Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 15
11. nóvember 1987 - DAGUR - 15 Minning Jóhann Jónsson Fyrrum bóndi að Hlíð Ólafsfirði Fæddur 26. mars 1906 - Dainn 26. október 1987 Þann 31. október var jarösettur í Ólafsfirði, Jóhann Jónsson frá Hlíð. Við, sem bárum gæfu til að kynnast honum, kvöddum þar góðan vin. Jói var maður dagfars- prúður, drenglundaður og grandvar til orða og verka. Einn af þessum hógværu mönnum, sern láta lítið yfir sjálfum sér og lítið ber á í veröldinni, en eignast þó vináttu og virðingu allra þeirra, sem þeim kynnast. Störf sín vann hann ætíð af alúð og einlægri trúmennsku.. Jói var fæddur á Hofsósi, en foreldrar hans bjuggu í Málmey. Á þeim tíma þurftu verðandi mæður að leita í land til að fæða börn sín. Fyrstu árin var hann hjá for- eldrum sínum í Málmey en ungur að árum - aðeins sjö ára gamall - varð hann að yfirgefa foreldrahús vegna vanheilsu föður síns og ólst þaðan í frá upp hjá vandalausum. í fyrstu fór hann í Ólafsfjörð til hjónanna Petreu Jóhannsdóttur, ljósmóður og Sæmundar Rögn- valdssonar, sem bjuggu í Hlíð. Það má segja að forlögin séu stundum smáglettin, því þannig atvikaðist það að Jói varð síðar meir eigandi að Hlíð. 14 ára fluttist hann þó frá Ólafsfirði, þá að Viðvík, til prest- hjónanna, séra Guðbrandar Björnssonar og Önnu Sigurðar- dóttur konu hans. Þar var Jói til 24 ára aldurs. Þar leið honum vel og hann taldi það ætíð gæfu sína að hafa lent á því heimili. En 24 ára kemur Jói aftur í Ólafsfjörö og má þá segja að upp úr því hafi framtíð hans verið ráðin, því þar kynntist hann eftir- lifandi konu sinni. Þau keyptu Hlíð og bjuggu þar í 35 ár. Þótt Jói yrði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í foreldra- húsum, og dveldist mest hjá vandalausum sín uppvaxlarár, tel ég samt að hann hafi verið mikill gæfumaður. Hann hafði fengið þá eigin- leika í vöggugjöf, sem báru ávöxt í öllu hans lífi. Trúmennsku, hógværð og Ijúfmennsku. Hann eignaðist góða eiginkonu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Þau eignuðust mannvæn- leg börn og áttu orðið fjölda af barnabörnum og barna-barna- börnum. Við hjónin bjuggum í nágrenni við þau Hlíðarhjón í 16 ár og fengum að njóta góðrar vináttu þeirra og margvíslegrar greiða- semi og hélst sú vinátta eftir að þau fluttu í bæinn. Heimili þeirra var eftir það að Vesturgötu 1, Ólafsfirði og mætti öllum þar alltaf hin sama vin- isemd og hlýja. | Öll eigum við okkar reynslu í lífinu, sem enginn þekkir nema Drottinn. En þeim sem Guö elska, samverkar allt til góðs. Jói var aldrei að flíka sínum til- finningum, en ég vissi að hann átti einlæga trú á fyrirheit Guðs í Jesú Kristi. Lífi þínu lifðir þú í Ijósi Guðs í von og trú. í öllu lífi okkar hér ávextina Drottinn sér. Pú varst hetja í þraut og raun þín hjá Guði áttir laun. Barnsins hreinu og bljúgu lund barstu fram á hinstu stund. Við geymunt minninguna um góðan vin sem gleymist ekki, þótt hann sé kominn yfir móðuna miklu, þangað, sem leið okkar allra liggur að síðustu. Eftirlifandi konu hans, börn- um og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Isól Karlsdóttir Ólafsfírði. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrvai notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. .. LYFTARASALAN HF. _________________|J Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Kjördæmisþing framsóknarmanna I í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrafnagilsskóla 13. og 14. nóv. n.k. Þingið hefst kl. 20.30 á föstudagskvöid. Sérmál þingsins eru heilbrigðismál. Erindi flytja: Guðmundur Bjarnason heilbr,- og tryggingaráðherra Sigurður Halldórsson héraðslæknir Kópaskeri Margrét Tómasdóttir brautarstjóri Háskólans á Ak. Regína Sigurðardóttir fuiltrúi Sjúkrah. Húsavík Halldór Halldórsson yfirlæknir Kristnesspítala Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, Sigúrður Geirdal, Unnur Stefánsdóttir og Gissur Pétursson. Þinginu lýkur með sameiginlegum kvöldverði og dansleik í Hótel KEA á laugardagskvöld. Formenn félaga eru hvattir til að tiikynna þátttöku til skrifstofu KFNE síma 21180. Unnur. Gissur. Guðmundur. Sigurður. Margrét. Regína. Valgerður. Halldór. Ath. Þingið er opið öllu framsóknarfólki. Vélaeigendur Tökum að okkur viðgerðir á eldsneytiskerfi díeselvéla. DIESEL-VERK VÉLASnLUNGAR OG VÐGERÐIR DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700 Basar og kafiQsala Basar og kaffisala verður á Dvalarheimilinu Skjaldarvík laugardaginn 14. nóvember kl. 15-17. ★ Margt góðra muna ★ Verið velkomin. Heimilisfólk Dvalarheimilinu Skjaldarvík. Matsvein og háseta vantar á 60 tonna netabát frá Dalvík. Uppl. í síma 96-61614, 96-61857 og 985-23614. Rán hf. Dalvík. Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bóka- safnsfraeði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 2. desem- ber næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1987. Ferðamálasamtök Norðurlands AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember 1987. Fundarstaður: Sæluhúsið Dalvík. Fundartími: Kl. 12.00. Fundurinn hefst með sameiginlegum hádegis- verði. DAGSKRÁ 1. Fundurinn settur: Guðmundur Sigurðsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla formanns. Umræður. 4. Skýrsla gjaldkera. Kristján Jónasson. Umræður. 5. Upplýsingamiðstöðin í Reykjavík, Óli J. Ólason. 6. Ferðamál, markaðsmál, samgöngumál, staðan í dag. Stutt framsöguerindi og panelumræður. Áslaug Alfreðsdóttir frá Upplýsingamiðstöðinni. Reynir Adólfsson frá Vest-Norden nefndinni. Ágúst Hafberg frá Ferðamálasjóði, og Félagi sérleyfis- hafa. 7. Lagabreytingar og önnur mál. 8. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Stjórnin. Þátttakendur skrái sig hjá stjórnarmönnum í síðasta lagi föstudaginn 13. nóvember. Kristján Jónasson, Akureyri. ívar Sigmundsson, Akureyri. Bessi Þorsteinsson, Blönduósi. Auður Gunnarsdóttir, Húsavík. Jón Pétur Líndal, Mývatnssveit. Valgeir Þorvaldsson, Skagafirði. Ingunn Svavarsdóttir, Öxarfirði. Júlíus Snorrason, Dalvík. Viðar Ottesen, Siglufirði. Sími: 22200 Sími: 22280 Sími: 4126 Sími: 41500 Sími: 44163 Sími: 6434 Simi: 52166 Sími: 61261 Sími: 71514

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.