Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 3
21. desember 1987 - DAGUR - 3 Laufabrauðssalan hjá brauðgerðunum: Meiri sala en í fyrra Sala á laufabrauði hefur geng- ið vel á undanförnum vikum. Stærstu aðilar í laufa- brauðssölu á Akureyri eru Brauðgerð Kristjáns Jónsson- ar og Brauðgerð KEA. Báðar þessar brauðgerðir hafa selt meira laufabrauð nú en á sama tíma í fyrra og því greinilegt að laufabrauðið nýtur æ vaxandi vinsælda. Hjá Brauðgerð Kristjáns Jóns- sonar fengust þær upplýsingar að fyrir rúmri viku hafi verið seld 100.000 laufabrauðskakan í ár. Júlíus Snorrason bakara- meistari hjá brauðgerðinni sagð- ist eiga von á að 125 til 135.000 laufabrauðskökur verði seldar í ár en Brauðgerð Kristjáns selur mikið af laufabrauði út á land, mikinn hluta til Reykjavíkur- svæðisins. Hjá Brauogerð KEA hafa ver- ið seldar 25-30.000 laufabrauðs- kökur nú fyrir jólin. Páll Stefáns- son, bakari í Brauðgerð KEA sagði að megnið af laufabrauðinu væri selt innanbæjar en þó færi einnig nokkuð út á land. Laufabrauð verður fáanlegt hjá brauðgerðunum út þessa viku. JÓH Sauðfjárslátrun 1987: Kjötf raml eiðslan innan fullvirðisréttar Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins hafa borist skýrslur frá öll- um sláturleyflshöfum um sauð- fjárslátrun haustið 1987. Sam- kvæmt þessum skýrslum er heildarkjötframleiðslan innan fullvirðisréttar í Iandinu í heild. Munurinn á framleiðslu- rétti landsins og framleiðslunni í haust samsvarar kjötfram- leiðslu á um það bil 26 meðal- sauðfjárbúum, sé miðað við meðalbú í verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða. Þó mun ein- hver viðbót verða vegna slátr- unar í nóvember og desember en hún er óveruleg. Fullvirðisrétturinn á landinu öllu er 639.485,5 ærgildisafurðir eða 11.638.631,7 kg. Heildar- slátrun á landinu varð hins v.egar 12.487.730 kg en til frádráttar kemur kjöt vegna slátrunar riðu- fjár, ósöluhæft kjöt, heimtekið kjöt og fleira. Samtals dregst frá alls 1.046.743 kg og slátrun sem kemur til uppgjörs vegna full- virðisréttar er því 11.440.987 kg. Munurinn er því 197.644 kg sem svarar til framleiðslu 26 meðal- sauðfjárbúa. ' Fullvirðisréttur landsins í heild er það kjötmagn sem hægt er að selja á fullu verði samkvæmt samningi Stéttarsambands bænda og ríkisins. JÓH í sprunginni götu speglast auga spurult en vakandi fylgist það með þér. Mynd: RÞB Þjóðminja- safnið endurbætt Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að móta stefnu til næstu aldamóta í málefnum Þjóðminjasafns íslands. Nefndin á að vinna að áætlun um endurbætur, vöxt og við- gang Þjóðminjasafnsins. Jafn- framt er nefndinni falið að endurvinna drög að nýjum þjóðminjalögum sem lögð yrðu fram á Alþingi árið 1988, en þá verður Þjóðminjasafnið 125 ára. Þjóðminjasafni íslands er ætl- að að safna minjum um menn- ingu þjóðarinnar, varðveita þær, stunda rannsóknir til að auka þekkingu á menningarsögu og fræða almenning um sama efni. Með breyttu þjóðfélagi, bættum efnahag, nýrri tækni og nýjum þörfum er nauðsynlegt að endur- skoða hvernig Pjóðminjsafnið fær best gegnt þessu hlutverki sínu. Pjóðminjasafnið býr yfir þekk- ingu á menningarsögu þjóðarinn- ar sem gera þarf aðgengilega og eftirsóknarverða fyrir komandi kynslóðir. Brýnt er að endur- skipuleggja allar sýningar Þjóð- minjasafnsins, en þær hafa verið að mestu óbreyttar frá því um 1950. Húsnæði safnsins er að ýmsu leyti óviðunandi. Gera þarf við miklar skemmdir í húsinu, endurbæta galla á því og byggja við húsið svo það teljist fullsæmi- legt. Um þessar mundir eru fyrstu bankakort- in að falla úr gildi. Athugaðu því strax hvað þitt kort gildir lengi. Ef það er útrunnið bíður þín nýtt kort í bankanum þínum og þú ættir að sækja það við fyrsta tækifæri. Þannig kemstu hjá óþæg- indum sem ógilt bankakort getur valdið. Hér sérðu gildistíma bankakortsins Bankakortið- tákn um traust tékkaviðskipti. Alþýðubankinn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn, Verzlunarbankinn, Landsbankinn, og Sparisjóðirnir. Samvinnubankinn, o £

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.