Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 7
11. nóvémbér 1987 bAGUR - 7 „Ja, nú held ég að þeir í Slippnum verði fegnir.“ Þessi orð hrutu af vörum eins skip- verja á Sléttbak EA 304 síðast- liðið fimmtudagskvöld en þá lagði Sléttbakur upp í veiði- ferð, þá fyrstu eftir að skipinu var breytt í frystiskip. Já, víst er um það að þeir hjá Slippn- um mega vera fegnir því þessi aðgerð hefur staðið yfir í rúmt eitt ár og verið stærsta verkefni Slippstöðvarinnar á þessu ári. Sléttbakur skreið frá bryggj- unni við Slippstöðina kl. 20 síðastliðið fimmtudagskvöld. lnnanborðs var 25 manna áhöfn og auk þess Vilhelm Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, hópur starfsmanna frá Slippstöðinni, eftirlitsmaður frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, eftirlitsmaður frá Siglingamálastofnun, fulltrúi Bergen Diesel sem smíðaði aðalvél skipsins og loks blaða- maður Dags. Samtals voru 42 menn um borð, eða tveimur fleiri en kojur skipsins. Sléttbakur er nú orðinn einn stærsti togari landsins, tæp 1000 tonn að stærð. Sléttbakur fór í slipp síðla síðasta árs og var strax hafist handa við að sandblása skipið að utan og lengja það. Sléttbakur var lengdur um 8 metra og er nú tæpir 70 metrar að lengd. Trolldekkið var endurbætt og komið þar fyrir skeifum þannig að nú eru tvö troll tiltæk á dekk- inu og með því móti er eitt troll til vara á ef annað trollið bilar. Togbúnaður skipsins hefur verið mikið endurbættur og í tengslum við hann hefur verið komið fyrir auto-troll búnaði. Millidekkið er nú hlaðið nýjum tækjum. Þarna eru flökunarvél- ar, roðflettivél, hausarar, vogir, lausfrystir, plötufrystar og færi- bönd út um allt dekk. Þetta er mikill búnaður og flókinn og til- gangurinn með þessari veiðiferð var einmitt reyna allan þennan búnað og sjá hvort allt virkaði eins og efni stóðu til. Siglt var út Eyjafjörð í fallegu haustveðri síðastliðið fimmtu- dagskvöld og stefnan tekin á mið hér rétt norðvestur af Eyjafirði sem Kristján Halldórsson skip- stjóri og skipverjar hans nefna Tengur. Þangað var komið upp úr miðnætti og þá var farið að huga að kasti en hásetar höfðu á siglingunni notað tímann til að gera trollin klár. Trollinu var kastað skömmu fyrir kl.l og virt- ist allt ganga eins og í sögu.. Eftir að búið var að toga í nokkrar klukkustundir var trollið híft upp. Aflinn reyndist ekki vera neitt til að óskapast yfir, um hálft tonn var í pokanum. En þetta var gott start til að reyna tækin á millidekkinu og sjá hvernig skipsverjum gengi að komast til lags við vélarnar. Ekki tókst þó að vinna úr þessu fyrsta hali strax því að lensidælur og slógdælur á milli- dekkinu virtust ekki ganga sem skyldi og því kom nú til kasta starfsmanna Slippstöðvarinnar að koma lagi á þær svo að sjór og slóg losaðist út úr skipinu. Á meðan þetta fór fram á millidekkinu var skipinu „kippt“ Blaðamaðurinn velti því fyrir sér í byrjun hvað þetta sjómanna- slangur þýddi en áttaði sig loks á að hér var verið að ræða um að færa skipið. Því var sett á ferð og nú átti að reyna á bletti sem sjó- mennirnir kölluðu Groves. Það- an átti að fara og reyna á Hóln- um, en svo ku víst heita ákveðinn staður á miðunum í nágrenni við Grímsey. Þarna var kastað undir hádegi á föstudag og nú átti að ná í karfa. Upp í brú gaf að líta margvís- lega skjái og rita. Kristján skip- stjóri sat mitt í dýrðinni og fylgd- ist með. Á litaskjá fyrir framan hann var hægt að sjá botninn og einnig greindi þetta tæki fisk við botninn og mikið svif kom einnig fram á honum. Hóllinn sem svo heitir sást líka á skerminum og við hann var einhver torfa sem skipstjórinn greindi sem karfa- torfu. „Karfinn liggur oft svona utan í Hólnum,“ segir Kristján. Og þau orð voru að sönnu. Þegar trollið var híft eftir togið við Hólinn kom í ljós að eitt og hálft tonn af karfa hafði komið í pokann. Greinilega mark takandi á nútímatækninni. Eftir þetta hal var stefnan tek- in á Kolbeinseyjargrunn og kast- að þar um miðjan dag á föstudag. Á meðan þessu fór fram hafði lagi verið komið á lensi- og slóg- dælur á millidekkinu og vinnslan á fiskinum komin í fullan gang. Frekar var þessi vinnsla stirð til að byrja með en þó virtust sjó- mennirnir fljótir að tileinka sér þessi vinnubrögð. Þó svo að flestir vinnsluþættir á millidekkinu hafi gengið eins og vonast var til þá sást í þessari ferð ýmislegt sem betur mætti fara. Allt eru þetta þó minniháttar lag- færingar sem ekki er hægt að telja óeðlilegar miðað við að allt er þetta nýr búnaður. Eftir að hafa kastað á Kolbeins- eyjargrunninu var fært austur á Sléttugrunn aðfaranótt laugar- dags. Þar fékkst þokkalegt hal, um eitt og hálft tonn af þorski. Af Sléttugrunninu var farið á Axarfjarðardjúp þar sem ætlunin var að reyna flottroll en þar sem blakkir voru fastar var ákveðið að halda til hafnar á hægri ferð meðan síðasti hluti aflans var unninn. Sléttbakur lagðist við bryggju á Akureyri laust eftir miðnætti á laugardagskvöld eftir að hafa verið rúma tvo sólarhringa í þess- um fyrsta túr eftir breytingar. Lagt hefur verið í mikinn kostnað við endurbætur á Sléttbak. Hér er á ferðinni fljót- andi frystihús sem búið er bestu tækjum, bæði hvað varðar vinnslu á fiskinum og veiðarfæri. Þetta skip á án efa eftir að koma að landi með verðmætan afla og standa þannig fyllilega undir því merki að vera eitt af flaggskipum flotans. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.