Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. desember 1987 Viðgerð á Stráka- göngum í athugun - segir í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ragnars Arnalds Kostnaður vegna viðgerða í Strákagöngum mun að öllum líkindum nema tugum miljóna króna. Vegagerðin hefur hafið undirbúning m.a. með þann möguleika í huga, að verk þetta gæti tengst jarðganga- gerð í Olafsfjarðarmúla á hag- kvæman hátt. Þetta kom fram í svari Matthíasar A. Mathie- sen samgöngumálaráðherra „Breytingarnar ættu að styrkja endurvinnslu á hjólbörðunum,“ - segir Valgerður Sverrisdóttir aiþingismaður í Degi fyrir helgi var viðtal við Þráin Kjartansson fram- kvæmdastjóra Gúmmívinnsl- unnar þar sem hann var óhress með lækkun tolla af innfluttum hjólbörðum. Vegna þessa máls leitaði Dagur til Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns, en hún hefur látið umhverfis- og endurvinnslumál mikið til sín taka. Að sögn hennar ætti samkeppnisaðstaða þessa iðn- aðar ekki að versna við þessar breytingar. Ástæðuna segir Valgerður vera að nú falli 24% innlent vörugjald af þessari endurvinnslu niður. Áður var 10% tollur og 24% vörugjald á hjólbörðum. Eftir breytinguna fellur vörugjaldið niður, en eftir sem áður mun verða lagður á svokallaður 10% ytri tollur á hjólbarða. Það er tollur sem er settur á vörur frá Efnahagsbandalaginu og EFTA. En eftir þetta þurfa gúmmi- vinnslufyrirtækin ekki að inn- heimta innlent vörugjald, því það fellur niður af þessari fram- leiðslu. Valgerður sagði aó innlend framleiðsla ætti jafnvel að geta styrkst því gjöld munu lækka af öllum innfluttum tækjum, tólum og aðföngum til þessarar fram- leiðslu. Eru þetta góðar fréttir fyrir gúmmívinnslufyrirtækin og ætti að styrkja endurvinnslu- iðnaðinn. AP við fyrirspurn Ragnars Arn- alds á Alþingi Fyrirspurn Ragnars var á þá leið hvað liði viðgerð á göngun- um, en nokkurt vatnsrennsli hef- ur verið úr veggjum og lofti frá upphafi. Veldur þetta skemmd- um á steyptu gólfi ganganna, svo og hættu á frostskemmdum. I svari ráðherra kemur fram að til að vinna gegn frostskemmdum voru settar upp hurðir við báða enda ganga, og hefur önnur þeirra verið endurnýjuð nýlega. Til þess að að frostskemmdir eigi sér ekki stað í göngum þurfa hurðir að vera lokaðar yfir vetur- inn en á því vill verða misbrestur. Nauðsynlegt er að endurnýja hina hurðina og gera stjórnbúnað beggja megin þægilegri fyrir veg- farendur. Skemmdum á gólfi hefur undanfarið verið mætt með bráðabirgðaviðgerðum og fer ástand þess versnandi. Til að leysa þetta vandamál til lengri tíma þarf að endurnýja niðurföll og frárennsli og stýra leka úr lofti í niðurföllin. Með því móti væri tekið fyrir vatnsrennsli eftir gólf- inu, en það er skilyrði þess að gera megi við gólfið með viðun- andi árangri. AP Hvort skyldu þessir glaðbeittu piltar frekar vilja fá He-man eða íslendingasögurnar í jólagjöf? 33 aðilar sameinast um byggingu minkahúsa: „Einsdæmi í sögu íslensks landbúnaðar" segir Magnús Sigsteinsson Fyrir um það bil ári tóku hönd- um saman aðilar sem hugðust hefja byggingu minkahúsa í Húnavatnssýsium. Til að byrja með voru það 14 eða 15 Aust- ur- og Vestur-Húnvetningar sem ætluðu að sameinast um byggingar og reyna með útboði að fá efni til bygginganna á hagstæðara - verði. Það var aðallega fyrir atbeina Gísla Pálssonar á Hofi að menn tóku höndum saman í þessu máli og segja má að Gísli hafi verið Sauðárkrókur: Megninu af landaðri rækju ekid suður „Jú, það er mjög blóðugt að miklum meirihluta af landaðri rækju hér á þessu ári hefur verið ekið suður á bílum og unninn þar. Við höfum fengið tæp 700 tonn úr Röstinni og öðrum bátum sem lagt hafa upp hjá okkur, en ég gæti trú- að að 1200 tonn hafí verið flutt suður. Úr Helgunum I og II sem verið hafa hér á veiðum frá því í vor og Beyti frá Norð- firði sem var hér á tímabili í vor.