Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DA.GUR.-S 9. desember 1987 „ Áskell Einarsson: Sjúkrasamlögin eru byggðamál Nú á krossgötum um framtíð sjúkrasamlaga er nauðsynlegt að menn átti sig á hvert skuli vera hlutverk þeirra í framtíðinni. A að hefja þau til nýs vegs eða á að leggja þau niður og fela sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins endanlega viðfangsefni þeirra. Það eru vafalaust margir, sem munu telja það sjálfsagðan endi á langri þróun að ríkið yfir- taki, bæði fjárhagslega ábyrgð og stjórnun þeirra verkefna, sem sjúkrasamlögin hafa annast. Eg er hins vegar þeirrar skoðunar, þótt sjá megi marga kosti þess að færa þessi verkefni alfarið til ríkisins og losa sveitarfélögin undan útgjöldum, sem þau hafa litlu ráðið um, sé verið með þess- um hætti að draga úr forræði heimamanna um meðferð þess þjónustuþáttar, sem stendur mjög nálægt fólkinu í byggðun- um og hefur því óhjákvæmilega mikil áhrif á búsetuval inanna. Sjúkrasamlögin eiga að vera hagsmunatæki fólksins Hér eru ekki tök á því að rekja sögu sjúkrasamlaga til neinnar hlítar, allt frá því að vera frjáls samtök fólks, til þess að vera nánast þjóðnýtt félagsform. Ég hefi vegna fyrri starfa minna nokkra reynslu á starfi sjúkra- samlaga, eins og það var fyrir 1972, en þá var það kerfi lögleitt sem nú er að Ijúka skeiði sínu. Á þeim tímum, sem ég hafði náin kunnugleika af starfsemi sjúkra- samlaga, virtust þau hafa veru- legt sjálfræði til að taka tillit til aðstæðna, bæði persónubundinna' einstakra tilvika, og vegna sér- stöðu hverrar byggðar. í mörgum tilvikum stuðluðu sjúkrasamlögin að bættri heilbrigðisþjónustu. Sjúkrasamlagsstjórnin hafði tölu- verð völd, svo að ýrnsir sóttust eftir setu í henni. Það skal engin dul dregin yfir það, að útgjöld til sjúkrasamlaga voru vaxandi fjár- hagsbaggi fyrir sveitarfélögin og að sjúkrasamlagsgjöldin fóru hækkandi. Þessu var ekki mætt með því að skerða forræði sjúkrasamlaganna, heldur komst á eins konar verkaskipting á milli sjúkratryggingadeildar ráðuneyt- isins og sjúkrasamlaga um að kostnaður við langvinna sjúk- dóma færðist yfir á ríkið eða Tryggingastofnunina. Hreppa- sjúkrasamlögin störfuðu saman í sýslusamlögum, sem nutu sér- stakra jöfnunargreiðslna úr sam- eiginlegum sjóði. Á að leggja sjúkrasamlögin niður? Með skipulagsbreytingum 1972 var stigið veigamikið spor í þá átt að draga úr útgjöldum sveitar- félaga til sjúkrasamlaga. Jafn- framt voru sjúkrasamlagsgjöldin lögð niður, sem tryggingaiðgjöld. Segja má með réttu, að þær hug- myndir um að leggja niður þátt sveitarfélaga í rekstri sjúkrasam- laga séu beint framhald af skipu- lagsbreytingunum 1972, sem þó má rekja til sjúkratryggingakafla almannatryggingalaga frá 1946, sem aldrei komst að fullu til framkvæmda að því er varðar sjúkrasamlögin, þar sem hætt var við þau áform að leggja þau niður. Nýjar tillögur um verk- efnatilfærslu milli ríkis og sveitar- Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Sjúkrasam- lags Reykjavíkur 26. nóvember 1987- Fyrri hiuti félaga gera ráð fyrir að niður falli þátttaka sveitarfélaga í rekstri sjúkrasamlaga, þar með er hlut- verki sjúkrasamlaga í núverandi mynd að fullu lokið. Hlutverk sjúkrasamlagsiðgjalda Með áðurnefndum skipulags- breytingum 1972 var gerð önnur veigamikil breyting á uppbygg- ingu sjúkrasamlaga. Sjúkrasam- llagsiðgjöldin voru lögð niður og þar með bein þátttaka þeirra er nutu réttinda í sjúkrasamlögun- um. Segja má að með þessari ráðstöfun hafi sjúkrasamlögin