Dagur - 26.11.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 26. nóvémbér 1987
Hvammstangi:
Viðgerð lokið á Glað
Hjá útgerðarstjóra Meleyrar
hf. fengum við þær fréttir, að
viðgerð á vélbátnum Glað væri
lokið og er ráðgert að hann fari
á línuveiðar. Gert hefur verið
við spil bátsins og heldur hann
til veiða í kvöld. Vel fiskast á
innfjaröarækjunni en bátarnir
eru svo gott sem búnir með
kvótann. „Verst að fá ekki
meiri rækju, eina lausnin er að
það verði aukið við kvótann,“
sagði Svanur Jóhannsson
útgerðarstjóri.
Aðspurður um það hvar Glað-
ur kæmi til með að leggja línuna,
þá svaraði Svanur því til að hann
hefði frétt af bát af Ströndunum
sem hefði verið að fiska ágætlega
í „Birgisvíkurpollinum“, tiltölu-
lega innarlega í flóanum. „En
annars róa bátarnir mikið á
Hornbankann, á Tunguna og svo
náttúrlega Reykjafjarðarálinn.
Glaður kemur til með að leggja
upp hér á Hvammstanga. Hvern-
ig farið verður með aflann er nú
ekki alveg ákveðið, þ.e.a.s. hvort
við söltum hann eða sendum frá
okkur, það er ekki alveg ljóst. Pó
geri ég fastlega ráð fyrir því að
við vinnum aflann eftir því sem
við höfum mannskap til,“ sagði
Svanur.
í samtalinu við Svan kemur
fram að líklega verða innfjarða-
rækjubátarnir búnir með kvótann
eftir svona tíu daga og gefur auga
leið að það mun koma illa niður á
atvinnulífi staðarins. „Pað er vit-
anlega mjög bagalegt fyrir okkur
og þá um leið fyrir fólkið sem við
höfum í vinnu ef við fáum ekki
hráefni. Þegar bátarnir eru búnir
með kvótann þá fer verulega að
harðna á dalnum hjá okkur. Ein-
hverjar þreifingar eru byrjaðar í
sambandi við það að fá aukinn
kvóta, en hvað út úr því kemur
veit enginn, en þangað til verður
maður að vera bjartsýnn,“ sagði
Svanur að lokum. pbv
Utgjöld sveitar-
félaga aukast
- en tekjur Jöfnunarsjóðs vaxa nokkuð á móti
Fjármálaráðuneytið hefur sent
frá sér fréttatilkynningu um
álagningu útsvars og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
en undanfarið hefur mikil
umræða um þessi efni farið
fram.
Meginefni tilkynningarinnar er
á þá leið að á næsta ári sé ætlunin
að stíga fyrsta skrefið í átt að
breyttri verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Þessi breyting mun
hafa í för með sér 200-250 millj-
óna króna útgjaldaaukningu
sveitarfélaga á árinu 1988.
Til að vega á móti þessu er gert
ráð fyrir tekjuaukningu Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga að upphæð kr.
400 milljónir frá núgildandi fjár-
lögum.
Skuldir ríkisins við sveitar-
félögin vegna framkvæmda sem
þegar hefur verið unnið að nema
um 450 milljónum króna. Fjár-
málaráðherra hefur lagt til að
þessi skuld verði að fullu greidd
upp á næstu þremur árum með
150 milljóna króna fjárveitingu
hvert ár næstu þrjú ár. í tilkynn-
ingunni segir að ætla megi að
með þessum ráðstöfunum sé
sveitarfélögunum bættur sá
kostnaðarauki sem felst í breyttri
verkaskiptingu auk þess sem
gengið sé frá óuppgerðum skuld-
um vegna sameiginlegra fram-
kvæmda fyrri ára.
Þá er rætt um staðgreiðslukerfi
skatta og tekið sérstaklega fram
að breytt skattakerfi megi ekki
verða til að auka skattaálögur
eða stuðla að skattahækkunum.
Umræða hafi átt sér stað um
útsvarshlutfallið og hversu hátt
það megi vera í staðgreiðslukerf-
inu svo ekki sé gengið gegn
ofangreindu markmiði. Ljóst sé
að álagt útsvar á árinu 1987 sé um
7.235 milljónir kr. í staðgreiðslu-
kerfi hefði 6,25% útsvar skilað
svipuðum tekjum eða 7.290 millj-
ónum kr. á þessu ári. 7,5% útsvar
hefði skilað 8.748 milljónum kr.
