Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 11. nóvember 1987 Fiskurinn við upphaf ferðarinnar í gegnunt vinnsiudekkið. Hér er hann blóðgaður. Fylgst með staifi sjómanm á fiystisMpi Vinnslan um borð í frystiskipi j sem bcstur á borð neytandans. er ærið flókin. Frá því að troll- En ætli margir hafa velt því inu hefur verið kastað og þar fyrir sér í alvöru hversu mikil til fiskurinn er kominn í lestina vinna liggur á bak við þessa hafa margar hendur komið vinnslu. Fólk talar fjálglega um nálægt honum. Allt miðar miklar tekjur sjómanna og vill þetta þó að því að meðferð á miða laun í landi við laun sjó- þessu dýrmæti íslendinga verði manna. Margir gera sér ekki sem best og fiskurinn komist | 8rem fyr'r ar* a bakvið vinnudag- „Tekur sinn tíma að na upp afk(istiim“ - staldrað við í brúnni hjá Kristjáni Halldórssyni skipstjóra Kristján skipstjóri í santbandi við land. Lagt var af stað áleiðis til Akureyrar um miðjan dag á laugardag. Skipið var þá statt á Axarfjarðargrunni en þar átti að gera tilraun með flottroll. Eitthvað vildi þó ekki virka rétt og var því ákveðið að taka stefnuna í land enda taldi Kristján skip- stjóri að næg reynsla væri komin á búnað skipsins. Kristján var inntur eftir því hver munurinn væri á flot- trollinu og botntrollinu. „Pað er erfitt að lýsa í fáum orðum hver munurinn er á þess- um veiðarfærum. í stórum dráttum liggur munurinn í því að hægt er að stjórna hæð flot- trollsins í sjónum með tog- hraðanum og lengd víranna en botntrollið hins vegar liggur við botninn og fylgir honum. Flot- trollið er sjaldnar notað en það er vitað mál að á sumum stöð- um er fiskurinn ofar í sjónum og því betra að ná honum upp með flottrollísegir Kristján. Búnaðurinn í brúnni er mikill og með þessum tækjum er nú hægt að hafa betra eftirlit með skipinu og veiðarfærum heldur en áður. Sem dæmi um þann búnað sem er í Sléttbak er auto- troll búnaður sem sér sjálfvirkt um að halda trollinu réttu í sjónum, sér m.ö.o. um að tog- vírarnir séu jafnlangir og að trollið fylgi betur botni sjávar- ins. En hvernig þykir skip- stjóranum hafa tekist til í þess- um fyrsta túr. „Mér fannst þetta ganga bara vel. Að vísu áttum við í smá- vægilegum erfiðleikum fyrst en slíkt verður bara að teljast eðli- legt. Trolldekkið kemur vel út svo og millidekkið, flest tækin vinna vel en auðvitað tekur það sinn tíma að slípa vinnsluna til og ná upp fullum afköstum.“ - Og hvenær er svo ráðgert að halda í alvörutúr? „Það verður vonandi sem fyrst. Eftir þennan túr höfum við séð nokkur atriði sem þarf að lagfæra og strax að því loknu getum við haldið til veiða á ný,“ segir Krisján Halldórsson. Já, Sléttbakur er kominn í slaginn á ný. Þetta glæsta skip á án efa eftir að koma að landi með verðmætan afla og reynast í framtíðinni sem hingað til hin mesta happafleyta. JÓH „Aðstaðan í eldhúsinu er mjög góð“ - Ámi matsveinn tekinn tali Árni Halldórsson er mat- sveinn á Sléttbak. Hann hafði í mörgu að snúast í þessum prufutúr enda rúmlega 40 manns um borð. Vinnudagur matsveins er langur því kokk- urinn er ræstur eldsnemma á morgnana til að sjá um morg- unmatinn og hann fer ekki í koju fyrr en eftir kvöldkaffi á kvöldin. Árni var spurður að því hvort hann hefði áður verið á Sléttbak. „Nei. Ég var áður á Kaldbak en eftir að Hrímbakur var keyptur þá fór ég á hann og hef verið þar síðan. Mér finnst gott að færa mig á milli skipa, því fylgir tilbreyting og maður kynnist nýjum mönnum. Ég þekki t.d. ekki nærri alla sem hér eru um borð, hef reyndar aldrei séð suma þeirra.“ - Hvernig líst þér á aðstöð- una í þessum „nýja“ togara? „Mér líst mjög vel á skipið. Þetta er mun betri aðstaða en í hinum togurunum tveimur. Hér í eldhúsinu eru öll tæki ný nema steikarpannan. Uppþvottavél er hér en þetta er í fyrsta skipti Árni kokkur undirbýr hádeg- isverðinn. sem ég fæ slíkt um borð. Svo er öll aðstaða góð til vinnu, rými er gott og tækin ný, þannig að mér líst bara vel á þetta.