verið lögð niður, sem eins konar félagssamtök tryggjenda. Það sem var alvarlegast við þessa breytingu var að tilfinning almennings gagnvart sjúkrasam- lögum hlaut að breytast. Nú skipti það engu máli að vera í skilum við sitt sjúkrasamlag og þar með hvarf tilfinningin gagn- vart sjúkrasamlögunum og þeim réttindum sem þau veittu. Verðlagningastefnan gagnvart almenningi varð sú, að greitt skyldi fast gjald fyrir þjónustuna, án nokkurra tengsla við raunvirði í hverju tilviki, eins og áður var. Þetta hefur þýtt í raun, að hvorki heilbrigðisstéttir eða sjúklingarn- ir hafa þroskað með sér raun- verulegt verðskyn. Það hefur því ekki myndast nauðsynlegt kostn- aðarlegt aðhald í heilbrigðisgeir- anum, eins og áður var. Sjúkratryggingagjöld í stað sjúkrasamlagsiðgjalda Það er í sjálfu sér blekking að halda því fram að sjúkrasamlags- gjöldin hafi í raun verið lögð niður, því að í stað þeirra kom ópersónuleg skattheimta er nefn- ist sjúkratryggingagjöld. Þau eru hundraðshluti af tekjum fyrir ofan ákveðið skattleysismark. Það er því einfalt að gera sjúkra- tryggingagjaldið að persónu- bundnu gjaldi á ný, þrátt fyrir það að það sé breytilegt á milli manna eftir tekjum og ákveða lágmarksgjald þeirra er ekki ná ákveðnu tekjumarki. Sé þessi stefna farin er hægt að endurreisa sjúkrasamlögin, með beinni aðild fólksins, og gera þau að raun- verulegum hagsmunaaðila neyt- enda gagnvart heilbrigðisþjón- ustunni. Skipulag heilbrigðisþjón- ustunnar er byggðamál Miklu veldur um búsetu í landinu hver er aðstaða manna til að njóta heilbrigðisþjónustu. Þegar öll meiriháttar verkefni heil- brigðisþjónustunnar eru komin í hendur ríkisvaldsins, með einum eða öðrum hætti, er Ijóst að sami aðili mun reka þjónustuna og jafnframt greiða fyrir hana. Mið- að við þá staðreynd að útgjöld til heilbrigðisgeirans fara vaxandi, sem hlutfall útgjalda ríkisins, er eðlilegt að leitað sé ýmissa leiða til að draga saman þessi útgjöld. Það er því freistandi að athuga eftirfarandi meginleiðir. Fyrst er að nefna aukna hagkvæmni í rekstri með hagræðingu og sam- færslu í stærri einingar. I öðru lagi er beinn niðurskurður á þjónustu með lokun heilbrigðis- stofnana. Báðar þessar leiðir skapa byggðavandamál. Aukin miðsækni getur leitt til þess að hætt verði við starfsemi úti í byggðunum eða hún verði dregin saman í sparnaðarskyni. Þetta getur gerst þrátt fyrir að viðkom- andi stofnanir úti á landi geti lát- ið í té þjónustu á lægra raunvirði, en stærri stofnanir. Markaðsskyn ræður ekki lengur stefnunni held- ur viðleitni til að halda umfangi þjónustunnar innan vissra marka, án tillits til byggðaað- stæðna eða þarfa í þjóðfélaginu. Hin hlið málsins er aukin kostn- aður sjúklinga við að sækja sér- hæfða þjónustu í önnur byggðar- lög, sem aldrei er tekin inn í dæmið, sem getur hæglega leitt til breytinga í búsetu. Horfið frá kostnaðarvitund í heilbrigðisþjónustuni Það er angi hinnar svonefndu fjárlagastefnu að loka sjúkra- Áskell Einarsson. deildum og öðrum starfsdeildum, þar sem það hefur ekki lengur gildi að heilbrigðisþjónustan afli sér tekna fyrir veitta þjónustu til að mæta gjöldum, heldur verður það meginatriðið að halda niðri umfangi og kostnaði, án tilllits til þess hvort þjónustan er aðkall- andi og eigi að vera metin eftir því. Þriðja sparnaðarleiðin er svo sú, að hækka endurgreiðslur sjúklinga fyrir heilbrigðisaðstoð, sem mundi bitna mest á tekju- minni hópum og þeim sem byggja fjær stofnunum heilbrigð- isþjónustunnar. Ekki er vafamál að ríkisvaldið