Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. desember 1987 „Bitnar fyrst og fremst á héraðs- og sérsamböndunum“ -segir Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ um niðurskurð tii íþróttamála Ungmennafélag íslands og Iþróttasamband íslands fá aukafjárveitingu við afgreiðslu þriðju umræðu fjárlaganna. Hvor samtök um sig fá fimm miljónir króna aukalega og það þýðir að UMFÍ fær um 7 miljónir en ÍSÍ um 19 miljónir. Dagur leitaði til Sigurðar Þor- steinssonar framkvæmdastjóra UMFÍ og Sveins Björnssonar forseta ÍSÍ og spurði þá hvort þeir væru sáttir við þessar tillög- ur. Sigurður var nokkuð ánægður með þessar niðurstöður er Dagur færði honum fréttirnar. „Pað má segja að við höfum unnið varnar- sigur. Við fáum sömu krónutölu og í fyrra, sem þýðir auðvitað raunlækkun. Þetta leit hins vegar illa út á tímabili, þannig að þessi útkoma er okkur léttir. Skrifstofa UMFÍ í Reykjavík mun því geta starfað áfram á svipuðum grunni og áður, þótt einhvers staðar verði að draga saman í starfsem- inni,“ sagði Sigurður Þorsteins- son að lokum. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ var ekki eins ánægður. „Miðað við þá upphæð sem við fengum í fyrra, þá hefðum átt að fá um 30 miljónir. Alþingi hefur ákveðið að við fáum 19 miljónir og það þýðir auðvitað að við verðum að draga saman seglin. Þetta kemur fyrst og fremst niður á héraðs- samböndunum og sérsambönd- unum, því við höfum minni pen- ing til að útdeila til þeirra.“ Sveinn sagðist vera óhress með þennan niðurskurð og furðaði hann sig á skilningsleysi þing- manna á mikilvægi íþróttahreyf- ingarinnar í forvarnastarfi með- al unglinga í landinu. „Þó að meginbyrði af starfsemi hreyfing- arinnar hvíli á herðum sjálfboða- liða, þá kostar það mikið fé að reka svona heildarsamtök. Þing- menn virðast ekki gera sér grein fyrir því,“ sagði Sveinn Björns- son forseti ÍSI að lokum. AP Þingmenn eru skilningslausir á mikilvægi íþróttahreyfingarinnar í forvarna- starfi meðal unglinga. -----------Hauganes------------------v Kaupfélag Eyfirðinga hafa falið mér að selja frystigeymslu sína á Hauganesi, sem er fasteignin Aðalgata 2, ásamt frystibúnaði. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast hafið samband við undirritaðan. Benedikt Ólafsson hdl. v___________________2_________________/ LOKAÐ Skrifstofa Félags verslunar- og skrifstofufólks verður lokuð frá kl. 12.00 í dag vegna jarðarfar- ar Ólafs Aðalsteinssonar. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Lokað verður 2. janúar 1988 og 4. janúar 1988 HAGKAUP Akureyri AKUREYRARB/íR Bæjarskrifstofan minnir Akureyringa á að gera full skil á gjöld- um sínum til bæjarsjóðs fyrir áramótin. Athugið að um áramótin hefst staðgreiðsla skatta og janúarmánuður verður ekki gjaldfrír mánuður eins og verið hefir. Afgreiðsla bæjarskrifstofunnar verður opin til kl. 17.00 þriðjudaginn 29. desember og miðvikudag- inn 30. desember. Með bestu óskum um farsælt nýtt ár. Bæjarritari. Uppgangur hjá Steinullarverksmiðjunni: Afkoman í ár betri en gert var ráð fyrir „Afkoma ársins virðist ætla að verða talsvert betri en gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem gerðar voru í tengslum við endurskipulagningu reksturs- ins. Væntum við enn frekari söluaukningar á árinu 1988 og þar af leiðandi áframhaldandi rekstrarbata, verði ytri skilyrði ekki þeim mun óhagstæðari.