Dagur - 26.11.1987, Side 16

Dagur - 26.11.1987, Side 16
Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavik Hötel ________ Húsavik sími 41220. Skilafrestur á jólapósti: Evrópusendingar fyrir 16. desember Þegar líður að jólum fara menn að huga að sendingum bréfa og böggla til vina og vandamanna. Eins og alltaf gildir að vera tímanlega á ferð- inni og hljóta að launum vissu um að sendingar nái áfanga- stað fyrir hátíðarnar. Að sögn Guðlaugs Baldurs- sonar fulltrúa hjá Pósti og síma á Akureyri er síðasti skiladagur fyrir flugpóst til Evrópulanda 16. desember. Fyrir lönd utan Evrópu er rétt að skila af sér sendingum fyrir 10. desember. Vilji menn spara einhverja peninga með því að koma Evrópusendingum á skip þá þurfa þeir að hafa hraðann á því lokafrestur er 30. nóvember, til að vera viss. Of seint er orðið fyr- ir Norðlendinga að koma pósti til landa utan Evrópu á skip. ET Veikindadagar vegna meðgöngu: Greiðslur færist í tryggingakerfið Nýfallinn dómur í máli fisk- verkunarkonu í Vestmanna- eyjum og ummæli Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmda- stjóra VSI í Degi í gær vekja upp þá spurningu hvort ekki sé eðlilegt að greiðsla veikinda- daga vegna veikinda á með- göngutíma færist inn í trygg- ingakerfíð. Einar Óskarsson hjá ÚA sagði að þessi dómur leiddi vitanlega til aukinna útgjalda og tók undir þá skoðun Þórarins að þetta gæti haft áhrif á ráðningarntál kvenna á barnseignaraldri. Einar sagðist telja eðlilegast að þessar greiðsl- ur færu fram í gegnum trygginga- kerfið. í sama streng tók Birgir Marinósson hjá SÍS. Birgir sagði að þar hefðu menn ekki verið „strangtrúaðir" á reglurnar og einnig sagðist hann telja lækna vera hjálplega konunum, enda væri óeðlilegt að þær misstu laun fyrir að eiga börn. Einar sagðist telja að þar sem konur hefðu vitað hver afstaða vinnuveitenda gagnvart málinu væri hefðu þær ef til vill skilað læknisvottorðum í færri tilfellum en ella væri, ef þessir veikinda- dagar væru greiðsluskyldir. Jónas Franklín sérfræðingur í kvensjúkdómum sagðist fagna þessum dómi. Hann staðfesti það sem Þórarinn sagði að læknar ráðlegðu í auknum mæli hvíld kvenna á meðgöngutíma og ástæðan væri sú að áður hefðu þessar konur verið lagðar inn. Jónas sagði að almennt væri talið meðal lækna að 10-15% kvenna veiktust á meðgöngutíma. Jónas tók undir það að eðlilegt væri að færa umræddar greiðslur inn í tryggingakerfið. „Við eigum að reyna að hlúa vel að barnshaf- andi konum til að stuðla að eðli- legri fjölgun,“ sagði Jónas. ET Yfir gangstétt. Væri ekki ástæða til að nota öryggisnet í þessu tilfelli? Byggingariðnaður: Er öryggis vegfarenda ekki nægilega vel gætt? - öryggisnet til að hindra fali verkfæra og annars Ólíkt því sem víða sést í Reykjavík, að ekki sé talað um önnur lönd, þá þekkist það varla á Akureyri að öryggisnet séu notuð á og við vinnupalla á húsum, til að koma í veg fyrir að verkfæri og annað lauslegt falli niður og valdi slysum á vegfarendum og tjóni á öku- tækjum. Skemmst er að minnast fram- kvæmda við Akureyrarkirkju þar sem háir vinnupallar, án nets, gnæfðu yfir fjölfarinni gönguleið, en til samanburðar minnast ef til vill einhverjir vinnupalla utan á Landakotskirkju í Reykjavík, þar sem þéttriðið net lokaði fyrir. Mest stingandi dæmið á Akureyri lauslegs þekkjast ekki þessa dagana er bygging