Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 7
íns^Bsw-mlí!-i, Knattspyrnulið Lcifturs kom öllum á óvart í sumar og vann sér sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs í handbolta og félagar hans unnu sér sæti í 1. deild á árinu en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í þeirri deild. Daníelsson USVH í hnokka- flokki og Svava Magnúsdóttir Óðni í hnátuflokki. f 2. deildinni í sundi fyrir skömmu, skeði það hins vegar að sundfélagið Óðinn féll í 3. deild ásamt ÍBV en Mývetningar sem höfðu komið upp í 2. deild árið áður, héldu sæti sínu. Golf Landsmótið í golfi fór fram á Jaðarsvelli um verslunarmanna- helgina og tókst Akureyringi að krækja sér í einn titil. Árný Lilja Árnadóttir sigraði mjög örugg- lega í 2. flokki kvenna. Norðurlandsmótið í golfi fór fram á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði seinni partinn í ágúst og var mjög dræm þátttaka í mót- inu. Þórhallur Pálsson GA sigr- aði í keppni án forgjafar í karla- flokki en Baldur Jónsson GÓ í keppni með forgjöf. í kvenna- flokki sigraði Árný Lilja Árna- dóttir GA bæði í keppni með og án forgjafar. í unglingaflokki sigraði Eggert Eggertsson GA í keppni án forgjafar en Björn Sig- björnsson GÁ í keppni með forgjöf. Arctic open alþjóðamótið í golfi fór fram að Jaðri í lok júní og sigraði David Barnwell í keppni án forgjafar en Haraldur Júlíusson í keppni með forgjöf. Á þessu móti var leikið miðnæt- urgolf, þ.e. að leikið var fram yfir miðnætti báða keppnisdagana og mættu nokkrir útlendingar til leiks. í sveitakeppni GSÍ féll karlasveit GA í 2. deild en kverinasveitir GA og GH sem léku í 2. deild, náðu ekki að vinria sig upp. Tveir kylfingar úr GA æfðu og kepþtu með unglingalandsliðinu í golfi á árinu. Það voru þeir Björn Axelsson og Kristján Gylfason. Akureyrarmótið í golfi fór fram í julí og var keppt í 11 flökkum. Gamla kempan Björg- yin- Þorsteinsson brá sér norður þg sigraði með yfirburðum í karlaflokki og í kvennaflokki ^igraði Inga Magnúsdóttir eins og po oft áður. Á meistaramóti Árný Lilja Árnadóttir sigraði í 2. flokki kvenna á landsmótinu í golfi og sigraði auk þess í keppni með og án forgjafar á Norðurlandsmótinu. Sigurður Gcstsson varð íslands- meistari í vaxtarrækt þriðja árið í röð. Golfklúbbs Húsavíkur sigraði Kristján Hjálmarsson enn einu sinni í karlaflokki en Sólveig Skúladóttir í kvennaflokki. Á héraðsmóti USAH þar sem kepptu kylfingar frá Golfklúbbi Skagastrandar og Golfklúbbnum Ósi á Blönduósi, sigraði Stefán Kristinsson í karlaflokki en Bjarnhildur Sigurðardóttir í kvennaflokki. Badminton Badmintonmenn á Norðurlandi voru ekki mjög fyrirferðarmiklir á árinu. Á opnu unglingamóti sem haldið var á Akureyri í febrúar síðastliðnum voru þeir bræður Einar og Karl Karlssynir mjög atkvæðamiklir en alls unnu kepp- endur frá TBA 6 gullverðlaun á mótinu. Fyrir skömmu fór fram haust- mót unglinga í badminton á veg- uin TBA og unnu þau Karl Karlsson, Konráð Þorsteinsson, Sonja Magnúsdóttir og Elín Jónsdóttir tvöfalt á mótinu, þ.e. unnu bæði í einliðaleik og tvíliða- leik. Frjálsar íþróttir Landsmót Ungmennafélags íslands fór fram á Húsavík í sum- ar í frábæru veðri. Mótið tókst í alla staði mjög vel og náðist ágæt- ur árangur í hinum ýmsu grein- um. Of langt mál yrði að fara að rekja gang mála í einstökum greinum en þó má geta árangurs Einar Vilhjámssonar í spjótkasti þar sem hann setti nýtt Norður- landamet, kastaði 82,96 m. Sex keppendur frá UMSE tóku þátt í íslandsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innahúss og varð afrakstur þeirra úr mótinu ein gullverðlaun og ein brons- verðlaun. Guðrún Svanbjörns- dóttir sigraði ásamt Fríðu Rún Þórðardóttur úr UMSK í 800 m hlaupi en þeir komu hnífjafnar í mark og deildu með sér 1. sæt- inu. Þá varð Páll Jónsson þriðji í 1500 m hlaupi karla. Norðurlandsmótið í frjálsum íþróttum var haldið að Árskógi í endaðan ágúst. Sveitir frá USAH og UMSE höfðu rnikla yfirburði og hlaut UMSE flest stig í kvennaflokki en USAH í karla- flokki og auk þess samanlagt. Skagfirskt frjálsíþróttafólk lét mikið að sér kveða á Meistara- móti íslands 16-18 ára sem haldið var í Reykjavík í sumar. Það krækti sér í tvo meistaratitla og setti héraðsmet í einni grein og jafnaði metið í annarri. Friðrik Steinsson sigraði í 100 in hlaupi og varð annar í 400 m hlaupi. Berglind Bjarnadóttir sigraði í 100 grindahlaupi og varð í 4. sæti í langstökki. Ragna Hjartardóttir varð 3. í 800 m hlaupi og setti nýtt héraðsmet. íþróttir fatlaðra íslandsmót fatlaðra, hið áttunda í röðinni var haldið í Ketlavík í apríl síðastliðnum. Akureyringar fjölmenntu á mótið og létu tals- vert að sér kveða í boccía- keppninni. Bræðurnir Stefán og Elvar Thorarensen sigruðu báðir í sínum flokki. Þá sigraði A-sveit ÍFA í U-flokki í sveitakeppninni í boccía og A-sveit Eikar í flokki þroskaheftra. Metþátttaka var á Hængsmót- inu sem haldið var í íþróttahöll- inni á Akureyri. Keppendur voru um 100 og komu víðs vegar af landinu. Hængsbikarinn var veittur í þriðja sinn en þann grip hlýtur sá keppandi úr ÍFA sem bestum árangri nær í mótinu. Og að þessu sinni var það Tryggvi Haraldsson sem hlaut bikarinn. Fimleikar Akureyrarmót stúlkna í fimleik- um fór fram í íþróttahúsi Glerár- skóla í lok apríl. AIls mættu 55 stúlkur til leiks og var keppt í þremur flokkum. Hrefna Óladóttir náði þeim frábæra árangri að sigra í öllum greinum í flokki 9 ára og yngri. í flokki 10- 12 ára sigraði Kolbrún Sævars- dóttir í tveimur greinum og Guðrún Sigbjörnsdóttir sigraði í einni grein og varð í 2. sæti í tveimur. Harpa María Örlygs- dóttir náði bestum árangri samanlagt í flokki 13 ára og eldri, eftir mikla keppni við Mattheu Sigurðardóttir. Svavar Þór Guöinundsson sundmaður úr Óðni lét mikið að sér kveða á árinu og er tvímælalaust fremsti sundmaður okkar Norðlendinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.