Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 11. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Afleikur viðskiptaráðherra Sú ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra, að veita 6 fyrirtækjum leyfi til að flytja frystan fisk til Bandaríkjanna, er ákaflega hæpin, enda hefur hún verið gagnrýnd harð- lega. Fram til þessa hafa einungis þrjú fyrirtæki haft slíkt útflutningsleyfi, þ.e. íslenska umboðs- salan, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjáv- arafurðadeild SÍS. Ákvörðun viðskiptaráðherra er umdeilanleg fyrir margra hluta sakir: Viðskiptaráðherra ræddi málið ekki í ríkis- stjórninni áður en hann tók ákvörðun sína og hljóta þau vinnubrögð að teljast óeðlileg, þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Viðskiptaráðherra tekur þessa ákvörðun á sama tíma og breytingar standa fyrir dyrum á sviði utanríkisviðskipta en stjórnarflokkarnir voru ásáttir um að færa utanríkisviðskiptin úr viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið um næstu áramót. Ákvörðun viðskiptaráðherra nú er þannig bein ögrun gagnvart Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra. Viðskiptaráðherra tekur ákvörðun sína án þess að hafa minnsta samráð við hagsmuna- aðila og hætt er við að hún geti komið af stríði milli útflutningsaðila. Þá er líklegt að ekki verði látið staðar numið við þau 6 leyfi sem nú hafa verið veitt, því erfitt verður að neita þeim sem síðar kunna að sækja um leyfi eftir það sem á undan er gengið. Samtök framleiðenda, þ.e. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS, hafa á síðustu áratugum byggt upp mjög öflug sölufyr- irtæki vestan hafs. Þau hafa með miklum til- kostnaði byggt upp orðspor íslenska fisksins og traust á vörumerkjum sínum. Draga verður í efa að margir tiltölulega smáir framleiðendur geti tryggt kaupendum þau stöðluðu gæði og það stöðuga framboð sem markaðurinn gerir kröfu til. Þeir útflytjendur sem nú hafa fengi leyfi viðskiptaráðherra til að spreyta sig á Banda- ríkjamarkaði koma sjálfsagt til með að selja sinn fisk sem íslenskan fisk og tengja hann þannig vörumerki íslensku fyrirtækjanna sem fyrir eru á markaðinum. Með því geta þeir valdið þeim sem fyrir eru miklu og óbætanlegu tjóni, t.d. með lak- ari gæðum og óstöðugra framboði. Jafnframt er líklegt að aukin samkeppni skili sér í lægra vöru- verði til framleiðenda. Bandaríkjamarkaður er viðkvæmur og mikill fjöldi fyrirtækja getur hæglega skapað glund- roða. Með ótímabærri og fljótfærnislegri ákvörð- un sinni hefur viðskiptaráðherra stefnt þessum mikilvæga markaði í óþarfa tvísýnu. BB. i viðtal dagsins „Verulega fínar flíkur urðu her aður oft „skapamatur. Mynd: VG. „Flíkin verður að vera notadrjúg" - Eggert Jóhannsson feldskeri í viðtali dagsins Flestar konur eiga sér einhvern tíma um ævina þann draum að eignast pels. Um síðustu helgi var staddur á Akureyri Eggert Jóhannsson feldskeri frá Reykjavík. Hann veitir Eyfirð- ingum þjónustu sína tvisvar til þrisvar á ári með því að koma sjálfur og leiðbeina við val á loðfeldum. Eggert varð góð- fúslega við þeirri ósk að fræða lesendur Dags um ýmislegt það er varðar hans fag. Eggert á ættir sínar að rekja norður. „Ég er Pingeyingur og á ættir að rekja til Briem-ættarinn- ar á Grund í Eyjafirði." Hann er feldskeri að mennt, en hvar lærir fólk feldskurð? „Ég lærði í tvö ár í London og fimm og hálft ár í Svíþjóð. Hér heima er ekki um að ræða neitt sem heitir undirbúningsnám fyrir þessa menntun, en úti var ég á samningi hjá meistara, náði í gamla meistarakerfið áður en það datt uppfyrir. Nú fara menn eingöngu í skóla og þaðan beint út á vinnumarkaðinn. Ég tel þetta ekki eins gott og gamla kerfið, því erfitt er að fá vinnu.