Dagur - 26.11.1987, Síða 15
26. rióvember 1987 - DAGUR - 15
Fá Akureyringar Kevin Keegan í heimsókn í sumar? Það yrði svo sannarlega
viðburður ef af verður.
Kevin Keegan
til Akureyrar?
íþróttir
Valur-KA í kvöld í bikarkeppni HSÍ:
„Tími kominn að hrista af
sér aumingjaskapinn“
- segir Þorleifur Ananíasson liðsstjóri KA
Töluverðar líkur eru á því að
hinn heimsfrægi enski knatt-
spyrnumaður Kevin Keegan
komi til Akureyrar næsta sum-
ar á vegum knattspyrnudeildar
KA. Deildin vinnur að því um
þessar mundir að fá hann hing-
að til að leiðbeina á knatt-
spyrnunámskeiði fyrir yngstu
knattspyrnumenn bæjarins.
Um þetta hefur verið rætt við
Keegan og hafa viðbrögð hans
verið mjög jákvæð.
Keegan er mikill golfáhuga-
maður og því yrði ferð hans hugs-
uð sem bæði knattspyrnu- og
golfferð. En hann hefur sýnt því
áhuga að leika golf að Jaðri og þá
hugsanlega í Aretic Open
alþjóðamótinu sem fram fer í
sumar.
Kevin Keegan er einn snjallasti
knattspyrnumaður Englendinga
fyrr og síðar og hann var m.a.
Stjórn knattspyrnudeildar KA
var öll endurkjörin á aðal-
fundi deildarinnar sem haldinn
var í KA-heimilinu í fyrra-
kvöld. Stefán Gunnlaugsson
mun því sitja áfram sem for-
maður en hann hefur unnið
geysilega mikið og fórnfúst
starf fyrir félagið, eins og
reyndar aðrir stjórnarmenn.
Aðrir í stjórninni eru Gestui
Jónsson, Gunnar Kárason, Ólaf-
ur Ólafsson, Magnús Magnús-
son, Sveinn Brynjólfsson og
Örlygur ívarsson. Stjórnin hefur
tvívegis valinn „Knattspyrnu-
maður Evrópu", er hann lék með
Hamburger Sportverein í Þýska-
landi á árunum 1977-80. Hann
var keyptur til Liverpool árið
1971 fyrir 35.000 pund og með
liðinu varð hann tvívegis Eng-
landsmeistari, FA-bikarmeistari
og Evrópumeistari. Hann hélt
síðan til Þýskalands og lék með
HSV.
Eftir að hann kom heim til
Englands á ný lék hann fyrst með
Southampton og svo Newcastle í
2. deild. Keegan lék í 2 ár með
Newcastle og var öðrum fremur
maðurinn á bak við það að liðið
vann sig upp í 1. deild árið 1984.
Hann lét það verða endinn á
glæstum ferli og lagði skóna á
hilluna það sama ár. Keegan lék
63 landsleiki fyrir England og
skoraði í þeim 21 mark.
ekki endanlega skipt með sér
verkum en þeir Ólafur og Gestur
sjá að öllum líkindum um fjár-
málin, Magnús þá ritari og Sveinn
varaformaður.
„Það byggist allt á því að
árangur meistaraflokks sé góður
og ég vildi ekki standa í því að
reka svona deild ef svo væri
ekki,“ sagði Stefán Gunnlaugs-
son í samtali við blaðið, „Rekst-
urinn gekk þokkalega en við
erum þó aðeins undir núllinu,"
sagði Stefán einnig.
Valur og KA leika að Hlíðar-
enda í kvöld í fyrstu umferð
bikarkeppninnar í handbolta.
Á sama tíma leika UMFN og
Fram í Njarðvík og Grótta og
KR b á Seltjarnarnesi. KA-
menn hafa oftast stoppað stutt
í bikarkeppninni og Ijóst er að
róður liðsins verður þungur í
kvöld. Valsmenn hafa leikið
mjög vel í vetur og unnið alla
leiki sína í nýja íþróttahúsinu
að Hlíðarenda.
KA sótti Val heim í 1. deild-
inni í 3. umferð og tapaði með 10
marka mun 10:20. Það var ein-
mitt í þeim leik sem Jakob Jóns-
Hið árlega Laugamót í innan-
hússknattspyrnu fór fram að
Laugum í Reykjadal um síð-
ustu helgi. Alls mættu 22 lið til
leiks frá 18 félögum og var
leikið í fimm riðlum. Fimm lið
voru í tveimur riðlum og fjögur
í þremur. Lið Menntaskólans á
Akureyri skaut öðrum liðum
ref fyrir rass og sigraði á mót-
inu. A lið Þórs hafnaði í öðru
sæti og Einherji frá Vopnafirði
í því þriðja.
