Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 14. desember 1987 MINNINGAR BARNALÆKNIS Minningar barnalæknis - lífssaga Björns Guðbrandssonar Björn Guðbrandsson kemur víða við í minningum sínum, enda séð tímana tvenna. Hann rifjar upp æskuárin í Skagafirði þegar örþreyttir sveitalæknar riðu um héruð og börnin hrundu niður úr barnasjúkdómum. Síðan víkur hann að dvöl sinni í Þýskalandi eftir stúdentspróf og lýsir kynn- um sínum af forsprökkum nasista árið 1939 þegar Evrópa rambaði á barmi heimsstyrjaldar. Björn Guðbrandsson hefur frá eftirminnilegum atburðum að segja sem maður og læknir í stríði og friði. Á síðustu dögum Víetnamstríðsins er hann við læknisstörf í Saigon og tveimur áratugum áður er hann staddur í Tokyo á vegum bandaríska hersins. Kóreustríðið geisar og Björn kemst í kynni við mannleg- ar hörmungar og ógnir styrjalda. Eftir Kóreustyrjöldina tekur Björn til starfa við Landakots- spítala í Reykjavík. í sögu sinni bregður hann upp minnisstæðum myndum úr læknisstarfi sínu og spítalalífi, stefnumótum við dauðann, sorgum og sigrum. Við sögu hans kemur margvíslegt fólk. Rympa á ruslahaugnum Komin er út hjá Iðunni ný barna- bók eftir Herdísi Egilsdóttur: Rympa á ruslahaugnum, skrifuð eftir samnefndu leikriti sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrr á þessu ári við miklar vinsældir. Herdís Egilsdóttir hefur samið mikið af barnasögum og leikrit- um og muna líklega flest íslensk börn eftir til dæmis Siggu og skessunni, sem sést hafa í sjón- varpinu. Rympa á ruslahaugnum er saga full af lífi og fjöri, nútíma- ævintýri, sem vekur vissulega til umhugsunar. Rympa býr á ruslahaugnum með tuskukarinum sínum. Hér er hennar konungsríki og þegar Boggi og Skúli, tveir einmana- skólakrakkar, birtast þar, komast þau fljótt að því að Rympa er aldeilis ekki eins og fólk er flest og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Þarna er líf í tuskunum og hugmyndafluginu engin tak- mörk sett. En þegar gestunum á ruslahaugunum fjölgar fara að gerast ótrúlegir hlutir. Rympa er sprelllifandi persóna sem á kannski heima nálægt okk- ur öllum og fróðlegt er að kynnast. Brian Pilkington myndskreytti bókina. Edgar Cayce „Bandaríkjamaðurinn Edgar Cayce sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri, er tvímælalaust ein- hver sá athyglisverðasti dulspek- ingur og sjáandi sem um getur á þessari öld“, segir aftan á bókar- kápu nýendurútgefinnar bókar hjá Erni og Örlygi. Höfundurinn er Jess Stern og þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1967 en er löngu uppseld og mikil eftirspurn hvatti útgefand- ann til endurútgáfu. Edgar Cayce sagði fyrir um síðari heimsstyrjöldina, sá fyrir jarðskjálfta og náttúruhamfarir, og hafa sumir þeir spádómarver- ið að rætast að undanförnu, en aðrir eiga - ef til vill - eftir að rætast á þessum áratug, svo sem eins og eyðing New Yorkborgar, Los Angeles og San Francisco. Saga 0$ sértenrti ,, í titáli og wyndurn Reykjavík - Sögustaður við Sund Fyrsta september 1910 var í fyrsta sinn kveikt á gasljósum á götum Reykjavíkur. Þegar gas- Ijósinu var brugðið upp þetta kvöld, þustu margir bæjarbúar út á götu með blað og bók í hönd. Þeir vildu reyna hvort lesbjart yrði við ljóskerin. Frá þessum atburði og hundr- uð annarra segir í öðru bindi bókarinnar Reykjavík - Sögu- Útgefandi er Forlagið. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis á kjötvörum NAN gerði verðkönnun á kjötvörum sem eru vinsælar þessa dagana þegar margir neytendur eru að kaupa jólamat- inn. Verðkönnunin var gerð í þremur verslunum á Akureyri, en sama verð er á kjöti í öllum kaupfélagsbúðunum. Þegar um tilboðsverð er að ræða er verðið merkt í könnuninni með t. í flestum tilfellum gildir tilboðið út allan des- embermánuð. Hjá kaupfélaginu byrjar tilboð fimmtudaginn 17. desember á lambahrygg m/beini og verður þá kíló- verðið kr. 520.- Nú er það svo að gæði eru mismikil og verða neytendur sjálfir að dæma um þau, en misjafn er smekkur manna. T.d. er hangikjötið í Hagkaup sprautusaltað það sem keypt er frá Bautabúrinu, en úrbeinaða hangikjötið úr framparti sem tekið er í þessari verðkönnun kaupir Hagkaup frá Kjötiðnaðarstöð KEA og það er ekki sprautusaltað - heldur pækilsaltað eins og allt hangikjöt frá Kjötiðnaðarstöðinni. - Hangikjötið í Matvöru- markaðinum og í KEA-búðunum er allt pækilsaltað en ekki sprautað. Hagkaup selur einnig úrbeinað hangikjöt úr framparti frá Sambandinu. Það er 15 mánaða gamalt kjöt sem þeir selja á kr. 529.