Varðandi árið 1988 kemur
fram að 6,25% útsvar hefði skil-
að sveitarfélögunum 8.529 millj-
ónum króna í álagningu. Þetta
þýðir sömu eða svipaðar raun-
tekjur og fyrir árið 1986. Ef
hámarksálagningu 7,5% væri
beitt þýddi það um 1700 milljónir
kr. umfram lægra dæmið. Þetta
leiddi til 6,82% skattbyrði
útsvars í staðgreiðslu samanborið
við 5,7% og 5,87% á þessu og
síðasta ári. Hér er um að ræða
skattbyrði upp á 25-30 þúsund
krónur fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu. EHB
Hann er væntanlega ekki að brýna kutan á jólasteikina þessi starfsmaður hjá ÚA, en þó er hann glaðhlakkalcgur á
SVÍpínn. Mynd: TLV
Hlíðarfjall:
„Ekki eins miklar úti-
leguferðir og áður“
- segir Sigfús Jónsson um skíðaíþróttina
Akureyri hefur oft verið köll-
uð vetrarparadís, enda er mjög
skemmtilegt skíðasvæði í Hlíð-
arfjalli fyrir ofan bæinn. Nú í
lok nóvember, er að vísu ekki
mjög vetrarlegt um að litast,
auð jörð og sunnanblær.
Skautafólk getur þó farið að
hugsa sér gott til glóðarinnar
því verið er að útbúa vélfryst
skautasvell sem hægt verður
að nota í a.m.k. 8 mánuði á
ári. Skíðamenn eru hins vegar
háðir snjónum.
Eflaust mun gjörbreytt aðstaða
Skautafélags Akureyrar efla
Akureyri enn frekar sem vetrar-
Eggjabændur vilja undanþágu frá samkeppnislögum:
Innbyrðis samkeppni leiðir
til gjaldþrots margra bænda
Eggjabændur ákváðu sl.
mánudag að hverfa frá samráði
um verð fyrir kfló af eggjum.
Jafnframt sóttu þeir um
undanþágu frá lögum um sam-
keppni en nú er rúm vika síðan
þeir komu sér saman um að
hækka verð á eggjum í 160-
180 krónur. En hvers vegna
taka eggjabændur þennan
kost?
„Við teljum að sú samkeppni
sem hefur verið innbyrðis á milli
framleiðenda hafi verið svo hörð
að slíkt leiði ekki til annars en
gjaldþrots hjá mörgum bændum
og þar af leiðandi verði ekki eftir
nema tveir til þrír aðilar sem allir
vita hvernig fara með verðið þeg-
ar í slíka aðstöðu er komið,“
sagði Jón Gíslason, fyrrverandi
formaður Sambands eggjafram-
leiðenda í samtali við Dag.
Ef það verð sem eggjabændur
hafa sett og nú er í gildi verður
brotið á bak aftur telja þeir ekki
aðra leið færa en að óska eftir
verðlagningu á eggjum. „Verðið
út úr búð í dag er gegnumsneitt
199 kr. en það er nánast sama
verð og í ágúst 1985. Það er
kannski eðlilegasta leiðin að
verðið verði ákveðið í gegnum
sex-mannanefndarkerfið en þá
mundu neytendur að sjálfsögðu
krefjast þess að sett verði há-
marksálagning á egg. Mér kæmi
ekki á óvart þótt eggjaverð fari þá
nálægt 300 krónum á kíló,“ sagði
Jón Gíslason.
Kaupmenn hafa ákvörðunar-
vald varðandi verðlagningu á
eggjum en viðmiðunarverð frá
eggjabændum er 162 krónur lág-
marks og 180 hámarksverð. Innan
þessa ramma er mismunandi verð
í gangi frá framleiðendum en ætl-
ast er til að stærstu markaðirnir
fái eggin á lágmarksverði vegna
stærðarhagkvæmni. JOH
íþróttamiðstöð. í Hlíðarfjalli er
hins vegar þörf á uppbyggingu og
hafa þeir Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri og Þoríeifur Þór Jónsson,
starfsmaður atvinnumálanefnd-
ar, rennt þangað hýru auga með
vaxandi ferðamannaiðnað í
huga.
Aðspurður sagði Sigfús að
byrjað væri að vinna að framtíð-
aráætlunum varðandi Hlíðarfjall
án þess þó að hægt væri að greina
frá áþreifanlegum niðurstöðum.
„Auðvitað er þetta bara einn
þáttur í því að efla Akureyri sem
ferðamannabæ og gera lífið fjöl-
breyttara í bænum," sagði Sigfús.
Hann sagðist telja grundvöll
fyrir rekstur skíðahótels brostinn
og að gisting myndi leggjast þar
af í framtíðinni, enda væri stutt í
hótelin í bænum. Hins vegar
þyrfti skíðafólk alltaf að hafa
afdrep og starfsfólkið í Hlíðar-
fjalli þyrfti sína aðstöðu þannig
að það væri spurning hvort ekki
ætti að rífa Skíðastaði og koma
upp einfaldari þjónustumiðstöð.
„Þetta eru ekki eins miklar úti-
leguferðir og áður. Fólk vill frek-
ar gista í bænum, fara á skíði í
einhvern tíma og síðan á hótelið
sitt aftur, fá sér eitthvað gott að
borða, fara í leikhús o.s.frv. Nú
eru allir á bílum og auk þess eru
reglulegar rútuferðir í Fjallið,"
sagði Sigfús. SS