Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 5
11. nóvember 1987 - DAGUR - 5 Djassdagar í Ríkisútvarpinu Þessa dagana 7. til 14. nóvember er kynnt djasstónlist á djassdögum Ríkisútvarpsins, meðal annars eru beinar útsendingar frá djass- tónleikum. í þessu tilefni er kominn til landsins sænska tónskáldið og básúnuleikarinn Mikael Ráberg til að vinna með stórsveitum landsins. Næsta fimmtudag 12. nóvember heldur Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í Alþýðuhús- inu 4. hæð. - Stjórnendur verða Norman H. Dennis og Mikael Ráberg, sem einnig mun leika á básúnu. Kynnir verður Gestur Einar Jónsson. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 2, en þeir hefjast kl 17.45 og útsending hefst kl. liðlega 18.00. Stórsveitin. Athugasemd - vegna leiðaraskrifa um fóstruvandann Dagur þ. 9. nóv. eyðir bæði púðri og plássi í árásir á meirihluta bæjarstjórnar og mig sem for- mann félagsmálaráðs sérstaklega vegna fóstruskorts á dagvistum bæjarins. Púðrið er reyndar dálít- ið rakt, því hvorki er fóstru- skorturinn nýtt vandamál hér né staðbundinn við Akureyri. í þau tæp 6 ár, sem ég hef starfað í félagsmálaráði, hefur fóstru- skortur verið vandamál og a.m.k. einu sinni á síðasta kjörtímabili, þegar flokkur þeirra Úlfhildar Rögnvaldsdóttur og Sigurðar Jóhannessonar var í meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn, var svo langt komið, að félagsmálaráð hafði samþykkt að leita leyfis menntamálaráðuneytis til að ráða ófaglærðan (ekki fóstru) forstöðumann að einu barna- heimilinu. Til þess kom þó ekki, því lærð fóstra fékkst á síðustu stundu fyrir elju dagvistarfull- trúa. Þetta upphlaup þeirra Úlfhild- ar og Sigurðar í bæjarstjórn er vart þess eðlis, að það taki því að svara því, þar sem það er greini- lega af sama toga spunnið og þeg- ar fyrirtæki fara í auglýsingaher- ferð. Fóstruskorturinn á sér marg- víslegar rætur og hreint ekki bara kjaralegs eðlis, en í því sambandi gefur auga leið, að hækki laun fóstra, svo einhverju nemi, hækkar rekstrarkostnaður dag- vista og þá um leið sá hlutinn, sem foreldrar greiða. Þriggja manna nefnd leysir þar ekki fóstruvandann fremur en félags- málaráð í samvinnu við dagvist- arfulltrúa og annað þrautreynt starfsfólk félagsmálastofnunar. Ný nefnd yrði eingöngu kostnað- arauki fyrir bæinn, enda yrði trúlega sama fólkið í nýju nefnd- inni eins og það sem fyrir er að glíma við vandann. Það mun verða unnið héðan í frá eins og hingað til við að reka dagvistar- heimili Akureyrarbæjar á svo fullkominn hátt, sem aðstæður mögulega leyfa og óþarfi að þeyta upp moldviðri þess vegna. Bergljót Rafnar. Aðalfundur Framsóknarfélags Hrafnagilshrepps og Framsóknarfélags Öngulsstaðahrepps verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember í Freyvangi og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál. Guðmundur Bjarnason heilbr,- og tryggingaráðherra kemur á fundinn. Stjórnir félaganna. Sjávarútvegsskóli: Boltinn er hjá Birgi - nefnd leggur til sameiningu þriggja skóla lagi að lögfræðingar verði fengnir A fundi ríkisstjórnarinnar um helgina kynnti Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra tillögur nefndar sem skipuð var á síðasta kjörtíma- bili um stofnun sérstaks sjávar- útvegsskóla. Nefnd þessi var skipuð af menntamálaráðherra og sjávar- útvegsráðherra og var henni