Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 19
i&'ldesemberj 8>9.87- O R -í19 Minning: María Guörún Júlíusdóttir Fædd: 20. maí 1948 - Dáin: 28. nóvember 1987 Miðvikudaginn, 9. desember, verður María Guðrún Júlíusdótt- ir, jarðsungin frá Akureyrar- kirkju. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 28. nóvember, aðeins 39 ára að aldri. Fyrir rúmum tveimur mánuð- um, var María í fullu starfi á meðal okkar í Skjaldarvík. Okk- ur var ljóst að hún var ekki heil heilsu, en að sjúkdómurinn væri svo alvarlegur, sem raun ber vitni og umskiptin svo skammt undan, grunaði engan. Hún hafði lagt hart að sér og sá frany-á árangur erfiðis síns - að draufnur hennar yrði að veru- leika. Þó með öðrum hætti verði, er það trú okkar að vonir hennar rætist. María hafði þann dýrmæta eig- inleika að geta glaðst eins og barn, oft af litlu tilefni. Hún var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hún var þægi- leg í viðmóti og gerði sér far um að hlúa að heimilisfólkinu og ávann sér traust þess. Það saknar nú vinar í stað. Að leiðarlokum viljum við þakka Maríu samstarfið, vináttu og brosið hennar bjarta. Þannig minnumst við hennar og biðjum henni blessunar Guðs. Syni hennar, tengdadóttur, systkinum og öðrum ástvinum, er vottuð einlæg samúð. Megi há- tíðin sem í hönd fer milda söknuðinn. Guð er eilíf ást, engu hjarta ’ er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er Ijós og líf. (Stefán frá Hvítada!) F.h. sanistarfsfólks í Skjaldarvík, Á.K. Barnavagn óskast. Klæði og geri við bólstruð Vil kaupa stóran og rúmgóðan husgögn. Áklæði og leðurlíki I barnavagn. --------;------'■■■ Uppl. í síma 26737. úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sími 25322. Heimasími 21508. Hreingerningar - Teppahreins- un - Gluggaþvottur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum árangri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Sími 25650. Ræsting - Teppahreinsun - Húsgagnahreinsun - Gluggaþvottur - Markmiðið er að veita vandaða þjónustu á öllum stöðum með góðum tækjum. Sýg upp vatn úr teppum, sem hafa blotnað, með djúphreinsivél. Tómas Halldórsson. Sími 27345. Geymið auglýsinguna. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum, fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Jóhannes Pálsson, s. 21719. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppaland - Dúkaland, Tryggvabraut 22, sími 25055. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á GM Opel Ascona. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason ökukennari, símar 22813 og 23347. Kenni á nýjan MMC Space Wag- on 2000 4Wd. Útvega öll náms- og prófgögn. Ath. einnig kvöldtímar eftir 1. des. Anna Kristín Hansdóttir. Þingvallastræti 18, simi 23837. talrBa' tn. Veggplatti með áletruninni Drottinn biessi heimilið útgefinn af KFUM og KFUK til styrktar félagsheimili félaganna. Verð kr. 1.100,-. Fæst í Pedromyndum og Hljómveri. Náttúrugrípasafnið á Akureyri. Sýningarsalurinn verður lokaður í desember. Ritstjórn • Afgreiðsia • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. EFNAGERÐIN _____ y SÍMI96-21400 AKUREYRI J I.O.G.T. Stúkan ísafold fjallkon- an nr. I. Jólafundur 10. þ.m. kl. 20.30. Eftir fund kaffi. Æ.t. I.O.O.F. 2 = mUllSVi = 9. III □ RUN 5987129530 - 2 ATKV I.O.O.F. Rb. nr. 2= 1371298= Jf Hjúkrunarfræðingar Norðurlandsdeild eystri innan H.F.Í. ___ Jólafundur verður hald- inn mánudaginn 14. desember kl. 20.30 í Zontahúsinu Aðalstræti 54. Fundarefni: Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar segir frá starfi sínu heima og erlendis. Mætið vel. Stjórnin. Spilakvöld Sjálfsbjai ar! Spilum félagsvist ; _______ Bjargi fimmtudagii 10. desember. Mætum vel. Allir velkomnir meðan húsrú leyfir. Spilanefr avextir • I. O.G.T. Bingó að Hótel Varðborg föstud. II. þ.m. kl. 20.30. Jólahangikjöt - Jóla- Jólakonfékt. I.O.G.T. bingó. t Húfa, trefill og fingravettlingar í einum pakka. Verð kr. 610.- Handklæði, 5 stærðir. Verð frá kr. 132.- Jogginggallar barna. Stærðir 92-116. Verð kr. 620.- Munið 10% jóla- afsláttinn okkar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fóstrur Fóstrur óskast að dagheimilinu Stekk við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða eftirfarandi stöður: 1 staða deildarfóstru .. 100% starf 1 staða fóstru .... 100% starf 1 staða fóstru .... 50% starf Allar nánari upplýsingar gefir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Sonja Sveinsdóttir. Viðtalstími kl. 13.00-14.00, alla virka daga í síma 96-22100-271. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Verkstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar að ráða verkstjóra í saltfiskverkun félags- ins í Grímsey. Ásamt verkstjórn er starfið fólgið í daglegum rekstri fiskverkunarinnar. Heildar innvegið magn hefur verið 1.500 til 2.000 tonn á ári. Fjöldi starfsmanna er um 10. Frítt húsnæði. Nánari upplýsingar veita: Kristján Ólafsson, sjávar- útvegsfulltrúi, heimasími: 96-61353, vinnusími: 96- 21400, eða Guðbjörn Gíslason, starfsmannastjóri, vinnusími: 96-21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Eiginmaður minn, faðir, tendgdafaðir, afi og langafi ELÍ OLSEN Smárahlíð 1a lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 7. desember. Anna B. Kristinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, KARL AÐALSTEINSSON, Skarðshlíð 3, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju laugardaginn 12. des. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Guðlaug Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGFÚSAR HALLGRÍMSSONAR, Ytra-Hóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Hjúkrunardeildinni Seli. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.