Tvö lið komust áfram úr hverj-
um riðli í þrjá milliriðla. Efstu
liðin úr milliriðlunum komust í
úrslitakeppnina þar sem allir léku
við alla. í A-riðli léku Þór A,
UMFP, HSÞ-B, Magni A og
Árroðinn og komust Þór A og
Magni A áfram. í B-riðli léku
Æskan, Þór B, HSÞ-A og Magni
B og komust HSÞ-A og Þór B
áfram.
í C-riðli léku Reynir B, Tinda-
stóll, Huginn, Kópasker og Hvöt
og komust Huginn og Hvöt
áfram. í D-riðli léku Leiftur,
Reynir A, Neisti og Einherji og
komust Einherji og Reynir A
áfram. í E-riðli léku Laugar,
UMFS, ÍMA B og Efling og
komust ÍMA B og UMFS áfram.
Milliriðlar:
í fyrsta milliriðli léku Þór B,
Einherji og Magni og vann Ein-
herji báða sína leiki og komst því
í úrslit. í öðrum milliriðli léku
HSÞ A, Huginn og UMFS og þar
sigraði Huginn í báðum sínum
leikjum og komst í úrslit. í þriðja
milliriðli léku síðan Þór A, Reyn-
ir A, Hvöt og ÍMA B og þar sem
þriðji milliriðlinn var með fjórum
liðum, komust tvö lið áfram úr
honum. Það voru Þór A og ÍMA
B sem það gerðu og tryggðu sér
rétt til þátttöku í sjálfri úrslita-
keppninni.
Úrslitakcppnin:
Úrslitakeppnin var hnífjöfn og
æsispennandi en það fór svo að
lokum að ÍMA B sigraði á marka-
hlutfalli. Úrslit leikjanna urðu
þessi:
Huginn-Þór A 6:7
Einherji-ÍMA B 5:5
Huginn-Einherji 4:4
ÍMA B-Huginn 9:2
Einherji-Þór A 7:7
ÍMA B-Þór A 5:5
Lokastaðan í úrslitakeppninni
varð þessi:
son KA-maður handarbrotnaði
og hefur ekkert getað leikið
síðan. Dagur hafði samband við
Þorleif Ananíasson liðsstjóra KA
og spurði hann um möguleika
liðsins í kvöld.
„Við færum náttúrlega aldrei
að leggja upp í kostnaðarsama
ferð til Reykjavíkur bara til þess
að tapa. Eg tel líka að það sé
kominn tími til þess að hrista af
sér þennan aumingjaskap og fara
að gera eitthvað af viti. Við mun-
um því gera allt sem við getum til
þess að vinna leikinn í kvöld.“
- Nú hefur ykkur ekki gengið
vel í bikarnum síðustu ár?
ÍMA B 3 1-2-0 19:12 4
Þór A 3 1-2-0 19:18 4
Einherji 3 0-3-0 16:16 3
Huginn * 3 0-1-2 12:20 1
„Nei það er alveg rétt og ég
þakka bara fyrir að þurfa ekki að
fara til Vestmannaeyja að þessu
sinni.“
- Ertu ósáttur með árangur
liðsins í deildinni það sem af er?
„Já ég er það enda hefur hann
ekki verið neitt til að hrópa húrra
fyrir. Ég er sérstaklega óánægður
með gengi liðsins á heimavelli.
Áhorfendur hafa fyllt Höllina í
hverjum leik en mér finnst við
hafa brugðist þeim með slakri
frammistöðu. Ég hafði trú á því
og þeir eru fleiri, að þetta lið gæti
gert mun meira en það hefur síð-
an sýnt í vetur.
Það munar mikið um Jakob
Jónsson og ég er viss um að það
hefur kostað okkur fjögur stig og
jafnvel sex, að hafa misst hann
vegna meiðsla. Þessir leikir sem
við höfum verið að gera jafntefli í
eða tapa með einu marki hefðu
farið öðruvísi ef hann hefði verið
með. Því í þeim leikjum vantaði
aðeins herslumuninn,“ sagði Þor-
leifur Ananíason.
Frá leik Einherja og Leifturs í Laugamótinu. Einherjamenn reyndust sterk-
ari og sigruðu 9:4. Mynd: -þá
Golfmlun
Dayids Bmwell
Tilboðsverð á
TITLEIST - WILSON STAFF - SWILKEN
og FAZER GOLFSETTUM
PUTTERUM - GOLFKERRUM - GOLFPOKUM
GOLFBOLTUM
„DRIVERAR“ - járn- og graphitesköft
Golfskór - Buxur - Peysur - Skyrtur
ALLT FYRIR GOLFIÐ!
TILVALDAR JÓLAGJAFIR!
Verslunin í Golfskálanum að Jaðri opin
mánudaga til föstdaga frá kl. 16-20.
Laugardaga og sunnudaga
frá kl. 10-14.
GOLFVKRSUN DAVIDS RARNWHI.I.
(iOI.I SKAI.Wl M Ml iMIIII
KK/ÞLA
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA:
Öll stjómin
endurkjörin