“ Árni er í óða önn að útbúa hádegismatinn fyrir áhöfnina á meðan á spjalli okkar stendur. Dýrindis nautalundir verða von bráðar bornar á borð fyrir mannskapinn og manni þykir nánast nóg um steikurnar. En er alltaf svona fínn matur um borð? „Það eru alltaf eldaðar tvær heitar máltíðir á dag. Oft kem- ur fyrir að maður er með tví- réttaðan mat og mér finnst vera nauðsynlegt að elda góðan mat fyrir mennina um borð. Þetta er mikil vinna og oft erfið og því nauðsynlegt að fá góðan mat,“ segir Árni um leið og hann setur fyrsta skammtinn af nautalund- um í ofninn. Árni er að lokum spurður hvort ekki sé erfitt að sinna þessu starfi einn. „Það fer eftir því hvernig aðstaðan er í eldhúsinu. Eftir að frystiskipin komu þá voru eldhúsin betur búin þannig að einn maður gæti annað starfi matsveins. Áhafnir þessara skipa eru stærri, t.d. er 26 manna áhöfn hér um borð og menn geta séð að sjálfsafgreiðsla eins og er í þessu eldhúsi er líka til þæginda fyrir áhafnar- meðlimina ekki síður en mat- reiðslumanninn,“ segir Árni að lokum. JÓH Frá blóðgunarfæribandinu liggur leiðin í hausarann. Skipverjar snyrta þorskflökin. 11. nóvember 1987 - DAGUR - 9 inn hjá sjómönnum liggur mikil vinna og oft á tíðum hættuleg auk þess sem að sjómenn á frysti- togurum eru fjarri heimilum sín- um og ættingjum stóran hluta ársins. Kastið Ferill veiðinnar á frystitogurum er margþættur. Blaðamaður fór fyrst upp í brú á Sléttbak til að fylgjast með byrjuninni þ.e. þeg- ar trollið er látið fara. Skipstjór- inn hefur valið þann stað þar sem hann ætlar að kasta. Kallkerfi er tengt um allt skip og þaðan getur skipstjórinn komið skilaboðum til vaktmanna um að nú eigi að láta trollið fara. Fimm til sex menn fara þá aftur á trolldekkið og einn þeirra fer í lítið stjórnbúr þar sem hann getur stjórnað spilkerfinu og verið í sambandi við brú. Eftir að trollið hefur verið látið fara og toghlerarnir eru komnir í sjó er trollið dregið í nokkra klukkutíma. Á meðan á toginu stóð virti blaðamaður fyrir sér búnaðinn i brúnni. Kristján skipstjóri útskýrði hvernig tækin ynnu og má með sanni segja að tímar séu breyttir í þessum efnum eins og öðrum. í brúnni eru nákvæm sigl- ingatæki, ferilritari sem skráir leið skipsins, fjarskiptabúnaður, dýptarmælar og sjónvarpsskjáir sem tengdir eru við myndavélar á millidekki skipsins. „Þrátt fyrir að öll þessi nákvæmu tæki séu komin í skipin og hægt sé nú að fylgjast betur með veiðunum þá breytir það ekki því að skipið sjálft er alltaf fiskileitartækið,“ segir Kristján. Inn með trollið Eftir að togað hefur verið og skipstjórinn tekur ákvörðun um að hífa þá eru menn ræstir út á dekk. Sjómennirnir á Sléttbak virtust vera vanir þessum verkum enda gengu þau fljótt og öruggt fyrir sig. Þrátt fyrir það kom sú hugsun upp í hug blaðamanns hvernig aðstæðurnar væru á dekkinu í vetrarveðrum og mikilli ísingu. Menn geta vart verið öfundsverðir af þessu starfi við slíkar aðstæður. Þegar trollið hefur verið híft inn er opnuð lúga á dekkinu og fiskinum sturtað úr pokanum og „Hávaðinn virkar bara róandí á mig“ - segir Hilmar Lúthersson, yfirvélstjóri Niðri í vélarrúmi er hávaöinn nær ærandi. Hávaðavaldur- inn er heldur engin smásmíði, 3000 hestafla aðalvél skipsins. Ekki er þó aðalvélin það eina sem í vélarrúminu er því að um allt eru ýmiss kon- ar takkar og tæki sem fyrir þá sem ekki þekkja til líta út fyr- ir að vera óskiljanleg. En svo er þó ekki. Þrír vélstjórar sjá um að allt gangi sinn vanagang í vélarrúm- inu. Lítið stjórnbúr er einangr- að af í vélarrúminu og þar inni hitti blaðamaður fyrir yfirvél- stjóra skipsins, Hilmar Lúthers- son. Hann var fyrst beðinn að lýsa stuttlega búnaðinum í vél- arrúminu. „Hér inni má segja að allt sé nýtt. Það eina sem er gamalt hér er einn rennibekkur á verk- stæðinu. Annað er allt nýtt. f vélarrúminu er aðalvélin, ljósavélin, búnaður fyrir frysti- kerfi skipsins, og búnaður fyrir svartolíu en aðalvélin á að brenna svartolíu þó svo að okk- ur hafi ekki gengið sem skyldi með þann búnað í þessari ferð.