Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 2
c 2 -flOéfiö^ tHs ?@7 Kryddlamb frá Kjötiðnaðarstöð KEA Óskar Erlendsson, kjötiðnaðarmaður sker niður kryddlambið. Akureyri: Aukafjárveiting til Gagnfræðaskólans A morgun kemur á markaðinn nýjung frá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri. Kryddlamb heitir rétturinn en þetta er Hvammstangi: Harður árekstur Mjög harður árekstur varð um hádegisbilið sl. sunnudag á vegamótum Norðurlandsvegar og Hvammstangavegar. Bifreið- arnar eru líklega gjörónýtar. Lögreglan segir mestu mildi að fólk skyldi sleppa við alvarleg meiðsli. Að sögn lögreglunnar á Hvammstanga skullu tvær fólks- bifreiðar saman á vegamótunum. Mazdabifreið á leið suður rann á mikilli hálku inn á þjóðveginn í veg fyrir Toyotabifreið á leið norður. Að sögn lögreglunnar var hér um hörkuárekstur að ræða og mikið lán að fólk skyldi ekki slasast alvarlega. Lögreglan bað okkur að koma þeim skila- boðum til ökumanna að sýna fyllstu gætni í akstri á blautum og hálum vegum. pbv Um síðustu mánaðamót voru á Akureyri 126 íbúðir í bygg- ingu. Þar af voru 56 íbúðir orðnar fokheldar en voru ekki komnar í notkun. Blokkaríbúðir í byggingu eru 71. Þar af voru 38 orðnar fok- heldar um síðustu mánaðamót en 33 ekki. Fokheldu íbúðirnar eru ailar í Glerárhverfi en af hinum ófokheldu eru 22 íbúðir við Hjallalund. Skagafjörður: Mikill ormur í línufiski Línubátarnir tveir sem róa frá Hofsósi, heimabáturinn Haf- borgin og Víkurbergið frá Haganesvík hafa aflað vel undanfarið. Komið með samtals um 7 tonn ylir daginn og með þessum flski hefur tekist að halda uppi fullri vinnu í frysti- húsinu meðan ekkert hefur verið að gera í húsunum á Króknum. „Það er bara verst hvað er mikill ormur í þessum &ski. Við höfum talið um 25-30 orma í kílóinu og það er auðvitað mjög seinlegt að vinna hann. Ef okkur vantaði ekki fisk í vinnsluna mundum við salta hann. Hann er svona fiskurinn á grunnslóðinni, á efra Skagagrunninu og inni á firðinum, vegna selsins sem orðið er geysilega mikið um. Það þyrfti bara að senda togarana á sel eftir að þeir eru búnir með kvótann. Það verður að fara að fækka þessum skepnum eitthvað. Mér skilst að Birgitta Bardot sé að slaka á klónni svo það ætti þá frekar að vera friður til þess,“ sagði Hólmgeir Einarsson verk- stjóri í Hraðfrystihúsinu á Hofs- ósi. -þá kryddlegið lambakjöt sem hægt verður að kaupa tilbúið til otnsteikingar. í kryddlamb- ið er notað fyrsta flokks dilka- kjöt frá síðustu sláturtíð en í þennan rétt er notað kjöt af frampörtum. Að sögn kjötiðnaðarmanna í Kjötiðnaðarstöðinni er kjötið lagt í kryddblöndu og kryddað að utan með rosmarin kryddi. Pyls- urnar verða pakkaðar í lofttæmd- ar umbúðir og koma til með að fást bæði frosnar og þíðar í versl- unum. Hver pylsa þ'arf um tveggja tíma steikingu í ofni við 180 gráður og dugar í matinn fyr- ir 5-6 manns. Kryddlamb kemur til með að fást í matvöruverslunum KEA á félagssvæðinu á morgun og verð- ur á kynningarverði fyrst um sinn, kostar 622 kr. kílóið. Þetta er tæplega 26% undir verði. Leifur Ægisson, kjötiðnaðar- maður sagði að alltaf félli til mik- ið af dilkaframþörtum á þessum tíma og með nýjung sem þessari væri verið að reyna að nýta upp þetta kjöt. Fleiri nýjungar af þessu taginu eru væntanlegar frá Kjötiðnaðarstöðinni en þó senni- lega ekki fyrr en eftir áramótin. JÓH Á Akureyri eru 8 fokheldar raðhúsíbúðir og 31 íbúð sem ekki er orðin fokheld. Þessar íbúðir eru allar í Glerárhverfi nema 6 sem epu við Hjallalund. Einbýlishús í byggingu eru nú 16 talsins, þar af 10 sem teljast fokheld. Ófokheldu húsin eru öll í Glerárhverfi en hin er að finna í Innbænum, Brekkunni, í Lunda- hverfi og í Glerárhverfi. Þá eru í bænum lóðir, fyrir 138 íbúðir, sem ekki er hafin bygging á en hefur verið úthlutað. Þessar lóðir geta rúmað 93 íbúðir í fjöl- býlishúsum, 35 í raðhúsum og 10 einbýlishús. ET Eigendum teiknistofunnar Raf- tákns hf. fjölgaöi nýlega úr tveimur í fjóra. Tveir af starfs- mönnum fyrirtækisins, þau Anna Fr. Blöndal og Valur Knútsson gerðust þá hluthafar í fyrirtækinu ásamt þeim Jóhannesi Axelssyni og Arna V. Friðrikssyni. Raftákn hf. var stofnað árið 1976 og eru starfsmenn fyrir- tækisins nú sex talsins. Fyrirtækið Þessa dagana er verið að breyta húsvarðaríbúð í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og