Dagur - 26.11.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 26. nóvember 1987 226. tölublað
Hefur þú kynnt þér
fjármálaráðgjöf
Kaupþings Norðurlands?
éélKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 - Akureyri Sími 96-24700
Kemur erlendur
tannlæknir í Ólafsfjörð?
„Menn hljóta
að neyta
allra bragða"
- segir bæjarstjóri
Ólafsfjörður hefur verið tann-
læknislaus frá í haust. Þá hafði
verið starfandi tannlæknir um
eins árs skeið í bænum en þar á
undan var tannlæknislaust í
eitt ár. Ólafsfírðingar eru að
vonum óánægðir með þetta
ástand og hefur nú verið
ákveðið að leita til þess fólks
sem nú er að Ijúka námi og
jafnvel verður leitað út fyrir
landsteina til að fínna tann-
lækni.
„Jú, þetta er rétt. Þetta er
möguleiki sem hefur verið rædd-
ur og menn hljóta að neyta allra
bragða til að fá tannlækni. Það er
verulega slæmt þegar detta úr
ár inn í milli eins og gerst hefur
hér,“ sagði Valtýr Sigurbjarna-
son, bæjarstjóri í Ólafsfirði er
það var borið undir hann hvort
leitað yrði erlendis eftir nýjum
tannlækni í Ólafsfjörð.
Valtýr sagði að Björn Rögn-
valdsson sem síðast starfaði við
tannlækningar í Ólafsfirði hafi
gert gott átak í tannheilsu skóla-
barna áður en hann fór en í vetur
sé ekki útlit fyrir að fastur tann-
læknir komi til starfa í Ólafsfirði.
Valtýr sagði að á næstunni verði
kannaður áhugi meðal nema í
tannlæknadeild á að koma til
starfa í Ólafsfirði en ef ekki fáist
nein vilyrði sé ekki um annað að
velja en leita erlendis eftir tann-
lækni. JÓH
- þar af um þriðjungi til frambúðar
- tæki til framleiðslu á gaffalbitum
seld til Hornafjarðar
Akureyri:
Heimavist á 250
Kostnaðaráætlun vegna fyrir-
hugaðrar byggingar heimavist-
ar við Menntaskólann á Akur-
eyri liggur nú fyrir. Samkvæmt
henni mun byggingin kosta um
250 milljónir króna. Áætlunin
er unnin af Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf. en
frumteikningar af húsinu eru
gerðar af þeim Bjarna Reykja-
lín og Árna Árnasyni á Teikni-
stofunni Form.
Á frumteikningum, sem vel að
merkja eru aðeins hugmyndir að
stærð og lögun byggingarinnar en
ekki endanleg hönnun, má sjá að
nýja heimavistin tengist þeirri
gömlu að norðanverðu og teygir
sig síðan í suður, meðfram Þór-
unnarstræti. Milli bygginganna
verður nánast U-Iaga, opið og
sólríkt svæði.
Jóhann Sigurjónsson skóla-
meistari MA sagðist ekki vera
sáttur við þessa tölu, 250 milljón-
ir. „Ég held að það sé hægt að
gera þetta miklu ódýrara en
arlína og tæki til pökkunar í
dósir. Kaupandi tækjanna er
Fiskimjölsverksmiðja Horna-
fjarðar en gengið var frá samn-
ingum um kaupin í gær.
Fiskimjölsverksmiðjan er stór
síldarsaltandi. Hermann Hans-
son framkvæmdastjóri sagðist
telja að vegna þess gæti raun-
kostnaður á hráefninu verið
minni en ella auk þess sem aukin
söltun myndi nýta betur fasta-
kostnað fyrirtækisins. ET
Lífeyrissjóður Einingar:
Mun færri
sækja um
lán en áður
„Þaö er hagkvæmara fyrir líf-
eyrissjóðina að kaupa skulda-
ibréf í stórum skömmtum og
þurfa ekki að standa í inn-
heimtu hjá einstaklingum. Það
er líka mun tryggari ávöxtun á
fjármunum sjóðanna,“ sagði
Jón Helgason hjá Lífeyrissjóði
Sameiningar á Akureyri. Mik-
ið hefur dregið úr umsóknum
einstaklinga um lífeyrissjóðs-
lán eftir að reglum uisi hús-
næðislánakerfið var breytt í
fyrra.