“ Inni í búrinu þar sem við sitjum gefur að líta mikinn fjölda mæla og hnappa. Helst minnir þetta á stjórnklefa í flug- vél þó að sennilega sé ólíkt minni hávaði í flugvélunum. Hilmar útskýrir tilgang þessa búnaðar. „Hérna erum við með stjórn- borð með mælum sem gefur okkur ýmsar upplýsingar. Hér getum við m.a. séð hæð í tönk- um skipsins og í þetta borð er líka tengdur ýmis öryggisbún- aður í vélarrúminu. Niðri í vélarrúminu er líka vatnseimari sem framleiðir 10 tonn af vatni á sólarhring. Not- aður er hiti frá aðalvélinni tjl að hita vatnið en við undirþrýsting fæst vatnið til að sjóða við lágt hitastig eöa 35 gráður. Með þessu fæst vatn fyrir skipið en auk þess eru vatnstankar í skip- inu sem taka um 80 tonn.“ Fyrir svo langar veiðiferðir sem Sléttbakur kemur til með að fara þarf mikið magn af olíu. Hilmar var því spurður hversu mikið magn af olíu kæmist í tanka skipsins. „Nú spyrðu erfiðra spurn- inga. Þetta verð ég hreinlega að reikna út,“ segir Hilmar og hugsar sig um. „Ætli þetta séu ekki í kringum 320 tonn af olíu sem sennilegast endast í hart- nær tvo mánuði ef tankarnir eru fylltir. Við tökum nálægt þessu magni en það er ekki komið á hreint enn hve mikið má brenna af olíu, það fer eftir hve mikið aflast.“ Ekki er hægt að yfirgefa Hilmar án þess að spyrja hvort hann sé ekki orðinn þreyttur á að vera í þessum hávaða allan daginn. „Nei þetta er ágætt. Maður er orðinn vanur þessu þannig að þetta virkar bara róandi á mig,“ segir Hilmar brosandi. JOH niður í móttökuna. Þegar þessu er lokið er trollið látið fara að nýju og mennirnir fara niður á vinnsludekk til að vinna aflann. Þessi störf sem hér á undan hefur verið reynt að lýsa eru svip- uð á öllum togurum hvort sem um er að ræða ísfisk- eða frysti- togara. Eftir að aflinn er kominn á millidekkið eru störfin á frysti- togurum nokkuð ólík þeim á öðr- um togurum. í Sléttbak liggur færiband frá fiskmóttökunni og við hlið bandsins eru 8 ker og í þessi ker er fiskurinn flokkaður eftir að búið er að blóðga hann. Úr þessum blóðgunarkerum fer fiskurinn eftir öðru færibandi og nú að tveimur vélum sem hausa hann. Þessar vélar hausa þó einungis bolfisk en önnur vélasamstæða sér um að hausa karfa og grálúðu. Tveir menn sjá um að tína fiskinn í þessar vélar en frá hausurunum fer fiskurinn eftir enn einu færibandinu að flökunarvélinni. Hraðvirkar vélar Einn maður stendur við flök- unarvélina og sér um að mata hana. Vélin vinnur á ógnarhraða og þótt góður handflakari reyndi að hafa við vélinni þá hefði hann ekki „roð" við henni. Strax og flökin koma úr flök- unarvélinni tekur við önnur vél sem sér um að roðfletta fiskinn. Frá þessari vél fer fiskurinn eftir færibandi inn í annan sal þar sem snyrtingin tekur við. í þessari veiðiferð var fiskiríið frekar rólegt og því var fiskurinn unnin í dýrustu pakkningarnar sem þýðir að beingarður er skor- inn frá og hringormur hreinsaður úr fiskinum. Þetta er sá fiskur sem best verð fæst fyrir á Ameríku- markaði og því tilvalið tækifæri til þess að nota þessa verkun í þessum túr. Skipverjarnir á Sléttbak höfðu fyrir stuttu farið á námskeið hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og numið þar snyrtingu af vönum og eldfljótum frystihúskonunum. Ekki var heldur annað að sjá en þeir hafi lært vel til verkanna því fiskflökin sem frá þeim komu voru falleg og vel snyrt og ættu því að sóma sér vel á borðum kaupenda. Sjá næstu síðu. Gústi bátsmaður slær úr pönnunuin nieð tilþrifum. Böðvar Björnsson pakkar í pappaöskjurnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.