Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 9
26. nóvember 1987 - DAGUR - 9
„Ég bara veit það ekki, ég hef
aldrei verið giftur.“ (Hann hlær
aftur.)
Svenni: „Það þýðir ekkert að
spyrja Júlla svona spurninga.
Hann stundar ekki ástamálin.
Hann er svo saklaus, þess vegna
fékk hann Júlla-nafnið.“
Júlli: „Ég er einn af þessum
saklausu. Aftur á móti væri allt í
lagi að hafa fleiri konur í Snigiun-
um - fleiri á hjólum.“
- Hefur þú farið í margar
Sniglaferðir?
„Já, ég hef farið í nokkrar,
sennilega fjórar ferðir og fannst
mjög gaman. í þessum ferðum er
náttúrlega dreypt á góðum
drykkjum, í hófi þó. Það eru allt-
af nokkrir sem drekka alls ekki.“
- Eru til Sniglapartý?
„Já þau eru til og eru yfirleitt
eins og önnur partý, nema þar
eru aðallega Sniglar. Helsti kost-
urinn við Sniglapartý er sá að þar
|er náttúrlega rætt um mótorhjól-
in. Allir eru með sömu áhuga-
mál. Sumir hafa líka áhuga á
jeppum.“
- Hittast allir Sniglar á landinu
oft?
„Ekki oft, kannski. Þó er
landsmót Sniglanna einu sinni á
ári. Þar eru stundaðar alls konar
íþróttir, eins og hreðjaglíma,
sem er mjög sérstök glíma. Þar er
barist í fullum skrúða, í stígvél-
um, leðurgalla og með hjálm og
hanska. Hjálmurinn er hafður
lokaður og allt er rennt eða
smelít, hvar sem hægt er á gall-
anum. Við iðkum líka „tegunda-
reiptog,“ sem Honda vinnur
alltaf. (Hlátur. Júlli er nefnilega
mikill Hondaaðdáandi.) Svo er
keppt í Snigli, sem er kapphlaup
og „Sippómundun" sem felst í
því að menn taka Sippó-kveikjar-
ann upp úr vasanum og kveikja á
honum. Sumir eru það færir að
þeir taka kveikjarann logandi
upp úr vasanum.“
- Hvað verður svo um Snigl-
ana á veturna?
„Þeir skríða í skel sína. Taka
hjólin sín inn í skúr og pússa þau.
Svo eru fundir hér á Akureyri
hálfsmánaðarlega. Svo er árshá-
tíðin á vorin.“ *
- Trúir þú á jólasveininn?
„Já auðvitað, en ég held þó
ekki að hann sé að finna í röðum
Snigla.“
Björn Þór Kristjánsson:
Ég hef nú ekki hugsað mér að
gera það alveg á næstunni.
Hvoru tveggja er að ég horfi
frekar lítið á sjónvarp, nú og
svo er ég sjómaður og horfi þá
helst á myndbandið um borð.
Guðmundur Ingþórsson:
Já, ég býst nú frekar við því.
Býst fastlega við að maður fái
sér afruglarann, og hvíli þá
frekar myndbandið.
Helga Adolfsdóttir:
Jú, alveg endilega Stöð 2, það
er mikill áhugi hjá mér fyrir því
að fá hana hingað. Mundi þá
líklega hætta við sameiginlegt
myndbandakerfi sem við erum
með í raöhúsalengjunni sem ég
bý í.
Rósa Margrét
Sigursteinsdóttir:
Ætli maður ráði miklu í sam-
bandi við það. Börnin eru búin
að biðja okkur að kaupa afrugl-
ara og ætli maður láti það ekki
eftir þeim. Persónulega er ég
ekki hlynnt viðbót á þessu sviði,
finnst alveg nóg það sem fyrir
er.
Sveinn Guðlaugur Jónsson:
Nei, það eru alveg hreinar línur
að það ætla ég ekki að gera.
Satt best að segja finnst mér
alveg nóg að vera með ríkis-
sjónvarþið og svo velur maður
sjálfur sínar myndir í mynd-
bandið.
spurning vikunnar
Ætlar þú að fá þér afruglara
til að ná Stöð 2?
__________(Spurt á Blönduósi)______