“ Svo sagði Garðar Sveinn Árna- son framkvæmdastjóri Dögunar á Sauðárkróki í samtali við Dag. Garðar sagði hart að þetta væri leyft, sér fyndist það ætti að vera eins með rækjuna og humarinn að heimabátarnir sætu að miðun- um. Að sínu mati gæti slíkt áframhald þýtt að grundvöllurinn fyrir veiðum smærri bátanna brysti. Þá skorti mjög á frekari rannsóknir á stærð rækjustofns- ins og ekki væri nema eðlilegt að einhver hluti af þeim peningum sem rækjuvinnslurnar greiddu í verðjöfnunarsjóð rynnu til Haf- rannsóknastofnunar til rann- sókna á rækjustofnum. Á síðasta ári hefði Dögun greitt álíka mik- ið í verðjöfnunarsjóð og í laun til starfsmanna, svo að menn gætu séð að hér er um miklar upphæð- ir að ræða. -þá eins konar framkvæmdastjóri og „prímusmótor“ hópsins við öflun tilboða í efniskaupalið bygginganna. Þetta hlóð síðan utan á sig og þegar sameigin- legt útboð fór fram þá voru húsin orðin 28. Ekki stóð sú tala lengi því þegar upp var staðið þá voru húsin orðin 33, í Húnavatnssýslum, Stranda- sýslu, Skagafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum. Nú er byggingu húsanna lokið og af því tilefni boðaði Gísli á Hofi til fundar með þeim aðilum sem hlut áttu að máli. Einn af þeim mönnum sem þennan fund sóttu var Magnús Sigsteinsson hjá Búnaðarfélagi íslands, en hann hafði með að gera hönnun húsanna. Við tókum Magnús tali til að fá nánari upplýsingar um þetta mál, sem hlýtur að vera einstakt í sinni röð og sýnir vel hversu menn eru megnugir ef þeir standa saman. „Þessi fundur var haldinn með þeim aðilum sem átt hafa hlut að útboðinu og byggingu þessara minkahúsa. Gísli Pálsson á Hofi hefur verið aðalhvatamaður og eins konar framkvæmdastjóri þessa verkefnis heima í héraði og það var jafnframt hann sem buð- aði til fundarins. Á þessum fundi voru allflestir smiðir húsanna, fulltrúar þeirra aðila sem áttu lægsta tilboðið í efnislið útboðs- ins, bændurnir sem byggðu húsin og aðilar sem stóðu að hönnun húsanna. . .■ ■■• ■ . 33 aðilar í Húnavatnssýslum, Strandasýslu, Skagafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslum sameinast um byggingu minkahúsa. Mynd: ss Þetta rúllaði þannig af stað að upphaflega voru það fjórtán Húnvetningar sem tóku höndum saman og reyndu að fá efni í hús- in á hagstæðara verði með útboði. Þegar útboðið fór fram þá voru boðin út 28 hús og greini- legt að menn höfðu fengið fregnir af þessu annars staðar og bættust því fleiri í hópinn. Þegar upp var staðið voru svo þátttakendur þessa sameiginlega verkefnis á svæðinu frá Strandasýslu og aust- ur í Þingeyjarsýslur og minkahús- in sem í fyrstu voru 14 talsins orðin 33. Við komum svo hingað norður á þennan fund, aðilar sem áttum hlut að máli í sambandi við hönnun þessara húsa. Ekki var um neina úttekt að ræða heldur langaði okkur að hitta menn og fá fram atriði sem hefðu mátt fara betur. Almennt voru menn mjög svo ánægðir með útkom- una, og reyndar varla annað hægt, því mér sýnist að þarna séu menn komnir með hús á verulega lægra verði en ella hefði orðið,“ sagði Magnús. Algengasta stærð húsanna í þessum pakka ef svo má að orði komast er um 750 fm og eru fyrir um það bil 300 minkalæður. Þá kom fram í viðtalinu við Magnús að líklega væri þetta í fyrsta skipti í sögu landbúnaðar á ís- landi að menn tækju höndum saman um svo stórt verk. Að lok- um sagði Magnús að í heildina virtust menn vera mjög ánægðir með sinn hlut og að í þessu til- boði hefðu menn náð að lækka kostnað við byggingu minkahús- anna verulega. pbv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.