“ - Læra feldskerar þá að meta öll skinn? „Leður telst ekki til felda svo það er ekki tekið með, en jú við íærum að meta og þekkja skinn, ekki þó frumflokkun á skinnum því það er allt annað fag að læra að þekkja hráskinn.“ - Hvað ertu að gera á Akur- eyri? „Ég er að selja Eyfirðingum loðfeldi. Ég kem með tilbúnar vörur því ég framleiði sjálfur aðeins sérsaumaðar vörur. Ég hef ekki komist yfir að framleiða meira en það. Þetta hefur gengið þannig hér að mikið hefur verið skoðað og reynsian er sú að síðasta daginn koma þeir sem ætla að kaupa. Einnig hefur nokkuð verið um það að fólk snýr sér beint til mín í Reykjavík.“ - Hvað er vinsælast af skinnunum? „Skinn af mink og þvottabirni eru ákaflega vinsæl, sömuleiðis refaskinn. Annars hefur margt breyst síðustu ár. Áður keyptu konur aðeins eina flík sem því miður lenti oft inni í skáp. Þetta voru verulega fínar flíkur, oft minkur en aigjör „skápamatur" eins og ég segi. Nú byrja konur e.t.v. á því að kaupa sér flík sem kostar 50-100 þúsund kr., eiga hana og nota verulega mikið, t.d. í 3-4 vetur. Þessar konur hafa virkilega gam- an af að eiga svona flíkur. Þær sem hafa efni á því, kaupa jafn- vel líka aðra mikið fínni fyrir betri tækifæri. Mér finnst áberandi sú hugar- farsbreyting sem orðið hefur þeg- ar um loðfeldi er að ræða. Þegar ég kom til Akureyrar fyrst fyrir nokkrum árum, gengu konur frarn hjá glugganum og töluðu um að bara konur efnameiri manna gætu keypt sér svona flíkur. Nú víla þær þetta ekki fyr- ir sér því það þykir orðið sjálfsagt að eiga svona flík. Pels er ekki lengur stöðutákn. Konur finna nú notagildi flíkur- innar, hún er hlý og notaleg. Það hefur gætt þess misskilnings að pels sé svo þungur og því ekki þægilegur, en verulega góður loðfeldur er kannski eitt og hálft til tvö kíló.“ - Hvað með tískusveiflur, er ekki slæmt fyrir konu að kaupa svona dýra flík sem e.t.v. fer svo úr tísku? „Tískusveiflur eru í öllu og ekki til neitt sem heitir klassísk. Flestar konur hafa skapað sér eigin stíl. Ég reyni að fara eins mikið og hægt er eftir þeim stíl þegar hannaður jg valinn er loð- feldur. Þannig verður flíkin á vissan hátt klassísk fyrir þennan einstakling. Flíkin verður nefni- lega að vera notadrjúg. Flestar konur sem ætla að kaupa feld, ganga með ákveðnar hugmyndir um hvernig hann á að vera og ákveða t.d. að kaupa mink. Én minkur hæfir alls ekki öllum og mitt hlutverk er að sýna kúnnanum fram á það. Það tekur oft töluverðan tíma að fá konu til að kaupa annað en nákvæmlega það sem hún hafði í huga. Það er erfitt að gera góð kaup. En ef fólk kaupir flík sem því líkar, það notar og kostar upp- hæð sem það hefur ráð á, hafa verið gerð góð kaup.“ - Hvernig getur viðskiptavin- ur sem kemur inn í verslun og ætlar að kaupa loðfeld, vitað að verið sé að bjóða honum góða skinnvöru? „Það er gjörsamlega vonlaust fyrir almennan kúnna að vita hvað verið er að bjóða honum. Hér verður að treysta fullkom- lega á þann sem hann verslar við. Ekki er einu sinni hægt að treysta inerkjum, því oft sér maður góð merki á t.d. ódýrum rússneskum mink. Það er því mjög auðvelt að plata kúnnann og ef fagmaðurinn er ekki heiðarlegur í viðskiptum er gert í því að láta fólk halda að það sé með annað í höndunum." - Að lokum, hefur þú ekki orðið fyrir barðinu á dýra- verndunarfólki? „Nei, íslendingar eru það nálægt náttúrunni að þeir eru ekki eins og borgarbörnin erlendis sem hugsa með sér að verið sé að drepa lítil dýr, en íslendingar eru ekki svona.“ Hér kveðjum við Eggert og þökkum kærlega fyrir spjallið. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.