skapa þar með aðstöðu fyrir heilsugæslu, sérkennslu og sál- fræðiþjónustu í skólanum. i Sverrir Pálsson, skólastjóri, isagði að þessar breytingar hefðu verið á döfínni í nokkur ár. Aðstaða fyrir ofangreinda þjónustu hefði verið af skorn- um skammti, en nú yrði bót á þeim málum. Ágúst Berg, húsameistari, sagði að ákvörðun um verkið hefði verið tekin í fyrra. Vegna kostnaðarhækkana á þeim tíma sem liðin er varð þó ljóst að verk- ið yrði dýrara en upphaflega var áætlað, en fyrri kostnaðaráætlun var um hálf milljón króna. Þar að auki verður nú framkvæmt meira en til stóð í upphafi. Á fundi skólanefndar 23. nóv. kom fram er eitt af stærstu ráðgjafarfyrir- tækjum landsins á rafmagnssvið- inu en fyrirtækið tekur að sér margháttuð hönnunarverkefni og gerð útboðsgagna og kostnaðar- áætlana ásamt eftirlits- og ráð- gjafarþjónustu við uppsetningu raforkuvirkja og lýsingarkerfa. Við hönnun ýmiss konar stýri- kerfa nota starfsmenn Raftákns hf. ýmsar gerðir af iðntölvum. (Úr fréttatilkynningu) að kostnaður væri hærri en reikn- að var með og samþykkt að gera ráð fyrir 700 þús. kr. aukafjár- veitingu af væntanlegu fjármagni til viðhalds- og stofnkostnaðar grunnskóla næsta árs. Að sögn Sverris Pálssonar hef- ur nemendafjöldi Gagnfræða- skólans verið svipaður undanfar- in ár, eða milli 480 og 500 nemendur. Þegar horfur voru á, að nemendum í G.A. fækkaði, á Á fundi bæjarráðs Akureyrar 24. nóvember síðastliðinn var samþykkt að leita eftir því við embætti húsameistara að gera athugun á hagkvæmni þess að byggja nýtanlega hæð ofan á húsnæði Tónlistarskólans og Náttúrugripasafnsins. Vegna þess að endurnýja þarf þak hússins er talið að hér sé um mjög hagkvæma framkvæmd að ræða. Hugmynd um þessa hækkun hússins er upphaflega komin frá Erlendi Hermannssyni starfs- manni á skrifstofu húsameistara og Jóni Hlöðver Áskelssyni skóla- stjóra Tónlistarskólans. Að sögn Erlendar er nauðsyn- legt að endurnýja þak á byggingu Tónlistarskólans og Náttúrugripa- safnisins en það er gjörónýtt af fúa og húsið orðið „30 bala“. Kostnaður við endurnýjun þaks- ins er áætlaður um 1300 þúsund krónur. Að mati Erlendar er bygging hæðar ofan á húsið mjög fýsileg- ur kostur vegna þess að skipta þarf um þak. Erlendur segist telja að byggja megi hæðina fyrir um 60% af þeirri upphæð sem húsið mun hækka í verði fyrir vikið. Er þá miðað við timbur- veggi með steinklæðningu. Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að ef bygging hæðarinnar kostar 6 millj- ónir þá hækkar brunabótamat hússins um 10 milljónir. „Þetta er það hagkvæmt að sínum tíma, skiptust nemendur í 7., 8. og 9. bekk Oddeyrarskóla milli Glerárskóla og Gagnfræða- skólans. Nemendafjöldi í 9. bekk skólans skiptist nú í átta bekkjar- deildir, en útlit er fyrir að þeir verði nokkuð færri næsta vetur. Salur Gagnfræðaskólans var gerður upp fyrr á árinu og hafði þá litlu sem engu verið breytt í þau 20 ár sem liðin eru frá því hann var tekinn í notkun. EHB mér finnst ekki hægt að líta fram hjá þessum möguleika,“ sagði Erlendur í samtali við Dag. ET Loðnuveiðar: Tunglskin til trafala Mokveiði var á loðnumiðunum í gærmorgun og frá miðnætti og fram að hádegi tilkynntu 17 skip samtals um 10.880 tonna afla. Þar af tilkynntu 13 skip sig frá klukkan níu. Veður er gott á loðnumiðunum en það sem helst hamlar veiðunum á næturnar er of mikil birta sem stafar frá fullu tungli. Á föstudaginn var afli loðnu- skipanna 4.170 lestir, á laugardag veiddust 5.280 tonn, 10.300 á mánudag og 9.350 í fyrradag. Loðnan veiðist aðallega á næt- urnar. Að sögn Ástráðs Ingvars- sonar starfsmanns loðnunefndar liggur hún fremur djúpt og vegna þess hve tunglskin er mikið hefur gengið erfiðlega að ná loðnunni fyrr en bjarmar af degi, en svo virðist sem loðnan þoli dagsbirt- una betur en tunglsljósið. Þær verksmiðjur sem tekið höfðu við mestum afla á laugar- dag eru SR á Siglufirði með 44.350 tónn, Eskifjörður með 26.540 lestir og Neskaupstaður með 17.340 lestir. ET Akureyri: 126 íbúðir í byggingu Raftákn hf. er orðið eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði. Raftákn hf.: Eigendum fjölgar Verður byggt ofan á Náttúrugripasafnið? Kostnaöur aðeins um 60% af verömætaaukningu - að mati Erlendar Hermannssonar hjá húsameistara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.