“ Þannig komst Þórður H. Hilm- arsson framkvæmdastjóri Stein- ullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki að orði vegna fréttar um verksmiðjuna í Degi í gær, sem byggð var á skýrslu iðnaðarráð- herra um málefni verksmiðjunn- ar á árinu 1986. Þórður sagði enn fremur: „Ekki finnst mér sérlega fagleg vinnubrögð að birta ársgamla Ólafur Lárusson framkvæmda- stjóri Bridgesambands íslands ásamt félaga sínum Jakobi Kristinssyni, bar sigur úr být- um á hinu árlega Jólamóti Bridgefélags Akureyrar, sem fram fór í blómaskálanum Vín við Hrafnagil á sunnudaginn. 30 pör tóku þátt í mótinu og var hörð keppni um efstu sætin. frétt af málefnum Steinullarverk- smiðjunnar. Efnisatriði fréttar- innar eru öll rétt þ.e. hvað varðar árið 1986 og því í sjálfu sér ekki þörf á að gera athugasemdir við sjálft innihaldið, nema að það heyrir sögunni til í dag. Fyrir- sögnin „Þrengingar í Steinullar- verksmiðjunni" er hins végar beinlínis villándi, og má teljast furðulegt að uppsláttur af þessu tagi geti komist átölulaust inn á síður blaðsins með hliðsjón af þeim tiltölulega mikla fréttaflutn- ingi af málefnum verksmiðjunnar á þessu og síðasta ári. í raun hefur reksturinn gengið framar vonum á árinu 1987 og uppgangur verið á öllum sviðum,“ sagði Þórður H. Hilrn- arsson. -þá gaf bókaverðlaun í fimm næstu sæti. Farandbikarinn, sem gefinn er af blómaskálanum Vín, er hins vegar varðveittur þar fremra milli ára. Keppnisstjóri á Jólamótinu var Albert Sigurðsson, en reikni- meistari Margrét Þórðardóttir. Dagur biðst velvirðingar á fréttinni í blaðinu í gær. -Ritstj. Fjórðungs- sjúkrahúsið fær niður- fellingu á gjöldum Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri liefur fengið grænt Ijós á endurgreiðslu söluskatts og aðflutningsgjalda af sérhæfð- um hjarta- og gjörgæslubún- aði. Tækin voru keypt í sumar en gjöldin voru greidd með skuldabréfi. Dagur náði í Guðmund Bjarnason heil- brigðisráðhcrra og spurði hann út í þetta mál. „Fjárveitinganefnd gaf grænt ljós á þessa niðurfellingu þessara gjalda," sagði Guðmundur. „Þá var miðað við svipaða niðurfell- ingu sem Borgarspítalinn fékk á síðasta ári fyrir tækjabúnað. Það var orðin mikil þörf fyrir svona tæki, þannig að ég fagna þessum málalokum.“ AP Siglufjörður: Jólamót Bridgefélags Akureyrar: Ólafur og Jakob sigruðu Tilboð í flotbryggju fyrir smábáta Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Ólafur Lárusson, Reykjavík - Jakob Kristinsson, Akureyri: 743 stig 2. Hilmar Jakobsson - Jón Sverrisson, Akureyri: 738 stig 3. Halldór Svanbergsson - Óli Már Guðmundsson, Ólafsfirði: 733 stig 4. Karl Steingrímsson - Rafn Gunnars- son, Eyjafirði: 709 stig 5. Anton Haraldsson - Ævar Ármanns- son, Akureyri: 704 stig 6. Frímann Frímannsson - Pétur Guðj- ónsson, Akureyri: 697 stig 7. Þórarinn B. Jónsson - Páll Pálsson, Akureyri: 684 stig Sparisjóður Glæsibæjarhrepps gaf eignarbikara í 3. efstu sætin en bókaútgáfan Skjaldborg hf. Hafnarncfnd Siglufjarðar hefur borist eitt tilboð í flotbryggju fyrir smábátahöfn. Verð bryggjunnar er um 3 milljónir en ákvörðun um kaupin hefur verið frestað þangað til Ijóst er hvaða fjárveitingar höfnin fær á fjárlögum næsta árs. Fyrir liggur að rífa nokkrar gamlar bryggjur í dokkinni vest- ast í höfninni á Siglufirði. Þar með verður smábátalægið illa varið fyrir suðvestanátt. Bryggjan, sem verður um 30 metra löng, þjónar því bæði sem skjólgarður og viðlegukantur. Við kantinn eiga með góðu móti að geta legið um 24 bátar en á Siglufirði eru nú 30-40 smábátar. Vegna þess hvernig loðnuveið- ar hafa brugðist á vertíðinni hef- ur bæjarsjóður Siglufjarðar orðið af miklum tekjum af aflagjöld- um. Vegna þessa eru ákvarðanir látnar bíða þar til fjárlög hafa verið afgreidd. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.