Að sögn Jóns Helgasonar er
fylgt sömu reglum í ár og giltu í
fyrra; hámarkslán til sjóðfélaga
er kr. 380 þúsund. Allar umsókn-
ir sem hafa borist hafa verið
afgreiddar í samræmi við þágild-
andi reglur. Að meðaltali berast
4-5 umsóknir á mánuði en áhugi
fólks á þessum lánum hefur stór-
minnkað þegar í boði eru lán frá
Húsnæðisstofnun ríkisins með
niðurgreiddum vöxtum.
„Við uppfyllum samninga okk-
ar við Húsnæðisstofnun ríkisins
og höfum samið um skuldabréfa-
sölu til þeirra til ársins 1990. Þó
höfum við ekki lokað fyrir lán til
einstaklinga eins og sumir aðrir
lífeyrissjóðir og höfum afgreitt
allar umsóknir eins og áður. En
það er tímaspursmál hversu lengi
við munum halda áfram á þeirri
braut.
Sú breyting hefur orðið á þessu
ári að menn hafa í ríkari mæli
greitt upp skuldir sínar við okkur
eða greitt lánin hraðar niður en
áður. Þetta bendir til að fjárhag-
ur einhverra sé betri en áður. í
annan stað hefur mönnum
blöskrað hvernig lífeyrissjóðslán-
in hafa hlaðið utan á sig, þau hafa
hækkað mun meira en launin í
landinu," sagði Jón Helgason.
EHB
Skyldustörfin.
Mynd TLV
Sigló hf. á Siglufírði hefur hætt
framleiðslu gaffalbita. Fram-
leiðslulína fyrir gaffalbita hef-
ur verið seld til Hafnar í
Hornafirði og öllu starfsfólki
fyrirtækisins hefur verið sagt
upp. Meirihluti starfsfólksins
verðúr þó ráðinn aftur til vinnu
við rækjuvinnslu fyrirtækisins
sem rekin verður áfram.
Ákvörðun þessi var tilkynnt
starfsfólki fyrirtækisins á fundi í
fyrradag en- uppsagnirnar taka
gildi 1. desember. Þá verður íllu
starfsfólki fyrirtækisins, um 70 að
tölu sagt upp, þar af um 20-25
manns til frambúðar. Afgangur-
inn verður ráðinn aftur sem fyrr
segir.
„Við teljum okkur ekki geta
haldið þessari framleiðslu áfram
þar sem enn hefur ekki tekist að
ná hagnaði í framleiðslunni,"
sagði Guðmundur Skarphéðins-
son framkvæmdastjóri um ástæð-
urnar fyrir þessari skipulags-
breytingu á fyrirtækinu. Gaffal-
bitaframleiðslan hjá Sigló hófst
árið 1984 þegar núverandi eig-
endur keyptu fyrirtækið og hefur
alla tíð verið rekin með tapi.
Framleiðslan hefur verið seld fyr-
ir dollara til Sovétríkjanna og
lækkun á gengi dollars hefur enn
aukið vandann.
Tækin sem um er að ræða eru
síldarflökunarvél, niðurlagning-
milljónir?
Frumdrög að nýrri heimavist við MA. Hún tengist þeirri gömlu og teygir sig
í suður meðfram Þórunnarstræti.
þarna er gert ráð fyrir. Forsend-
urnar eru mjög litlar að mínu
mati. Það var ekki til fjármagn til
að gera úttekt á vcrkinu og því
var reynt að finna einhverja sam-
líkingu og sú samlíking var helst
gerð við hótel og það gerir töluna
hærri en ella. Við ætlum ekki að
byggja neitt lúxushótel þarna,“
sagði Jóhann.
Aðspurður kvaðst hann ekkert
geta sagt um það hvenær fram-
kvæmdir myndu hefjast fyrr en
Alþingi væri búið að afgreiða
fjárlagafrumvarpið. En um leið
og fjárveiting fengist yrði ráðist
af fullum krafti í hönnun bygg-
ingarinnar, en þau frumdrög sem
nú liggja fyrir mættu alls ekki
skoðast sem teikningar sem byggt
yrði eftir.
Samkvæmt frumdrögum eru
herbergin á heimavistinni 2ja
manna, tæplega 26 fermetrar
með baði. Nýja heimavistin
verður, líkt og núverandi hús-
næði, rekin sem Edduhótel á
sumrin. SS
Sigló hf:
Öllu starfsfólki
sagt upp