Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. nóvember 1987 215. tölublað Helgargísting á Hótel Húsavík Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Hötel HÚSaVÍk sími 41220. Frjálst fiskverð: „Ekki reynt aftur á næstu árum“ - segir Sverrir Leósson Eins og fram hefur komið var á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna fyrir helgina, felld tillaga þess efnis að LÍÚ lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi frjálst fiskverð. Með þessari ákvörð- un þykir sýnt að lágmarksverð á helstu botnfisktegundum verði bundið ákvörðunum verðlagsráðs að nýju eftir 15. nóvember, þar sem fulltrúar fiskvinnslunnar í ráðinu hafa lýst sig andvíga frjálsri verð- lagningu. „Ef við vorum að sækjast eftir því að kanna þennan möguleika til hlítar þá er þessi reynslutími allt of stuttur. Það sem hins vegar varð til þess að þessi tillaga var felld er tvímælalaust sá óróleiki sem hefur verið sérstaklega hjá sjómönnum. Það að þvinga fram verð samræmist ekki hugsuninni á bak við frjálst fiskverð,“ sagði Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norðurlands í samtali við Dag. Sverrir sagðist hafa orðið var við það hjá ýmsum sem tóku þátt í því að fella til- lögunar að innst inni væru þeir sammála frjálsri verðlagningu. Það verð sem verðlagsráð væntanlega ákveður er að sjálf- sögðu aðeins lágmarksverð. Aðspurður sagðist Sverrir erfitt að segja hvort þessi breyting myndi stöðva óróleika sjómanna en hins vegar mætti búast við að ákvörðun verðlagsráðs tæki nokkurt mið af samkomulagi sem gert hefur verið um fiskverð á Austurlandi og Vestfjörðum. „Það er mín skoðun að fyrst menn gáfust svona fljótt upp á þessari tilraun þá verði hún ekki reynd aftur á næstu árum,“ sagði Sverrir. ET Myndasögur Dags Teiknimyndasögur í Degi? Já, í dag hefjum við birtingu á vel völdum teiknimyndasögum og verða þær fastir gestir í blað- inu. Þetta er gert til að koma til móts við yngstu lesendurna auk þess sem sögurnar eru margar hverjar til þess fallnar að kæta geð allra aldurshópa. Vonumst við til að þessi við- leitni mælist vel fyrir. Myndasögurnar, sem valdar voru eftir lýðræðislegum leiðum, heita: Árland, Andrés Önd, Hersir, Bros-á-dag og Bjarg- vættirnir. Eiga þær að ná yfir mjög breiðan lesendahóp, bæði hvað varðar aldur og skopskyn. Árland fjallar um kynduga fjölskyldu sem ber þetta ættar- nafn. Sérstaklega er það strákur- inn á heimilinu sem lætur gull- kornin fjúka, enda ekkert venju- legt ungmenni sem þar er á ferð- inni. Andrés Önd og félaga kann- ast allir við. Þetta eru sígildar myndasögur og mjög vinsælar. Víkingurinn Hersir mætir til leiks ásamt Hans klaufa og öðr- um góðum persónum. Þetta eru skemmtilegar sögur sem margir þekkja. Bros-á-dag er samheiti yfir sjálfstæðar myndir sem eru vel til þess fallnar að skemmta mönnum í skammdeginu. Þá verðum við með eina framhalds- sögu sem ber nafnið Bjargvætt- irnir. Þar er hraði og spenna í fyrirrúmi og vissara að fylgjast með frá byrjun. SS í fyrradag fæddist bæjarstjórahjónunum á Akureyri, þeim Sigfúsi Jónssyni og Kristbjörgu Antonsdóttur stúlkubarn. Mæðgunum heilsaðist vel í gær er Dagur leit inn á Fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins og voru þau hjón að von- um sæl með barnið. Dagur scndir þeim bestu hamingjuóskir. Mynd: tlv VMSÍ og VSI: Áhugasöm um hópbónus Á Vestfjörðum