- og er pækilsaltað. NAN vonar að þessi verðkönnun verði einhverjum ketkróknum til góðs um jólin. TEGUND VÖRU KEA HRÍSALUNDI MATVÖRU- MAKKAÐURINN HAGKAUP Mismunur á hæsta og lægsta verði LAMBAKJÖT Laæbahryggur nýr 1 kg. 507,- 540,- 506,60* 33,40 Laæbalæri fyllt m. ávöxtum úrb.l kg 775,- Lambahamb.hryggur m.beini 1 kg 602,- 594,- 482,- * 120,- Londonlairib úr framparti 1 kg 724,- 659,- 550,- t* 174,- Londonlamb úr laari 1 kg 959,- 750,- * 209.- Hangikjötslæri m.beini 1 kg 584,- 584,- 489,- t* 95,- Hangikjötslæri úrbeinað 1 kg 956,- 898,- 741,50 ‘ 214,50 Hangikjöt úr framparti m.beini 1 kg 352,- 353,- 351,60 * 0,40 Hangikjöt úr framparti úrb. 1 kg 666,- 666,- 666,- SVÍNAKJÖT Svínahamb.hryggur m.beini 1 kg 939,- 798,- t* 899,- 141,- Svinahamb.hryggur úrbeinaður 1 kg 1215,-* 1268,- t 1380,- 165,- Svínalæri nýtt m.beini 1 kg 480,- 408,- t* 412,75 t 72,- Svinalæri nýtt úrbeinað 1 kg 747,- 634,- t* 642,20 t 113,- Svinalæri reykt m.beini 1 kg 584,- 456,- t* 502,60 t 128,- Svinalæri revkt itó. (bayoneskinka) 1 kg 813,- 692,- t* 729,- t 121,- Svinabógur nýr hringskorinn 1 kg 467,- 396,- t* 442,- t nl,- Svinakambur reyktur úrb. 1 kg 817,- 694,- t* 699,- t 123,- Svínakótelettur 1 kg 849,- 724,- t* 730,70 t 125,- NAUTAKJÖT ' Nautalundir 1 kg 1129,-* 1129,- * 1253,- 124,- Innanlærisvöðvi 1 kg 881,-* 881,- * 1098,- ÍO h-1 'l FUGLAKJÖT Rjúpur óhamflettar 1 stk. 262,- 298,- 252,- 46,- Rjúpur hamflettar 1 stk. 300,-* 318,- 18,- Pekingönd 1 kg 515,- 506,-* 9,- Aligass reykt og sviðin 1 kg 833,- 778,- 561,-* 272,- Kalkúnn 1 kg 645,- * merkir lægsta veró staður við Sund - eftir Pál Líndal sem nú er komin út hjá Erni og Örlygi. Fyrsta bindið kom út í fyrra, en hér er um uppsláttarrit að ræða, og tók það yfir bókstaf- ina A-G. Annað bindið tekur þar við og endar á P. Bækurnar eru sem sé með líku sniði og hinar geysivinsælu bækur Landið þitt fsland. Fyrsta uppsláttarorð ann- ars bindis er gatan Haðaland í Fossvogshverfi en síðasta upp- sláttarorðið er Prófastshús, Lækjargötu 2. Gífurlegur fjöldi mynda er í bókinni. Þar er bæði um að ræða gamlar og nýjar Ijósmyndir, málverk, teikningar, kort og upp- drættir. Dagfinnur dýralæknir í Apalandi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur endurútgefið fyrstu bókina um Dagfinn dýralækni. Höfund- ur barnasagnanna um Dagfinn dýralækni er Hugh Lofting, ensk- ur og írskur að ætt, fæddur 1880. Fyrsta bókin, sagan um Dagfinn dýralækni í Apalandi kom út 1920 og hlaut miklar vinsældir sem ekki hafa fölnað síðan. Hann hlaut helstu verðlaun Bandaríkjanna fyrir barnabækur, Newbery-verðlaunin, árið 1923, fyrir bók sína Dagfinnur dýra- læknir í langferðum. Bækurnar um Dagfinn hafa síðan verið þýddar og gefnar út víða um lönd. Fyrsta bókin sem kom út á íslensku var einmitt þessi bók, Dagfinnur dýralæknir í Apafandi og hlaut hún strax frábærar við- tökur í snilldarþýðingu Andrésar Kristjánssonar. Andrés skrifar á léttu og lipru máli sem styrkir málkennd og eykur orðaforða barnanna. Hugh Lofting hafði eftirfar- andi tileinkun á titilblaði bóka sinna: „Öllum börnum - börnum í æsku og börnum í hjarta, tileinka ég þessa sögu.“ Sú tileinkun stendur fyrir sínu í dag og alla daga. Ritsafn Sverris Kristjánssonar - fjórða bindi komið út Mál og menning hefur gefið út fjórða bindi Ritsafns Sverris Kristjánssonar. Þetta er lokabindi ritsafnsins og hefur það að geyma ritgerðir um bókmenntir. Þótt Sverrir sé e.t.v. kunnastur fyrir skrif sín um sagnfræði ritaði hann þó margt um bókmenntaleg efni, bæði rit- dóma í dagblöð og tímarit og ítarlegar greinar um skáld og rit- höfunda. Hér er að finna yfir- gripsmiklar greinar um Henrich Heine, Fást eftir Goethe, Georg Brandes og Maxím Gorkí og ekki síður forvitnileg skrif um íslenskar nútímabókmenntir sem eru afar lýsandi fyrir menningar- líf á samtíð höfundarins. Hann fjallar hér m.a. um Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Kristmann Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson og Ástu Sigurðar- dóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.