Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 5
W! hó«WérWó7-^ÁöUr - S
„Þaft eru ökumeimímír
sjálfir sem valda slysunuma
- spjallað við Gunnar Jóhannsson lögreglumann á Akureyri
Gunnar Jóhannsson lögreglu-
maður á Akureyri er einn
þeirra manna sem áhuga hafa á
bættri umferðarmenningu í
bænum. Gunnar hefur fylgst
með þeirri þróun sem orðið
hefur á tíðni slysa á Akureyri
og hefur sínar skoðanir á hvað
veldur fjölgun slysa í bænum.
En hvað er að í umferðinni?
„Það sem að er í umferðinni á
Akureyri eins og annars staðar á
landinu eru þessir stanslausu
árekstrar og umferðarlagabrot
sem hér eru alla daga. Auðvitað
stingur árekstrafjöldinn á Akur-
eyri í augun en hann er náttúr-
lega alltof mikill miðað við ekki
fleiri bíla og meira gatnakerfi.
Meirihlutinn af þessum slysum
þyrfti ekki að verða ef menn færu
eftir reglunum og gáðu að hvað
þeir eru að gera.“
- Hverju heldurðu að sé um
að kenna að þessir árekstrar og
slys verða?
„Þetta er mest kæruleysi og
virðingarleysi fyrir lögum og
reglum. íslendingar eru þekktir
fyrir agaleysi og því verður ekki
breytt á skömmum tíma. Það
þarf að byggja upp nýjan hugs-
anagang hjá fólki og til þess dugir
ekkert minna en stanslaus áróð-
ur. Allur áróður er góður ef hann
er markviss og kemur fram í réttu
formi.“
- Nú er stundum sagt að
kennslu ökumanna sé ábótavant.
Þarf að breyta ökukennslunni?
„Kannski þarf ekki að breyta
henni heldur gera hana meiri og
láta nemendur fá meiri reynslu
og æfingu í akstri við mismun-
andi aðstæður. Krakkar sem fá
bílpróf 17 ára hafa oft ekki þessa
reynslu og það verður þeim að
falli. Sumir þeirra hafa heldur
ekki nægan þroska til að haga sér
rétt í umferðinni."
Gunnar Jóhannsson.
- En er viðhorf og hegðan
ungra ökumanna í dag nokkuð
verri en t.d. fyrir 10 árum?
„Nei, aðstæður hafa breyst frá
því sem var og mun fleiri ungir
ökumenn fara út í umferðina í
dag en fyrir 10 árum. Nú eru til
fleiri bílar og öllum þykir sjálf-
sagt að eiga bíl og af því leiðir að
fleiri ungir ökumenn eru út í
umferðinni. Bílarnir eru líka
kraftmeiri og hraðskreiðari en
áður en hvort hugsanagangurinn
sjálfur hafi breyst held ég ekki.“
- Nú segir fólk oft að gatna-
kerfið á Akureyri bjóði upp á
umferðarslys. Er þetta rétt?
„Það eru alltaf einhverjir sem
finna að gatnakerfinu hvernig
sem það er. Auðvitað gætu ein-
hver atriði verið betri en ég held
að ekki sé hægt að kenna gatna-
kerfinu um árekstra og siys á
götunum. Það eru hvorki göturn-
ar né þílarnir sem valda slysunum
heldur ökumennirnir sjálfir.“
- Eru óhöpp orðin áberandi
mörg á Akureyri?
„Já, það er áberandi fjölgun
óhappa í umferðinni á þessu ári
frá því sem var í fyrra. Við tók-
um nýlega saman hvað var búið
að tilkynna mörg óhöpp til lög-
reglunnar og þá kom í ljós að þau
eru að nálgast 800 það sem af er
árinu. Þetta eru allt of mörg
óhöpp og allt of mikið eigna-
tjón,“ segir Gunnar.
- Þegar talað er um að
umferðarmenningu sé ábótavant
segir fólk oft að löggæsla í
umferðinni sé ekki næg. Kemur
til greina að herða löggæslu á
götunum?
„Þetta er kostur sem verður að
huga vel að. Núna er nýbúið að
herða gæsluna í Reykjavík og þar
hrúgast upp kærur á ökumenn
fyrir alls konar umferðarlaga-
brot. Gæsla skilar alltaf árangri
en hún kostar líka bæði mann-
skap og tæki og slíkt kallar á pen-
inga. Þar stendur hnífurinn í
kúnni.“
-Umferðarlagabrot má flokka
í nokkra flokka t.d. hraðakstur,
akstur gegn rauðu ljósi, aðal-
brautarréttur ekki virtur og svo
framvegis. Er einhver einn flokk-
ur brota sem er áberandi hér á
Akureyri?
„Já, það er áberandi að aðal-
brautarréttur er ekki virtur. Það
eru kæruleysi, sofandaháttur og
klaufaskapur sem valda slysunum
t.d. er það oft svar manna þegar
þeir keyra í veg fyrir bíla á aðal-
braut að þeir hafi ekki tekið eftir
bílnum. Þetta er auðvitað ekkert
annað en sofandaháttur og
aðgæsluleysi en svona verða
fjöldamargir árekstrar,“ segir
Gunnar Jóhannsson. JOH
Vélsleða- og útilífsmenn
Norðurlandi athugið!
L.I.V.
Þeir sem vilja gerast félagar í L.Í.V. Landsam-
bandi íslenskra vélsleðamanna hafið samband
við Stefán Þengilsson í síma
24913 eða Þorstein
Pétursson í síma 21509
og látið skrá ykkur í
félagið.
Biocomfort
heilsunnar
vegna
Akureyringar (Eyfirðingar):
Kynnum hin geysivinsælu
BioComfort iðubaðtæki,
sem breyta venjulegu baðkeri í afkastamikinn
nuddpott, í versluninni Hita sf. Draupnisgötu 2,
Akureyri, laugardaginn 28. nóvember.
Komið og kynnist frábærri heilsulind.
M.G. KRISTJÁNSSON SF.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Innigosbrunnar
Ert þú áskrifandi?
Dagur Akureyri, sími 96-24222
Dagur llúsavík, sími 96-41585
Dagur Reykjavík, sími 91-17450
Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960
Dagur Blönduósi, sími 95-4070
Skilid getraunaseölinum fyrir
nóvember sem fyrst.
Dregið verður um hljómtækjasamstæðu
að verðmæti 98.000 kr. 15. desember.
Einungis skuldlausir áskrifendur
geta tekið þátt í getrauninni.