Dagur - 11.11.1987, Side 11

Dagur - 11.11.1987, Side 11
íþróttir 11. nóvember 1987 - DAGUR - 11 i l Heil umferð í 1. deildinni í handbolta: Hvað gerir KA gegn ÍR? - liðin leika í Höllinni kl. 20 - Þórsarar mæta UBK í Kópavogi á sama tíma í kvöld fer fram heil umferð í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. í Höllinni á Akur- eyri leika KA og ÍR kl. 20 og á sama tíma leika Breiðablik og Þór í Digranesi. í Laugardals- höll fara fram tveir leikir, Fram og KR mætast kl. 20.15 en strax á eftir hefst stórleikur 8. umferðar er Víkingur og FH mætast. í Valsheimilinu leika síðan Valur og Stjarnan kl. 18. KA-menn lögðu Þórsara að velli í 7. umferð og hafa því hlot- ið 5 stig. Brynjar Kvaran sagði eftir leikinn við Þór að ekki kæmi neítt annað til greina en að sigra ÍR í kvöld og síðan KR á laugar- dag. ÍR-ingar eru þekktir fyrir annað en að gefast upp og því má búast við fjörugum leik Höllinni í kvöld. ÍR-ingar gerðu jafntefli við Stjörnuna í 6. umferð og skoruðu þá jöfnunarmarkið eftir að leiktíma var lokið. í síðustu umferð sigruðu þeir Framara og skoruðu þá sigurmarkið úr víta- kasti eftir að leiktíma lauk. ÍR- ingar hafa komið mjög á óvart með góðri frammistöðu en liðið er nú í 6. sæti með 7 stig. Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig í deildinni og útlitið hjá lið- inu er orðið allsvart. Með sigri í kvöld gæti lukkuhjólið snúist lið- inu í hag. Haustmót HKRA: KA-menn unnu sex leiki en Þórsarar fjóra Pétur Bjarnason og félagar hans í KA taka á móti ÍR í kvöld en Blikar með Hans Guðmundsson í broddi fylkingar taka á móti Þórsurum. Mynd: tlv. - húsvörðurinn Haustmót Handknattleiksráðs Akureyrar fór fram í Höllinni um helgina. Leikið var í 6., 5. og 4. flokki drengja og 4. og 3. flokki stúlkna. KA-menn stóðu sig mjög vel í 6. og 5. flokki en Þórsarar voru sigur- sælli í eldri flokkunum. Fram- kvæmd mótsins var HKRA til lítils sóma og þá voru dómara- málin í miklum ólestri. Eftir því sem blaðið kemst næst hef- ur enn ekki verið skipuð ný stjórn HKRA og því ekki von á góðu. Sem dæmi um það þurfti húsvörðurinn í Höllinni að dæma nokkra síðustu leikina í mótinu, þar sem engir dómarar mættu til leiks. Það er argasta ókurteisi við þetta unga handknattleiksfólk, sem er jafn áhugasamt og raun ber vitni að standa ekki betur að málum en gert er. En annars urðu úrslit einstakra leikja á mótinu þessi: Drengjaflokkar: 6. fl. A Þór-KA 4:4 6. fl. B Þór-KA E7 Handbolti: Víkingur til Moskvu Isiandsmeistarar Víkings dróg- ust gegn sovéska stórliðinu CSKA Moskva í 8 liða úrslit- um Evrópukeppninnar í hand- knattleik. En í gær var dregið um það hvaða lið leiki saman í 3. umferð. Víkingur sló sem kunnugt er dönsku meistarana Kolding út í 2. umferð, um síð- ustu helgi. CSKA Moskva er eitt frægasta handknattleikslið heims, í liðinu eru margar stórstjörnur og má þar nefna stórskyttuna Mikael Vasiliev. Essen frá Þýskalandi, lið Alfreðs Gíslasonar dróst gegn Steaua Bucharest frá Rúmeníu í sömu keppni. Gdansk frá Póllandi mætir spænska liðinu Elgor Vidal Suva en stórleikur umferðarinnar er tvímælalaust viðureign júgóslav- nesku meistaranna Metaloplastica Sabac og tékknesku meistaranna Dukla frá Prag. Leikirnir fara fram síðari hluta febrúar og Víkingar leika fyrri leik sinn í Laugardalshöll. hljóp í skarðið og dæmdi nokkra leiki 6. fl. C Þór-KA 1:6 4. fl. C Þór-KA 17:10 5. fl. A Þór-KA 11:12 5. fl. B Þór-KA 9:13 Kvennaflokkar: 5. fl. C Þór-KA 1:10 4. fl. A Þór-KA 5:5 4. fl. A Þór-KA 20:15 3. fl. A Þór-KA 6:4 4. fl. B Þór-KA 14:13 3. fl. B Þór-KA 0:5 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Þoivaldur vann og skorar á Gunnar Harpa Örvarsdóttir Þórsari brýst inn af línunni en Hildur Símonardóttir reynir að stöðva hana. Myndin er úr leik KA og Þórs í 3. flokki A á laugar- dag. Mynd: EHB. Þorvaldur Þorvaldsson rétt marði Ingibjörgu Gísladóttur í get- raunaleiknum um helgina. Hann hafði 8 leiki rétta en Ingibjörg 7 leiki. Þorvaldur heldur því áfram en hann hcfur nú þegar lagt flmm keppendur að velli, sem er næstbesti árangurinn að þessu sinni. Sveinbjörn Sigurðsson á metið en hann sigraði 6 sinnum áður en hann datt út. Þorvaldur fær því tækifæri á því að jafna met Sveinbjörns og hann hefur skorað á Gunnar Kárason starfsmann hjá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar. Gunnar á sér ekki neitt uppáhalds lið á Englandi en hefur þó sterkar taug- ar til Man. United eftir að liðið kom til Akureyrar fyrir nokkr- um árum og lék gegn KA. Spá þeirra félaga lítur þannig út: Þorvaldur: Gunnar: Coventry-Wimbledon 1 Everton-West Ham 1 Newcastle-Derby 1 Norwich-Arsenal 2 Nott.Forest-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Luton 1 Southampton-Oxford 1 Tottenham-Q.P.R. x Watford-Charlton 1 Middlesbro-Hull I Reading-Man.City x W.B.A.-Ipswich 2 Coventry-Wimbledon 1 Everton-West Ham x Newcastle-Derby x Norwich-Arsenal 2 Nott.Forest-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Luton x Southampton-Oxford 2 Tottenham-Q.P.R. x Watford-Charlton 1 Middlesbro-Hull 1 Reading-Man.City 2 W.B.A.-Ipswich x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 íslandsmótið í handknattleik 1. deild KA.ÍR mII 1 í íþróttahöllinni í kvöld kl. 20. Komið og sjáið spennandi le ik

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.