hafa nú staðið yfir tilraunir í nokkrar vikur varðandi nýtt fyrirkoniulag á bónusgreiðslu til starfsfólks í fiskiðnaði. Tilraunin hefur gef- ist vel og er talið líklegt að hópbónus verði lagður til grundvallar á Vestfjörðum í komandi kjarasamningum. Þetta fyrirkomulag er nú verið að kynna í öðrum frystihúsum fyrir vestan. Eins og fram hefur komið í fréttum þýðir hópbónus, að ekki er lengur reiknaður bónus fyrir hvern einstakling heldur er borguð ákveðin upphæð fyrir hvert kíló af unnum fiski sem all- ir njóta góðs af. Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssonar, er Verkamanna- sambandið opið fyrir þessum möguleika, en þó segir hann að um þetta verði ekki auðsamið snögglega þar sem reynslan er enn ekki mikil. Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSf sagði í samtali við Dag að þeir væru mjög áhugasamir fyrir því sem er að gerast á Vestfjörð- um. Þarna væri um tilraun að ræða og því ástæða til að láta reyna á þetta fyrirkomulag þar, áður en það er tekið upp annars staðar. Á Akureyri er nú unnið að því fyrir verkalýðsfélagið Einingu að kynnast þessum möguleika ásamt öðrum og er sú vinna á frumstigi. VG Ólga í stjórn verkamannabústaða í Ólafsfirði: Stjórnarmaður segir af sér vegna afskipta meirihluta bæjarstjómar - „meirihlutinn gengur á bak orða sinna,“ segir Jóhann Helgason Einn stjórnarmanna í stjórn verkamannabústaða í Olafs- firði sagði af sér á fundi stjórn- arinnar í fyrrakvöld. Ástæður fyrir afsögninni segir hann afskipti meirihluta bæjar- stjórnar af störfum nefndar- innar. Fyrr á árinu var tveimur íbúðum úthlutað úr verka- mannabústaðakerfinu og í sumar veitti bæjarstjórn heim- ild til kaupa eða byggingar á tveimur íbúðum til viðbótar. Stjórn verkamannabústaða auglýsti eftir þessum tveimur íbúðum nýlega og rann umsókn- arfrestur út þann 5. nóvember. Engin formleg tilboð bárust en Tréver hf. bauð upp á viðræður um tvær íbúðir sem fyrirtækið er að byggja og verða tilbúnar snemma á næsta ári. Nefndin samþykkti að ræða við forráða- menn fyrirtækisins og fór sá fund- ur fram í fyrrakvöld. Á sama tíma fór fram fundur meirihluta bæjarstjórnar þar sem rætt var um þessi mál og var þeim skilaboðum komið til fundar stjórnar verkamannabústaða að ef þessum tveimur íbúðum yrði ekki skipt á milli Trévers og ann- arra byggingaverktaka í bænum þá yrði fjárveitingu bæjarins til þessara íbúðakaupa kippt til baka. í framhaldi af þessu sagði Jóhann Helgason fulltrúi minni- hluta bæjarstjórnar í stjórn verkamannabústaða af sér. „Ég hafði heyrt fyrir fundinn að þetta gæti komið upp á en ég vildi ekki trúa að bæjarstjórn vogaði sér að vera með afskipti af þessu máli, ekki síst þar sem hún hafði samþykkt á síðasta fundi sínum að vera ekki með afskipti af störfum stjórnar verkamanna- bústaða. Þarna gengur meirihlut- inn algjörlega á bak orða sinna. Hér er verið að auglýsa eftir tveimur íbúðum sem báðar eru til á staðnum og hægt að flytja inn í þær fljótlega ef viljinn er fyrir hendi. Hins vegar virðist ekki vera vilji fyrir að kaupa þessar íbúðir,“ sagði Jóhann Helgason í gær. Þeir sem sótt hafa um íbúðir hjá Byggingasjóði verkamanna hafa beðið með umsóknir sínar síðan í vor og virðast þurfa að bíða enn um hríð. „Ég get ekki séð að neitt geti gerst í þessu máli á næstunni," sagði Jóhann. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.