mun grípa í einhverjum mæli til allra þessara ráða. Hagspakir menn munu verða fengnir til að reikna út hve heilbrigðisgeirinn má taka mikið til sín af þjóðar- kökunni. Þessum gjaldalið verð- ur haldið niðri, án tillits til þarfa, og útgjöldum ýtt yfir á almenning til þess að gjaldmælirinn hjá ríkissjóði hækki ekki um of. Miðstýringin leiðir til stöðnunar og afturhvarfs Megin gallinn við þessa samvirku Iðnaðarráöherra hefur ákveð- ið að láta fara fram endurskoö- un á lögum 12/1923 um einka- leyfi og er stefnt að því að frumvarp þar að lútandi verði lagt fram fyrir lok þess þings er nú situr. Iðnaðarráðherra hefur samið við þrjá sérfræðinga til að gera úttekt á málinu og leggja fram fyrstu tillögur varðandi endur- skoðun einkaleyfalaganna. Endurskoðunin verður gerð í nánu samráði við eftirtalda aðila: Samtök í iðnaði og öðrum starfsgreinum sem mestra hags- muna eiga að gæta, aðila í stjórn- kerfinu sem fara með eða tengj- ast framkvæmd einkaleyfalaga, stofnanir og aðila sem fjalla um og veita tækni- og ráðgjafarþjón- ustu við fyrirtæki og hugvits- menn, svo sem tækni- og rann- sóknastofnanir atvinnuveganna, ráðgjafa- og umboðsaðila, áhuga- miðstýringu er að hún kallar fram alhliða samdrátt þjónustu- og tæknilega séð. Heilbrigðisstofn- anir, með breytilegri stjórnun veita hvor annarri aðhald, þó ekki sé nema af mannlegum ástæðum. Með aukinni greiðslu- þátttöku almennings mun mark- aðskenndin knýja á, og svo getur farið að ríkisvaldið gefist upp við að reka veigamikla þætti heil- brigðisþjónustunnar. Með allsráð- andi einkavæðingu er hætt við mismunandi þjónustustigum í framboði heilbrigðisþj ónustunnar. Þannig að ríkið annist með hang- andi hendi þá þætti, sem einka- væðingin telur ekki arðbæra. Dæmi um þetta eru úr nágranna- löndunum, þar sem einkavæðing- in er talin til fyrirmyndar. Ekki þarf því blöðum um það að fletta að hlutur landsbyggðar verði annar og lakari í þessum efnum, en megin þéttbýlis við Faxaflóa. Samræmd miðstýring bitnar mest á landsbyggðinni Það gæti orðið fyrst og fremst hlutverk ríkisins að viðhalda heil- brigðisþjónustu úti um byggðirn- ar, því að einkavædd jDjónusta mundi ekki í neinum verulegum' mæli teljast arðbær úti á landi, nema í undantekningartilvikum. Þetta þýðir að sækja þarf til Reykjavíkur margþætta sjúkra- þjónustu, sem þegar er veitt utan sjúkrahúsa og jafnvel vissa þjón- ustu sem nú er veitt á sjúkrahús- um úti á landi. Sjúkrahúsin úti á landi verða að sjálfsögðu rekin nær sjúkraskýlisstiginu en áður, þar sem lögð verður áhersla á að senda sjúklingana til meðferðar til Reykjavíkur. Allt mun þetta hafa áhrif á starfsemi heilsugæslu- stöðvanna, með ófyrirséðum hætti. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga. samtök. Með tilliti til þess hve einka- leyfalög okkar eru gömul er einnig nauðsynlegt að varpað sé Ijósi á helstu drætti í þróun einkaleyfa- mála á alþjóðavettvangi. Upplýs- ingar um þróun og framkvæmd einkaleyfamála á öðrum Norður- löndum munu koma að miklu gagni við endurskoðun laganna hér. Sem dæmi um ný tæknisvið sem einkaleyfið hefur orðið að bregðast við má benda á tölvu- tækni og líftækni. Þá hafa verið gerðir nýir alþjóðasamningar um einkaleyfamálefni (á grundvelli Parísarsamþykktarinnar), svo sem Patent Cooperation Treaty, PCT. Alþjóðahugverkastofnunin (WIPO) og einkaleyfastofnanir á öðrum Norðurlöndum munu veita upplýsingar og ráðgjöf við þessa endurskoðun. Lög um einka- leyfi endurskoðuð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.