Dagur - 03.11.1987, Side 8

Dagur - 03.11.1987, Side 8
8 - DAGUR - 3. nóvember 1987 Jómfrúræða Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns: „Málefni umhverfisvemdar em ekki fagurfræðilegt hjal um óþarfa“ Hæstvirtur forseti. Hér er lögð fram af þingmönn- um fimm flokka þingsályktunar- tillaga um einnota umbúðir. Málefni umhverfisverndar eru illu heilli vandamál, sem flestar þjóðir eiga við að stríða og telja höfuðnauðsyn að leysa. Pau eru ekki fagurfræðilegt hjal um óþarfa heldur nauðsynjamál sem sérhverri menntaðri þjóð ber skylda til að taka á. Við segjum gjarnan á hátíðar- stundum að við viljum að kom- andi kynslóðir erfi landið í ekki síðra ástandi, og helst betra, en þær kynslóðir sem það byggja nú. Til þess að svo geti orðið duga ekki orðin tóm, heldur þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting hjá hinum almenna borgara, skil- virkara eftirlit af hálfu sveitar- stjórna og síðast en ekki síst lög- gjöf frá hinu háa Alþingi þar sem hana skortir. Notkun einnota umbúða er á margan hátt þægileg og um margt jákvæð í nútíma þjóðfélagi, en vandamálin eru a.m.k. tvíþætt. í fyrsta lagi þau náttúruspjöll sem af þeim hljótast úti í náttúr- unni og hvar sem er þar sem þeim er hent frá sér og í öðru lagi erf- iðleikarnir við að koma sumum af þessum varningi endanlega fyrir kattarnef. Hér er ekki um neitt nýtt mál að ræða, en það hefur aldrei ver- ið brýnna en nú, þar sem notkun einnota umbúða hefur farið stór- lega vaxandi með tilkomu pökk- unarvéla fyrir öl og gosdrykki í áldósir hér á landi. í greinargerð Hollustuvemdar ríkisins, Náttúru- vemdarráðs og Landvemdar kem- ur fram að ekki sé ólíklegt að árleg sala á gosdrykkjum verði um 30 milljónir áldósa, sem svar- ar til hátt í 400 tonna af áli. Það er því Ijóst að einn ófögnuður hefur bæst við önnur spillingaröfl í íslensku umhverfi. Við búum í fallegu landi stór- brotinnar náttúrufegurðar. íslendingar ferðast í vaxandi mæli innanlands hvort sem er í byggð eða óbyggðum. Því miður hefur íslenskum uppalendum og skólakerfi ekki tekist að innræta þá sjálfsögðu skoðun í huga sér- hvers einstaklings að fara um landið af skilningi og virðingu. Hver hefur ekki gengið fram á umbúðir, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast, á fögrum sumardegi í borg eða bæ, sveit eða óbyggð, og verið eins og stunginn í augun? Valgerður Sverrisdóttir. Á leið minni frá bílaplani Alþingis yfir á skrifstofu, sem er um 50 m löng leið, sá ég einn morguninn 25 tómar áldósir með því að horfa sæmilega í kringum mig. I 13. gr. laga um náttúruvernd nr. 47 frá 1971 stendur með leyfi forseta: „Á víðavangi er bannað að fleygja frá sér eða skilja eftir rusl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera rusl eða sorp í sjó, í fjörur eða á sjávarbakka, í ár eða á árbakka, í læki eða á lækjar- bakka. Skylt skal að ganga frá áningarstað og tjaldstæði, er menn hafa tekið sér úti í náttúr- unni, þannig að ekkert sé eftir skilið sem lýti umhverfið. Bannaö er að safna rusli í hauga á almannafæri eða við al- faraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorphaugum, að hvorki fjúki úr þeim né fljóti. Hreinsa má rusl á kostnað þess, er sannur er að broti á þessu fyrirmæli." (Tilvitn- un lýkur.) Þetta eru góð lög en því miður vantar nokkuð á að eftir þeim sé farið. Með leyfi forseta langar mig að vitna aftur í lög um náttúruvernd