit- in er ekki nema þriggja ára göm- ul og búnaðurinn því nýlegur,“ sagði Hafliði. Hafliði sagði að nú yrði hafist handa við að panta nýjan búnað. „Við fengum björgunarbúnaðinn síðasta haust og skuldum þetta allt. Það var því grátlegt að sjá þetta allt fara - en við ætlum ekki að gefast upp,“ sagði formaður björgunarsveitarinnar að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.