númer 26 við Glerárgötu en hún er þó ekkert einsdæmi. Samkvæmt byggingareglugerð getur byggingafulltrúi farið fram á það við verktaka að sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að gæta öryggis vegfarenda. Að sögn Jóns Geirs Ágústssonar bygg- ingafulltrúa er þetta sjaldan gert. „Ef til vill er um að ræða van- mat okkar á þeirri hættu sem fyr- ir hendi er en þó getur það varla talist hlutverk byggingafulltrúa eða annarra embættismanna að halda í höndina á þessum mönnum,“ sagði Jón Geir. Samkvæmt reglugerð um öryggisráðstafanir við bygginga- á Akureyri vinnu ber verktaka og starfs- mönnum hans að sjá um góða umgengni á byggingarstað. í reglugerðinni er ekki sérstaklega kveðið á um notkun öryggisneta en talað um hlífðarþök þar sem hætta sé á hruni. í fyrradag fór Helgi Haralds- son umdæmistæknifræðingur Vinnueftirlitsins á Akureyri á umræddan byggingarstað. Helgi sagði í samtali við Dag að ástand hefði verið gott en þó hefði verið farið fram á úrbætur á þeirri hlið sem snýr að götunni. Helgi sagði að full ástæða væri til að gefa þessurn málum gaum því alltaf væri eitthvað um slys á bygging- arstað. ET Hópbónus í frystihúsum: „Krefst talsverðrar hugarfarsbreytingar" - segir hagfræðingur Alþýðusambands Norðurlands Eiður Guðmundsson hagfræð- ingur Alþýðusambands Norð- urlands var nýlega staddur á Vestfjörðum í þeim tilgangi að kynna sér framkvæmd á svo- kölluðu „hópbónuskerfí“ sem reynt hefur verið á Flateyri um þriggja vikna skeið. Ekki hefur enn verið samið um kerfí þetta heldur er um að ræða sam- komulag milli Alþýðusam- bands Vestfjarða og forráða- manna frystihússins að keyra þetta til reynslu. Eiður sagði í samtali við Dag að reynslan af þessu nýja kerfi væri góð enn sem komið væri en reynslutíminn væri of stuttur til að draga endanlegar ályktanir. Forráðamenn fyrirtækisins þar vestra væru hrifnir af kerfinu og afköst virtust hafa aukist. Jafn- framt hefði meðaltalsbónus hækkað þannig að hægt væri að tala um beggja hag. Eiður sagðist ekkert geta um það fullyrt hvort þetta kerfi verð- ur tekið upp víðar og þá á Norðurlandi en honum þætti það ekki ólíklegt. Kerfi þetta væri þó erfiðara í framkvæmd í stærri húsum. Helstu kostir kerfisins eru að mati Eiðs þeir að þarna vinna all- ir að sameiginlegu marki og bera það sama úr býtum. Einnig gerir þetta aukna hagræðingu mögu- lega ef um er að ræða samhentan hóp. Gallarnir eru að sögn Eiðs þeir að hætta er á óánægju vegna þess hversu misjafnlega erfið störfin eru. „Þetta er virkilega þess virði að skoða þetta. Það krefst hins veg- ar nokkurrar hugarfarsbreytingar að hverfa frá „bónushugsunar- hættinum“ og til þess að stefna að sameiginlegu markmiði,“ sagði Eiður. ET Hafnirnar fá 15 milljónir Fjármálaráöuneytið hefur samþykkt 15 miljón króna aukafjárveitingu vegna hafnar- skemmda í óveðrinu í október- mánuði. Mestu skemmdirnar urðu á höfnum á Ólafsfírði, Siglufírði, Dalvík, Hauganesi og Bolungarvík. Meirihlutinn af fjármagninu mun að öllum líkindum fara til að gera við höfnina á Ólafsfírði, enda varð hún verst úti. Skemmdirnar á höfnunum eru metnar á um 19 miljónir króna, en ekki tókst að fá meira út úr Jóni Baldvini. Það var Vita- og hafnamálastofnun sem sótti um þessa fjárveitingu vegna þess að sjóðir hennar voru tómir. AP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.