frá 1971 en þar segir í 15. gr.: „Hafi byggingar, skip í fjöru, bifreiðar eða áhöld eða mann- virki, þar á meðal girðingar, ver- ið skilin eftir í hirðuleysi og grotni þar niður, svo að telja verði til lýta eða spjalla á nátt- úru, er eiganda skylt að fjarlægja það. Fari jörð í eyði er landeig- anda skylt að ganga svo frá jarð- arhúsum, girðingum, brunnum og öðrum mannvirkjum að ekki valdi hættu fyrir fólk og skepnur né valdi náttúruspjöllum eða sé til lýta. Sveitarstjórn skal annast fram- Blómabúðin Laufás auglýsir Afmælisafsláttur í Sunnuhlíð. Vegna 5 ára afmælis verslunarinnar veitum við 20% afslátt af öllum vörum verslunarinnar í 4 daga. Hefst miðvikudaginn 4. nóvember lýkur laugardaginn 7. nóvember. Notið ykkur þetta einstaka tækifæri. Verið velkomin. Blómabúðin Laufás Sunnuhlíð. Bifreiðaeigendur - Bifreiðastjórar Þokuluktir. Viftureimar. Þurrkublöð. Öryggisbelti. Barnastólar. Öryggisbelti fyrir börn. Startkaplar. Hleðslustöðvar. Sætaáklæði. Og margt fleira. Véladeild Óseyri 2 - Símar 21400 og 22997. Dags.: SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Dags verði framvegis skuldfært mánaðarlega á greiðslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Nafnnr. Strandgötu 31 • Sími 96-24222 ÁSKRIFANDI: HEIMILI:......... PÓSTNR.- STAÐUR: SÍMI:....:....... UNDIRSKRIFT. kvæmdir þær, sem nauðsynlegar eru samkvæmt fyrirmælum þessum, á kostnað þess, er skylt var að annast þær, en hefur látið það ógert.“ (Tilvitnun lýkur.) Það er mikil ábyrgð því sam- fara að eiga land, hvort heldur það er Ióð í þéttbýli eða jörð í sveit. Sú siðferðislega skylda hlýtur að hvíla á eigandanum, að hann gangi þannig um landið og haldi við mannvirkjum, að ekki verði til ama fyrir þá sem um landið fara. Á síðustu árum hefur orðið veruleg framför víða til sveita í umgengni á bóndabýlum. Á það bæði við um ytra útlit útihúsa og frágang á hvers konar brotajárni. En því miður má enn sjá bílhræ og úreltar landbúnaðar- vélar á áberandi stöðum, jafnvel uppi á hæstu hæðum. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að það er gífurlega mikil vinna sem felst í því að snyrta og prýða og halda í horf- inu á einu bóndabýli. Það er ekki ólíklegt að þar sé um a.m.k. hálft starf að ræða yfir sumarmánuð- ina ef standa á myndarlega að verki. Á nýafstöðu Náttúruverndar- þingi voru vandamál vegna sorp- eyðingar og förgunar á brotajárni og öðrum málmum nokkuð til umræðu. Þar kom fram í máli manna, að endurvinnsla væri æskilegasta leiðin og raunar sú eina sem auð- velt væri að sætta sig við frá sjón- arhóli umhverfisverndar. Sú leið sem farin hefur verið í nokkrum mæli, það er að urða þetta rusl, á sér ýmsa vankanta. T.d. hefur tilhneigingin verið sú, að grafa ekki nægilega djúpt, og hafa þá herlegheitin minnt á sig áður en mörg ár hafa liðið. Hæstvirtur forseti. Ég vil að lokum endurtaka það sem ég sagði í upphafi: Málefni umhverfisverndar eru ekki fagur- fræðilegt hjal um óþarfa heldur nauðsynjamál í sérhverju hugs- andi þjóðfélagi. Lokaæfing. Höf: Svava Jakobsdóttir 5. sýning föstudag 6. nóv. ki. 20.30. 6. sýning iaugardag 7. nóv. kl. 20.30. Sala aðgangskorta er í fullum gangi. Miðasala f leikhúsinu frá 2-6. Símsvari allan sólarhringinn í síma 96-24073. Kaupið ykkur aðgangskort, þá sparið þið ykkur eina sýningu. Jf Æ MIÐASALA mwB 96-24073 iQKFélAG AKUR6YRAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.