falið að kanna möguleika á samein- ingu Vélskólans, Stýrimanna- skólans og Fiskvinnsluskólans. Nefndin komst að þeirri niöur- stöðu að stofna beri sjávarútvegs- skóla með sameiningu þessara þriggja skóla og húsnæðis þeirra og skilaði skýrslu þar unt í októ- ber 1986. í tillögunum er gert ráð fyrir að skólinn útskrifi stúdenta og kennt verði á fimm brautum. Pegar skýrslunni hat'ði veriö skilað voru nefndarmenn beðnir um að halda starfinu áfram og vinna að gerð lagafrumvarps, en af ýmsum ástæðum tafðist sú vinna nokkuð. Meðal þess sem spilaði inní var aö fyrir síðasta Alþingi var lagt fram til kynning- ar frumvarp um framhaldsskóla. í því frumvarpi var áðurnefnd hugmynd tekin með. Frumvarpið komst ekki í gegnum þingið og síðan hefur í raun ekkert gerst. Að sögn Gylfa Gauts Péturs- sonar deildarstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu má segja að málið sé nú í höndum ménnta- málaráðherra. Prjár leiðir eru taldar koma til greina. í fyrsta Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri hefur ákveðið að veita Björgunarsveitinni í Grímsey peningastyrk en eins og flestum er kunnugt missti sveitin nær allar sínar eigur í brunanum sem varð í eyjunni fyrir skömmu. Björgunarsveit- in í Grímsey er aðeins þriggja ára gömul og því var allur bún- aður hennar nýlegur. Samkvæmt þvf sem Dagur kemst næst var búnaður sveitar- til aö semja lagafrumvarp, í ööru lagi aö til þess verði skipuö nefnd ráðuneytanna og í þriðja lagi er sá möguleiki fyrir hendi að núverandi menntamálaráöherra sé málinu fráhverfur og ekkert verði úr stofnun skólans. ET innar ekki vátryggður en tjónið er talið vera á þriðja hundruð þúsund krónur. Sveitin missti m.a. sex flotgalla með vestum og tvö fluglínutæki. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt það er að hafa öfluga björgunarsveit á stað eins og í Grímsey. Heimamenn eru ákveðnir í því að byggja sveitina upp að nýju og vildu Hængsmenn leggja sitt af mörkum til að það verði hægt sem fyrst. KK Grímsey: Lkl. Hængur styridr björgunarsveitina INNRITUN TIL 18. NÓV. SÍMI: 26100 VEITIR FÆRNI í SÖLU OG SAMNINGA- GERÐ ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á MANNLEG SAMSKIPTI. EFNI: • íslenskur markaður • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipulagning söluaðgerða • Val á markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölufólks • Samskipti og framkoma • Mótbárur og meðferð þeirra • Söluhræðsla • Markaðsrannsóknir og áætlanagerð. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OC STAÐUR: 23.-24. nóv. á Akureyri, kl. 9.00-18.00. MANNLEGIÞÁTTURINN - TÓLK í TYRIRRÚMI 25.11 INNRITUN TIL 18. NÓV. SÍMI: 26100 Á TVEIMUR HRESSANDI OG ÁNÆGJU- LEGUM DÖGUM MUNT ÞÚ LÆRA AÐ ÞRÓA HÆFNI ÞÍNA TIL AÐ NÁ BETRI ÁRANGRI íSAMSKIPTUM VIÐ FÓLK OG NÁ MEIRA ÚT ÚR LÍFINU. MANNLECA ÞÆTTINUM ER ÆTLAÐ: • Að skapa og koma í framkvæmd sameiginlegu samskipta- máli innan fyrirtækisins • Að auka þátttöku og áhuga starfs- fólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikilvægi þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins • Að kynna raunhæfari aðferðir til samskipta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum með jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OC STAÐUR: 25.-26. nóv. á Akureyri, kl. 9.00-18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.