Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 11. nóvember 1987 Amtsbókasafnið á Akureyri 160 ára - Safninu færðar góðar gjafir af þessu tilefni Miðvikudag kl. 9.10 Hefnd busanna II Miðvikudag kl. 11.00 Vild’þú værir hér Miðvikudag kl. 11.10 That’s life „Hugsanir manns eru hrímperlur stuttrar nætur á stráum. “ Og þessi áleitna spurning er skráð á máiverk Kristins af Braga Sigurjónssyni: Frímann, Heiðrekur Guðmunds- son og Kristján frá Djúpalæk, væru sér ákaflega minnisstæð enda hefðu þau verið áberandi í menningarlífinu á Akureyri. Séra Bolli Gústavsson í Laufási færði Amtsbókasafninu að gjöf, teikningar af skáldunum Davíð Þorvaldssyni, K.N. og Páli J. Árdal. Hann rifjaði upp að hann var beðinn að gera grein fyrir Akureyrarskáldunum í tilefni af 125 ára kaupstaðar- afmælinu og lét hann þá teikning- ar fylgja með umfjölluninni. Hann sagðist vonast til þess að Amtsbókasafnið gæti tekið við þessum teikningum og geymt ein- hvers staðar í kompum sínum. Gunnar Ragnars þakkaði Bolla og hvatti hann til að koma með fleiri teikningar því í fram- tíðinni ætti að vera nóg pláss í „kompum" Amtsbókasafnsins. Nú væri menningarmálanefnd að velta því fyrir sér hvernig best væri að standa að stækkun safnsins, en sem kunnugt er sam- þykkti bæjarstjórnin á 125 ára afmælinu að ráðast í nýbyggingu við Amtsbókasafnið. Menningarmálanefnd minnist Arna Jónssonar „Þá er komið að stærsta viðburð- inum,“ sagði Gunnar, „að minn- ast Árna Jónssonar sem var frumkvöðull að þessari fögru byggingu.“ Árni Jónsson var amtsbókavörður á árunum 1962- 1970 og átti hvað mestan þátt í því að bókasafnshúsið við Brekkugötu var reist og hann færði safnið í það nútímahorf sem það er í á þessari stundu. Gunnar færði safninu að gjöf, málverk af Árna Jónssyni, sem menningarmálanefnd Akureyrar lét gera. Kristinn G. Jóhannsson málaði myndina af Árna heitnum af stakri snilld. „Menningarmála- nefnd Akureyrar vill með þessari gjöf veita Árna heitnum Jónssyni virðingu okkar allra,“ sagði Gunnar. Bragi Sigurjónsson tók næst til máls og óskaði safninu til hamingju með afmælið. Hann þakkaði starfsfólki þess góð kynni og þakkaði Kristni fyrir myndina sem honum líkaði vel. Þá las Bragi upp tvö kvæði, Mælt við morgunskúr og Haustljóð um birkikvist. Síðarnefnda ljóðið sagðist Bragi hafa ort eftir að hafa séð málverk hjá Kristni G. Jóhannssyni fyrir nokkrum árum. Að lokum kvaddi Bjarni Árna- son sér hljóðs, en hann er sonur Árna heitins Jónssonar. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakkaði hann menningarmálanefnd fyrir myndina svo og listamanninum sem málaði myndina af innsæi og tilfinningu. „Okkur finnst að mjög vel hafi tekist til,“ sagði Bjarni. Síðan var boðið upp á léttar veitingar og Árna Jónssonar var minnst sérstaklega. Dagur vill nota tækifærið og óska Amts- bókasafninu til hamingju með 160 ára afmælið og þakka gott samstarf í gegnum árin. SS Borgarbíó Miðvikudag kl. 9.00 Platoon Þann 9. nóvember var haldið upp á 160 ára afmæli Amts- bókasafnsins á Akureyri með athöfn í lestrarsal safnsins. Þar tóku stjórn safnsins og starfsfólk á móti gestum og voru Amtsbókasafninu færðar góðar gjafir í tilefni af þessum tímamótum. Lárus Zophonías- son amtsbókavörður bauð gesti velkomna og greindi frá því hvers vegna 9. nóvember hefði orðið fyrir valinu sem afmælisdagur safnsins. í máli Lárusar kom fram að á þessu ári eru liðin 160 ár frá því að Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum, stofnaði Bókasafn norður- og austuramtsins, sem nú heitir Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Grímur naut aðstoðar margra góðra manna og var bókasafnið stofnað af mikilli framsýni og fyrirhyggju. Engar sögur fara af stofndegi safnsins, en á síðustu árum hefur 9. nóvember verið gerður að afmælisdegi safnsins því þann dag árið 1968 var hið glæsilega bókasafnshús við Brekkugötu vígt og tekið í notkun. Málverk af Kristjáni frá Djúpalæk og Braga Sigurjónssyni Kristinn G. Jóhannsson listmál- ari tók því næst til máls og sagði „Gullsólgna þjóð við gömul afreksminni geturðu búið sátt við örlög slík að vera fátæk þegar þú ert rík þú sem varst áður rík í fátækt þinni?“ Menningarmálanefnd færði safninu að gjöf málverk af Árna Jónssyni. Hér standa Bjarni Árnason, sonur Áma heit- ins, og Guðrún Bjarnadóttir, ekkja hans, við málverk Kristins G. Jóhannssonar. Myndir: tlv. Léttar veitingar voru á boðstólum og afmælisgestir skáluðu fyrir minningu Árna Jónssonar. Kristni G. Jóhannssyni var þakkað vel fyrir þessar höfðing- legu gjafir. Áður hafði hann gef- ið Amtsbókasafninu málverk af skáldunum Guðmundi Frímann og Heiðreki Guðmundssyni. Fyr- ir eru á safninu myndverk af Matthíasi Jochumssyni og Davíð Stefánssyni, þannig að Amts- bókasafnið hefur minningu Akureyrarskáldanna mjög í heiðri og er það sannarlega við hæfi. Teikningar séra Bolla Gústavssonar Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjórnar og formaður menningar- málanefndar, kvaddi sér hljóðs og sagði: „Má ég enn einu sinni, Kristinn, óska þér til hamingju með verk þín.“ Gunnar minntist menntaskólaáranna og sagði að Akureyrarskáldin fjögur, Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Séra Bolli Gústavsson í Laufási færði safninu 3 teikningar að gjöf. Hér held - ur hann á teikningu sinni af Páli J. Árdal. Kristinn G. Jóhannsson gaf Amtsbókasafninu málverk af skáldunum Braga Sigurjónssyni og Kristjáni frá Djúpa- læk. meðal annars: „Ég leyfi mér að fara fram á að Amtsbókasafnið á Akureyri þiggi að gjöf málverk mín af Kristjáni frá Djúpalæk og Braga Sigurjónssyni." Kristinn sagði að engar kvaðir fylgdu þessari gjöf, aðeins aðdáun hans á skáldunum. Hann sagðist hafa, í samráði við skáldin, skráð erindi úr ljóðum þeirra á mynd- irnar. Á myndinni af Kristjáni má sjá þetta fallega erindi:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.